Morgunblaðið - 17.03.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.2014, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 ✝ Kristinn MárHarðarson fæddist 23. ágúst 1948. Hann lést 10. mars 2014. Foreldrar Krist- ins voru Unnur Jónsdóttir, f. 24. maí 1922, d. 8. júlí 2010, og Hörður M. Kristinsson, f. 13. september 1920, d. 27. janúar 1983. Systkini Kristins eru Hrafnhild- ur, f. 1942, d. 2008, Gylfi, f. 1943, d. 2008, Birgir Örn, f. 1946, Anna, f. 1951, Guðrún, f. 1952, og Matthías, f. 1961. Dóttir Kristins er Íris, f. 21. maí 1975. Maður hennar er Grettir Adolf Har- aldsson. Börn þeirra eru Kristinn Freyr, f. 1993, Arn- ar Breki, f. 2004, Emilía Þóra, f. 2006, Ólafur Styrmir, f. 2008, Hrafn Unnar, f. 2012, og Rökkvi Örn, f. 2012. Útför Kristins fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. mars 2014, kl. 14. Fyrir þremur og hálfu ári feng- um við þær fréttir að þú værir með krabbamein, elsku pabbi minn, því símtali gleymi ég aldrei og mun ég heldur aldrei gleyma símtalinu sem ég átti við þig kvöldið áður en þú lést, en það var okkar síðasta samtal. Ég heyrði að þú varst þreyttur en þú kvart- aðir ekki, sagðist hafa það gott, þannig. Og þannig var það alla þessa sjúkdómsgöngu þína, elsku pabbi minn, þú hafðir það alltaf gott. Og ég trúi því að það hafi verið raunin, þó svo að þú hafir verið veikur þá færði þetta þig nær okkur og við áttum yndisleg- an tíma með þér síðustu árin, barnabörnin kynntust afa og Rökkvi og Krummi lærðu meira að segja að segja „afa“ og ég er svo glöð að hafa tekið mynd af þeim í fanginu á þér í hjólastóln- um, get sýnt þeim hana þegar þeir stækka. Ég er nokkrum sinnum búin að kveðja þig. Fyrst þegar ég var 10 ára, hræðilegur jóladagur þegar Suðurlandið sökk og þú varst ein- hvers staðar í ísköldu Atlantshaf- inu, svo þegar þú varst greindur þegar þú fórst upp á spítala í des- ember og svo á aðfangadag. En alltaf gafstu skít í dauðann og reist upp aftur, en ekki á mánudaginn. Það var sárt að sjá þig kveðja, en ég verð að trúa því að þú sért núna að hlaupa á eftir Nökkva og kynna hann fyrir ömmu og þér líði betur, ég veit þú varst orðinn þreyttur og sáttur við hvíldina en við munum alltaf sakna þín, elsku pabbi minn. Minning þín mun lifa. Íris Kristinsdóttir. Kristinn Már Harðarson nánir og góðir vinir. Það fann ég vel. Þau báru virðingu hvort fyrir öðru og aldrei varð þeim sundurorða. Það var enda alltaf gaman að sækja föðursystur mína heim, skemmtileg samtöl, gamlir tímar rifjaðir upp og hlegið yfir skemmtilegum sög- um. Steinunn var í viðkynningu mjög hlý og umhyggjusöm. Ef erfiðleika bar á góma í sam- tölum okkar þá minnti hún mig oft á einkennislag kosningabar- áttu Clintons „Don’t Stop Thinking About Tomorrow“. Það vill nefnilega oft verða þannig að þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Það voru orð að sönnu. Eftir bankahrunið, þegar var byrjað að tala um fátækt og erf- iða stöðu hjá fólki, rifjaði Stein- unn upp sögur af raunverulegri fátækt hér á árum áður. Þegar t.d. lýsisbræðingur var notaður og gafst vel sem viðbit. Þá voru erfiðir tímar hjá fólki og það átti fullt í fangi með að láta peninga endast. Það voru að- stæður er reyndu mjög á fólk. Steinunn frænka var stolt af vestfirskum uppruna sínum og var Hvammur í Hnífsdal stór hluti af hjarta hennar. Er ég var á ferðum um Djúpið hrindi ég oft í Steinunni til að fá alla söguna beint í æð. Eitt sinn var ég í Fremri-Hnífsdal og lýsti Steinunn fyrir mér staðháttum líkt og hún væri mér við hlið. Það eru góðar minningar er ég mun eiga. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Ég votta sonum Steinunnar, Sverri, Guðmundi og Jóhannesi Bjarna, og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Einar Gunnar Einarsson. ✝ Karl JóhannGuðmundsson fæddist 28. ágúst 1924 í Reykjavík. Hann lést á Grund aðfaranótt 3. mars 2014. Foreldrar hans voru Lára Jóhann- esdóttir húsmóðir, f. 25. maí 1899, og Guðmundur Sig- geir Guðmundsson vélstjóri, f. 10. nóvember 1895, verkstjóri í Héðni, síðar að- alhvatamaður að stofnun Hampiðjunnar 1934 og fyrsti forstjóri hennar. Guðmundur lést í Reykjavík 20. maí 1942. Lára lést í Reykjavík 18. ágúst 1968. Systur Karls eru Soffía Emilía Guðmundsdóttir, f. 25.1. 1927, d. 8.12. 2011, og Sigríður Lára Guðmundsdóttir, f. 26.5. 1939. Eiginkona Karls var Guðrún Ámundadóttir, fædd á Sandlæk 17.9. 1913. Hún lést í Reykja- vík 26.9. 1997. Dóttir Guð- rúnar og Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara er Steingerður, enskukennari, f. 23.1. 1947, en Karl varð henni annar faðir. Maður hennar er Luis Gonza- lez Martinez, f. 13.10. 1937, d. 8.6. 2000. Börn þeirra eru Maribel Gonzalez Sigurjóns, f. 1970, og Nanna Luisa (Lovísa) Gonzalez, f. 1977, gift César Rodríguez, f. 1977. Börn Mari- hann árið 1961 og kenndi við ýmsa skóla. Fyrsta hlutverk hans eftir útskrift var í sýn- ingu Þjóðleikhússins á Landinu gleymda eftir Davíð Stef- ánsson, en meðal fyrstu hlut- verka hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Andrej í Þremur systrum eftir Anton Tsjekov. Karl var fastráðinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1.1. 1974 og lék í Iðnó og síðar Borgarleikhúsinu til starfsloka 1994. Á yngri árum setti Karl upp sýningar hjá leikfélögum víða um land og lék með leik- hópum, t.d. Grímu og Leik- smiðjunni. Hann starfaði jafn- framt sem eftirherma á skemmtunum og í útvarpi. Líkt og hann náði vel svipmóti þeirra sem hann teiknaði náði hann ekki síður röddum fólks og látbragði. Karl var góður upplesari og er mörgum eft- irminnilegur lestur hans í út- varpinu á Snörunni eftir Jak- obínu Sigurðardóttur og Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar. Eftir starfslok hjá Borgarleikhúsinu lék Karl í ýmsum kvikmyndum, en síð- asta hlutverk hans á sviði var í leikverkinu Steinar í djúpinu árið 2008 sem byggt var á verkum Steinars Sigurjóns- sonar og leikstýrt af Rúnari Guðbrandssyni. Karl þýddi mörg leikrit og ljóð sem birst hafa í tímaritum eða verið gef- in út á bók. Útgefin verk eru t.d. Penninn hvassi eftir Sea- mus Heaney og Morð í dóm- kirkju eftir T.S. Eliot. Útför Karls fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 17. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 15. bel og manns hennar, Héðins Gunnarssonar, f. 1966, eru Adrían, f. 1998, og Írena, f. 2004. Dætur Guðrúnar og Karls eru: 1) Soffía Lára, heilsuþerap- isti, f. 28.2. 1952. Soffía var gift Dominique De- penne og er þeirra sonur Tristan Pétur Depenne, f. 1976. Dóttir Soffíu og Bern- ards Marmié er Camille Mar- mié, f. 1983. Börn Tristans eru Svava Rósinkara, f. 1996, og Ýmir, f. 2004. Móðir Svövu er Harpa Jarlsdóttir, f. 1981. Móðir Ýmis er Karolina Bogus- lawska, f. 1980. 2) Sigríður Helga, leikskólakennari, f. 14.10. 1953. Maður hennar er Garðar Hansen, f. 5.6. 1952. Börn þeirra eru Birta Guðrún, f. 1977, Arnar Freyr, f. 1985, Karl Óskar, f. 1987, og Mar- grét Hanna, f. 1991. Sonur Birtu er Leon Arnar Dagsson Daram, f. 1998. Karl lauk stúdentsprófi frá MR 1944. Hann stundaði mynd- listarnám við Handíðaskólann og leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og Ævari Kvaran. Karl hóf nám við Royal Aca- demy of Dramatic Art, RADA, í London árið 1949 og útskrif- aðist 1952. Kennaraprófi lauk Ó, jæja, þá er vinur okkar Kalli genginn veg okkar allra á enda. Kvaddi franskt án þess að hvorugur okkar fengi sagt svo mikið sem svei þér í kveðjuskyni. Hafði ég þó und- irbúið mig af kostgæfu undir það. Svo vill til að ég er nokkuð nýverið búinn að eignast dásamlega fallegt lítið hljóðfæri sem hentar vel að spila á undir eigin söng, þetta er eiginlega þjóðarhljóðfæri Rússa og heitir balalæka sem ég veit ekki hvað þýðir nema ef vera skyldi ball- geltari, enda mikið notað til að slá undir dansi. Var búinn að æfa tvo glaðlega írska harm- söngva til að heiðra hann með og fá úttekt hans á eins og ég hef gert með alla hluti sem ég hef lagt hönd að á síðastliðnum fimmtíu árum. Þegar ég svo loks náði þangað sem hann dvaldi, á Grund í Reykjavík, var hann farinn, þá um nóttina. Hefur margur áreiðanlega fengið á kjaftinn fyrir minna. En; „never mind“. Við höfum áður verið hvor öðrum fjær þegar meira lá við. Mest er um vert að hann er nú kominn á góðan stað þar sem öll borð svigna undan hangiketi og rús- ínugraut og allt flýtur í brenni- víni. Illa hefur mér gengið að trúa að ég fengi nokkurn tíma að komast í það en aðventist- arnir sem ég dvel hjá segja að Guð sé svakalega góður og hafi iðulega vistað meiri illmenni, svo ég leyfi mér að hlakka til vistaskiptanna. Hittumst heilir þar. Ég kynni að segja frá undrahæfileikum Kalla í list senn ásamt endalausu örlæti við mig og mína uppá tvær heilar síður í þessu blaði en hér eru kraftarnir þrotnir. Eyvindur Erlendsson. Karl Guðmundsson leikari valdi sér sjálf orðin að ævi- starfi, tungumálið sem túlkar allar mannlegar tilfinningar, fyrst sem leikari og síðan sem mikilvirkur og afar vandaður þýðandi. Hann var frá æskuár- um þekktur fyrir fágætar gáfur sínar til að líkja eftir málfari manna og skemmti um árabil samtíðarmönnum með eftir- hermum og snjöllum textum, sem hann lagði þjóðfrægum mönnum í munn, – ætíð þó græskulaust gaman. Hans er minnst sem orðsnillings og þýð- ingar hans úr erlendum málum á íslensku bera vitni um mikla tungumálaþekkingu og ekki síður hve mikið vald og þekk- ingu hann hafði á íslensku máli. Karl hafði fágæta tilfinningu fyrir ensku og talaði afar fal- lega það tungumál, enda hafði hann numið leiklist í hinum þekkta leiklistarskóla The Ro- yal Academy of Art í London. Hann var kunnur fyrir að þýða snilldarvel ljóð eftir írska nób- elsskáldið Seamus Heaney, en hann þýddi einnig úr spænsku og frönsku, leikrit eftir Garcia Lorca, Moliere og Ionesco. Ný- lega kom út hjá Háskóla Ís- lands tvímála bók, á ensku og á íslensku, með leikritinu The Murder in the Cathedral – Morðið í dómkirkjunni, eftir T.S. Eliot, sem Karl þýddi sér- staklega fyrir Leikfélag Reykjavíkur og flutt var á þess vegum í Neskirkju á jólaföst- unni 1974. Allt var þetta samtvinnað í huga Karls, leiklistin, góður ljóðaskáldskapur og hvernig átti að flytja orðið hverju sinni. Í þýðingum sínum átti hann það til að velta fyrir sér þýð- ingu á einhverju einu orði í langan tíma og bera ýmis blæ- brigði undir okkur vini sína alla, kom í heimsókn á hjólinu sínu og bankaði uppá – með orðið. „Finnst þér þetta vera betra en það sem ég sýndi þér síðast?“ Alla leikaratíð Karls var Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó sem annað heimili hans. Hann var einn af fasta leik- araliðinu og aldrei kallaður annað en Kalli Gúmm, einlægur og hreinskiptinn, og alltaf reiðubúinn að leggjast á árar þegar á þurfti að halda. Í Iðnó lék hann um árabil ótal hlut- verk, en einu þeirra gleymir áreiðanlega enginn sem sá hann þá á sviði, leik hans og söng í hlutverki klæðskerans í kvennaskaranum í Saumastof- unni, sem sýnd var á kvenna- árinu 1975 í kjölfar kvennafrí- dagsins fræga. Þar fór hann svo sannarlega á kostum. Ég minnist ævivinar míns Karls Guðmundssonar með virðingu og mikilli hlýju og votta fjölskyldu hans innilegan samhug minn. Vigdís Finnbogadóttir. Karl J. Guðmundsson er lát- inn. Við Karl kynntumst á fundum hjá Grikklandsvina- félaginu Hellas í lok síðustu aldar. Síðan þáði hann að fjalla um þýðingar sínar á bókmennt- um Vestur-Íslendinga hjá Vin- áttufélagi Íslands og Kanada, sem ég er formaður fyrir. Loks varð hann einn af fastafélögum okkar í VÍK í byrjun þessarar aldar, og las þá upp hjá okkur árlega í Hellas-hópnum, sem er upplestrarfélag skálda, en einn- ig nefnd í VÍK. Hann safnaði ljóðabókum eftir mig og við ræddum gjarnan um þýðingar okkar milli íslensku og ensku; en hann hafði þýtt T.S. Eliot og Seamus Heaney og fleiri. Síðustu málefnalegu sam- skipti okkar Karls voru kannski er ég las upp úr bók minni Æv- intýraljóðum (2010), á fundi hjá Hellas-hópnum. Þar er kvæða- bálkur sem hann vildi heyra til enda, er nefnist Uppreisn dís- anna. En í honum læt ég Só- krates vera að rekja garnirnar úr Appólons-presti um fortíð hinna grísku dísa; sem líkjast huldufólkinu íslenska. Þykir mér vel til fundið að kveðja Karl með því efni hér. En þar segi ég svo, í upphafi: (Sókrates): Seg mér, prestur, dísum af; eigi þeim er gista haf, heldur dvelja í stokkum, steinum, sem og synda í lækjum beinum. (Appólonsprestur): Stórt er spurt og lítið svar; spurnir litlar höfum af: Sporum sínum vilja leyna; heyrist skrjáf þó milli greina. (S): Heyr þú mig, nú prestur dísa! Þekkja munt þú gátu þvísa: Vita læst nú minna en veist; því fá þær ei mönnum treyst? Tryggvi V. Líndal. Karl Jóhann Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Karl Jóhann Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Víst ávallt þeim vana halt vinna, lesa, iðja, umfram allt þú ætíð skalt elska Guð og biðja. (Hallgrímur Pétursson) Hvíl þú í friði elsku afi. Þínir kæru vinir, Victor Örn, Viðar Hrafn, litli bróðir, Sigrún Hrefna og Victor Björgvin. Öddi afi var góður afi. Hann tók alltaf vel á móti okkur. Ef hann kom ekki til dyra þá sat hann í stólnum sínum við sjón- varpið. Hann var alltaf tilbúinn að leyfa okkur að horfa og horfði oft með okkur. Hann sýndi áhuga- málum okkar mikinn áhuga og spurði okkur oft hvernig okkur gengi. Nú kveðjum við þennan góða mann og munum geyma minningu hans í hjörtum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn, Valdís, Örn Ingi, Stefanía, Tindur, Inga Lillý, Sölvi, Brynjólfur, Kristófer og Selma.  Fleiri minningargreinar um Örn Axelsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Ástkær systir okkar og föðursystir, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Melgerði 39, Kópavogi, áður til heimilis Granaskjóli 3, Reykjavík, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Steinars Mána Guðmundssonar, kt.: 640811-0210. Reikn. 0537-14-045600. Guðmundur Kjalar Jónsson, Guðmundur Ingvar Jónsson, Guðmundur Örn Ingvarsson, Lilja Kjalarsdóttir, Íris Kjalarsdóttir, Guðmundur Gíslason og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær maki, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, EIRÍKUR RÚNAR HERMANNSSON, Laugarnesvegi 78, lést á háskólasjúkrahúsinu í Ósló laugar- daginn 8. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. mars kl. 15.00. Ragnheiður Grétarsdóttir, Erlendur Eiríksson, Fjóla Einarsdóttir, Ragna Eiríksdóttir, Guðmundur Ingi Sigurvinsson, Jóhannes Pétursson, afabörn, Sigursteinn Sævar Hermannsson. ✝ Útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, DÓRU INGVARSDÓTTUR Stapaseli 13, Reykjavík, verður frá Seljakirkju fimmtudaginn 20. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Þórunn Ólafsdóttir, Marteinn Sigurðsson, Berglind Marteinsdóttir, Ólafur Marteinsson, Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.