Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 12
Byltingarkennd lækkun á farsímakostnaði í USA og Kanada Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 99% lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun hagstæðara verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis 990 kr. daggjald. Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414. Vodafone Góð samskipti bæta lífið reynt að halda því fram að við höfum fengið félagið nánast gef- ins“. Hún bendir meðal annars á í því samhengi að Skeljungur hafi þurft að taka á sig umtalsvert meiri skuldir en um var samið vegna þess að Íslandsbanki taldi lóðir í Örfirisey, þar sem olíu- tankar Skeljungs standa, ekki lengur vera „söluvænlega“ eign. Í tölvupóstsamskiptum Svanhildar og starfsmanns fyr- irtækjaráðgjafar bankans þann 11. febrúar 2009, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum, segir hún að „verið [sé] að setja meiri skuldir á okkur þar sem þið verðmetið Örfirisey lægri í dag en þegar þið gerðuð samninginn. Mér finnst frekar ósanngjarnt að það eigi allt að lenda á okkur.“ Starfsmaður Íslandsbanka svarar því til að hann geti „ekki bent á margt í viðskiptum með eign- arhald Skeljungs síðastliðið 1,5 ár sem ég tel sanngjarnt. Þetta kann að hljóma kaldlynt, en þannig er það í dag að bankakerfið á Íslandi er ekki sanngjarnt.“ Þáttaskil með ráðningu Einars Með ráðningunni á Einar Erni, nokkrum mánuðum síðar, urðu hins vegar þáttaskil í samskiptum þeirra við Íslandsbanka, að sögn Svanhildar. Hún lýsir aðdraganda ráðningarinnar þannig: „Á þessum tíma sátu tveir fulltrúar Íslandsbanka í stjórn Skelj- ungs, Ríkharð Ottó Ríkharðsson og Hörður Felix Harðarson, og þar var rætt um áform okkar að vilja ráða nýjan forstjóra til félagsins. Nafn Einars kom þó aldrei þar til umræðu – og við leit- uðum til annarra aðila til að byrja með um að taka að sér starfið. Í aprílmánuði sendi ég því tölvupóst til Einars, á persónulegt netfang hans, þar sem opnað er á þennan möguleika í fyrsta skipti og settar fram hugmyndir að launakjörum. Strax morg- uninn eftir, áður en hann hefur haft færi á því að svara tölvupóst- inum, er hann kallaður inn á skrifstofu Birnu Einarsdóttur bankastjóra þar sem hún segist hafa haft af þessu spurnir – en á þessum tíma höfðu þetta aðeins verið samskipti okkar á milli í tölvupósti og engin ákvörðun verið tekin um að ráða hann sem forstjóra.“ Í kjölfarið er Einari umsvifalaust sagt upp störfum og hefur Íslandsbanki sagt ástæðuna vera „trúnaðarbrest“. Með sölu á olíufélaginu Skeljungi í upphafi þessa árs lauk fimm ára eignarhaldi hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á félaginu. Óhætt er að segja að kaup þeirra á Skeljungi af Glitni – og síðar Íslandsbanka – séu ein umtöluðustu viðskipti eftirhrunsáranna. Ráðning Einars Arnar Ólafssonar sem forstjóra Skeljungs í maí 2009 átti eftir að hafa mikil eftirmál fyrir öll samskipti eigenda Skeljungs við Ís- landsbanka en hann hafði sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráð- gjafar bankans haft umsjón með söluferli félagsins sumarið áður. „Frá þeirri stundu ákvað Íslandsbanki að við yrðum óvinir við- skiptabankans okkar,“ segir Svanhildur. Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið segja þau frá þeim átökum sem áttu sér stað bak- við tjöldin – en sem viðskiptabanki Skeljungs og veðhafi í félag- inu vegna seljendaláns sem bankinn veitti hjónunum við kaupin í ágúst 2008 var Íslandsbanki með talsverð ítök í Skeljungi. Þótt fyrir liggi að þau hafi hagnast umtalsvert á nýafstaðinni sölu Skeljungs, þau segjast „mjög sátt“ en vilja ekki nefna neinar upphæðir, þá rifja þau upp að staða þess hafi verið allt annað en góð þegar þau keyptu 51% hlut fyrir um þrjá milljarða. „Þegar við fáum félagið afhent í ársbyrjun 2009 er það með um 10 millj- örðum hærri nettó vaxtaberandi skuldir á bakinu heldur en um var samið. Það er engum blöðum um það að fletta að Skeljungur var í raun gjaldþrota á þessum tíma,“ segir Svanhildur. „Bankakerfið ekki sanngjarnt“ Í framhaldinu taka við um níu mánuðir þar sem eigendur Skeljungs eiga í viðræðum við Íslandsbanka um að skuldirnar verði lækkaðar til samræmis við kaupsamkomulagið við Glitni. Það gengur ekki eftir. „Við höldum því fram að það sé ekki búið að afhenda okkur fyrirtækið eins og um hafði verið samið. Bank- inn viðurkennir það að hluta til – nettóskuldirnar verða að lokum 5 milljörðum hærri – en stendur fast á því að hann muni ekki ganga alla leið. Værum við ósátt við það þá sagði bankinn okkur að fara í málaferli,“ segir Guðmundur. Svanhildur nefnir sérstaklega að í „öllu þessu ferli hafi enginn „Urðum óvinir viðskipta- bankans okkar“ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eftir fimm ára eignarhald seldu hjónin Svanhildur og Guðmundur Skeljung og hleypur hagnaður þeirra af einum umtöluðustu viðskiptum síðustu ára á milljörðum. Í viðtali við Morgunblaðið segja þau frá „fjandsamlegum“ samskiptum við Íslandsbanka þar sem reynt var að fá þau til að gang- ast undir samkomulag um að „leppa“ hlut bankans í Skeljungi – og um leið brjóta samkeppnislög. Með ráðningu á Einar Erni sem forstjóra Skeljungs segja hjónin Guðmundur og Svanhildur að umskipti hafi orðið í öllum samskiptum þeirra við Íslandsbanka. 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.