Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014SJÁVARÚTVEGUR
J
A
N
Ú
A
R
Kynntu þér kosti Flotaleigunnar og fáðu allar nánari upplýsingar á lysing.is
Lýsing hf. Ármúla 1 108 Reykjavík Sími 540 1500 lysing.is lysing@lysing.is
Viltu skipta um gír
á markaðnum?
Með Flotaleigu Lýsingar geturðu lágmarkað
kostnað við rekstur bílaflota fyrirtækisins
Bílafloti er stór kostnaðarliður í rekstri margra íslenskra fyrirtækja. Flotaleiga
Lýsingar er nýr kostur ámarkaðnum sem gerir fyrirtækjum kleift að leigja
bílaflota í stað þess að kaupa. Þannig má auka hagkvæmni, halda ófyrirséðum
kostnaði í algjöru lágmarki og gera allar fjárhagsáætlanir fyrirtækisins áreiðanlegri.
KLASASAMSTARF
Stækkun skrifstofurýmis Húss
Sjávarklasans, sem tekið var í notk-
un í janúar, er nú fullnýtt. Í húsinu
starfa tæplega 40 fyrirtæki af mörg-
um stærðum og gerðum. Eva Rún
Michelsen, framkvæmdastjóri Húss
Sjávarklasans, segir í tilkynningu að
útleiga sé komin vel á veg í þriðja
stækkunarfasanum, en hann verður
tekinn í notkun í október.
Hús Sjávar-
klasans stækkar
í október
Þorski landað á Íslandi
2013 2014
Heimild: Marko Partners
Vika 1 Vika 21
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
107.209
1.821
109.099
709
Þorski landað í Noregi
2013 2014
Heimild: Marko Partners
Vika 3 Vika 20
350.000
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
278.695
31.743
305.690
21.485
Verðhækkanir á ufsa og ýsu í Noregi
gætu gefið vísbendingar um hækk-
anir á íslenskum fiski á næstunni, að
sögn Jóns Þránd-
ar Stefánssonar,
forstöðumanns
greiningardeildar
Markó Partners.
Norsku fisksölu-
samtökin
Råfisklaget
hækkuðu lág-
marksverð á ufsa
og ýsu um 4-8%
þann 5. maí en lágmarksverð á þorski
var óbreytt.
Jón Þrándur segir að lágmarks-
verð á Íslandi og í Noregi sé ekki
ákvarðað með sama hætti. Munurinn
felist í því að verðlagsstofuverð á Ís-
landi sé verð sem notað er í uppgjöri
á aflahlut sjómanna í beinum við-
skiptum og sé í raun einhvers konar
samningur á milli útgerðarmanna og
sjómanna um hvert verðið eigi að
vera við ákvörðun á kaupum og kjör-
um. Aftur á móti sé norska verðið lág-
marksverð á markaði. Í Noregi sé út-
gerð og fiskvinnsla aðskilinn rekstur,
en sú starfsemi sé á sömu hendi hjá
stærstu íslensku útgerðunum.
Noregur atkvæðamikill
Hann segir að verðið í Noregi geti
haft áhrif á heimsmarkaðsverð vegna
þess að um sé að ræða eina um-
svifamestu fiskveiðiþjóð í heimi. Þar sé
landað um þriðjungi af öllum þorski í
heiminum. Samanlagt ráða Rússar og
Norðmenn yfir næstum 70% af kvót-
anum. Íslenskur þorskkvóti sé um
40% af hinum norska. Auk þess sé
norski ýsukvótinn næstum þrisvar
sinnum meiri en hinn íslenski.
Jón Þrándur segir að markaðurinn
sé alla jafna fljótur að bregðast við
lækkunum hjá norsku sölusamtök-
unum. „En hann er ef til vill ekki jafn
snöggur að hækka verð og samtökin.
Samt sem áður er fylgni á milli lág-
marksverðs hjá Råfisklaget og
heimsmarkaðsverðs,“ segir Jón
Þrándur.
Seinni hluta ársins 2012 ákváðu
samtökin að lækka verðið um 25%
eftir mikla framboðsaukningu í Bar-
entshafi. Það hratt af stað verðlækk-
unum, sem náðu meðal annars til ís-
lensks þrosks.
Verð á þroski hefur verið lágt frá
síðari hluta 2012 og lengst af á árinu
2013. Nú virðist markaðurinn vera að
„hressast“ og nú horfir svo við „að við
gætum farið að sjá fram á einhverjar
verðhækkanir“.
Norsku sölusamtökin Råfisklaget
hafa samkvæmt lögum, að grunni til
frá 1938, einkarétt á að selja fisk sem
landað er á því svæði í Noregi þar
sem fiski er einna helst landað. Þau
ákvarða því að miklu leyti verðið þar í
landi.
Markó Partners veitir fjármála-
ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja og
gefur út með reglulegu millibili Sea-
food Intelligence Report sem inni-
heldur greiningu á ýmsu er varðar
framboð og eftirspurn á hvítfiski.
Hækkanir á lágmarks fiskverði
í Noregi gætu siglt til Íslands
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fylgni er á milli lágmarks-
verðs á fiski hjá norsku
sölusamtökunum
Råfisklaget og heims-
markaðsverðs, segir sér-
fræðingur.
Morgunblaðið/Ómar
Hugmyndafræðin um lágmarksverð á fiski í Noregi og á Íslandi er ekki sú
sama. Á Íslandi er það notað við uppgjör á aflahlut sjómanna.
Lágmarksverð á fiski
í Noregi
Lágmarksverð fyrir ýsu
í norskum krónum
Línuv. ýsa yfir 0,8 kg 11,5 4%
Togarav. ýsa yfir 0,8 kg 9,25 5%
Undir 0,8 kg 6,5 8%
Lágmarksverð fyrir ufsa
í norskum krónum
Yfir 2,3 kg 9,5 5%
Á milli 1,2 - 2,3 kg 8 6%
Undir 1,2 kg 6 8%
Jón Þrándur
Stefánsson
ÞRÓUN KORTLÖGÐ
SKIPAHÖNNUN
Skipaverkfræðistofan Navis hef-
ur samið við franska útgerð um
hönnun á rúmlega 100 metra frysti-
togara. Þetta er líklega í fyrsta
skipti sem íslenskir skipahönnuðir
koma að svo stóru erlendu verkefni
frá byrjunarstigi
„Verkefnið er nokkuð umfangs-
mikið á íslenskan mælikvarða,“ seg-
ir Hjörtur Emilsson, framkvæmda-
stjóri Navis, í tilkynningu og nefnir
að rúmlega helmingur fyrirtækisins
sé nú helgaður þessu tiltekna verk-
efni.
Navis sér um fyrirkomulagsteikn-
ingar á skipinu, kerfisteikningar,
klassateikningar og stálteikningar.
Þar að auki er franska útgerðin í
viðræðum við íslensk fyrirtæki um
smíði vinnslubúnaðar í skipinu.
Navis er stærsta skipahönnunar-
og ráðgjafarfyrirtæki landsins, en
þar starfa ellefu tækni- og verk-
fræðingar. Fyrirtækið var stofnað
árið 2003, en stærstur hluti tekna
kemur frá útlöndum.
„Þetta er mjög sérhæft skip og
krefst því mikillar hönnunarvinnu.
Skipið verður gert út frá Frakk-
landi af útgerð sem tengist Sam-
herja, en það verður helming ársins
að vinna surimi úr kolmunna og
hinn helminginn að vinna flök út
bolfiski,“ segir Hjörtur. Hann segir
að verkefni sem þetta sé mikilvæg
hliðarafurð erlendra umsvifa ís-
lensku útgerðarfyrirtækjanna.
Íslensk tæknifyrirtæki á sviði
sjávarútvegs hafa vaxið um 10-15%
á ári síðastliðin ár, samkvæmt
greiningum Íslenska sjávarklasans.
Samanlögð ársvelta þeirra nemur
um 70 milljörðum króna um þessar
mundir.
Hanna 100 metra
franskan frystitogara
Ljósmyndari/Lárus Karl Ingason
Hjá Navis, stærsta skipahönnunarfyrirtæki landsins, starfa ellefu tækni- og
verkfræðingar. Helmingur fyrirtækisins sinnir verkefninu í Frakklandi.