Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014FRÉTTIR Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR HRÁOLÍA ($/fat) ÁL ($/tonn) N1 -5,7% 16,5 Icelandair Group +2,3% 17,75 S&P 500 +1,7% 1.910,2 NASDAQ +3,4% 4.228,5 FTSE 100 +0,6% 6.844,6 NIKKEI 225 +4% 14.670,95 28. 11. ‘13 27. 11. ‘1327. 5. ‘14 28. 5. ‘14 0,001.650 0,101.900 0,0871 0,0486 1.754 1.845 Eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðaráss fjárfest- ingabanki, skoðar það nú að stefna Seðlabanka Íslands vegna ágrein- ings um greiðslur af breytanlegum skuldabréfum ALMC að andvirði 591 milljón evra, jafnvirði 91 millj- arðs króna. Talsverð óvissa hefur ríkt um endurgreiðslur til kröfuhafa ALMC en Seðlabankinn hefur haft skilmála bréfanna til skoðunar í meira en ár í tengslum við breyt- ingar á lögum um gjaldeyrismál. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ALMC fengið Reimar Pétursson sem lögmann félagsins gagnvart Seðlabankanum. Reimar upplýsti fyrir skemmstu fjármála- og forsætisráðuneytið um störf sín fyrir ALMC en Reimar var einn af sex sérfræðingum sem ríkisstjórnin fékk til ráðgjafar síðastliðið haust til að leggja mat á stöðu þjóðarbúsins og koma með tillögur að leiðum við af- nám fjármagnshafta. Óttar Pálsson, stjórnarmaður ALMC og hæstaréttarlögmaður hjá Logos, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur ákvörðun Reimars um að taka að sér lögmannsstörf fyr- ir ALMC gegn Seðlabankanum vak- ið hörð viðbrögð hjá ýmsum í stjórn- kerfinu. Benda sumir á að upp gætu komið alvarlegir hagsmunaárekstrar enda hafi Reimar í starfi sínu fyrir ráðgjafanefndina um afnám hafta fengið afhent viðkvæm gögn og upp- lýsingar frá Seðlabankanum. Líkt og Morgunblaðið greindi frá þann 24. apríl sl. var talið afar líklegt að Reimar yrði á meðal þeirra sem stjórnvöld áforma að skipa í sérstaka framkvæmdastjórn um afnám fjár- magnshafta sem tekur til starfa á næstunni. Að sögn heimildarmanna þykir nú ljóst að vegna starfa sinna fyrir ALMC séu engar líkur á því að Reimar verði skipaður í þann hóp. Samningsbundin afborgun? Ágreiningur ALMC og Seðla- banka Íslands á sér langan aðdrag- anda. Seðlabankinn tók skilmála skuldabréfanna til skoðunar í kjölfar þess að erlend millifærsla ALMC að fjárhæð tíu milljónir evra var stöðv- uð í lok nóvember 2012. ALMC hugðist þá greiða kröfuhöfum á grundvelli ákvæðis um fyrirfram- greiðslu skulda, svokallað fjársóps- ákvæði (e. cash sweep), í 170 milljóna evra lánasamningi við Deutsche Bank. Seðlabankinn taldi fram- kvæmd gjaldeyrisviðskiptanna hins vegar ekki vera í samræmi við und- anþáguheimildir. ALMC þurfti að vinda ofan af fyrri viðskiptum sínum – skipta 25,6 millj- ónum evra í krónur – og endursemja um skilmála samningsins áður en fé- lagið gat á ný hafið greiðslur inn á lántökuna sem var á gjalddaga hinn 14. mars síðastliðinn. Eftirstöðvar lánsins voru um 1 milljón evra í árs- lok 2013 en ársfjórðungslegar endur- greiðslur af breytanlegu skuldabréf- unum áttu að hefjast nú þegar sá lánasamningur er greiddur upp. Að óbreyttu eru skuldabréfin á gjald- daga í árslok 2014 en með samþykki tveggja þriðju kröfuhafa er hægt að framlengja hann um tvö ár. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lýtur endurskoðun Seðla- bankans á upphaflegum skilmálum skuldabréfa ALMC einkum að því að tryggja að stjórnendur félagsins geti ekki aftur leikið þann leik að hraða gjaldeyrisgreiðslum til kröfuhafa á grundvelli fjársópsákvæðis um fyr- irframgreiðslu skulda – líkt og um samningsbundna afborgun af skuldabréfum sé að ræða. Í lögum um gjaldeyrismál er skýrt kveðið á um að slíkt ákvæði geti aldrei mynd- að greiðsluskyldu til kröfuhafa. Við breytingar á gjaldeyrislögum í mars 2013 var hugtakið skýrt enn nánar til að taka af allan vafa í þeim efnum og jafnframt sett inn ákvæði um að allar fjármagnshreyfingar á grundvelli fyrirframgreiðslu skulda þyrftu að hljóta staðfestingu Seðlabankans áður en þær eru framkvæmdar. Greiðslufall ekki útilokað Þótt málið sé flókið þá undirstrika heimildarmenn Morgunblaðsins að mikið sé undir í ágreiningi sem er á milli Seðlabankans og ALMC. Ef ákvæðið í skuldabréfunum yrði túlk- að á þann hátt sem ALMC sækist eftir, myndi það þýða að félagið gæti umbreytt eignum sínum í reiðufé sem yrði undanþegið höftum og hægt að greiða út nánast jafn óðum í gjaldeyri til kröfuhafa. Slík fram- kvæmd gjaldeyrisviðskipta gæti skapað óheppilegt fordæmi í tengslum við áform föllnu bankanna, sem stefna að því að ljúka uppgjöri með nauðasamningi eins og ALMC gerði haustið 2010. Ekki er útilokað að afstaða Seðla- bankans valdi því að greiðslufall verði á um 600 milljóna evra skulda- bréfum ALMC. Hefur ALMC komið slíkum áhyggjum á framfæri við Seðlabankann. Eignir ALMC nema 624 milljónum og um fjórðungur er reiðufé. ALMC er móðurfélag Straums fjárfestingabanka og fer með 67% eignarhlut. Hluthafar ALMC eru al- þjóðlegir fjárfestingasjóðir og þar á meðal er vogunarsjóður í eigu bandaríska sjóðsstýringarfyrirtæk- isins Davidson Kempner, sem á jafn- framt kröfur á slitabú Glitnis, Kaup- þings og gamla Landsbankann. Hörður Ægisson hordur@mbl.is ALMC hefur fengið Reimar Pétursson sem lögmann félagsins vegna ágreinings við Seðlabankann um gjaldeyrisgreiðslur af 90 milljarða skuldabréfum. Morgunblaðið/Júlíus ALMC óttast að afstaða Seðlabanka Íslands geti valdið því að greiðslufall verði á skuldabréfum að fjárhæð tæplega 600 milljónir evra. Óttar Pálsson Reimar Pétursson ALMC skoðar að stefna SÍ FYRIRTÆKI Hætt hefur verið við sölu á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands, betur þekkt sem Olís, en félagið hafði verið í söluferli frá því síðast- liðið haust. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bárust fjögur kauptilboð í Olís en ákveðið var að hafna þeim öllum. Það var Arctica Finance sem sá um söluráðgjöf fyrir eigendur félagsins. Hluthafar Olís eru Einar Bene- diktsson, forstjóri, sem á 12,5% hlut í félaginu líkt og Gísli Baldur Garð- arsson. Samherji og Fisk-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, eiga hvort um sig 37,5% hlut sem þau keyptu samhliða fjárhagslegri end- urskipulagningu Olís á árinu 2012. Einar greindi frá því í síðustu viku að hann myndi láta af störfum í haust eftir 22 ára starf. hordur@mbl.is Fjögur tilboð bárust í Olís STAFRÆN PRENTUN! Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum á byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhús við Tryggvagötu 13, á milli Grófarhúss og Hafnarhvols. Á lóðinni, sem er um 842 m að stærð, er heimilt samkvæmt deiliskipulagi að reisa 6 hæða hús allt að 5.240 m að fyrir íbúðir, þjónustu, skrifstofur eða annan atvinnurekstur. Tilboðum skal skilað á sérstöku tilboðsblaði fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 25. júní 2014 í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14. Tilboð verða opnuð á skrifstofu innkaupadeildar, Borgartúni 12-14, kl. 10.00 þann 26. júní 2014. Útboðs- og úthlutunarskilmálar, tilboðsblað og nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/lodir-tryggvagata13 Tryggvagata 13 - lóð Byggingarréttur til sölu www.reykjavik.is/lodir Hugmyndasamkeppni verður um útlit hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.