Morgunblaðið - 05.02.2014, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Síðustu stundir Hoffmans
2. Mega ekki gefa tannbursta …
3. Lýst eftir Elísu Líf
4. Saga skipbrotsmannsins …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Blóð hraustra manna, skáldsaga
Óttars M. Norðfjörð, hlaut Tinda-
bikkjuna 2013, árleg verðlaun Glæpa-
félags Vestfjarða fyrir bestu glæpa-
sögu ársins. Verðlaunin voru afhent
um helgina í Safnahúsinu á Ísafirði í
fjórða sinn. Óttar fékk að launum
verk eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson
silfursmið og nokkur kíló af frosinni
tindabikkju.
Ljósmynd/Elo Vázquez
Óttar Norðfjörð
hlaut Tindabikkjuna
Ilan Volkov, aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, heldur
tónleika í kvöld kl. 21 í menningarhús-
inu Mengi með Kristínu Önnu Valtýs-
dóttur, Inga Garðari Erlendssyni, Áka
Ásgeirssyni, Guðmundi
Steini Gunnarssyni,
Hlyni Aðils Vilmars-
syni og Gyðu Valtýs-
dóttur. Yfirskrift tón-
leikanna er „Köld sól
– Ilan Volkov og vin-
ir – Plinky-plonk
kvöldstund fyrir
fjölskylduna“.
Volkov í Mengi
Á fimmtudag Austlæg átt, víða 8-13 m/s. Þurrt að kalla V-lands.
Rigning eða slydda á A-helmingi landsins og snjókoma inn til
landsins. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á N-verðu
landinu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari vindur en í gær og úrkomu-
minna, en bætir víða í vind í kvöld og fer að rigna SA- og A-lands.
Hiti 1 til 6 stig, en frystir í innsveitum fyrir norðan í kvöld.
VEÐUR
„Maður finnur rosalega blendnar tilfinn-
ingar. María er ein besta vinkona mín
þannig að það var alveg rosalega leið-
inlegt að heyra hvað gerðist. En ég
verð núna náttúrlega bara að nýta
tækifærið, reyna að gera mitt besta
og verða landinu til sóma,“ segir skíða-
konan Erla Ásgeirsdóttir sem er óvænt á leið-
inni á vetrarólympíuleikana í Sotsjí. »1
Blendnar tilfinningar hjá Erlu
„Mér hefur liðið einstaklega vel í
herbúðum félagsins,“ segir knatt-
spyrnumaðurinn Hjálmar Jónsson
sem er að hefja sitt 13. tímabil með
sænska úrvalsdeildarliðinu IFK
Gautaborg en hann er sá leikmaður
Gautaborgarliðsins í dag sem
lengst hefur spilað með því. Hann
er kallaður pabbinn í liðinu en
Hjálmar hefur spilað með því frá
árinu 2002. „Ég hafði ekki alveg
áttað mig á því sagði Hjálmar
þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn til hans í gær. »4
Hefur liðið einstaklega
vel hjá IFK Gautaborg
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fyrir mér er ný upplifun og
óvenjuleg að vera með jólasveina í
kringum mig árið um kring. En
verkefnin sem því tengjast eru lær-
dómsrík og áhugaverð,“ segir Ak-
ureyringurinn Stefán Erlingsson.
Hann hefur síðustu misserin starfað
hjá kvikmyndagerðarfyrirtækinu
Joulupukki TV í Rovaniemi í
norðurhéruðum Finnlands. Fyr-
irtækið er best þekkt sem Santate-
levision – Jólasveinasjónvarpið.
Myndböndin vekja eftirtekt
Hvers konar jólamenning er höfð
í hávegum í Rovaniemi og þúsundir
ferðamanna koma árlega í æv-
intýralandið. Hjá Santatelevision
sinna menn margvíslegum verk-
efnum, svo sem framleiðslu á mynd-
böndum með jólatengdu efni.
Um 200 jólamyndbönd eru tiltæk.
Þau eru sýnd á Youtube og hafa
vakið eftirtekt víða um veröld.
Frakkar eru áhugasamir og fólk í
Suður-Ameríku kemur sterkt inn,
til að mynda Brasilíumenn. Hefur
fólk af þessu þjóðerni í nokkrum
mæli komið í eins konar pílagríms-
ferðir á þessar slóðir. Annars eru
Finnar og aðrir Norðurlandabúar
mestur hluti jólafólksins sem kemur
til Rovaniemi, sem er 60 þúsund
manna borg við heimskautsbauginn
og því eins konar Grímsey þeirra
Finna.
Evrópunemi í Erasmus
„Myndböndin skila okkur auglýs-
ingatekjum í gegnum Google, en al-
menn myndbandagerð og sala á
ferðamannavörum, eins og póst-
kortum og mynd-diskum, er mikil-
vægur þáttur í starfsemi Joulu-
pukki. Þá sinnum við í nokkrum
mæli gerð myndefnis fyrir atvinnu-
lífið hér á svæðinu,“ segir Stefán.
Undanfarið hefur Stefán stundað
nám í fjölmiðlafræði við Háskólann
á Akureyri. Hann fór til Finnlands
á síðasta ári á eigin vegum. Eitt
leiddi af öðru og störfum hjá Santa-
television sinnir hann í krafti
Erasmus, skiptinemaáætlunar Evr-
ópusambandsins. Gaf Akureyrar-
háskólinn grænt ljós á að Stefán
gæti tekið nám sitt að hluta með
þessu óvenjulega starfi.
Rétttrúnaðar-Rússar í janúar
„Í allt haust var stöðugur straum-
ur ferðamanna af Norðurlöndunum
hingað til Rovaniemi, þá mest fyrir
jólin. Eftir nýárið var fólk frá Rúss-
landi áberandi, enda halda þeir sín
jól fyrstu dagana í janúar sam-
kvæmt tímatali rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar. Annars er ferða-
mannatíminn alltaf að lengjast og
hér eru jól allt árið,“ segir Stefán
Erlingsson að síðustu.
Með jólasveinunum allt árið
Akureyringur í
ævintýrum í Rov-
aniemi í Finnlandi
Ljósmynd/www.santaclausphoto.fi /Juuso
Jólakarlar Stefán Erlingsson og finnski jólasveinninn. Hvers kyns jólamenning er höfð í hávegum í Rovaniemi og
þúsundir ferðamanna víða að úr veröldinni koma á ári hverju í heimsókn í þetta ævintýraland.
„Finnski jólasveinninn er ekki ólíkur
þeim ameríska; rauðklæddur með
hvítt skegg. Er þó ekki þessi ýkta
bandaríska auglýsingatýpa, karl
sem rennir sér niður um skorstein-
inn og drekkur Coca-Cola. Finnski
jólasveinninn er satt að segja ósköp
ljúfur karl, er afalegur með gleraugu
og segir börnunum sögur. Jú og
stundum hefur maður tekið þátt í
leiknum. Verið dubbaður upp og far-
ið í búning álfa,“ segir Stefán Erlingsson. Hann gerir ráð fyrir að starfa
hjá Joulupukki TV að minnsta kosti fram í júní næstkomandi. Telur hins
vegar ekki ósennilegt að starfið og Finnlandsdvölin gætu lengst eitthvað
í annan endann.
Er engin auglýsingatýpa
SÁ FINNSKI ER RAUÐKLÆDDUR MEÐ GLERAUGU
Helsinki Brosandi kona með jólasvein í
minjagripaverslun í höfuðborginni.
Í gærmorgun
voru leiknar for-
vitnilegar út-
varpsauglýsingar,
sk. kitlur, á Rás 2
fyrir ónefndan
viðburð sem
Björgvin Hall-
dórsson og Bubbi Morthens koma
saman á í Hafnarfirði, að því er virð-
ist. Í fyrramálið kemur í ljós hvað
Bubbi og Bo eru að bralla en í kitl-
unum spjalla þeir saman í síma, m.a.
um að Bubbi sé að flytja í Hafnarfjörð
og velta þeir því fyrir sér hvort bær-
inn sé nógu stór fyrir þá báða.
Hvað eru Bubbi og
Björgvin að bralla?