Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 1
Skipti umskoðun BORGARLEIKHÚSST Ó Enginn vildist l NNUDAGUR GENGIÐUM GÖTURLUNDÚNA 42 HANGEND YLDAN 16 FERÐALÖG 20 KA ERTI ERA PRÍL 2014 TÍSKUFÖT MEÐ FYRIRTÆKI SÍNU MODA OPERANDI. GIR FRAMTÍÐ VERSLUNAR VERA Á NETINU 48 MEÐ HÁ HÚN SE * UMBYLTITÍSKUHEIMINUM HRÁEFNIÁ GRILLIÐ U OOL-Á JÖLSK 13. A S TÍSKA ÁTÍS EGG LDSK UR 50 SPENNA OG SÉRVISKA Hvernig væri aðp óf BALLETT ER LÍKAFYRIR STRÁKA L A U G A R D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  87. tölublað  102. árgangur  JÁKVÆÐNIN MIKILVÆG HJÁ HLÍF Í 105 ÁR VICTOR WAINWRIGHT AÐALGESTUR BLÚSHÁTÍÐ 46TÍMAMÓT 6 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Viðbúið er að flugfargjöld innan- lands og milli landa hækki talsvert verði Reykjavíkurflugvelli lokað. Flugfélagið Ernir áætlar að hækka þurfi fargjöld um 40% verði Keflavíkurflugvöllur eini flugvöllur- inn á suðvesturhorni landsins. Ástæðan er m.a. sú að fækka þarf sætum í flugvélum félagsins til að þær beri nóg varaeldsneyti svo þær nái til varaflugvalla á Norður- eða Austurlandi. Flugleiðirnar munu lengjast og flugferðum mun fækka vegna minni sveigjanleika til athug- ana á flugi. Nýting starfsmanna versnar og eldsneyti úti á landi er um fjórðungi dýrara en á Keflavík- urflugvelli. Icelandair hefur reiknað út kostn- að félagsins af því að missa Reykja- víkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavík. Áætlað er að á árunum 2015-2019, miðað við 10% aukningu flugs á ári, bætist við eldsneytis- kostnaður upp á tæpar 468 milljónir. Tekjutap vegna þyngdar varaelds- neytis verður um 457 milljónir og kolefniskostnaður hækkar um 11 milljónir vegna kolefnislosunar. Þá er viðbúið að þotur Icelandair á lengstu flugleiðunum, t.d. frá vest- urhluta N-Ameríku, þurfi að milli- lenda á leiðinni til að taka eldsneyti svo þær hafi nóg varaeldsneyti til að ná á varaflugvelli sem liggja fjær Keflavík en Reykjavíkurflugvöllur. Það lengir flugið um klukkustund með tilheyrandi kostnaði af lending- unni. Falli Reykjavík út sem varaflug- taksvöllur Keflavíkur getur það valdið því að tafir verði á brottför flugvéla í slæmu skyggni. MMikilvægur hlekkur flugsins »16 Fargjöld munu hækka  Verði Reykjavíkurflugvelli lokað er viðbúið að flugfargjöld innanlands og milli landa muni hækka  Reykjavík er mikið notuð sem varaflugvöllur fyrir Keflavík Morgunblaðið/RAX Flugvöllurinn Samgöngumiðstöð. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Ís- lands vöruðu ítrekað við alvarlegri stöðu Sparisjóðsins í Keflavík frá og með ársbyrjun 2009 og þar til ríkið tók hann yfir í apríl 2010. Við yfir- tökuna varð til nýr sjóður, SpKef. Fram kom í greiningu þessara aðila að sparisjóðurinn uppfyllti ekki regl- ur um lögbundið eigið fé. Þrátt fyrir það var gerð tilraun til að endurreisa hann. Það bar ekki ár- angur. SpKef átti sér ekki lífsvon og rann því inn í Landsbankann 2011. Um þetta er fjallað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina en þar er rifjað upp að Mats Josefsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, taldi mistök við endurskipulagningu sjóðsins geta leitt til „sóunar á almannafé“. „Getgátur“ um lítið eigið fé Rannsóknarnefndin ræddi við Steingrím J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, um ákvörðunina að baki endurreisn sjóðsins. Sagði hann við það tilefni að þegar sjóðurinn var tekinn yfir „hafi verið uppi getgátur um að eigið fé væri orðið lítið sem ekkert“. Höfðu ráðu- neyti hans þá borist ítrekaðar aðvar- anir vegna sjóðsins. Kostnaður ríkis vegna hans er 25 milljarðar, að mati Ríkisendurskoðunar. »20-21 og 4 Ítrekað varað við tapi Erfiðleikar Tilraunir til að bjarga Sparisjóðnum í Keflavík mistókust.  Samt var reynt að bjarga sparisjóðnum Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hóf Íslandsmeistaramótið í sundi í Laugardalslauginni í gær á því að slá eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur kom heim frá Bandaríkjunum í vikunni eftir góða frammistöðu í úrslita- keppni háskólameistaramótsins þar á dögun- um og vann tvenn gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi. » Íþróttir Morgunblaðið/Styrmir Kári Hrafnhildur setti Íslandsmet í fyrstu greininni Lára Björg Björnsdóttir, aðstand- andi Liverpool-aðdáanda, kallar í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins eftir skilningi og stuðningi sér og öðrum sem eru í sömu spor- um til handa. „Við erum afskiptur hópur í samfélaginu og höfum geng- ið gegnum miklar raunir með okkar skjólstæðingum.“ Gott gengi þessa fornfræga enska knattspyrnufélags undanfarnar vik- ur hefur kallað gríðarlegt álag yfir fjölmörg heimili landsins. Ekki mun draga úr álaginu í bráð enda meistaratitillinn í sjónmáli í fyrsta skipti í 24 ár. „Ef eitthvað er verður álagið meira á okkur að- standendur en stuðningsmennina sjálfa,“ segir Lára Björg en bóndi hennar, Tryggvi Tryggvason, er eld- heitur áhangandi Liverpool. „Við að- standendur höfum ekki eins mikinn áhuga á þessum lífsstíl en þurfum samt að sýna stuðning. Við þurfum að hlusta. Við þurfum að skilja. Og við þurfum að taka þátt í þessu öllu.“ Álag fylgir Liverpool-aðdáun Eldheit Lára Björg og Tryggvi ásamt syni þeirra, Ólafi Benedikt.  Ef spár ganga eftir verða nær 50% fólks á Íslandi á eftirlaunaaldri á Ís- landi árið 2060 en þetta hlutfall er um 20% í dag. Af þeim sökum verður að hækka eftirlaunaaldur á Íslandi að mati Maríasar Halldórs Gests- sonar hjá Hagfræðistofnun, sem flutti fyrirlesturinn „Langlífi og eft- irlaunaaldur – hvað segir hag- fræðin?“ í Háskóla Íslands í gær. Aukið langlífi á Íslandi mun leggja auknar byrðar á rekstur líf- eyriskerfisins. Í fyrirlestrinum fjallaði Marías um það hvernig æski- legt væri að bregðast við þessari þróun. „Það verða hlut- fallslega færri sem greiða til lífeyrissjóðs- kerfisins og hlutfallslega fleiri sem fá borgað úr því. Þá er spurn- ingin hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Marías. »4 Stefnir í að hlutfall Íslendinga á eftir- launaaldri verði nærri 50% árið 2060 Eldri borgarar 20% eru 65 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.