Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 17
stjórna. Í könnunum Félagsvísinda- stofnunar komast þessar flokkir þó alls staðar á blað. Hvergi er styrk- ur þeirra jafnmikill og í Reykjavík. Þar fær Björt framtíð drjúgan hluta af fylgi Besta flokksins og Píratar ná inn manni í borg- arstjórn. Píratar fá einnig mann í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar. Björt fram- tíð er á mikill sigurgöngu. Flokk- urinn fengi tvo menn kjörna í Hafnarfirði og einn í Fjarðabyggð, Mosfellsbæ, Akranesi, Árborg og Reykjanesbæ. Óháðir listar á undanhaldi Listi fólksins á Akureyri, sem hefur hreinan meirihluta í bæj- arstjórninni, fékk mikinn skell í könnun sem birt var 23. nóvember. Flokkurinn tapar fimm af sex bæj- arfulltrúum sínum. Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ er einnig í niðursveiflu og tapar sínum fulltrúa í bæjarstjórninni. Listi fólksins í bænum í Garðabæ kemst ekki á blað í könnun Félagsvísinda- stofnunar, en hann á nú einn full- trúa í bæjarstjórninni. Listi Kópa- vogsbúa, sem er í meirihluta- samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, missir sinn bæj- arfulltrúa. Sameinaðir listar tapa Neslistinn á Seltjarnarnesi, sem um árabil var mjög öflugur, þurrk- ast út samkvæmt könnun sem birt var um helgina. Vestmannaeyja- listinn tapar einnig miklu fylgi og fær einn mann kjörinn í stað þriggja núna. Í Fjarðabyggð tapar Fjarðalistinn einum af þremur fulltrúum sínum. Samfylkingin tapar Kannanirnar benda til þess að Samfylkingin tapi talsverðu fylgi víða um land, svo sem í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Garðabæ, Mosfells- bæ, Árborg og á Akranesi. Hluti af fylgi flokksins í kosningunum 2010 leitar til Bjartrar framtíðar en að öðru leyti dreifist það á mörg fram- boð. Reykjavíkurkönnunin sem birt var 27. janúar bendir á hinn bóginn til verulegrar fylgisaukningar Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Þar bætir flokkurinn við sig einum manni, fær fjóra borgarfulltrúa í stað þriggja. Framsókn styrkist víða Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt í fimm sveitarfélaganna tólf. Hann bætir við sig manni í Hafnarfirði, á Akureyri, í Mos- fellsbæ og Fjarðabyggð. Einnig í Árborg þótt fylgið minnki reyndar þar frá síðustu kosningum. Í Reykjavík er flokkurinn í sömu sporum og í kosningunum 2010 og virðist ekki eiga raunhæfan mögu- leika á að fá fulltrúa kjörinn. Fylgi VG dalar Fylgi Vinstri-grænna dalar víða og hvergi er flokkurinn í verulegri uppsveiflu nema á Akureyri þar sem hann, eins og aðrir flokkar, vinnur mann af Lista fólksins. Fylgið í Reykjavík er svipað og síð- ast og tryggir eina fulltrúanum kjör í borgarstjórn. Í Hafnarfirði tapar flokkurinn eina bæjarfulltrúa sín- um, sjálfum bæjarstjóranum. Einn- ig tapar flokkurinn fulltrúa sínum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi samvkæmt könnun Fjöldi borgarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Fjöldi borgar-/bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Árborg Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 50,1% 33,3% 19,6% 15,9% 15,1% 13,5% 10,5% 13,5% 5,6% 3,2% 45 1 2 1 11 Kosningar 2010 Könnun 7.-21. nóvember 2013 12 19,7% Fjarðabyggð Framsóknar- flokkur Björt framtíð Píratar Annan flokk eða lista ? 28,4% 31,2% 40,5% 31,2% 23,7% 9,7% 3,8% 0,5% 32 4 3 1 Kosningar 2010 Könnun 15.-23. janúar 2014 23 31,1% Sjálfstæðis- flokkur Fjarðalistinn Garðabær Framsóknar- flokkur Björt framtíð Píratar Annan flokk eða lista ? 63,5% 58,8%95 Kosningar 2010 Könnun 6.-25. nóvember 2013 Sjálfstæðis- flokkur Fólkið í bænum Samfylkingin Vinstri- græn 12,7% 15,2% 12,3% 5,4% 5,4% 4,9% 3,4% 15,9% 1,5% 1,0% 1 11 1 Reykjanesbær Sjálfstæðis- flokkur Samfylkingin Framsóknar- flokkur Björt framtíð Vinstri- græn Píratar Annan flokk eða lista ? 52,8% 44,6% 28,4% 16,4% 11,8% 11,3% 10,3% 4,6% 1,0% 67 3 2 Kosningar 2010 Könnun 6.-28. nóvember 2013 14,0% 4,9% 1 1 1 1 Seltjarnarnes Framsóknar- flokkur Björt framtíð Píratar Annan flokk eða lista ? 58,2% 64,4%65 Kosningar 2010 Könnun 15.-23. janúar 2014 Sjálfstæðis- flokkur Neslistinn Samfylkingin Vinstri- græn 11,3% 15,7% 5,9% 5,0% 5,0% 4,1% 6,5% 3,6% 0,9% 1 11 19,6% Vestmannaeyjar Björt framtíð Píratar Annan flokk eða lista ? 55,6% 62,2% 36,0% 19,5% 6,5% 6,5% 4,3% 1,1% 64 3 1 Kosningar 2010 Könnun 15.-23. janúar 2014 8,4% Sjálfstæðis- flokkur Vestmanna- eyjalistinn Framsóknar- flokkur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is LAUGA-ÁS SPECIAL Steiktur fiskur gratín m.a. á matseðli Árin segja sitt Kannanir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka og lista benda til talsverðra breytinga á valdahlutföllum í sveitarstjórnum eftir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinummeirihluta í fimm af tólf stærstu sveitarfélögunum. Flokkurinn hefur aftur á móti aldrei áður verið jafn veikur í Reykjavík. Samfylkingin tapar fylgi víða um land en styrkist í Reykjavík. Björt framtíð á sterkan hljóm- grunn meðal kjósenda. Áhugi er á framboði Pírata. Óháðir íbúalistar og sameinaðir listar flokka eru á undanhaldi. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.