Morgunblaðið - 13.01.2014, Side 30

Morgunblaðið - 13.01.2014, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014 Mér kæmi ekki á óvart að það yrði farið á Grillmarkaðinn umkvöldið, í góðra vina hópi. Þar mun Gulli yfirkokkur eflauststjana við okkur, enda einn af okkar frábæru veiðimönnum sem eru snilldarkokkar,“ segir Óskar Páll Sveinsson, lagahöfundur og laxveiðimaður með meiru, sem fagnar 47 ára afmæli í dag. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað í markaðsdeildinni hjá Marel og ber þar titilinn sjónvarpsstjóri. Óskar Páll segist hafa ákveðið að taka sér smá hvíld frá tónlistinni, en hann hefur unnið við upptökur og lagasmíðar í rúm 20 ár, samdi t.d. lagið Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision árið 2009 og endaði í 2. sæti. Óskar Páll er þó áfram í upptökunum, bara á sjónvarpsefni fyrir Marel í tengslum við fundi fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrirtæk- isins. Þannig heldur hann utan um beinar sjónvarpsútsendingar á eig- in stöð Marels á fundum fyrir allt að 700 sölumenn um heim allan. Um gagnvirkt sjónvarp er að ræða þar sem sölumenn geta komið með spurningar til baka til starfsmanna Marels. Óskar Páll er mikill veiðimaður og tekur t.d. nokkrar vikur á sumr- in undir leiðsögumennsku í laxveiðum, einkum í Hofsá og Selá í Vopnafirði. Einnig er hann vel liðtækur í fluguhnýtingm og hnýtir yf- irleitt sínar flugur sjálfur. En aðspurður útilokar Óskar Páll ekki innkomu í tónlistina á nýjan leik. „Mér kæmi ekki á óvart að fjaðurstafur yrði tekinn upp síðar meir og kannski lag sent inn í Eurovision,“ segir hann að lokum. bjb@mbl.is Óskar Páll Sveinsson 47 ára Veiðimaður Óskar Páll Sveinsson í Norðurá síðasta sumar með einn vænan lax, um 13 pund, sem var síðan sleppt út í frelsið á ný. Lagasmíðar í pásu og laxveiðin heillar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Síle Gabriella Björk fæddist 14. september 2012 kl. 18.06. Hún vó 13 merkur og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Carla Torrico og Unnþór Torfason. Nýir borgarar Njarðvík Hrafnhildur Embla fæddist 3. janúar kl. 13.58. Hún vó 3.305 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Bryndís Jóna Rúnarsdóttir og Ægir Örn Gunnarsson. G uðmundur fæddist í Reykjavík 13.1. 1944 og ólst þar upp. Auk þess var hann allmörg sum- ur í sveit á Brekkum II í Mýrdal: „Þarna var ég við gott at- læti hjá systkinum stjúpömmu minnar, afskaplega góðu fólki. Þau voru hins vegar farin að draga úr umsvifum við búskapinn. Þegar ég heimsótti staðinn löngu síðar fannst mér allt þarna minna í sniðum en það hafði verið í minning- unni. Ég átti þá erfitt með að átta mig á því hvernig við komumst þarna fyrir.“ Þá æfði Guðmundur og keppti í knattspyrnu með Fram um skeið. Guðmundur sótti grunnskóla í Æfingadeild Kennaraskólans. Hann stundaði nám við MR, lauk þaðan stúdentsprófum 1964, stundaði nám í lögfræði við HÍ, lauk embættisprófi í lögfræði 1969 og fékk réttindi hér- Guðmundur Malmquist, fyrrv. forstjóri Byggðastofnunar – 70 ára Fjölskyldan Guðmundur Malmquist og Sigríður, kona hans, ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Spilar nú golf eftir erilsamt embættisstarf Hjónin Guðmundur og eiginkona hans, Sigríður, en hún var lengi bankaritari. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isStilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is 30%afsláttur á Gabriel höggdeyfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.