Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014FRÉTTIR Hætta er á að neikvæð víxlverkun lágrar verðbólgu og hægs útlána- vaxtar kæfi veikburða efnahagsbata evrusvæðisins að sögn Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu. Ummælin benda til þess að Evrópski seðlabankinn (ECB) muni grípa til frekari vaxtalækkana auk úrræða til að greiða fyrir aðgengi að lánsfé eftir fund sinn á fimmtu- dag í næstu viku. Draghi var staddur í Portúgal á mánudag. Þar lét hann þau orð falla að skortur á aðgengi að lánsfé „væri að ýta undir verðhjöðnun og hamla vexti í verst stöddu evruríkj- unum“. Seðlabankastjórinn tók sér- staklega fram að skortur á aðgengi smárra fyrirtækja að lánsfé væri verulegur í verst stöddu evruríkj- unum. Viðbúið er að ECB lækki vexti á fundi sínum í Frankfurt í næstu viku. Ummæli Draghi benda til að bankinn muni ekki láta þar við sitja, heldur kynna aðgerðir sem er ætlað að liðka fyrir aðgengi smárra fyrirtækja að lánsfé á mörkuðum. Draghi gaf einnig til kynna að bein skuldabréfakaup bankans á markaði – magnbundin íhlutun (e. quantitative easing) eins og það er kallað – kæmu enn til greina. Hins vegar þyrftu efnahagshorfur að versna enn frekar áður en gripið yrði til þeirra. „Ef þróunin á gengi evrunnar og á fjármálamörkuðum leiðir til ástæðulausrar fjármagnsþurrðar kallar það á að hefðbundnum stýri- tækjum peningamálastefnunnar verði beitt,“ sagði Draghi. „Ef slíkt ástand veldur varanlegum frávikum á verðbólgu og verðbólguvænt- ingum frá grunnspá okkar … kallar það á þensluhvetjandi aðgerðir og í slíku umhverfi gætu víðtæk kaup ECB á markaði komið til greina.“ Horfur eru á að ECB lækki verðbólguspá sína fyrir þetta ár og það næsta. Hins vegar eru skiptar skoðanir meðal hagfræðinga hvort uppfærð verðbólguspá bankans muni einnig fela í sér lækkun fyrir árið 2016. Verðbólga á evrusvæð- inu mælist nú 0,7% og er því ríf- lega helmingi lægri en markmið bankans sem kveður á um verð- bólgu sem er rétt undir 2%. Síð- asta verðbólguspá bankans var birt í mars og í henni er gert ráð fyrir að verðbólga verði 1,5% árið 2016 en muni hækka í 1,7% undir lok þess árs. Draghi ítrekaði spá bankans sem gerði ráð fyrir „að verðbólga yrði áfram lág en myndi smám saman nálgast verðbólgumarkmið bank- ans“. Hann tók hins vegar fram að bankinn „þyrfti að vera á verði“ og væri „reiðubúinn að grípa til að- gerða ef hætta steðjaði að“. „Við þurfum að vera sérstaklega meðvitaðir um hættuna á neikvæðri víxlverkunn sem gæti myndast vegna lágrar verðbólgu, lækkandi verðbólguvæntinga og vaxandi tak- markana á aðgengi að lánsfé. Þessi hætta á sérstaklega við verst stöddu evruríkin,“ var haft eftir Draghi. Sem fyrr segir er gert er ráð fyrir að Evrópski seðlabankinn dragi úr aðhaldi peningamálastefn- unnar á fundi sínum í næstu viku eftir að hafa haldið vaxtastiginu óbreyttu undanfarið hálft ár. Vænt- ingar um vaxtalækkun styrktust fyrr í mánuðinum en þá var haft eftir Draghi að ECB væri nú reiðubúinn til að grípa til aðgerða og stjórn bankans væri samhljóða í óánægju sinni með hvernig verð- bólguhorfur hafa þróast. Gangi þetta eftir myndi Evrópski seðlabankinn brjóta blað og verða fyrsti stóri seðlabankinn sem færi með vexti á einu af meginstýritækj- um sínum niður fyrir núll og þar með yrðu þeir neikvæðir. Spár gera ráð fyrir að ECB lækki stýrivexti um 10 til 15 prósentustig og lækki á sama tíma vexti á innlán fjár- málafyrirtækja. Innlánsvextirnir standa nú þegar í núlli og þar af leiðandi myndi frekari lækkun fela í sér skatt á innstæður innlánastofn- ana hjá ECB. Þessar lækkanir falla undir „hefðbundin“ úrræði seðlabanka. En margt bendir til að ECB muni jafnframt grípa til annarra úrræða til að stuðla að greiðara aðgengi smárra fyrirtækja á evrusvæðinu að lánsfé. Ummæli seðlabankastjór- ans hafa beint kastljósinu að tak- mörkuðu aðgengi smárra fyr- irtækja að fjármagni. Hald manna er að skilvirkasta leiðin til að bæta úr þeim vanda sé að ECB eyrna- merki hluta af langtíma lánveit- ingum til fjármálafyrirtækja (e. long-term refinancing operation – langtíma lánafyrirgreiðsla ECB til fjármálafyrirtækja sem var upp- haflega komið á til að stemma stigu við lausafjárþurrð) til slíkra fyr- irtækja. Þá lét Draghi í veðri vaka að ECB kunni að grípa til aðgerða sem er ætlað að hleypa nýju lífi í markaðinn með verðbréfa- fjármálagerninga, sem fela í sér að lán eru pökkuð saman í eigna- tryggð skuldabréf. Seðlabanka- stjórinn sagði að aukin útgáfa slíkra skuldabréfa „gæti vegið á móti hamlandi áhrifum tregðu á lánamörkuðum á umskipti á evrusvæðinu“. Verðhjöðnun og lánsfjártregða ógna veikburða efnahagsbata Eftir Claire Jones Viðbúið er að Evrópski seðlabankinn lækki vexti í næstu viku og yrði þar með fyrsti stóri seðla- bankinn sem færi með vexti á einu af megin- stýritækjum sínum niður fyrir núll. AFP Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, stinga saman nefjum á ráðstefnu bankans í Portúgal fyrr í vikunni. Vænta má tíðinda frá fundi stjórnar Evrópska seðlabankans á fimmtudaginn í næstu viku til að bregðast við hættu á verðhjöðnun. ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.