Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð. NÚ Í400gUMBÚÐUM E N N E M M / S IA • N M 61 3 27 Dagur Ragnarsson – Guð- mundur Kjartansson Svartur leikur og vinnur. Þessi staða kom upp í 2. umferð „Wow air-mótsins“ sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Grein- arhöfundur fór yfir skákina með Degi sem vann eftir mistök Guð- mundar í tímahraki. Eins og stundum þegar kappskák lýkur eiga forrit á borð við „Houdini“ síðasta orðið um ýmsar erfiðar ákvarðanir sem skákmenn hafa tekið. Hið kalda mat forritanna er nákvæmt. Á svipstundu dæmdi „Houdini“ þessa stöðu unna á svart og vinningsleiðin er einhvern veg- inn svo „ómannleg“ að við skelltum upp úr: Eftir 35. … Hf2! vinnur svartur í öllum afbrigðum og það flóknasta lítur svona út: 36. hxg6 f5! 37. exf5 De3! 38. Hg2 Hf1+ 39. Hg1 Hf4 40. Dg3 De4+ 41. Hg2 Hh4+ 42. Kg1 Db1+ 43. Kf2 Dxf5+ 44. Kg1 Db1+ 45. Kf2 Dc2+ 46. Kf1 Dc1+ 47. Kf2 Hf4+ Og ef nú 48. Ke2 tilkynnir „Ho- udini“ mát í 7 leikjum! Þekkt mynstur geta ekki hjálpað manni til að finna þessa vinningsleið og rökfræði á borð við þá sem Capa- blanca notaðist stundum við; að telja mennina sem voru í sókninni gegn þeim sem voru að verjast – að kónginum meðtöldum, gagnast lítið í þessari stöðu. Dagur Ragnarsson er með sigr- inum kominn með 2 vinninga á „Wow air-mótinu“ og er í efsta sæti ásamt Hjörvari Steini Grét- arssyni. Friðrik Ólafsson tók sér frí í tveimur fyrstu umferðunum en á að tefla við Sigurð Pál Stein- dórsson í 3. umferð. Undirritaður spurði Daða Örn Jónsson tölvufræðing, okkar mesta sérfræðing í hugbúnaðarmálum skákarinnar, um framþróun forrita og hann tók dæmið um „Dimmblá“ sem lagði Kasparov að velli vorið 1997. Þó að ofurtölva IBM, sem var með sérhannaðan vélbúnað, hafi getað reiknað 200 milljón stöð- ur á sekúndu er hún, að mati Daða, lakari „skákvél“ en „Houdini“ og „Stockfish“ sem reikna 10 sinnum færri leiki á sekúndu en vinsa strax úr vitlausu leikina og ein- beita sér að þeim betri. Gömul saga úr aðdraganda heimsmeistaraeinvígisins 1972 rifj- aðist upp. Bobby Fischer kom hingað til lands í vetrarbyrjun það ár til að kanna aðstæður og mætti á 1. umferð Reykjavíkurmótsins í febrúar 1972. Þar sem hann hallaði sér upp við súlu í kjallara Glæsi- bæjar hékk þessi staða uppi: Keene – Stein „Stein er með koltapað tafl,“ sagði Bobby við Guðmund G. Þór- arinsson, forseta SÍ, sem stóð við hlið hans. Ungur piltur sem ann- aðist sýningarborðið setti borða á sýningartaflið þar sem á stóð: jafn- tefli. „Gaf Stein?“ spurði Bobby Fisc- her en þegar Guðmundur kvað nei við gekk meistarinn úr salnum. Keene virtist líta á sovéska stór- meistara sem einhverskonar hálf- guði og tók jafnteflistilboði Stein. Eftir stóð samt spurningin: Hvað sá Bobby Fischer? Fyrir 15 árum eða svo þegar ég lét forritið „Chess Genius“ malla á þessari stöðu var ekki hægt að sanna að staða hvíts væri unnin. Um daginn skellti ég lokastöðunni aftur inn í tölvu. Nú tók „Houdini“ við. Þá var niðurstaðan allt önnur: 17. Rxc6 bxc6 18. Bd6! Be6 19. Hb7 Dxd1 20. Hxd1 Bf8 21. Be5 Hg8 22. Bf6! Bg7 23. Be7! Þessi furðulegi leikur sem varla byggist á nokkru þekktu „mynstri“ vinnur. Eftir 23. … Bf8 24. Bg5 á svartur enga haldgóða vörn gegn hótuninni. 25. Bf3. Bobby Fischer hafði rétt fyrir sér í Glæsibæ forðum, hvíta staðan er unnin. Skrítin mynstur „Houdini“ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við hjónin búum saman í Lundi í Kópavogi. Íbúðin er björt, rúmgóð og fal- leg. Maðurinn minn er 66 ára og ég er 59 ára. Börnin eru flogin úr hreiðrinu. Við höf- um búið hamingju- samlega hér í 4 ár en höfum reyndar búið alla tíð í Kópavog- inum. Hér er ég borin og barn- fædd og hér viljum við búa þar til yfir lýkur. Árið 2005 greindist ég með fylgifisk sem er leiðinda taugasjúk- dómur sem nefnist Parkinson. Fólk er misfatlað vegna þessa en sundum leikur sjúkdómurinn mann grátt. Á öðrum stund- um er hann léttbær- ari. Hann leggst á öll líffærakerfi líkamans en mikið á stoðkerf- isfrumur þannig að jafnvægið verður lé- legra. Hömlur þessar leiða til auk- innar notkunar hjálpartækja og umönnunar. Hreyfingar verða all- ar hægar og stirðar. Þannig getur viðkomandi ekki gert einfalda hluti eins og að reima skó, ganga tröppur eða athafna sig á salerni. Rithöndin verður meira að segja oft og tíðum ólæsileg. Af þessu má lesa að álag á þann aðstandanda sem býr heima er mikið. Að svara kalli frá öðrum og eiga aldrei frí er lýjandi til lengd- ar. Nú er svo komið að ég þarf hvíldarinnlögn og kom það ekki til af góðu. Við hjónin áttum nefni- lega silfurbrúðkaup og höfðum fyrir hálfu ári ákveðið að eyða af- mælinu í Kaupmannahöfn með ættingjum. Þegar á hólminn var komið var þetta of mikið umstang fyrir mig sem var nýstaðin upp úr flensu. Hins vegar var maðurinn minn frekar leiður enda var hann búinn að hlakka mikið til að fá smá frí og „öllara“. Hvað er nú til ráða? Í boði var hvíldarinnlögn á elliheimili (þar sem meðaldur er 89 ár) á tveggja manna stofu á deild fyrir heilabilaða. Mér var allri lokið eftir að hafa skoðað heimilið. Ekki var í boði skamm- tímavistun í nærveru jafningja, einungis biðpláss. Ég heyrði um daginn aðra svip- aða sögu um skort á skamm- tímavistun fyrir yngra fólk. Þar var um að ræða 22 ára stúlku sem bjó hjá foreldrum sem vildu allt fyrir hana gera. Hún þurfti mikla aðstoð við athafnir daglegs lífs og liðveislu félagslegs eðlis. Móðir hennar hafði þurft að hætta að vinna til að geta verið heima og sinnt dóttur sinni. Það var svo erf- itt að eiga við kerfið. Það kom að því að mamman var alveg að brenna út, hún var örmagna af þreytu. Hún þurfti hvíld frá stelp- unni í nokkra daga, ég tala nú ekki um vikur, til að byggja sjálfa sig upp. Í boði var elliheimilisdvöl í þriggja manna herbergi. Þar var sjúkraþjálfun í boði en mikið þar að gera. Þetta voru úrræðin, hvíldarinnlögn á yfirfullu elliheim- ili. Með vinsemd og virðingu. Hvar á ég að vera? Eftir Ósk Axelsdóttur » Skortur á húsnæði og umönnun fyrir ósjálfbjarga einstak- linga á besta aldri. Ósk Axelsdóttir Höfundur er sjúkraþjálfari með Parkinson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.