Morgunblaðið - 17.03.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Teppi á stigaganginn
nú er tækifærið !
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðarlausu
Eitt verð niðurkomið
kr. 5.980 m2
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
H
a
u
ku
r
1
.1
4
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Skyndibitastaður á Spáni sem veltir 50 mkr. og sýnir góða afkomu.
Möguleiki á öðrum stað til viðbótar. Kaupverð má greiða að miklu leyti í
krónum, jafnvel með fasteign.
• Stór og þekkt bílaþjónusta og verkstæði á góðum stað. Vel tækjum búið.
Ársvelta 150 mkr.
• Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,
en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu
árin um 300 mkr. og góð framlegð.
• Lítið en vel tækjum búið trésmíðaverkstæði sem sérhæfir sig í gluggum og
hurðum.
• Heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði (non-food). Ársvelta 100 mkr.
Góð EBITDA. Hentar vel sem viðbót hjá heildverslun með svipaðar vörur.
• Rótgróið glerfyrirtæki sem selur einnig aðrar vörur fyrir
byggingariðnaðinn. Fyrirtækið er með 70-80% markaðshlutdeild á sínu
sérsviði. Velta hefur haldist stöðug frá hruni og mjög góður
rekstrarhagnaður. Fyrirtækið er nú komið í mikinn vöxt og staðfestar
pantanir til afgreiðslu á næstu mánuðum eru nú þegar orðnar meiri en
allt síðastliðið ár.
• Vel þekkt innflutningsfyrirtæki með fæðubótarefni.
• Rógróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði sem annast m.a. steinslípun í
nýbyggingum. Góð verkefnastaða og ágætur hagnaður. Tilvalið tækifæri
fyrir duglegan mann með verkstjórnarhæfileika að fara í eigin rekstur.
Þrír starfsmenn auk eiganda. Auðveld kaup.
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu
ofbeldi á þeim tíma sem það á sér
stað eða fljótlega á eftir.
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Anna Lilja Þórisdóttir
Björn Már Ólafsson
Menntaskólinn við Hamrahlíð, MH,
bar sigur úr býtum í Gettu betur,
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, þegar lokaviðureignin var háð
á laugardagskvöldið.
Þar keppti lið MH við lið Borgar-
holtsskóla. Keppnin var spennandi
og hélst spenna fram til síðasta hluta
hennar, þegar lið MH tryggði sér
sigur með því að gefa rétt svar við
fyrri vísbendingarspurningunni.
Urðu lyktir mála þær að MH sigraði
með níu stiga mun, 27-18.
Þetta var 29. Gettu betur keppnin
og í fyrsta skiptið sem MH hampar
Hljóðnemanum, farandgrip keppn-
innar. Skólinn hefur sex sinnum áð-
ur keppt um fyrsta sætið, öll skiptin
við MR.
Tíu skólar hafa sigrað í keppninni,
Menntaskólinn í Reykjavík hefur
sigrað 18 sinnum og MA í þrígang,
en enginn annar skóli hefur sigrað
oftar en einu sinni.
Lið MH skipuðu þeir Kristinn
Már Bjarnason, Leifur Geir Stef-
ánsson og Þórgnýr Albertsson.
Þórgnýr sagði í viðtali við mbl.is í
gær að þrotlaus vinna væri lykillinn
að árangrinum.„Við höfum örugg-
lega þrefaldað æfingamagnið, alla
vega tvöfaldað það, og æft hraða-
spurningar þrotlaust.“
Eftir að sigurinn var í höfn hélt
liðið gleðskap og bauð þangað m.a.
andstæðingunum úr Borgarholts-
skóla.
Draumi líkast
Þjálfari liðsins var Auður Tinna
Aðalbjarnardóttir og sagði hún í við-
tali við Monitor að sigurinn væri
draumi líkastur. „Þetta er 29.
keppnisárið og loksins erum við að
taka þetta,“ sagði Auður Tinna.
Allir þrír liðsmenn liðs MH eru á
þriðja ári í skólanum og því gjald-
gengir í liðið á næsta ári. Vegna
reglubreytingar RÚV um að í hverju
liði í keppninni eigi að vera a.m.k.
einn keppandi af hvoru kyni næstu
tvö árin er ólíklegt að liðið verði eins
skipað á næsta ári.
Sigur eftir
þrotlausa vinnu
Fyrsti sigur MH-inga í Gettu betur
Morgunblaðið/Eggert
Hljóðnemanum hampað Lið Menntaskólans í Hamrahlíð vann Gettu betur.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur
samþykkt að taka tilboði Upphafs
fasteignafélags í byggingarréttinn
að Hrólfsskálamel 1 til 7 á Sel-
tjarnarnesi.
Fram kemur í tilkynningu, að fé-
lagið hyggist byggja 34 litlar
tveggja, þriggja og fjögurra her-
bergja íbúðir í þriggja til fimm hæða
fjölbýlishúsi. Íbúðirnar verði hann-
aðar með ungt fjölskyldufólk í huga
sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign
og eldra fólk sem kýs að minnka við
sig. Stefnt sé að því að íbúðir húss-
ins verði í minni kantinum eða á
bilinu 65-110 fermetrar. Undirbún-
ingur að byggingu fjölbýlishússins
er þegar hafinn og stefnt að því að
afhenda fyrstu íbúðir snemma árs
2016.
Unnið víða að verkefnum
Upphaf fasteignafélag vinnur nú
að verkefnum í Kópavogi, Mos-
fellsbæ, Reykjavík og Garðabæ og
er um þessar mundir að ljúka við
byggingu 75 íbúða í Kópavogi.
Dreifður hópur fag- og stofnanafjár-
festa stendur að Upphafi, sem áður
hét Novus fasteignafélag, í gegnum
sjóðinn Novus sem er í stýringu hjá
GAMMA.
Byggja 34 litlar íbúðir
Framkvæmdir Séð yfir byggingar-
reitinn á Hrólfsskálamel.
Fyrstu íbúðirnar
afhentar árið 2016