Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.02.2014, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast SILFUR 50% afsláttur GULL 30% afsláttur ÚR 50% af sláttur DKNY - Casio - Fossil - Diese l Konan mín er hetja. Hún er kvenkyns Hrói höttur nema hún stal ekki og mér virðast vondu karlarnir enn stjórna í spillta ríkinu. Íslenska réttarríkið stóðst ekki afskipti pólitískra misind- ismanna og spilltra embættismanna. Hetj- an mín náði að bjarga stórum hluta af fjármunum ellilíf- eyrisþega frá svikamyllum og Ponzi- ráðabruggi siðblindra bankamanna, fjárfesta og getulausra eftirlitsaðila. En henni var refsað fyrir það harka- lega. Hún þurfti að upplifa skömm og svívirðingar, lygar og aðdrótt- anir. Í rúm þrjú ár var hún föst í dómsmáli sem Fjármálaeftirlitið (FME) höfðaði gegn henni og stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópa- vogsbæjar (LSK). Fyrir að lána Kópavogsbæ (ábyrgðaraðila sjóðs- ins) fjármuni í formi peningamark- aðslána í því skyni að koma eignum í öruggt skjól þegar fjármálakerfið á Íslandi hrundi. Hún stóð keik allan tímann, í gegnum smánarlega upp- sögn, yfirheyrslur og opinbera af- töku á mannorði hennar og starfs- ferli. Hún fór ekki létt með það en vissa hennar yfir því að hafa gert rétt hjálpaði mikið. Tré festu hennar brotnaði aldrei, eins og Vilhjálmur Vilhjálmsson orðaði svo fallega í texta sínum. Margir hafa bugast við minna. Hún var útilokuð frá starfi fyrir fjármálastofnanir og fyrirtæki, sem er skringilegt í ljósi þess að afrek hennar tala sínu máli og mega lífeyr- isþegar í LSK þakka það. Hún reyndist þeim góður starfskraftur. Að sama skapi var það gott fyrir íbúa í Kópavogsbæ, verandi ábyrgð- araðilar þeirra fjármuna. Ísland væri betur statt í dag hefðu fleiri tekið hagsmuni skjólstæðinga sína fram yfir eigin. En hún fékk engar þakkir fyrir framsýni sína og hæfni í starfi. Þvert á móti. Hún var kærð, því fulltrúar FME voru þeirrar „skoðunar“ að peningamarkaðslán væru ólögleg milli lífeyrissjóðs og sveitarfélags. En þegar þeir voru beðnir um að skilgreina „peningamarkaðslán“ frammi fyrir dómara gátu þeir það ekki. Enda komst dómurinn að því að það var ekkert ólög- legt við lánin. Þvert á móti hefði það reynst frábærlega vel fyrir líf- eyrissjóðinn. Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna FME ákvað að yfirtaka starfsemi LSK nema skýringa sé að leita í pólitík. Aftakan var undirrituð af þáver- andi fjármálaráðherra og formanni VG. Mörg dæmi má finna fyrir og eftir hrun um vafasamar og ólögleg- ar fjárfestingar lífeyrissjóða og óhæfa stjórnendur. Hver er þar að verja hagsmuni lífeyrisþega? Þáver- andi dómsmálaráðherra bar ábyrgð á hundraða milljarða tapi sem for- svarsmaður stærsta lífeyrissjóðs landsins. Hefur hann þurft að bera ábyrgð? Í öllum þessum málum hafa aðgerðir FME og stjórnvalda verið með allt öðrum hætti. Konan mín var á endanum hreins- uð af öllum ásökunum en dæmd í smásekt fyrir „ranga“ dagsetningu. Hún átti að hafa blekkt FME með því að dagsetja stöðu fjárfestinga m.v. ársuppgjör en ekki nokkrum dögum síðar þegar bréf var sent. Þetta var öll sökin. Ekkert var þó efnislega rangt í bréfinu. Eftir sátu ákærendur með mála- ferli sem tóku hátt á fjórða ár og kostuðu skattborgara tugi milljóna. Engum fjölmiðli hefur dottið í hug að velta þessu fyrir sér af alvöru. Það er stórmerkilegt að stjórnvöld ráðist að þeim sem reyndi að bjarga eignum lífeyrisþega í stað þeirra sem töpuðu svo ævintýralegum upp- hæðum að ellilífeyrisþegar bíða þess vart bætur. En tilgangi ákærunnar var náð, breytingar urðu í pólitísku umhverfi í Kópavogsbæ. Undirréttur var skýr að því leyti að hann sýknaði konuna mína af mikilvægustu atriðunum, eftir sat óskiljanleg smásekt. Því óskaði kon- an mín eftir að málinu yrði vísað í Hæstarétt. Hún vildi vandaðri máls- meðferð enda starfsferill og mann- orð hennar að veði. Beiðninni var hafnað því hagsmunir þóttu ekki nægir. Svívirt mannorð, útskúfun frá vinnumarkaði og tugmilljóna tap þykja ekki merkilegir hagsmunir. Aðalmálið var að sektin var of lág. Mér er næst að halda að smásektin hafi átt að þjóna þeim tilgangi að koma í veg fyrir skaðabótamál gegn ríkinu. Sniðugir, eða kannski hags- munatengdir? Fyrir stuttu sendi hetjan mín bréf til bæjarstjórans í Kópavogi og ósk- aði eftir að Kópavogsbær kæmi að greiðslu lítils hluta kostnaðar sem hún hafði orðið fyrir í þessu máli. Bæjarlögmaður komst að því að hún hefði bara alls ekki verið starfs- maður Kópavogsbæjar og því bæri sveitarfélaginu ekki að standa með þeim ákvörðunum sem sveitarfélagið sannarlega bar ábyrgð á. Álit í skringilegu ósamræmi við alla launa- seðla konunnar minnar frá sveitarfé- laginu Kópavogsbæ. Í stað þess að standa með ákvörð- unum sveitarfélagsins þá ákváðu for- svarsmenn Kópavogsbæjar að leka bréfinu snarlega í fjölmiðla og sömu leið fór álit lögmannsins, því þarna er væntanlega tækifæri til þess að koma enn einu höggi á pólitískan andstæðing. Í ljósi annarra mála þá kemur það reyndar ekki á óvart. Sú ákvörðun dæmir sig sjálf og er þeim sem sök eiga til mikillar skammar. Skúrkar lifa góðu lífi á Íslandi. En hetjurnar þurfa að lifa með sannfær- ingu sinni og þeim sektum sem því fylgir. Það er því ekkert annað eftir en að óska sjóðsfélögum í Lífeyr- issjóði starfsmanna Kópavogsbæjar til hamingju. Hrói höttur mun vart bíða þess bætur. Af hetjum og skúrkum í Kópavogi og víðar Eftir Gústaf Gústafsson Gústaf Gústafsson »Konan mín er hetja sem tók hagsmuni annarra fram yfir eigin; gjaldið var hátt. Pólitík- in eirir engum. Skúrkar lifa góðu lífi á Íslandi. Höfundur er ráðgjafi á sviði markaðsmála og stoltur eiginmaður. Í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins föstu- daginn 31. janúar var fjallað um makríl- samningaviðræðurnar bæði í fréttum og í Speglinum, báðir þættirnir eru undir stjórn Óðins frétta- stjóra. Þar á Ísland ásamt Færeyjum í harðvítugri hags- munabaráttu við norska fiskihags- muni og Evrópusambandið. Þau hafa m.a. hótað okkur viðskiptarefsi- aðgerðum og fleiru gagnvart eðlileg- um óskum okkar um hlutdeild í mak- rílstofninum vegna breyttrar hagagöngu og útbreiðslu makríls. Lengi vel neituðu Norðmenn sér- staklega og Evrópusambandið að hleypa okkur að viðræðuborðinu. Okkur var sagt að makríll væri sama og ekkert við Ísland. Jafnframt vildu þessir mótaðilar rannsaka sem minnst útbreiðslu stofnsins og hegð- un hans. Það sætir því furðu að fréttastofa RÚV skuli líta á það sem sitt sér- staka hlutverk að kynna málstað Norðmanna með löngum viðtölum við helstu hags- munaaðila Norðmanna sem hafa beitt sér sví- virðilega gegn Íslend- ingum og Færeyingum í makrílmálinu frá upp- hafi. Þetta gerist á sama tíma og samn- ingamenn Íslands eru undir stöðugum árásum og heitingum af hálfu Norðmanna við að halda fram hagsmunum Íslendinga í málinu. Norska ríkisútvarpið myndi aldrei hampa málstað Íslendinga í þjóð- arútvarpi Noregs í slíkum málum en enn einu sinni telur fréttastofa RÚV sér sæma að taka hagsmuni er- lendra kröfuhafa fram yfir íslenska. Er ekki kominn tími á að þessari undarlegu þjónkun við erlenda hags- muni linni? Er þetta fréttastofa ríkisútvarps Íslendinga? Eftir Atla Árnason Atli Árnason » Lengi vel neituðu Norðmenn sér- staklega og Evrópusam- bandið að hleypa okkur að viðræðuborðinu Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.