Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 www.kia.com ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 1 3 7 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Með augu í hnakkanum Kia Sportage Xtra með glerþaki, leiðsögukerfi og bakkmyndavél Sportage 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd Verð frá 5.990.777 kr. Aðeins 50.635 kr. á mánuði í 84 mánuði* *M.v. 3.000.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,55% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,16%. Nánari upplýsingar á ergo.is. Kia Sportage Xtra – í ábyrgð til 2021 Eigum nokkra sérútbúna Kia Sportage með glæsilegum aukahlutapakka á frábærum kjörum. Glerþak, leiðsögukerfi með íslenskri götuskrá, bakkmyndavél og vandaðra hljóðkerfi. Aukahlutapakkinn kostar aðeins 300.000 kr. en listaverð er 600.000 kr. Kia Sportage hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hann er öflugur og tilbúinn í allar aðstæður og eyðir þó aðeins frá 5,7 l/100 km í blönduðum akstri. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sportage, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ og kynntu þér þennan framúrskarandi bíl. Við tökum vel á móti þér. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SYN, sem er í stórri skoðun í Nor- egi hefur nú verið máluð í nýjum áberandi lit. Fram kemur á vef Landhelgis- gæslunnar að til standi að allar þyrlur stofnunarinnar verði í þess- um lit í framtíðinni. Landhelgis- gæslan telji að liturinn hæfi betur björgunarþyrlunum þar sem hann sé mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki. Algengt sé að björgunarþyrlur og flugvélar, sérstaklega á norð- urslóðum, séu málaðar í áberandi litum. TF-SYN er væntanleg til Íslands í lok mars. Björgunar- þyrlur fá nýjan lit  TF-SYN í stórri skoðun í Noregi Ljósmynd/Landhelgisgæslan Nýr litur Þyrlan TF-SYN hefur fengið nýjan áberandi rauðan lit. Heimsóknum erlendra seglskútna til Reykjavíkur hefur fjölgað á und- anförnum árum. Árið 2012 komu 55 útlendar skútur til Reykjavíkur en síðastliðið ár voru þær 60 talsins, samkvæmt upplýsingum Faxaflóa- hafna. Flestar eiga skúturnar heima- höfn í Evrópu en ein og ein heim- sækir Ísland frá Norður-Ameríku. Í fyrra komu ellefu skútur frá Bretlandi, tíu frá Frakklandi og níu frá Þýskalandi en sumir siglinga- menn hafa viðkomu í Reykjavík tvisvar yfir sumarið og þá sér- staklega ef ferðinni er heitið til Grænlands. Brokey, Siglingafélagi Reykja- víkur, sér um viðlegu og aðstöðu fyrir seglskútur við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn. Áki Ásgeirsson, formaður Brokeyjar, segir á heima- síðu Faxaflóahafna að fjölgunina undanfarin ár megi meðal annars rekja til þess að óróleiki hafi verið í Miðjarðarhafinu og að minni ís við Grænland hafi einnig haft sitt að segja. Áki segir þá að fyrirspurnir um vetrarsetu í Reykjavík aukist ár frá ári en vandamálið sé að að- staða til að geyma skútur á landi sé ekki fyrir hendi. Áki er bjartsýnn á framtíðina og telur að með betri aðstöðu við Ing- ólfsgarðinn eigi útlendum skútum eftir að fjölga í Reykjavík. Skútukomum hefur fjölgað Morgunblaðið/Ernir Í Reykjavíkurhöfn Hið rússneska Sedov er næststærsta seglskip í heimi.  Í fyrra komu 60 útlendar skútur til Reykjavíkur  Óróleiki á Miðjarðarhafinu hefur áhrif  Skortur er á geymslurými Hæstiréttur hef- ur staðfest gæsluvarðhalds- úrskurð Héraðs- dóms Reykjavík- ur yfir manni sem grunaður er um að hafa haldið barnsmóður sinni og tveggja ára dóttur nauðugum í Mosfellsbæ á jólanótt og beitt konuna grófu of- beldi. Maðurinn mun sæta gæslu- varðhaldi til 27. febrúar nk. Rík- issaksóknari hefur málið til meðferðar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur kemur m.a. fram að konan hafi boðið barnsföður sínum að dvelja hjá sér og dóttur þeirra að kvöldi að- fangadags þar sem hann átti enga að. Upp komu deilur um kærasta konunnar og reif ákærði í kjölfarið í hár konunnar, margkýldi hana í and- lit, síðu og hnakka og sagðist ætla að lemja hana til dauða, ef hún við- urkenndi ekki að hafa sofið hjá vini hans. Í læknisvottorðum kemur m.a. fram að konan hafi verið með áverkamerki víða um líkamann í formi marbletta og húðblæðinga. Konunni tókst að sleppa og kalla eftir aðstoð og sérsveit ríkislögregl- unnar, vopnuð rifflum, yfirbugaði manninn eftir um þriggja klukku- stunda umsátur. Grunaður um gróft ofbeldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.