Morgunblaðið - 24.01.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.01.2014, Qupperneq 2
Þorrabjórarnir hafa aldrei verið fleiri. Nýir og spenn- andi í bland við sígilda. 08 2 | MORGUNBLAÐIÐ 24.01.2014 ÞORRABLÓT 24.01.2014 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson Prentun Landsprent ehf. Þorrahefðin er í heiðri höfð á leik- skólanum Krakkakoti á Álftanesi. 4 Íslensk og þjóðleg hönnun er sérstaklega viðeigandi á þorra, og úrvalið er veglegt. 10 Jóhannes í Múlakaffi er ekki að eiga neitt við hefðirnar enda óþarfi að finna upp þorrahjólið. 13 Hjá Sláturfélagi Suðurlands stendur þorrahefðin á ævagöml- um merg og ekkert er til sparað. 14 Þá er upprunninn sá árstími þegar mörlandinn gerist hvað þjóðlegastur í háttu. Trog eru fyllt af krásum sem ekki sjást á borðum Íslendinga á öðr- um tímum ársins og hin ramma taug rekur brott- flutta að borðum svo þeir geti blótað þorrann sjálfir hið sama. Merkilegt sem það kann að hljóma þá hafa ýmsir spáð því gegnum árin að þorrahefðin myndi fjara út og safnast til feðra sinna á síður sögunnar, ekki síst í kjölfar skyndi- bitavæðingarinnar sem hélt innreið sína á árunum upp úr 1980. En þorrinn heldur ennþá velli. Að sönnu taka færri slátur frá degi til dags, en þegar sjálfur þorramánuðurinn gengur í garð kveður við annan tón. Þorrablótin verða vinsælli og fjölmenn- ari milli ára, börnin eru sem fyrr sólgin í að smakka þorramatinn í skólum og leikskólum og sérbruggaðir þorrabjórar hafa aldrei verið fleiri en í ár. Þetta er fagnaðarefni, þó ef til vill sé þorra- maturinn ekki öllum að skapi. Það er bæði gaman að halda í þjóðlegar hefðir og um leið mikilvægt að standa vörð um menningararfinn sem í þorranum felst og þá tengingu við fortíð landsins sem felst í því að halda þorrann í heiðri. Gleðilegan þorra, góðir lesendur! Morgunblaðið/Kristinn Sumir vildu helst geta hámað í sig þorramat árið um kring, öðrum finnst gaman að gera vel við sig í þorramat einu sinni á ári. Hvað sem því líður þá heldur hefðin velli. Þorrahefðin heldur velli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.