Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 41

Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Á veggi Gangsins, heimagallerís Helga Þorgils Friðjónssonar mynd- listarmanns á Rekagranda 8, eru komin ævintýraleg málverk; þar má meðal annars sjá naktar konur á risaeðlum og fígúrur með hesthausa. Það er furðuleg stemning í þessum verkum þýsku listakonunnar And- reu Lehmann. Sýning á þeim verður opnuð í Ganginum klukkan 17 í dag og eru allir velkomnir. Lehmann, sem fæddist árið 1975, hefur sýnt í söfnum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars í Saatchi- safninu í Lundúnum. Hún vinnur iðulega með stór málverk og skapar ævintýralegar innsetningar en fyrir sýninguna í Ganginum segist hún hafa raðað úrvali frekar lítilla mál- verka á pappír í möppu sem hún flaug með hingað til lands. Hún er að ljúka við að hengja þau upp í íbúð Helga og fjölskyldu hans þegar blaðamann ber að garði. „Þetta eru verk frá síðustu fimm árum og ég valdi þau fyrst og fremst út frá stærð,“ segir hún, brosir, og bætir við að sýninguna kalli hún „Blinda íþróttamenn“. „Þeir sjá ekki hver annan og ná litlu sambandi.“ Hún bendir á verk þar sem það má sjá. „Venjulega vinn ég að sömu þem- unum í nokkur ár. Hér eru líka dæmi um röð verka sem ég gerði þar sem risaeðlur koma fyrir, þessar furðuskepnur sem sýna náttúruna í nýstárlegu ljósi. Í nokkrum verk- unum eru naktar konur með þeim, sumir sjá það svo að þær séu að temja skepnurnar, sem er klassískt þema í listasögunni.“ Og í verkum Lehmann má sjá margrætt samtal við þá sögu alla. efi@mbl.is Furður Myndlistarkonan Andrea Lehmann við verk sín í Ganginum. Risaeðlur og nakt- ar konur í Gangi Morgunblaðið/Einar Falur Tónleikaröðin Ljáðu mér eyra hefst að nýju í hádeginu í dag kl. 12.15 í Fríkirkjunni. Um er að ræða hálftíma tón- leika í hvert skipti undir listrænni stjórn píanóleikarans Gerrits Schuils, en sem fyrr fær hann til liðs við sig lista- fólk sem stendur framarlega í íslensku tónlistarlífi. Frá því tónleikaröðin hófst haustið 2009 hefur ávallt hvílt mikil leynd yfir hver væri gestur Gerrits á tónleikum dagsins, en á yfirstandandi misseri er brugðið út af van- anum og listafólkið auglýst fyrirfram. „Maður á alltaf að gera eitthvað nýtt,“ segir Gerrit þegar blaðamaður Morgunblaðsins slær á þráðinn til hans. „Tímarnir hafa breyst. Þegar ég fór af stað með tónleikaröðina ríkti hér kreppa og mér fannst mikilvægt að gera eitthvað til að lyfta andanum. Mér fannst því ekki skipta máli hver væri að koma fram, aðalatriðið var að áhorfendur gætu gengið að því sem vísu að eiga góða stund í kirkjunni þar sem leikin væri falleg tónlist,“ segir Gerrit og tekur fram að eftir sem áður hvíli mikil leynd yfir efnisskrá tónleika dagsins. „Á efnisskrá síðasta misseris fór talsvert fyrir stórum tónskáldum á borð við Verdi, Wagner og Britten sökum þess að þeir áttu allir stórafmæli. Efnisskráin á næstu vikum verður með allt öðru sniði,“ segir Gerrit leyndardómsfullur. Spurður hvernig hann velji samstarfsfólk sitt segir Gerrit oft um að ræða listafólk sem hann hafi starfað mikið með á umliðnum 20 árum. „Hins vegar er alltaf pláss fyrir nýtt fólk,“ segir Gerrit. Fyrsti gesturinn á nýju ári er sópransöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir. Í næstu viku er komið að Sesselju Kristjánsdóttur, því næst Diddú eða Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Aðrir lista- menn vorsins eru Hanna Dóra Sturludóttir, Sólrún Bragadóttir, Elmar Gilbertsson, Michael Jón Clarke, Guðný Guðmundsdóttir og Þóra Einarsdóttir, en Ágúst Ólafsson syngur á lokatónleikum raðarinnar 9. apríl nk. Ljáðu mér eyra með breyttu sniði Listafólkið Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár EGILSHÖLLÁLFABAKKA GRUDGEMATCH KL.5:30-8-10:30 GRUDGEMATCHVIP KL.5:30-8-10:30 JACKRYAN KL.8-10:20 LASTVEGAS KL.5:40-8-10:20 12YEARSASLAVE KL.5:30-8:30 AMERICANHUSTLE KL.5:30-8:30 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:50 KRINGLUNNI GRUDGEMATCH KL. 6 -9 12YEARSASLAVE KL. 6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10 GRUDGEMATCH KL. 8 -10:30 JACKRYAN KL. 10:20 LASTVEGAS KL. 8 GRUDGEMATCH KL. 5:35 - 8 -10:25 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:15 JACK RYAN KL. 8 - 10:45 12 YEARS A SLAVE KL. 5:15 LAST VEGAS KL. 8 - 10:20 AMERICAN HUSTLE KL. 5:15 WOLF OFWALL STREET KL.7:30-10:15 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK AKUREYRI GRUDGEMATCH KL. 8 - 10:30 JACK RYAN KL. 10:20 LAST VEGAS KL. 8 12 YEARS A SLAVE KL. 5:15 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 HÖRKUSPENNANDI MYND MEÐCHRISPINEOGKEVINCOSTNER ÍAÐALHLUTVERKUM IT’S GOING TO BE LEGENDARY “ONE OF THE FUNNIEST, FRESHEST, MOST ENTERTAINING MOVIES OF THE YEAR!” PETE HAMMONDMOVIELINE FRÁBÆR GRÍNMYND MEÐ ROBERTDENIROOGSYLVESTERSTALLONE Í AÐALHLUTVERKUM 24 Ó SK A RS TI LN EF N IN G A R 12 12 12 L 7 16 Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! 31.000 GESTIR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÍSL TAL Ævintýrið heldur áfram Sýnd í 3D 48 ramma 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:30 - 8-10:20 47 RONIN 3D Sýnd kl. 8 THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 8 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 6 LONE SURVIVOR Sýnd kl. 10:30 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.