Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 16

Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 16
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn heldur hrein- um meirihluta sínum í fimm af tólf stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt nýlegum skoðanakönn- unum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Þetta eru Reykja- nesbær, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjar. Í einu sveitarfélagi, Árborg, missir flokkurinn meirihlutann. Veikur í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur en veikur í höfuðborginni, sem áður var höfuðvígi hans. Björt framtíð og Píratar eiga hljómgrunn meðal kjósenda um land allt, einnig þar sem ólíklegt er að þessir flokk- ar muni bjóða fram. Íbúalistar á undanhaldi Íbúalistar óháðir stjórn- málaflokkunum, svo sem L-listinn á Akureyri og Listi Kópavogsbúa, virðast á undanhaldi í stóru sveit- arfélögunum. Sama er að segja um lista sem fleiri en einn flokkur hafa sameinast um eða stutt. Nefna má Neslistann á Seltjarnarnesi, Fjarðalistann í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjalistann. Fylgisaukning í sex sveitarfélögum Kannanirnar, sem gerðar voru frá því í nóvember í fyrra og til loka janúar á þessu ári, leiða í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt í sex af sveitarfélögunum tólf, sums staðar umtalsvert. Í Kópavogi eykst fylgi Sjálfstæð- isflokksins úr 30,2% í sveitarstjórn- arkosningunum 2010 í 41,4%, á Ak- ureyri úr 13,3% í 20,7%, í Mosfells- bæ úr 49,8% í 54,4%, á Akranesi úr 25,2% í 34,1%, á Seltjarnarnesi úr 58,2% í 64,4% og í Vestmannaeyjum úr 55,6% í 62,2%. Sterkur þrátt fyrir fylgistap Í Hafnarfirði dregur aðeins úr fylgi Sjálfstæðislokksins frá kosn- ingunum 2010 en hann heldur óbreyttum fjölda bæjarfulltrúa og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn- inni. Í Garðabæ dregur einnig úr fylgi flokksins og skýrist það vænt- anlega af nýlegri sameiningu við Álftanes þar sem straumar í stjórn- málum hafa legið öðruvísi. Engu að síður heldur flokkurinn traustum meirihluta í bæjarstjórn hins sameinaða sveitarfélags með 58,8% fylgi. Í Reykjanesbæ er fylgi flokksins einnig minna en í síðustu kosningum, en hreinn meirihluti flokksins í bæjarstjórninni heldur engu að síður velli. Skellur í Árborg og Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur á móti skell í Árborg og Fjarða- byggð. Í Árborg tapar flokkurinn verulegu fylgi og einum manni. Samkvæmt því er meirihluti flokks- ins í bæjarstjórn fallinn. Í Fjarða- byggð tapar flokkurinn einnig fylgi og einum manni, en óvíst er hvort það hefur áhrif á meirihluta- samstarfið við Framsóknarflokkinn. Höfuðvígi ekki svipur hjá sjón Könnunin í hinu gamla höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík, sem birt var 27. janúar hlýtur að vera sjálfstæðismönnum mikið áhyggjuefni. Fylgi flokksins hrapar úr 33,6% í kosningunum 2010 í 25%. Hefur það ekki áður mælst svo lítið. Þá nýtur nýr oddviti flokksins, Halldór Halldórsson, langtum minni stuðnings kjósenda í embætti borgarstjóra en Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingarinnar. Að- eins um 20%, talsvert færri en fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, styðja hann sem borgarstjóra. Dag- ur nýtur aftur á móti stuðnings um 50% kjósenda í Reykjavík. Eins og staðan er núna bendir flest til þess að Björt framtíð og Samfylkingin fari með stjórn Reykjavíkur á komandi kjörtímabili og Dagur verði borgarstjóri. Ný framboð með hljómgrunn Hvorki Björt framtíð né Píratar hafa áður boðið fram til sveitar- Með meirihluta á fimm stöðum  Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í fimm af tólf stærstu sveitarfélögunum  Björt framtíð á víða hljómgrunn  Áhugi á Pírötum  Íbúalistar á undanhaldi  Samfylkingin styrkist í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Fundur í bæjarstjórn Akureyrar þriðjudaginn 21. janúar 2014 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu á Akureyri. Sjónvarpsstöðin N4 tekur upp alla fundi bæjarstjórnar og sendir út að kvöldi fundardags. samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir MorgunblaðiðFylgi stjórnmálaflokka Sjálfstæðis- flokkur Akranes Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 25,2% 34,1% 34,8% 23,4% 23,8% 16,8% 12,0% 16,3% 10,2% 3,6% 0,0% 42 4 2 12 1 11 Kosningar 2010 Könnun 15.-23. janúar 2014 Akureyri Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 13,3% 20,7%31 2 21 Kosningar 2010 Könnun 7.-21. nóvember 2013 Listi fólksins Bæjarlistinn 21 16 11 1 16,0% 10,4% 16,0% 12,8% 15,6% 45,0% 13,5% 9,8% 11,0% 2,1% 8,7% 1,7% 3,4% Hafnarfjörður Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 37,2% 33,6% 40,9% 24,2% 19,2% 7,9% 6,4% 6,0% 2,6% 45 5 3 1 Kosningar 2010 Könnun 6.-25. nóvember 2013 7,3% 14,6% 3/2* *3.maður Bjartrar framtíðar og 1. maður Pírata eru jafnir. 1/0* Kópavogur Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 30,2% 41,4%54 Kosningar 2010 Könnun 6.-25. nóvember 2013 Listi Kópavogsbúa XNæst-bestiflokkurin 14,5% 13,9% 7,2% 9,5% 9,8% 9,2% 7,7% 3,0% 13,8% 0,6% 0,3% 28,1% 10,2% 0,7% 23 1 11 11 1 1 1 Mosfellsbær Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 49,8% 54,4%64 Kosningar 2010 Könnun 15.-23. janúar 2014 Íbúahreyf. í Mosfellsbæ Dögun 9,8% 9,3% 11,2% 9,3% 11,7% 7,3% 3,3% 3,6% 0,5% 0,0% 12,1% 15,2% 11 1 1 1 1 Reykjavík Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 29,4% 29,3% 56 Flokkur heimilanna Dögun 25,0% 21,8% 10,5% Sjálfstæðis- flokkur 45 43 1 11 *Fylgi Besta flokksins í kosningum 2010. Besti flokkurinn sameinaðist síðar Bjartri framtíð. Kosningar 2010 Könnun 6.-18. nóvember 2013 Könnun 15.-23. janúar 2014 34,7% 33,6% 26,6% 19,1% 17,6% 10,1% 7,1% 9,0% 2,7% 2,3% 2,1% 1,2% 2,7% 1,8% 8,2% 2,8% 0,7% 0,6% 1,1% MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 SKOÐANAKANNANIR FYLGISÞRÓUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.