Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir gluggar, hurðir, sólskálar o.fl. Opið hús í dag kl.10-16 Kynnum allt það nýjasta sem finna má í gerð garðskála, svalalokana, hurða og glugga. Renndu við í nýja sýningarsalnum okkar Smiðsbúð 10. 30 ára reynsla Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • solskalar@solskalar.is • www.solskalar.is Kirkjuráð hefur auglýst bújörðina Skálholt til ábúðar. Ákveðið var í kirkjuráði að áframhaldandi búskap- ur yrði á jörðinni. Núverandi ábú- endur munu bregða búi fyrir næstu fardaga. „Við viljum að búskapur verði áfram á staðnum og nú er bara að bíða og sjá og fara yfir umsókn- irnar,“ segir Ragnhildur Benedikts- dóttir, framkvæmdastjóri kirkju- ráðs. „Ábúðarsamningur verður til fimm ára með möguleika á fram- lengingu að ábúðartíma loknum. Samið verður nánar um útfærslu þess í ábúðarsamningi.“ Þetta stend- ur í auglýsingunni. Greiðslumark jarðarinnar er 71.350 þúsund lítrar mjólkur og er leigt með jörðinni. Með ábúðarsamningnum fylgir starf ráðsmanns á Skálholtsstað en gerður verður sérstakur ráðning- arsamningur um það. Miðað er við að ábúð hefjist 1. júní 2014. Við val á ábúanda er m.a. litið til menntunar á sviði landbúnaðar og starfsreynslu af landbúnaði. Fyrir nokkru auglýstu Ríkiskaup, fyrir hönd kirkjuráðs íslensku þjóð- kirkjunnar, eftir tilboðum í gisti- og veitingarekstur í Skálholti. Hið leigða er Skálholtsskóli og einbýlis- húsin Sel og Rektorhús. Gert er ráð fyrir að leigutakinn hefji starfsemi sína eigi síðar en 1. júní næstkom- andi. Ekki hefur verið unnið úr til- boðum sem hafa borist. thorunn@mbl.is Búskapur áfram í Skálholti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholt Áfram verður kúabúskapur á jörðinni.  Kirkjuráð hefur auglýst bújörðina til ábúðar  Samn- ingur verður til fimm ára með möguleika á framlengingu Samninganefndir kennara og stjórn- enda Verslunarskóla Íslands skrif- uðu undir kjarasamning eftir hádegi í gær. Að sögn Óla Njáls Ingólfs- sonar, sem á sæti í samninganefnd kennara skólans, er samningurinn á sömu nótum og sá sem undirritaður var á föstudaginn í seinustu viku af samninganefndum Félags fram- haldsskóla og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Samningurinn verður kynntur og borinn undir atkvæði dagana 23.- 25. apríl nk. Ekki kemur því til verkfalls í Verslunarskólanum á fyrsta kennsludegi eftir páska, en þá hafði verkfall verið boðað ef ekki tækist að semja í tæka tíð. Skrifað undir nýjan kjarasamning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tæplega fimmtugan karlmann í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í sept- ember 2010, en maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut alvarlega augn- áverka. Ríkissaksóknari ákærði manninn í ágúst í fyrra fyrir stórfellda líkams- árás, með því að hafa í september 2010, á bifreiðastæði framan við íbúð- arhús veist með ofbeldi að öðrum manni. Ákærði sló með hafnabolta- kylfu í hliðarrúðu bifreiðar öku- mannsmegin, vitandi að maðurinn sat þar fyrir innan í ökumannssæti. Af- leiðingarnar urðu þær að rúðan möl- brotnaði og glerbrot þeyttust á manninn og í bæði augu hans. Er maðurinn steig út úr bifreiðinni í kjöl- farið, sló árásarmaðurinn með hafna- boltakylfunni í vinstri öxl hans. Af- leiðingar árásarinnar urðu þær að maðurinn hlaut um 5 mm langan skurð ofarlega á hornhimnu vinstra auga og skaddaðan augastein, og varð maðurinn blindur á vinstra auga og með 20% sjón á hægra auga. Fram kemur í dómi héraðsdóms, að það þykir sannað að maðurinn hafi veist að brotaþola með ofbeldi og slegið hann með hafnaboltakylfu í öxlina. Ekki þótti sannað að ásetn- ingur mannsins hefði staðið til þess að valda brotaþola þeim alvarlegu áverkum sem hann hlaut.Við það sé miðað að ákærði hafi valdið brotaþola tjóni af gáleysi. Dómari viðurkenndi einnig bótaskyldu ákærða vegna þess líkamstjóns sem brotaþoli varð fyrir. 12 mán- uðir fyrir líkamsárás  Fórnarlambið blindaðist í árásinni Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.