Morgunblaðið - 05.02.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.2014, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 ✝ Ingibjörg Mar-grét Kristjáns- dóttir, Donna, fæddist á Brúsa- stöðum í Vatnsdal, A-Hún. 4. október 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 18. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristján Sigurðsson. f. 27.8. 1883, d. 10.8. 1970, og Margrét Sigríður Björnsdóttir Blöndal, f. 29.2. 1884, d. 15.10. 1968. Systkini Ingibjargar voru: Gróa, f. 12.5. 1915, d. 22.8. 2007, og Björn Blöndal, f. 10.11. 1916, d. 18.7. 1996. Hinn 28. apríl 1946 giftist Ingibjörg Guðmundi Eyberg Helgasyni, f. 14.11. 1924, d. 26.5. 1979. Foreldrar hans voru Jónína María Pétursdóttir, f. 11.6. 1905, d. 31.3. 1985, og Helgi Benediktsson, f. 29.10. 1893, d. 12.12. 1975. Fósturfor- eldrar Guðmundar voru Þórð- veig Jósefína Jósefsdóttir, f. 30.5. 1901, d. 1.6. 1980, og Dav- íð Þorgrímsson, f. 9.11. 1891, d. skóla í Hrútafirði og var einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Ingibjörg og Guð- mundur bjuggu á Ytri- Kárastöðum, Vatnsnesi, V-Hún. á móti fósturforeldrum Guð- mundar Þórðveigu og Davíð. Foreldrar Ingibjargar, Margrét og Kristján, fluttu til þeirra og bjuggu þau hjá þeim til ævi- loka. Eftir 18 ára búskap flutti fjölskyldan suður, bjó um skeið á Akranesi en settist svo að í Mosfellssveit. Þar starfaði Ingi- björg við umönnunarstörf á Reykjalundi og Guðmundur var ullarmatsmaður á Álafossi þar til hann lést langt um aldur fram 1979. Ingibjörg bjó eftir andlát Guðmundar áfram í Mosfellsbæ um nokkurt skeið en flutti síðan til Reykjavíkur og starfaði á Vinnustofunni Ási til sjötíu ára aldurs. Árið 1994 kynntist hún sambýlismanni sínum, Árna St. Hermannssyni, f. 28.7. 1929, d. 25.4. 2013. Árni var ekkjumaður, hann átti átta börn og fjölmarga afkomendur. Þau ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og utan, og áttu góða daga saman. Síðustu þrjú árin bjuggu þau á Hjúkr- unarheimilinu Eir við gott at- læti og góða umönnun. Jarðarför Ingibjargar fór fram í kyrrþey 29.1. 2014 að hennar eigin ósk að Lágafelli, Mosfellsbæ. 11.12. 1977. Börn Ingibjargar eru: 1) Margrét Sigríður, f. 1946, maki Þor- geir Sæmundsson og eiga þau þrjár dætur. 2) Kristján. f. 1948, maki Helga Jörunds- dóttir og eiga þau sex börn. 3) Davíð Þór, f. 1950, d. 2012, maki Hrafn- hildur Þorleifsdóttir og eiga þau þrjár dætur, ein þeirra lést árið 1990. 4) Bjarni Rúnar, f. 1952, maki Ragnheiður Aust- fjörð og eiga þau sjö börn. 5) Ásgeir Pétur, f. 1954, maki Ásthildur Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. 6) Örlygur Atli, f. 1962, maki Hólmfríður G. Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn. 7) Nína Hrönn, f. 1968, maki Tjörvi Dýrfjörð Birgisson og eiga þau fimm börn. Auk þess átti Ingibjörg stóran hóp langömmubarna og langalang- ömmubarna. Ingibjörg ólst upp á Brúsa- stöðum í Vatnsdal. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Reykja- Langt er nú liðið frá þeim fagra haustdegi 4. október 1926 er móðir mín fæddist. Foreldrar mínir kynntust ung að árum og voru alla tíð miklir vinir og sálu- félagar og eignuðust þau alls sjö börn. Faðir okkar lést 1979. Seinni sambýlismaður hennar hét Árni Stefán Hermannsson, mikill öndvegismaður er reyndist móðir okkar afar vel sem og okk- ur öllum. Ein af mínum fyrstu æskuminningum eru frá þeim tíma er við bjuggum á Akranesi, ég hef trúlega verið þá fjögurra eða fimm ára, þá var mamma að skúra gólfið, hafði sett alla stóla upp á borð og mig með. Síðan hækkaði hún útvarpið í botn og skúraði og dansaði og söng af mikilli innlifun. Skemmtilegt er einnig að minnast þeirra stunda er við áttum saman, fjölskyldan, með móður minni og Árna er við bjuggum í Noregi en þau heim- sóttu okkur þangað í tvígang. Setið var og grillað í kvöldsól- inni, siglt um Óslóarfjörðinn, eins leigðum við okkur bústað úti í norskum sveitum og skelltum okkur á ekta norskt sveitaball þar sem þau dönsuðu langt fram á nótt og það skein af þeim lífs- gleðin og hamingjan. Ljúft er að minnast alls þessa og allra þeirra yndislegu stunda er við áttum saman bæði fyrr og síðar. Alla tíð vorum við mjög náin, ég og móð- ir mín, og fór ávallt afar vel á með okkur, og þó svo að hún hafi átt erfitt með mál síðustu árin sökum heilablóðfalls áttum við ekki í neinum vandræðum með að tjá okkur og skilja hvort ann- að. Móðir mín var vel gefin og listræn kona og hafði mikið yndi af tónlist og dansi og útvarpið var gjarnan hátt stillt eða þá að einhver geisladiskur eða plata ómaði er maður kom í heimsókn. Hún las einnig mikið og hafði yndi af ferðalögum. Hún var ein- staklega jákvæð, létt í lund og gamansöm og með gott og mikið jafnaðargeð. En hún gat einnig verið föst fyrir og fylgin sér ef á þurfti að halda. Hún var okkur afkomendum og öðru samferða- fólki mikil og góð fyrirmynd, hún var sterk manneskja og sýndi oft mikið æðruleysi þrátt fyrir þung og erfið áföll í lífinu. Hún sá feg- urðina og gleðina í tilverunni og hið góða í náunganum og var öll- um ljúf og einstaklega greiðvik- in. Nú hefur myndast stórt og mikið tómarúm við fráfall henn- ar, þó að ljóst væri hvert stefndi. Hún var orðin lasburða undir það síðasta og þróttlítil, en þó fann maður alltaf fyrir þessari jákvæðu orku hennar og góðlát- legt brosið, lífsneistinn og glettn- in í augunum og hlýlegt viðmótið vék aldrei. Móðir mín kenndi okkur margt, m.a. að halda ávallt ótrauð áfram og horfa fram á veginn en jafnframt njóta lífsins hér og nú og augnabliksins. Hún fylgdist vel með öllu, og var afar umhugað um sína mörgu afkom- endur og vildi þeim ávallt hið besta. Donna, eins og hún var gjarnan kölluð, er farin í ferða- lagið mikla. Sagt hefur verið að lífið sé eins og straumhörð á og að öll sameinumst við í henni og stefnum saman í átt að eilífðinni, og nú hefur móðir mín náð niður að lygnum vogum þar sem gott er að hvílast í faðmi ástvina er á undan hafa gengið. Við lútum höfði, fjölskyldan, í auðmýkt og þakklæti fyrir allar þær góðu stundir er við áttum saman og fyrir þá blessun að hafa átt þig að og hafa verið hluti af lífi þínu og notið þinnar einstöku nær- veru. Þú varst okkar besti og kærasti vinur og munt lifa áfram í okkur og með okkur um aldur og ævi. Guð blessi þig og geymi elsku- leg móðir mín, amma og tengda- mamma. Örlygur Atli Guðmundsson, Hólmfríður G. Magnúsdóttir, Tinna Eyberg Örlygsdóttir, Atli Eyberg Örlygsson. Þá er elskuleg tengdamóðir mín búin að fá hvíldina eftir löng og ströng veikindi. Hún lést í faðmi stórfjölskyldunnar 18. jan- úar síðastliðinn. Við vorum bún- ar að þekkjast í rúm 43 ár, eða síðan ég kom 19 ára stelpuskotta í Hlíðartún, yfir mig ástfangin af Kidda syni þínum, og endist það nú enn. Þú tókst mér alltaf opn- um örmum þrátt fyrir stórt og erilsamt heimili. Aldrei man ég eftir því að okkur hafi orðið sundurorða, eða skugga bæri á öll þessi ár. Þú varst einstök, ríf- andi dugleg, léttlynd og léku allir hlutir í höndunum á þér. Þú tókst hlutunum eins og þeir komu fyrir og þú kenndir mér að lifa lífinu lifandi og njóta augna- bliksins. Það hefur komið sér vel í lífsins ólgusjó. Það myndast stórt tómarúm í hjarta mínu nú þegar þú ert far- in en ég veit að núna líður þér vel. Guð blessi þér heimkomuna og blessi alla eftirlifandi ætt- ingja. Þín tengdadóttir, Helga Jörundsdóttir. Elsku amma Donna. Takk fyrir allar góðu stund- irnar. Ég mun alltaf sakna þess að geta ekki komið aftur í heim- sókn til þín. Þú varst æðisleg og góðhjörtuð kona, það var alltaf svo gaman að koma til þín. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég trúi því að ég muni hitta þig aft- ur. Ég sakna þín alveg rosalega mikið og ég elska þig mest og best. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnur) Knúsukveðja, þín Ciara Margrét Eyberg Hudson. Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir Alveg frá því ég man eftir mér hefur móðursystir mín, Kristín Eiríksdóttir, verið einn af máttarstólpunum í mínu lífi. Á æskuárunum voru heim- sóknir til hennar tíðar og á milli okkar myndaðist fljótt vinátta sem átti eftir að dýpka og styrkjast með árunum. Í umróti unglingsáranna átti ég athvarf hjá Stínu frænku og eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu og börn nutu þau nærveru hennar og umhyggju. Stína frænka var mikill lista- maður í höndunum, en hún var bæði vefnaðar- og smíðakennari. Allt lék í höndum hennar og bar heimili hennar og Guðjóns í Kristín Eiríksdóttir ✝ Kristín Eiríks-dóttir fæddist 29. september 1925 á Sandfelli í Öræfa- sveit. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar 2014. Jarðarför Krist- ínar fór fram frá Háteigskirkju 28. janúar 2014. Blönduhlíð því glöggt vitni. Milli þeirra hjóna ríkti einstakt traust og samheldni og þau báru djúpa virðingu fyrir sjálfstæði hvort annars og ólíkum skoðunum. Saman mynduðu þau sterka heild sem varð mér fyr- irmynd um gott og traust fjölskyldulíf. Stína var mikil nútímakona. Hún vann úti mestan hluta æv- innar og á heimili þeirra Guð- jóns ríkti meira jafnræði en hjá mörgum hjónum af sömu kyn- slóð. Þannig skiptu þau húsverk- unum milli sín enda var Stína frá unga aldri afhuga matar- gerð. Á heimilinu var það því Stína sat við eldhúsborðið og lagði kapal á meðan Guðjón matreiddi. En fyrst og síðast var Stína mikill húmanisti og nálgaðist hvert verkefni af áhuga og for- dómaleysi. Þess vegna var ætíð svo gott að leita til hennar og eiga hana að vini. Hún fylgdist vel með þjóðfélagsmálum, las mikið, ekki síst eftir yngri kyn- slóð rithöfunda, naut tónlistar, var sífellt opin og leitandi. Til marks um það sótti hún á síð- ustu misserum námskeið í skap- andi skrifum og hafði sérstakt yndi af því að spreyta sig á því sviði. Stína var sjálfstæð kona og naut þeirrar gæfu að geta haldið andlegri getu og sjálfstæði nán- ast til dauðadags. Núna þegar komið er að kveðjustund streyma fram ljúfar minningar um yndislega frænku og vin- konu sem verður sárt saknað. Bryndís Emilsdóttir. Það er alltaf sárt að kveðja góða vini, við Kristín kynntumst vegna sameiginlegs áhuga á hundum og hundarækt. Hún var einstök í umgengni við dýr og ef eitthvað lýsir innri fegurð fólks þá er það ást dýra á því. Þegar Kristín missti hund sem hún hafði átt og dekrað í sautján ár kom hún til mín og leitaði eftir því hvort ég gæti að- stoðað hana með að finna hund sem passaði henni. Hún gat alls ekki hugsað sér lífið án þessara tryggu vina, hafði aldrei verið hundlaus og ætlaði aldrei að verða það. Sumt fólk er svo fallega gert að allir vilja allt fyrir það gera, ég lét hana hafa Sólina mína, átta ára uppáhaldshund. Það var ekki að því að spyrja að þær urðu óaðskiljanlegar og með naumindum að ég gæti fengið hana dag og dag til að fara með hana á sýningar. Sólin varð svo sannarlega sól í lífi Kristínar sem umgekkst hana eins og drottningu og dekraði í fangi sér. Það varð gæfa mín að ljá henni Sólina því með því náði ég að kynnast vel þessari yndislegu konu sem ég hefði ekki viljað missa af að kynnast eins vel og raun varð á. Hún var vakandi yfir velferð allra og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr Elsku Kristín, þú vissir að þinn tími væri kominn og knús- aðir mig og Sólina þína bless að- eins nokkrum dögum áður enn þinni jarðvist lauk. Sólin þín verður í góðum höndum hjá mér. Við finnum svo oft þegar klukkurnar kalla að klökkvi um huga manns fer. Bið ég Guð föður og englana alla að annast og vaka yfir þér. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð mína. Sigurbjörg og Sól. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, tengdadóttir, amma og langamma, ELÍN SIGURÐARDÓTTIR, Ártúni 15, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30, Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Selfosskirkju. Birgir Jónsson, Ari Birgisson, Súsanna Valsdóttir, Jón Þór Birgisson, Kathrina Andersen, Aðalheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín og systir okkar, INGA DÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Garðbraut 85, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 11.00. Hilmar Þór Sigurðsson, Pálína Ester Guðjónsdóttir, Sigfríður Sigurðardóttir, Kjartan Másson, Kjartan Reynis Sigurðsson, Elva Björk Valdimarsdóttir. ✝ SISSA LLOYD lést fimmtudaginn 30. janúar í Bretlandi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna láts systur minnar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgeir Ísfeld Jónsson. ✝ Minn ástkæri sambýlismaður og fóstri, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURJÓNSSON, lést miðvikudaginn 15. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Anna Helen Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Lilja og Arnar Daði, Sigurjón Pálsson, Dóra Margrét Bjarnadóttir, Magnús Pálsson, Helga Þóra Ragnarsdóttir, Guðmundur Fr. Pálsson, Ólöf Þorgerður Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN HALLGRÍMSSON rafeindavirkjameistari, Kringlumýri 2, Akureyri, er lést að heimili sínu þriðjudaginn 21. janúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Stefánsson, Sunna Jaroensuk, Guðrún Hörn Stefánsdóttir, Sverrir Þór Kristjánsson, Tómas Bergmann, Halla Pálsdóttir, Hallgrímur Stefánsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐJÓN JÓSEFSSON, Víðivöllum 9, Selfossi, lést á Fossheimum sunnudaginn 2. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vilborg Sigurðardóttir, Gunnar Guðjónsson, Vilborg Jóna Gunnarsdóttir, Guðfinna Þórdís Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.