Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 26

Morgunblaðið - 05.02.2014, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. febrúar 2014. Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2014 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira SÉRBLAÐ „Hver vegur að heiman, er vegurinn heim, og hamingju sjaldan þeir ná, sem æða um í kapp- hlaupi við klukkuna, og sjálfan sig án þess að heyra eða sjá.“ (Magnús Eiríksson) Ég hef verið þrjú ár í burtu og finn, við heimkomu, að samfélag okkar er ennþá brotið og undir álögum. Hrunið árið 2008 er ennþá ljóslifandi í hugum fólks og íslenskur veruleiki því viðkvæmur, enda enn verið að ganga milli bols og höfuðs á fólki sem ekki hefur náð að standa í skilum með fjár- hagsskuldbindingar sínar, sem að öllu jöfnu hefðu verið eðlilegar ef fjármála- og stofnanakerfi landsins hefðu ekki farið á hliðina og brugð- ist. Kærleikur í verki Allir menn eru jafnir fyrir Guði og gildir þar einu húðlitur, sam- félagsstaða, kyn eða menntun. Í okkar samfélagi er verk að vinna, sár að lækna, og í hverju hjarta er kraftur til að framkvæma það. Skoðanir fólks í kommentakerfum fjölmiðla einkennast af vanlíðan. En reiði nærist á reiði, ranglæti á ranglæti, á sama hátt og sannleikur nærist á sannleika og kærleikur á kærleika. Það er því mikilvægt að hætta að ala á reiðinni. Spyrðu sjálfan þig hvað þú getur gert fyrir náunga þinn, t.d. sam- starfsmann þinn á vinnustað, nem- anda þinn, skólafélaga, sjúkling þinn, viðskiptavin, kjósanda þinn eða einhvern þann sem þú mætir á götu og þarfnast hjálpar þinnar eða ekki. Fallegt bros eða vingjarnleg orð kosta ekki neitt en geta gjör- breytt líðan samferðamanna þinna. Gerðu einhverjum gott án þess að óska einhvers í staðinn. Gerðu þessa æfingu án vitneskju annarra en þess sem gjöfin er ætluð. Þú getur beðið fyrir sjúkum eða jafn- vel þeim sem þér stendur ógn af. Þú getur sent kærleiksríkt sms, netpóst, hringt í síma eða sent bréf. Vertu óspar á upp- örvandi orð og sýndu öðrum virðingu og umburðarlyndi. Kær- leikur er besta gjöf sem þú gefur og að sama skapi hin stærsta gjöf þín sjálfs. Ótti við að missa fé, völd, eða stöðu byrgir okkur sýn á lausnir til góðs. Við þrengjum sjóndeildarhring okk- ar og missum sjónar á sólarupprás hamingjunnar. Í samhengi eilífð- arinnar skipta fasteignir og fé litlu eða engu máli enda flytjum við ekkert af skammvinnum yfirborðs- verðmætum með okkur yfirum. Engu að síður þurfum við að gæta þess að allir hafi heimili, afkomu og öryggistilfinningu til að blómstra og þroskast í góðu og réttlátu þjóð- félagi. Kærleikur er án skilyrða Þú getur einungis átt það sem þú hefur gefið. Þessa tilfinningu þekk- ir vel listamaðurinn eða skáldið, er hann hefur lokið verki sínu og veit sem er, að eftir birtingu eða útgáfu, lifir sköpunin eigin lífi. Ef þú ert aflögufær um fé, deildu fénu. Ef þú ert aflögufær um tíma, deildu tíma þínum, ef þú ert aflögufær um þekkingu, deildu þekkingu. Ef þú ert stjórnmála- eða embættismaður notaðu þá áhrif þín til að koma góðu til leiðar fyrir heildina og láttu ekki sérhagsmuni fárra blinda þér sýn. Kærleikur á heima á öllum stigum samfélagsins, í öllum stjórnmálastefnum og er öllum til góðs. Kærleikur er án skilyrða, óumsemjanlegur og ekki feimn- ismál. Kærleikurinn upp- rætir alla bresti Samfélag okkar er margslungið samspil ólíkra kerfa sem taka sí- felldum breytingum. Í þessu sam- spili á kærleikurinn að vera leið- arljós og sé það, verður samfélagið sem kerfin mynda, fallegt, réttlátt og gjöfult öllum, því kærleikur jafngildir því að við óskum náung- anum hamingjuríks lífs. Skilningur okkar á raunveruleika kann að vera ýmsum blæbrigðum háður en á einni tilfinningu innra með okkur ber þó mest, þránni eftir ást og umhyggju, elska og vera elskuð. Væri ekki yndislegt ef íslensk þjóð endurspeglaði að fólk beri um- hyggju hvað fyrir öðru í landi án spillingar og fátæktar? Landi þar sem virðing er borin fyrir öllu líf- ríki með því að sá meira en upp- skera svo enginn líði skort? „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ sagði Jesús Kristur. Íslendingar upp til hópa eru dyggðugir, vinnusamir og heið- arlegir. Þeir eru vel lesnir, víðsýnir og heilt á litið stórskemmtilegt fólk en betur má ef duga skal. Mistök liðinna tíma eru til þess að læra af þeim, bæta úr og halda áfram í átt til hamingju og kærleika. Allir hafa gert mistök í lífinu, lært af þeim og eru að læra svo lengi sem þeir lifa. Fyrirgefning er öflug lausn til að læra af mistökum. Aðferðin er að viðurkenna fordómalaust fyrir sjálf- um sér, Guði eða þolanda og horf- ast í augu við spegilmyndina, iðrast og biðja fyrirgefningar og um lausn frá sálarþjáning hins liðna. Þessi framkvæmd losar þig undan viðjum sjálfsásökunar og gerir þig frjálsan til að auðsýna sjálfum þér sem öðr- um kærleik og gleði til að þroskast og halda áfram. Ísland er fallegt land, hreinnar orku og friðar í hernaðarlegum skilningi. Það getur einnig orðið ljósberi kærleika, en til þess að svo geti orðið þurfum við að læra að elska okkur sjálf og líta á okkur sem eina heild eða stóra fjölskyldu. Allir eiga að taka þátt, enginn er þar undanskilinn. Kærleikur í verki er öllum til góðs og á heima á öll- um stigum samfélagsins. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir því, þeim mun minni tími fer til spillis. Vegur hjartans Eftir Árna Má Jensson » Allir menn eru jafnir fyrir Guði og gildir þar einu húðlitur, samfélagsstaða, kyn eða menntun Árni Már Jensson Höfundur er áhugamaður um betra líf. Sveitarokk í pípunum á Suðurnesjum Nk. fimmtudag hefst fjögurra kvölda sveitarokk en sú keppni er af þeim gæðum að það þarf ekki að koma saman 4-6 manna sveit til að vera með. Það nægir að koma með meðspilarann með sér. Annars er það helst tíðinda að spilaður var tvímenningur á fimm borðum sl. fimmtudag og Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sæv- arsson spiluðu best, fengu 68,5% skor. Feðgarnir úr Sandgerði, Karl Einarsson og Karl G. Karlsson voru með 67,1% og Keflavíkurfeðgarnir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson þriðju með 53,7%. Sem sagt sveitarokk nk. fimmtu- dag. Allir landsmenn velkomnir á Mánagrundina. Spilamennskan hefst kl. 19. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 17. janúar var spil- aður 31 pars tvímenningur. Með- alskor var 312 og efstu pör í N/S: Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 399,4 Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 357,4 AV: Sigurður Kristjáns. - Haukur Guðmss.377,7 Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 367,5 Þriðjudaginn 21. janúar var spil- aður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 37 para Meðalskor var 312 og efstu pör í N/S: Auðunn Guðm. - Guðm. Sigursteinss. 392,3 Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 362,5 AV: Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 370,3 Bjarni Þórarinss. - Ásgr. Aðalsteinss. 368,5 Þriðjudaginn 28. janúar tók Bridgefélag eldri borgara í Hafn- arfirði á móti Bridsfélagi eldri borg- ara í Kópavogi. Spiluð var bæjar- keppni milli félaganna þar sem spilað var á 10 borðum. Í hálfleik voru leikar nokkuð jafnir en í lokin stóðu Kópavogsbúar uppi sem sig- urvegarar með 160 stig gegn 140. Hafnfirðingar þakka Kópavogsbú- um fyrir komuna og lofa að gera harða atlögu að farandbikarnum sem verður geymdur í Kópavogi í 1 ár. Föstudaginn 31. janúar var spil- aður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 32 para. Meðalskor var 312 og efstu pör í N/S voru: Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 388,1 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Bendiktss. 378 Jón Sigvaldas. - Katarínus Jónsson 343,5 Sverrir Jónsson - Sæmundur Björnss. 340 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 325,5 AV: Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 382,5 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðm. 368,9 Svanh. Gunnarsd. - Magnús Láruss. 358,3 Óskar Ólafsson - Ágúst Vilhelmss. 343,1 Haukur Guðmss. - Sigurður Kristjáns.333,9 Bridsfélag eldri borgara spilar í félagsheimili aldraðra í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Spilað er á þriðju- dögum og föstudögum og byrjar spilamennska kl. 13. Hjálpað er til við myndun para á staðnum. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Aðaltvímenningur BK hafinn Aðaltvímenningur Bridsfélags Kópavogs hófst sl. fimmtudag og var spilað á 13 borðum. Spilaður er Barómeter, allir við alla á fjórum kvöldum. Staða efstu para er mjög jöfn eins og sjá má hér: Bernódus Kristins.- Ingvaldur Gústafs. 427,8 Guðmundur Pálss. - Halldór Einarss. 427,3 Birkir Jón Jónsson - Ólafur Jónsson 427,2 Heimir Tryggvas. - Árni M. Björnss. 411,5 Hjördís Sigurjóns. - Kristján Blöndal 408,0 Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 30. janúar var spilaður tvímenningur hjá brids- deild Félags eldri borgara, Stang- arhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 11 borðum. Efstu pör í N/S: Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 264 Bjarni Þórarinsss – Ragnar Björnsson 243 Ólafur Ingvarsson – Hrólfur Guðmss. 235 Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 235 A/V Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 281 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 268 Svanh. Gunnarsd. – Magnús Láruss. 260 Axel Lárusson – Bergur Ingimundars. 251 Mánudaginn 3.febrúar var spil- aður tvímenningur á 12 borðum. Efstu pör í N/S: Örn Ingólfsson - Steinn Lárusson 231 Jón Hákon Jónss. - Sigtryggur Jónss. 229 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 228 Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónsson 226 A/V Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 265 Helgi Hallgrss. - Ægir Ferdinandss. 252 Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 245 Kristín Guðbjörnsd. - Soffía Daníelsd. 241 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.