Morgunblaðið - 13.01.2014, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
hélt sinni eigin persónu til hlés
en beindi ljósgeislanum þeim
mun meir með faglegri tækni að
því myndefni eða þeirri persónu
sem sat fyrir hjá honum. Alla tíð
var hann mikill leiðbeinandi í
faginu og miðlaði öðrum af
þekkingu sinni.
Sjónarhorn hans á þjóðlífinu
og atburðum liðinna áratuga
sýnir best hversu næmur hann
var á myndefnið og hversu vel
hann komst að því að festa það
niður til sýnis og forða því frá
gleymsku. Þessi faglega út-
færsla hans á verkefninu lýsir
best hversu vandaður maður
hann var. Maður sem hafði með
þrotlausu starfi þroskast í list
sinni og veitt samferðafólki sínu
skerf af því innsæi sem hann
hafði áunnið sér í sínu faglega
starfi.
Þessa fagmennsku á sviði list-
arinnar útfærði hann í allri sinni
framkomu gagnvart fjölskyldu
sinni og samstarfsfólki og ekki
síst barnabörnum sínum.
Það var einstök gæfa að fá
tækifæri til að kynnast slíkum
einstaklingi. Þess hefur fjöl-
skylda hans notið ríkulegar en
nokkrir aðrir. Innileg samúð til
fjölskyldunnar. Blessuð sé minn-
ing hans.
Hjörtur Þórarinsson.
Látinn er góður vinur og fé-
lagi, Leifur Þorsteinsson.
Mig langar að minnast hans
með nokkrum orðum því við átt-
um gott samstarf í Ljósmynd-
arafélagi Íslands. Reyndar vor-
um við hjónin í nokkrum
tengslum við þau hjón, Rikku og
hann, sem hófust með því að
þegar þau komu heim frá námi
og ég nýlega útskrifaður frá
meistara hér heima, þá vorum
við hjónin leigjendur hjá föður
Rikku að Lundi við Nýbýlaveg
og var það okkar fyrsta heimili.
Seinna áttum við Leifur eftir
að eiga gott samstarf í félaginu
og kom hann nær daglega við
hjá mér á Njálsgötuhorninu
þegar hann fór í pósthúsið beint
á móti stofunni og þá var margt
skrafað um það, sem var verið
að gera og þurfti að gera og þá
m.a. um norræna samstarfið og
það sem verið var að reyna að fá
fram í framþróun menningar-
mála stéttarinnar en hann tók
þau mál mjög að sér meðan ég
sinnti frekar félagsmálapakkan-
um.
Minnisstætt er mér m.a. þeg-
ar við fórum með ágætum hópi
norrænna starfssystkina okkar í
Þórsmörk þar sem gist var í
stórum skála og farið í göngu-
ferðir og þá tóku formaðurinn
og varaformaðurinn að sér að
grilla á veröndinni við skálann
og þar fengum við að finna fyrir
íslensku veðurfari og þvílíkt rok
og rigning og man ég eftir því
hvað hlegið var að okkur Leifi
þegar við vorum í hreinustu
vandræðum með að kveikja ekki
í kótelettunum en þá var brugð-
ið á það ráð að rétta þær aðeins
út fyrir þakskeggið til að
slökkva í þeim.
Eins og áður sagði tók Leifur
að sér menningarmálin og var
því að sjálfsögðu fyrstur til að
kenna við deildina okkar í Iðn-
skólanum og fórst það vel úr
hendi og var því sá sem mest
reyndi á við að koma fagkennsl-
unni á laggirnar og verður hon-
um seint fullþakkað fyrir það
uppbyggingarstarf.
Margs er að minnast og
þakka ég honum fyrir hvað við
áttum annars gott samstarf, sem
aldrei bar nokkurn skugga á og
sama var að segja um samskipti
okkar Sonju við þau hjónin, sem
við minnumst með sérstökum
hlýhug og vottum Rikku og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð
við fráfall Leifs.
Megi minningin lifa um góðan
dreng og þykist ég vita að undir
þau orð myndu allir taka í Ljós-
myndarafélagi Íslands.
Þórir H. Óskarsson,
ljósmyndari.
✝ SigmundurGeir Sig-
mundsson var
fæddur í Fjarð-
arhorni í Gufudals-
sveit 23. ágúst
1930. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hólmavík 28. des-
ember 2013.
Sigmundur var
þriðja barn
hjónanna Geirríðar Ásu Þórólfs-
dóttur, f. 17. júlí 1907, d. 20. apr-
íl 1998, og Sigmundar Guð-
mundssonar, f. 7. júní 1889, d.
14. september 1930. Áður hefði
þeim hjónum fæðst Valgeir 30.
apríl 1927, dáinn 23. júní sama
ár, og Sólveig, f. 20. apríl 1929.
Sigmundur átti tvo hálfbræður,
þá Sigurgeir E. Ágústsson, f. 19.
júlí 1937, d. 20. október 1991, og
Gunnar Þórarinsson, f. 31. des-
ember 1946. Einnig átti hann
tvo fósturbræður, þá Albert
Þorbjörnsson, f. 23. maí 1925, d.
23. mars 1998, og Sigurð Þor-
björnsson, f. 9. maí 1927.
son, f. 2. desember 1958. Kona,
Jóhanna María Karlsdóttir, f.
12. nóvember 1958. Börn þeirra
eru fjögur. Barnabarnabörn
þeirra eru fjögur. Þórólfur Sig-
mundsson, f. 15. ágúst 1960. Á
hann eitt barn. Sigríður Sig-
mundsdóttir, f. 15. júlí 1961.
Börn hennar eru fjögur. Barna-
börn Sigríðar eru fimm. Stefán
Aðalsteinn Sigmundsson, f. 12.
desember 1963. Börn hans eru
þrjú. Barnabarnabörn Stefáns
eru fimm.
Sigmundur var valinn til ým-
issa félagsstarfa. Var um tíma í
forsvari fyrir búnaðarfélag og
ræktunarsamband sveitarinnar,
einnig fulltrúi jarðarnefndar og
fulltrúi fyrir Norður-Ísafjarð-
arsýslu í Stéttarsambandi
bænda. Hann sat í stjórn Mjólk-
ursamlags Ísfirðinga og í stjórn
Kaupfélags Ísfirðinga. Var í
sveitarstjórn og héraðsnefnd,
var um skeið oddviti Reykja-
fjarðarhrepps og varð fyrsti
oddviti nýstofnaðs Súðavík-
urhrepps eftir sameiningu
þriggja hreppa. Sigmundur
sagði sig frá sveitarstjórn-
armálum sem og öðrum fé-
lagsmálum vorið 1995, eftir frá-
fall Huldu.
Útför Sigmundar Geirs fór
fram frá Ísafjarðarkirkju 6. jan-
úar 2014.
Árið 1954 flyst
Sigmundur að
Látrum ásamt unn-
ustu sinni, Huldu
Kristjánsdóttur, f.
26. mars 1938, d.
16. janúar 1995.
Þau keyptu jörðina
árið eftir og hófu
búskap þar. Á
næstu árum þar á
eftir byggðu þau
Sigmundur og
Hulda jörðina Látur nýju íbúð-
arhúsi og nýjum gripahúsum.
Einnig ræktuðu þau ný tún. Þau
bjuggu á Látrum af mikilli
snyrtimennsku og myndarskap.
Þau hjónin eignuðust sjö börn:
Ragnhildur, f. 28. mars 1955. Á
hún eitt barn. Kristján Bjarni, f.
28. febrúar 1956. Kona, Ragn-
heiður Baldursdóttir, f. 6. nóv-
ember 1958. Börn þeirra eru tvö
og átti hann tvö börn áður.
Barnabarnabörn Kristjáns eru
sex. Margrét, f. 10. apríl 1957.
Börn hennar eru þrjú. Barna-
barnabörn Margrétar eru fimm.
Sigmundur Hagalín Sigmunds-
Við systkinin ólumst upp að
Látrum í öruggum og tryggum
römmum fjölskyldunnar. Höfum
við systkinin alltaf haft öruggt
bakland heima hjá foreldrum okk-
ar og getað komið til þeirra ef svo
bar við. Urðum við þeirrar gæfu
aðnjótandi að læra að vinna undir
leiðsögn foreldra okkar og búum
við að því lífið út. Það eina sem er
öruggt við lífið er að því lýkur með
dauða. Ekkert okkar var þó búið
undir að við þyrftum að kveðja
pabba núna milli hátíðanna. En
erum þakklát fyrir að hafa haft
hann hjá okkur þó þessum árum
lengur en mömmu.
Börn Sigmundar
og Huldu frá Látrum.
Elsku afi minn. Ég vil byrja á
að segja að ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið að vera hjá ykkur
ömmu sem barn, og að fá að alast
upp í svona góðum og hlýjum
faðmi sem þið veittuð mér. Betri
stað er ekki hægt að hugsa sér. Ég
fékk allt til alls, endalausa ást og
umhyggju. Ég segi alltaf full af
stolti frá því að hafa búið hjá
ömmu og afa á Látrum.
Þegar ég sest niður og hugsa til
baka, og rifja upp allar góðu
stundirnar sem ég hef átt með þér
fara tárin að streyma niður kinn-
arnar. Þú passaðir alltaf svo vel
upp á mig, að sumum þótti nóg
um. „Elsku litla stúlkan“, það var
ég, ég var alltaf litla stúlkan hans
afa, mér fannst ég alltaf skipta
mestu máli og gat alltaf fundið
skjól hjá þér. Þú meira að segja
hitaðir postulínssetuna fyrir mig.
Endalaus þolinmæði þín að taka
mig með í hin ýmsu verk, ósjaldan
heimtaði ég að þú vektir mig til að
ég gæti komið með þér í fjósið á
morgnana, svo komst þú mér bara
vel fyrir í fóðurbætishjólbörunum
og þar svaf ég þar til mjaltirnar
voru búnar. Tilbúinn að snúast
með mig, ef mér leiddist þá
stökkst þú til og fórst í bíltúr með
mig, sagðir mér endalaust af sög-
um, kenndir mér svo margt. Ef þú
þurftir að erinda eitthvað í kaup-
stað komstu alltaf færandi hendi
til baka, sama hvað það var, þá var
það fullkomið, það var frá afa.
Aldrei kem ég til með að líta
eins mikið upp til nokkurs manns
og ég hef gert til þín. Og ég mun
sennilega aldrei koma til með að
sakna nokkurs manns eins og ég
sakna þín. En ég get þó huggað
mig við það að þú ert kominn á
góðan stað, í faðm Huldu ömmu
sem fór alltof snemma frá okkur.
Þið hafið hvort annað aftur og ég á
fullt af góðum minningum sem ég
geymi vandlega í hjartanu.
Takk fyrir mig.
Hulda Lind Stefánsdóttir.
Elsku afi minn, ég þakka þér
samverustundirnar og alla sólar-
geislana er færðir þú mér. Ég hef
átt með þér margar góðar og
skemmtilegar stundir. Allt frá því
ég nýfædd kom að Látrum með
móður minni og fram að þeim degi
er þú kvaddir þennan heim. Það
var mér kært að geta verið hjá þér
á þessari síðustu stundu. En ég sé
þig nú ganga um himnanna
grundir og á móti þér tekur hún
amma mín. Ég sakna þín sárt en
minningin lifir um einstakan
mann. Bið ég þess að drottinn vaki
þér yfir og sendi þér bænina mína.
Sólveig Sigurgeirsdóttir.
Sigmundur Geir
Sigmundsson
✝ Ólafur OddgeirMagnússon
fæddist á Hellis-
sandi hinn 13. ágúst
1926. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 30. des-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Magnús
Ólafsson útgerð-
arbóndi, f. á Kirkju-
felli á Snæfellsnesi 19.9. 1890, d. í
Reykjavík 31.2. 1969, og Ásta
Gilslaug Cýrusdóttir, f. á Önd-
verðarnesi á Snæfellsnesi 16.4.
1890, d. í Reykjavík 31.7. 1968.
Alsystkini: 1. Hallbjörn, f. 20.9.
1916, d. 16.10. 1916. 2. Hall-
fríður, f. 30.8. 1918, d. 27.4. 2001,
gift Benedikt Hannessyni. 3.
Kristmundur, f. 11.7. 1922, d,
11.7. 2006, kvæntur Ágústu
Guðnadóttur. 4. Gestur Berg-
ili í Reykjavík en flutti í maí 1968
í Kópavoginn þar sem hjónin
bjuggu það sem eftir var ævinn-
ar. Ólafur var vélstjóri að mennt
og var lengi sjómaður á tog-
urum, síldar- og loðnu-
veiðiskipum. Eftir að í land kom
starfaði hann lengst af hjá Slát-
urfélagi Suðurlands. Þau hjónin
og flest systkini Ólafs byggðu sér
sumarbústað í Hlíðarbyggð í Ei-
lífsdal í Kjós og þegar á ævina
leið lögðust hjónin í flakk og
ferðuðust vítt og breitt um Evr-
ópu, einkum með Bændaferðum.
Ólafur var söngelskur og söng
árum saman í Samkór Kópavogs.
Hann samdi einnig mikinn fjölda
sönglaga og texta við þau, sem
kórinn frumflutti mörg hver.
Ólafur skar út í tré, batt inn bæk-
ur og útbjó glerlistaverk, svo
eitthvað sé upptalið. Hann
greindist með alzheimer sem
ágerðist hratt og varð þess vald-
andi að hann þurfti að flytjast á
Sunnuhlíð, og þangað fylgdi eig-
inkona hans honum rétt rúmu
ári síðar vegna sinna veikinda.
Útför Ólafs fór fram í kyrrþey
10. janúar 2014 frá Fossvogskap-
ellu.
mann, f. 18.9. 1928,
d. 2005, kvæntur
Guðbjörgu Guðna-
dóttur. 5. Ester, f.
18.9. 1929, d. 16.4.
2009, gift Alexand-
er Alexanderssyni.
6. Sýrus Guðvin, f.
18.9 1918, d. 11.7.
2006, kvæntur
Matthildi Jóns-
dóttur. 7. Hrefna, f.
24.6. 1935, gift
Skúla Alexanderssyni. Sam-
mæðra eru Hlöðver Þórðarson, f.
1910, d. 1966, og Guðrún Þórð-
ardóttir.
Ólafur kvæntist hinn 9.
nóvember 1954 Sigurjónu Soffíu
Þorsteinsdóttur, f. á Stóru-
Brekku á Höfðaströnd í Skaga-
firði 17.5. 1924. Þeim varð eins
sonar auðið, Magnúsar, f. 28.1.
1955.
Fjölskyldan bjó sér fyrst heim-
Sönglist og samspil hljóma
sálu hans veitti frið.
Dáði þá unaðsóma
sem upphefja líf úr dróma
og setja á hærra svið.
Ei skal um andlát þylja,
enginn flýr dauða sinn;
þó oft reynist illt að skilja
örlagadóm og vilja
farðu vel, vinur minn.
(Kr. Ben)
Elsku pabbi. Ég er þér þakk-
látur fyrir hversu umhyggjusam-
ur og skilningsríkur faðir þú
varst mér ávallt. Ég á þér svo
óumræðilega margt að þakka.
Gakktu á guðs vegum til móts við
eilífðina og hvíldina þar. Þú átt
hana svo sannarlega skilið.
Magnús.
Ólafur Oddgeir
Magnússon
Elsku afi.
Við minnumst
þín á þessari stundu með sökn-
uði. Við barnabörnin áttum
margar skemmtilegar stundir
með þér og ömmu Jónu. Til
dæmis kartöfluuppskeran á
Vatnsenda. Þar var amma Jóna
með pönnukökur á boðstólum
með rjóma og heimalagaðri
rabarbarasultu. Við minnumst
líka hvað það fór vel um mann
að vera hjá þér og ömmu Jónu
yfir hátíðarnar.
Við áttum saman nokkra
Hannes Þorkelsson
✝ Hannes Þor-kelsson fæddist
í Reykjavík 23. júlí
1935. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 16. desem-
ber 2013 og var út-
förin gerð frá Há-
teigskirkju 7.
janúar 2014.
ökutúra, sem þú
nýttir til að kaupa
gjafir. Þá hafðir þú
skipulagt nákvæm-
lega hvaða búð
skyldi fara í, því
oft var það sérvara
sem ekki fékkst í
hvaða búð sem er.
Það var alltaf ein-
hver hugsun og
saga á bakvið
hverja gjöf.
Nú ert þú búinn að kveðja
okkur, afi minn. Nú ertu kom-
inn á annan stað með ömmu
Jónu.
Börn Ástu,
Hannes Bergmann
Eyvindsson,
Andri Bergmann
Eyvindsson,
Guðrún Bergmann
Eyvindsdóttir,
Svandís Bergmann
Eyvindsdóttir.
Elsku Aðalbjörg.
Við munum ávallt minnast
þess góða tíma sem við áttum
saman, með þér og þinni fjöl-
skyldu, af kærleika og hlýhug.
Ég vaknaði af djúpum dvala
við dýrlegan hörpuóm.
Sál mína dreymir síðan
sólskin og undarleg blóm.
Ég fann hvernig foldin lyftist
Aðalbjörg
Jónsdóttir
✝ AðalbjörgJónsdóttir
fæddist í Gröf í
Þorskafirði 28.
október 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum 4. janúar
2014.
Útför Að-
albjargar var gerð
frá Fossvogskirkju
10. janúar 2014.
og fagnandi tíminn
rann,
með morgna,sem
klettana klifu,
og kvöld, sem í laufinu
brann.
Nú veit ég, að sumarið
sefur
í sál hvers einasta
manns.
Eitt einasta augnablik
getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
uns sérhver sorg öðlast vængi
og sérhverri gleði fær mál.
(Tómas Guðmundsson)
Guð varðveiti þig og minningu
þína.
Þóra, Kristrún Auður, Þór,
Gunnar, Siggi og Brynja
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn, svo og æviferil.
Minningargreinar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
SVEINBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Álfheimum 26, Reykjavík,
lést hinn 27. desember sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Karl F. Sigurðsson, Svala B. Jónsdóttir,
Kristín Þormar,
Andrea Þormar, Atli M. Jósafatsson,
Ólafur Þormar,
Sveinbjörn Þormar, Kristín Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra
ÆVARS Í ENNI
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi,
Deildar B6 og Gjörgæslu í Fossvogi.
Ingibjörg Jósefsdóttir,
Halldóra Ingimundardóttir, Guðni Eðvarðsson,
Jósteinn Ingimundarson,
Fjóla Ævarsdóttir, Guðmundur Guðbergsson,
Ingibjörg Ingimundardóttir,
Fjóla Kristjánsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.