Morgunblaðið - 17.03.2014, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
VIÐTAL
Kollbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræð-
ingur stundar rannsóknir á sögu al-
þýðukvenna á 18. og 19. öld en hún
segir konur nánast vera ósýnilegar í
menningarsögu fyrri alda. Guðný
fékk nýlega Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun kvenna fyrir bók
sína Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur
– einsögurannsókn á ævi 18. aldar
vinnukonu. Bókin kom út í ritröðinni
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar sem Háskólaútgáfan gefur út.
Guðrún Ketilsdóttir fæddist árið
1759 og til er sjálfsævisögubrot þar
sem hún lýsir lífi sínu í Eyjafirði. Í
verðlaunabók sinni fjallar Guðný um
líf Guðrúnar og hvernig þessi al-
þýðukona náði að hasla sér völl í erf-
iðu árferði móðuharðindanna. Guðný
vinnur nú að doktorsritgerð um líf
alþýðukvenna á átjándu og nítjándu
öld.
„Ég hef alltaf haft áhuga á sögu
alþýðukvenna og mikilvægu hlut-
verki kvenna á öllum sviðum mann-
lífsins. Ég hef hins vegar aldrei sætt
mig við þá þögn sem ríkir um sögu
þeirra“, segir Guðný og bætir við:
„Ég held reyndar að hægt sé að skil-
greina flestar íslenskar konur sem
alþýðukonur. Við erum öll í sama
streðinu frá degi til dags og að
mörgu leyti má segja að þannig hafi
það alltaf verið hér á landi.“
Heimildafæðin heillar
Hvar finnirðu heimildir um al-
þýðukonur á þessum tíma?
„Það er lítið til af heimildum um
alþýðufólk á 18. og 19. öld en heim-
ildafæðin heillar um leið og hún ögr-
ar manni sem fræðimanni. Þetta er
svolítið ólíkt því sem er nú á 20. og
21. öldinni þegar heimildirnar demb-
ast yfir mann úr öllum áttum. Það
getur verið yfirþyrmandi að vinna úr
slíku efni.
Þegar ég var í meistaranámi í
sagnfræði útbjó ég mér stórt gagna-
safn upp úr handritaskrám Lands-
bókasafnsins þar sem ég skráði nið-
ur upplýsingar um allt efni sem
konur höfðu átt þátt í að skapa og
finnst varðveitt þar samkvæmt
skránum. Þá fann ég mikið af áhuga-
verðu efni frá konum eins og kveð-
skap, sendibréf, ævisögur, endur-
minningar, drauma og margt fleira
sem ég hlakka til að skoða betur.
Það var einmitt þá sem ég rakst á
ævisögubrotið um Guðrúnu Ketils-
dóttur en þrjú handrit af ævisögunni
eru skráð í handritaskrár Lands-
bókasafnsins. Seinni tíma menn fóru
illa með söguna en allt fram á síðari
hluta 20. aldar finn ég ævisögu Guð-
rúnar flokkaða sem gamansögu af
klúru flóni. Ég held því hins vegar
fram að sagan sé líklega elsta varð-
veitta sjálfsævisaga íslenskrar al-
þýðukonu og því algjörlega einstæð
heimild um líf kvenna fyrr á tímum.
Ævisögubrotið sjálft er ekki nema
fjórar blaðsíður að lengd en með
hjálp heimilda á borð við kirkjubæk-
ur, gögn hreppsnefnda og sýslu-
manna auk ættfræði- og byggða-
sögurita tókst mér að byggja upp
heildstæða mynd af veruleika Guð-
rúnar.
Ég held samt að mér hefði aldrei
tekist að rekja söguna á þennan hátt
ef ég hefði ekki haft aðgang að sókn-
armannatölunum. Þau veittu mér
ómetanlegar upplýsingar um fjöl-
skyldu Guðrúnar og allt hennar sam-
ferðafólk. Sóknarmannatölin eru
einskonar skrár sem prestar héldu
um sóknarbörn sín en prestum var
gert að heimsækja öll heimili í sókn-
inni tvisvar á ári og hafa eftirlit með
uppeldi barna og almennu hátterni
heimilisfólks. Úr þessum skrám fást
upplýsingar um aldur heimilis-
manna, stöðu innan heimilisins,
kunnáttu og hegðan. Þannig gat ég
árlega fylgst með því hvar Guðrún
bjó, hvernig henni gekk að læra og
hvernig hún kom fyrir. Það reyndist
þó oft snúið að finna út hvar hún bjó
því Guðrún flutti ansi oft en ég fann
hana á um 40 heimilum víðsvegar um
Eyjafjörðinn á þeim 84 árum sem
hún lifði. Fyrir tilviljun fann ég síðan
uppskrift á dánarbúi föður hennar í
gögnum sýslumannsins í Eyjafirði.
Þar var allt talið upp og verðmetið
sem tilheyrði búinu meira að segja
gólffjalirnar úr sjálfu kotinu. Þær
upplýsingar veittu mér einstæða sýn
á æskuheimili Guðrúnar og stöðu
fjölskyldu hennar í samfélaginu.“
Þræll og fantur
Hvernig var líf Guðrúnar Ketils-
dóttur?
„Hér áður taldi ég að vinnufólk 18.
og 19. aldar hefði verið algjörlega
undir hælnum á húsbændum sínum
og að líf þess hefði ekki verið sérlega
áhugavert en auðvitað var það ekki
þannig. Guðrún átti sér að mörgu
leyti mjög áhugavert líf. Hún var
ótrúlega eljusöm og hugrökk kona.
Hún var ung komin í stöðu hús-
konu, sem þýddi að hún var þokka-
lega stæð og að einhverju leyti sjálf-
stæð í vinnumennskunni.
Fjárhagsleg staða Guðrúnar gaf
henni kost á að giftist manninum
Á alls kyns óvæntum
Guðný Hall-
grímsdóttir sagn-
fræðingur vinnur
að rannsóknum á
sögu alþýðukvenna
á 18. og 19. öld
Sagnfræðingurinn „Ég held reyndar að hægt sé að skilgreina flestar íslenskar konur sem alþýðukonur,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir.
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur)