Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 Umræðan í dag, 6. apríl 2014, er mæring krónunnar og ábyrgð manna á eigin gjörðum. Sagt er af framámönnum Sjálfstæð- isflokksins að krónan hafi bjargað því sem bjargað varð eftir hrun. Mér er spurn, á hverjum bitnaði þessi björgun? Jú, við íbúar þessa lands borgum brúsann. Ég hef áður í þessum litlu greinum mínum rakið sögu krónunnar og hvernig hún hefur ítrekað frá upp- hafi fallið og gengi hennar stýrt af stjórnvöldum til að bjarga sjávar- útveginum. Krónan hefur lengst af verið í höftum. Nú er allt á uppleið samkvæmt því sem stjórnvöld segja. Er það ekki eðlilegt? Jú þegar botninum er náð liggur leiðin alltaf upp á við nema dauði komi til. Þetta er sama lögmál og hjá fíklum/alkóhólistum og ef þeir falla þá er fallið yfirleitt stærra og erfiðara við að eiga. Vegna sögu krónunnar og hag- stjórnar ríkisins í gegnum tíðina sé ég ekki hvernig við getum haldið áfram með sama gjaldmiðil og sömu hugmyndafræðina sem þjónar ein- göngu ákveðnum hópi manna og al- menningur fær að búa við lakari kjör en þeir sem búa við stöðugan gjaldmiðil. Í þættinum Mín skoðum kom fram að við berum ábyrgð á gjörð- um okkar og var það sagt um gjörð- ir okkar gagnvart lánum sem við tökum hjá bönkum eða Íbúðalána- sjóði. Er sanngjarnt að ætlast til þess að við berum ein þessa ábyrgð? Jú, auðvitað berum við ábyrgð á okkar gjörðum, en eru það okkar gjörðir að breyta forsendum fyrir þeim lánum sem við tökum? Nei, það getur ekki verið á okkar ábyrgð, við höfum ákveðnar for- sendur þegar við förum út í svona stórar fjárfestingar eins og íbúða- kaup. Við höfum því miður ekkert um það að segja hvort gengi sé fellt eða vextir hækkaðir. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við veit fólk nákvæmlega hvað það þarf að greiða af íbúðalánum sínum allt til enda. Krafan hlýtur að vera stöðugleiki gjaldmiðils og trygg hagstjórn. Við höfum því miður hvorugt í boði á meðan þessi króna er notuð og þessir stjórnarhættir eru við lýði. UNNUR ÓSK TÓMASDÓTTIR skrifstofumaður. Umræðan á sunnudegi Frá Unni Ósk Tómasdóttur Unnur Ósk Tómasdóttir Þegar Jesús var krossfestur var það fyr- irbúið af Guði til þess að opna syndugum mönnum leið til fyrir- gefningar synda sinna. Jesús vissi að hann yrði að „drekka þann bikar“ sem Faðirinn hafði boð- ið honum. Júdas Ísk- aríot varð til að svíkja Jesú. Jesús sagði í því sambandi: „Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er rit- að, en vei þeim manni, er því veldur, að mannssonurinn verður fram- seldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst“ (Mt 26:24). Svik- semi er aldrei réttlætanleg. Síðan hafa menn deilt um hvort gyðingar drápu Jesú eða þá Róm- verjar. Flestir hallast þó að því að hinn fallni andi heimsins hafi í raun verið morðinginn, sá andi ríkir enn í heiminum. Stutt er að minnast bankahrunsins og mikið deilt um það hverjum það var að kenna. Hvers vegna voru ríkisbankarnir seldir? Hvers vegna gátu eigendur þeirra tekið sér alræðisvald yfir sjóðum þeirra og voru á engan hátt gerðir ábyrgir fyrir viðskiptavinum sínum í hópi almennra borgara? Hvers vegna gátu stjórnendur gömlu bankanna ráðið fólk í eftirvinnu til að plata við- skiptavini sína til að leggja sparifé inn á vogunarsjóði sem leiddi til að fjöl- margir töpuðu ævisparnaðinum? Svona mætti áfram telja. Þótt dyr ríkisbankanna væru opnaðar og flest- öll varnartæki aftengd var þetta eng- um að kenna og enginn ábyrgur. Þetta var afgreitt sem afleiðing heimskreppu og manngildunum ráð- deild, fyrirhyggju, heiðarleika og virðingu fyrir náunganum kom þetta ekkert við. Var þarna á ferðinni andi eyðileggingar, sá sami og drap Jesú, andi hins fallna heims? Nú standa stjórnvöld frammi fyrir syndum hinnar „holdi gerðu“ heims- kreppu og lítill aur er til að bæta kjör launafólks. Auðvitað kemur ekki til greina að rugga vöggu þeirrar mann- auðshagfræði að þeir sem eru með eina eða fleiri milljónir í mánaðarlaun geti lagt eitthvað af mörkum, dekurrófurnar halda sínu. Nei, nú skal fara með kústinn í hornin og skoða hvort öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi ekki falið eitthvað undir koddanum og séu jafn- vel ekki svo haltir sem þeir hinkra. Stjórn- málamenn firra sig ábyrgð þegar illa geng- ur og skýla sér þar á bak við t.d. „andatrú“ nafnleyndar. Dæmi um hin dulrænu áhrif stjórn- stýringa má víða sjá, t.d. þær áróð- urslygar að Íslendingar vilji ekki vinna í fiski og það þurfi að viðhalda atvinnuleysi til að hægt sé að stjórna landinu sem er í raun hagfræðileg uppgjöf. Kennitöluflakkið sem stofn- ar fyrirtæki til að setja þau á hausinn með hagnaði og annað í þessum dúr. Hér áður fyrr stóðu menn og féllu með fyrirtækisrekstri sínum, en nú virðist um einhvers lags atvinnusport að ræða þar sem óábyrgir menn skekkja alla samkeppnisaðstöðu og ráðvandir menn flæmast út úr at- vinnurekstri og það undir vernd rík- isins. Reynt er að gera nefnd áróð- ursbrögð að lýðhyggju, þau eiga að leysa gildi réttlætis og sannleika af hólmi. Þarna virðist enn vera á ferð- inni andi hins fallna heims, sá sami og drap Jesú Krist. Nú skal „andavaldið“ endurmeta öryrkja. Pólitíska fóðurblandan er orðin svo dýr eftir hrunið að nú þarf að beita út á gaddinn. Það voru víst svo margir sem fóru á örorkubætur þegar íslenska ofurathafnalífið tæmdi atvinnuleysingjabúðir sumra landa og plataði fólkið til Íslands til að vinna á smánarkaupi. Tilgangurinn var að drepa niður íslenska verkalýðshreyf- ingu, sem gekk eftir. Henni er nú stjórnað, að mestu leyti, af málaliðum sem hafa engan áhuga á málefnum verkafólks og iðnaðarmanna. Margir sem þá voru tæpir til heilsu misstu störf sín og á meðan atvinnuleys- isbótatíminn entist sat þetta fólk í svitabaði niðurlægingarinnar við að skrifa atvinnuumsóknir samkvæmt kröfum húsbændanna, þjáð af höfnunartilfinningu og vanmátt- arkennd. En létt hlutastörf er hvergi að fá, þau vilja allir vinna, líka há- menntað fullfrískt fólk. Sérfræðilæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum og því matsferli sem þetta fagfólk hefur byggt upp gagn- vart örorkumati virðist ekki lengur treyst, hér þarf að flækja málin og finna „metnaðarfulla“ sparnaðar- úrlausn og hverjum er betur treyst- andi til þess að endurmeta örorku en fílhraustum verktökum í „kauphöll mannauðsins“ sem búnir eru að mennta sig frá tilfinningasemi og öðr- um veikgeðja sjónarmiðum? Ætla endurmenntendurnir að feta í fótspor Krists og segja „Ver þú heill, syndir þínar eru þér fyrirgefnar?“ og bæta jafnvel við: „Þín bíður atvinna hjá til- teknu fyrirtæki.“ Eða munu þeir starfa í anda þeirra tíma þegar nið- ursetningar voru boðnir upp og dóu úr sulti hjá húsbændunum, tróðu þeir sumir mat upp í líkin og embætt- ismenn þeirra tíma sögðu þá við lík- skoðunina: „Nóg hefur hann fengið að éta, blessaður.“ Ósjálfrátt koma svona þjóðsagnir upp í hugann þegar maður heyrir guðfeður yfirmatsins lýsa því yfir að matsgjörðin sé að sjálfsögðu gerð með hagsmuni ör- yrkjanna í huga. Vonandi er hér ekki á ferðinni andi hins fallna heims sem myrti Jesú Krist og hrópaði: „Kross- festið hann, krossfestið hann.“ Guð Biblíunnar verndi örorkuþega og blessi þá sem annast eiga velferð þeirra. Ég bið Íslendingum Guðs frið- ar. Nóg hefur hann fengið að éta, blessaður Eftir Ársæl Þórðarson »Hvers vegna voru ríkisbankarnir seldir? Hvers vegna gátu eigendur þeirra tekið sér alræðisvald yfir sjóðum þeirra og voru á engan hátt gerðir ábyrgir fyrir viðskipta- vinum sínum í hópi almennra borgara? Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið Pepsí-deild karla í knattspyrnu 2.maí. Farið verður um víðan völl og fróðlegar upplýsingar um liðin sem leika sumarið 2014. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2014 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali TIL LEIGU VIÐ HAGAMEL Mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð, ca. 80m² til langtíma-leigu. Íbúðin er laus strax. Leiguverð kr.172.000.- pr/mán. ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Áhugasamir hafi samband: arsalir@arsalir.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.