Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 10

Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA H in seinni ár hefur íslenskum hönnuðum vaxið fiskur um hrygg, sama á hvaða vettvangi þeir starfa, og fyrir bragðið er úrvalið af fallegri íslenskri hönnun líkast til meira um þessar mundir en það hefur nokkurn tímann verið. Hönnunarverslunin Mýrin í Kringl- unni hefur á boðstólum breitt úrval af ýmiss konar íslenskri hönnun. Þorra- blaðið lagði því leið sína þangað og fékk sannarlega nokkrar góðar hugmyndir að þjóðlegri hönnun sem á vel við á þorr- anum. jonagnar@mbl.is  Þessar fallegu postulínsskálar eru eftir Kristbjörgu Guðmunds- dóttir. Mynstrið í glerungnum minnir óneitanlega á frostrósir á glugga og því sennilegt að þær rími við gluggana á þorranum.  Á þorra er hlýtt og fallegt skinn gulli betra. Ennisbönd og húfa frá Feldi verkstæði.  Húsdýrasnagarnir eru frá hönnunarfyr- irtækinu Hár úr hala.  Skartið frá KRÍA Jewellry sækir innblástur í fiskibein og fuglaklær. Íslensk hönnun á vitaskuld alltaf við, það er óumdeilt. En á þorra er hún sérstaklega viðeigandi og ekki síst ef hún felur í sér þjóðlega skírskotun með einhverjum hætti. Á þjóðlegum nótum á þorra  Tréperluhálsmenin frá Hlín Reykdal eru bæði litrík og falleg.  Engum verður kalt við lestur bókarinnar „Stína stórasæng“ þeg- ar prjónahlífin frá Vík Prjónsdóttur fyrir bók bæði og fingur er annars vegar. Vettlingarnir eru áfastir.  Hvað er notalegra – og þjóðlegra – en að hjúfra sig upp að gærupúða þegar þreyja þarf kaldan þorra? Feldur verkstæði á heiðurinn af þessum.  Á þorra þarf alla þá vörn sem býðst fyrir veðri og vindum. Trefillinn Verndarhendi frá Vík Prjónsdóttur kemur þar til skjalanna, í þessum fallega nýja græna lit.  Leirlistakonan Þóra Finnsdóttir á heiðurinn af þessum fallegu krukkum.  Þessir verklegu snagar, sem eru í laginu eins og hreindýrahorn, eru frá Ingibjörgu Hönnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.