Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 6

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 6
Gjaldþrotum fækkar en nýskráningum fjölgar EFNAHAGSMÁL Gjaldþrot fyrirtækja síðustu tólf mánuði hafa dregist saman um 17% samanborið við tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma hefur nýskráningum einkahlutafélaga hins vegar fjölgað um 7% en alls voru nýskráningar 1.956 talsins. Flest félög voru stofnuð í fjár- mála- og vátryggingarstarfsemi, eða 322 talsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Samtals voru 879 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta, flest í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð, eða 167 talsins. Morgunblaðið/Þorvaldur Flest gjaldþrot í mannvirkjagerð. 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014FRÉTTIR Félag í eigu Róberts Guðfinnssonar, sem stendur fyrir viðamikilli upp- byggingu á Siglufirði, kom með 473 milljónir króna í gegnum fjárfest- ingarleið Seðlabankans í maí. Fyrirtækið heitir Staðarhóll. Róbert segir að fjármagnið fari í að byggja Hótel Sunnu á Siglufirði. Og lætur þess getið að það væri „mjög ólík- legt“ að hann hefði ráðist í þessa miklu uppbyggingu á Siglufirði ef ekki væri fyrir fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með erlendan gjaldeyri til landsins, skipti honum í krónur og fjárfesti hér til lengri tíma, en gulrótin fyrir fjármagnseigendur er að krónurnar eru um 20% ódýrari en ef þær hefðu verið keyptar með hefðbundnum hætti. 1,4 milljarða hótel „Hótelið mun kosta 1.400 milljónir króna,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Uppbyggingin sé fjár- mögnuð jafnóðum, áður hafi verið sótt fjármagn í framkvæmdirnar og það eigi eftir að sækja meira fé. Hann vill ekki gefa upp hve miklu fjármagni hafi verið varið í uppbygg- ingu hótelsins nú þegar, en segir að verkefnið sé fjármagnað með hlutafé og lánsfé frá móðurfyrirtækinu. „Þetta er fjármagnað innan sam- stæðunnar,“ segir Róbert. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að það verði 68 herbergi hjá Hótel Sunnu og stefnt sé að því að það verði opnað í maí á næsta ári. Róbert og félagar hans hafa staðið fyrir umfangsmiklum umbótum á Siglufirði. Undir merkjum félagsins Rauðku hafa byggingar á hafnar- svæðinu verið endurbyggðar. Þar eru nú veitinga- og matsölustaðirnir Hannes boy, Kaffi Rauðka og Bláa húsið. Róbert er jafnframt í forystu fyrir líftæknifyrirtækinu Genis sem er með starfsemi á Siglufirði og í Reykjavík. Fjárfestingarleiðin lykillinn Róbert segir að fjárfestingarleið Seðlabankans geri það að verkum að hægt sé ráðast í uppbyggingu á borð við þá sem hann er í. Með henni sé hægt að gera minni ávöxtunarkröfu vegna þess að hann fái fleiri krónur fyrir dollara en annars. Hann segir að það sé „mjög ólíklegt“ að það hefði verið ráðist í þessa miklu upp- byggingu á Siglufirði ef ekki væri fyrir fjárfestingarleiðina. Hann seg- ir að í gegnum fjárfestingarleiðina hafi einnig runnið 300 milljónir í sjálfseignarfélag sem haldi utan um skíðasvæði og golfvöll. Róbert nefnir að sumir hafi gagn- rýnt að fjárfestar sem fóru fjárfest- ingarleiðina séu að keppa við aðra á markaði. En hann bendir á að á Siglufirði „höfum við ekki verið að keppa við neinn“ um fjárfestingar. „Það er alveg ljóst í mínu tilfelli að fjárfestingarleiðin hefur gefið tæki- færi til að fara mýkri leiðir í fjárfest- ingum,“ segir hann og útskýrir að það þýði, að hann þurfi þá ekki að gera jafn mikla arðsemiskröfu. Róbert með 500 milljónir í gegnum fjárfestingarleiðina Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Róbert Guðfinnsson hefur staðið fyrir viðamikilli upp- byggingu á Siglufirði. Það sé „mjög ólíklegt“ að hann hefði ráðist í þessa upp- byggingu ef ekki væri fyrir fjárfestingarleiðina. Morgunblaðið/Ómar Róbert Guðfinnsson hefur til að mynda staðið fyrir því að gæða byggingar í miðbæ Siglufjarðar nýju lífi. BANKAR Hrein ný útlán til heimila og fyr- irtækja að frádregnum upp- greiðslum og umframgreiðslum námu 40,4 milljörðum króna í apr- ílmánuði. Það er um helmingi hærri fjárhæð en á öllum fyrsta fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands um út- lán í bankakerfinu. Það vekur eft- irtekt að gengistryggð lán voru tæp- lega helmingur hreinna nýrra útlána, eða 17,7 milljarðar í apríl. Samtals námu ný útlán í mán- uðinum 159,8 milljörðum króna sem er ríflega 50 milljarða króna aukning frá marsmánuði. Verðtryggð lán voru 36 milljarðar, óverðtryggð lán 71,8 milljarðar, gengisbundin lán 47 milljarðar og eignarleigusamningar 5 milljarðar. Sé aðeins litið til heimila þá voru ný útlán um 13,5 milljarðar. Ef tekið er tillit til upp- og umframgreiðslna þá námu útlánin 4,2 milljörðum, þar af 2,5 milljarðar í óverðtryggðum lánum. Ný lán 160 milljarðar Morgunblaðið/Golli Hrein ný útlán til fyrirtækja í apríl námu 36 milljörðum króna. EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maímánuði hækkaði um 0,07% frá fyrra mánuði. Tólf mánaða verðbólga mælist því 2,4% en var 2,3% í apríl. Þetta kemur fram í nýjum hag- tölum frá Hagstofu Íslands. Án hús- næðis lækkaði vísitala neysluverðs um 0,08%. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan án húsnæðis hækkað um 1,1%. Flugfargjöld höfðu mest áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs í maí- mánuði en þau lækkuðu um 8,1%. Kostnaður vegna búsetu í eigin hús- næði hækkaði hins vegar um 0,9%. Verðbólgan eykst lítillega í maímánuði Morgunblaðið/Ernir Flugfargjöld lækkuðu um 8,1% í maí frá fyrra mánuði að mati Hagstofu. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: TIL LEIGU Laugavegur 77, 101 Reykjavík Verðmætageymslur fyrir skjöl, listmuni eða gagnaver Til leigu 284 fm. rými með þremur rammgerðum og rúmgóð- um hvelfingum. Hýsti áður bankahólf og listaverkasafn Landsbankans. Gott aðgengi bæði frá bílastæði norðan megin og í gegnum aðgangsstýrða lyftu úr anddyri hússins. Ágæt aðstaða fyrir starfsmenn. Hentar prýðilega sem listaverka- og skjalageymsla. Gæti verið aðstaða fyrir gagnaver þar sem tveir ljósleiðarar eru inn í húsið og ágætar rafmagnstengingar. Húsið er að öðru leyti fullútleigt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.