Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 17

Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 17FRÉTTIR Kreditkort er útgefandi American Express á Íslandi. American Express® er skrásett vörumerki American Express. Kynntu þér kosti Icelandair American Express® á kreditkort.is Verði viðskipti á fjármálamarkaði í daufara lagi munu markaðsaðilar bara verða þakklátir fyrir truflunina af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í júní. Að minnsta kosti mun 32 landa heimsmeistarakeppni bjóða upp á raun- verulegan hasar. En það eru fleiri ástæður fyrir því að fylgjast með keppninni, því hún gæti veitt skuldabréfamiðlurum meira innsæi í virkni markaða en virðist í fyrstu. Vænta má mikillar aukningar í veðmálum fótboltaáhugamanna um allan heim á netinu í tengslum við HM í ár. Veðmálunum fylgja milljónir færslna sem framkvæmdar eru á andartaki, allar á gegnsæju verði. Hagfræð- ingar, og sumir fjármálaráðgjafar, hafa komið auga á það að þessi ört vaxandi viðbótarafurð knattspyrnunnar býður upp á nokkurskonar tilraunastofu fyrir rannsóknir á virkni mark- aða og hvað til þarf fyrir arðbær verðbréfa- viðskipti. Eins og staðan er nú er óvissan á HM, spennan og skýr fylgnin milli frammistöðu liða og úrslita, í raun sláandi andstæða við ástandið á skuldabréfamörkuðum, þar sem enginn efast raunverulega um að seðlabankar muni halda vöxtum talsvert lengur í sögulegu lágmarki. Enda geta snjallir sparkspekingar hagnast umtalsvert á því að veðja á úrslit leikja, á með- an bankar og fjármálafyrirtæki draga úr skuldabréfaviðskiptum, þar sem arðsemin hef- ur reynst ófullnægjandi. Við leikslok Veðmál á netinu um úrslit íþróttaleikja veita innsýn í hvernig markaðir sem byggja á mann- legri hegðun virka, vegna þess að allir þátttak- endur hafa sama aðgang að upplýsingum um gang mála. Knattspyrnuleikjum er sjónvarpað um heim allan og þar af leiðandi er það á allra vitorði þegar mark er skorað. Þeir sem taka þátt í veðmálunum búa bæði yfir reynslu og þekkingu, þó svo að seinkanir í útsendingum um gervihnött kunni að veita sumum forskot af tæknilegum ástæðum. Akademískar rannsóknir benda til þess að markaðir sem byggja á mannlegri hegðun ein- kennist af vægðarlausri skilvirkni. Tveir hag- fræðingar við Oxford-háskóla, Karen Croxson og James Reade, fylgdust með veðmálum sem beindust að meira en 1.200 knattspyruleikjum atvinnumanna á netsíðunni Betfair og birtu þau nýlega niðurstöður sínar í hagfræði- tímaritinu The Economic Journal. Veðmálastuðlar breytast meðan á leik stendur og því nær sem dregur leikslokum, því fyrirsjáanlegri verða úrslitin. Til þess að greina áhrif marka í knattspyrnuleikjum á veðmálamarkaðinn, skoðuðu þau sérstaklega þau mörk sem voru skoruð í uppbótartíma í fyrri hálfleik, þegar „leiktíminn“ stendur í stað en veðmálin halda hins vegar áfram. Niður- staða þeirra var sú að „verðgildin í veðmál- unum uppfærast svo hratt og vel, að mark hef- ur verið fullkomlega meðtekið þegar leikhlé hefst, jafnvel í þeim tilvikum þegar það er skorað andartaki áður en flautað er“. Hvað þýðir þetta fyrir fjármálamarkaði? Eitt af því sem þetta segir okkur er að það er erfitt að nýta sér misvægi í upplýsingum, því tíðindi af gangi leiksins eru í raun verðlögð sam- stundis. Þetta þýðir jafnframt að eftir litlu er að slægjast þegar veðjað er á leiki með nánast fyr- irsjáanlegum úrslitum, eins og til að mynda þegar Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn með sigri á West Ham í vor. Að sama skapi, þegar um magnbundna íhlutun (e. quantitative easing) af hálfu bandaríska seðla- bankans eða annarra seðlabanka er að ræða, þá gefur það skuldabréfamiðlurum lítið forskot að hafa spáð rétt um horfur í bandarísku efnahags- lífi, svo dæmi sé tekið. „Ef ég myndi taka stöðu gegn bandaríska seðlabankanum, þá yrði ég að vera algerlega sannfærður um að ég byggi yfir upplýsingum sem enginn annar hefði aðgang að, því að í raun væri ég að taka veðmál sem líktist því að spá West Ham sigri gegn Manchester City,“ segir Steven Major, yfirmaður skuldabréfa- greiningar hjá HSBC. „Þú verður að hafa mik- inn fyrirvara gagnvart þeim sem heldur að hann viti meira en aðrir.“ Rétta leikskipulagið En jafnvel þegar skuldabréfamarkaðir, eða knattspyrnuleikir, eru fyrirsjáanlegir getur borgað sig að veðja með „strategískum“ hætti. Ástríðufullir knattspyrnuáhugamenn sem starfa í verðbréfaviðskiptum og ég hef rætt við segja að starfi þeirra svipi að mörgu leyti til veðmála á netinu. Vefurinn Betfair, sem er með um 900 þúsund notendur, er ekki hefðbundinn veðmangari, heldur einskonar kauphöll þar sem þátttak- endur geta valið um hvorum megin veðmáls þeir leggja undir. Þeir geta jafnvel gert eins- konar hliðstæðu gírunar, þ.e. tekið meiri áhættu með því að veðja ekki einungis á sigurvegarann heldur einnig á markamun í leiknum. Snjöllustu skuldabréfamiðlararnir reyna að koma auga á misræmi í verðlagningu sem skapar hagn- aðartækifæri – þeir fara ekki „á móti seðlabank- anum“ heldur reyna þeir að nýta sér aðra veik- leika, til dæmis þegar markaðurinn bregst of jákvætt við tölum um atvinnuleysi í Bandaríkj- unum. En sveiflurnar á skuldabréfamörkuðum munu verða miklu stærri þegar að því kemur að seðlabankar fara að hækka vexti. Þá munu þeir hrósa sigri sem geta best lagt mat á hæfni stefnusmiða og stjórnvalda, og átta sig jaframt á hlutfallslegri stöðu efnahagskerfa á milli landa. Og þegar kemur að því að veðja á leiki á HM, þá gætu skuldabréfamiðlarar haft visst forskot á aðra knattspyrnuáhugamenn. Þeir þekkja til dæmis möguleikana sem skapast þegar menn „halda með heimaliðinu“. Til- hneiging banka víða um Evrópu til þess að kaupa skuldir ríkissjóðs í sínu eigin heima- landi, hélt uppi verði skuldabréfa þegar skuldakreppan á evrusvæðinu stóð sem hæst. Í knattspyrnunni veðja fótboltaáhugamenn frekar á landslið síns eigin lands. Með veð- málasíður á borð við Betfair aðgengilegar frá Brasilíu, væri mín ráðlegging sú að vera vak- andi fyrir tækifærum í mismunarviðskiptum. Hvað sem öðru líður getum við verið þess full- viss að það verða óvænt úrslit á HM í næsta mánuði. Kannski fer að styttast í einhver tíðindi frá skuldabréfamarkaðnum að sama skapi. Skuldabréfamiðlarar ættu að fylgjast með HM í knattspyrnu Eftir Ralph Atkins Veðmál um úrslit knattspyrnu- leikja bjóða upp á tilraunastofu fyrir rannsóknir á virkni markaða. Reuters Af síðum Ef þér líður eins og veraldarvönum stórfjárfesti í hvert sinn sem þú slærð um þig með tali um EBITDA í kokteil- boðum, þá ættir þú að gera þér grein fyrir einu: Þú hljóm- ar eins og skrúðfáviti með MBA-gráðu og Hermès-bindi. EBITDA (afkoma fyrirtækja áður en tekið er tillit til fjár- magnsliða, skattgreiðslna og afskrifta) er loðið viðmið fyr- ir fjárstreymi sem fjárfestar og greinendur nota gjarnan þegar þeir ræða um hagnað (hvað ræða þeir um annað? Fasteignir?). EBITDA segir ekki alla söguna þó svo að hugtakið geti þjónað sínum tilgangi. Glæsileiki EBITDA stafar ekki síst af því hversu fram- arlega hún stendur í rekstrarreikningnum. Tær sem lind kemur þessi kennitala á undan vaxtakostnaði og er sem slík óháð fjármagnsuppbyggingu fyrirtækis og tekur ekki til reglulegra reiknaðra gjalda. En það að horfa eingöngu útgjöld, jafnvel beinharðar greiðslur eða raunverulega kostnaðarþætti. Þetta leiðir til „leiðrétts“ EBITDA sem endurspeglar þá eitt og annað sem stjórnendur fyrirtækja vilja að hverfi. Með hverju skrefi sem EBITDA fjarlægist handbært fé, verður kennitalan til minna gagns fyrir þá sem fjármagna rekstur fyrirtækisins og vilja gera sér grein fyrir hvort vaxtagreiðslum verði mætt. Hins vegar nýta fjárfestar í hlutabréfum tækifærið og hækka marg- faldarann á „leiðréttri“ EBITDA til að reikna upp virð- ismatið. Framangreint má þó ekki túlka þannig að aldrei eigi að horfa til EBITDA. En ein og sér getur kennitalan gefið tilefni til vafasamra ályktana. Hinir glöggu temja sér fjöl- breytt sjónarhorn og orðaforða, í kokteilboðum sem annars staðar. til rekstrarreiknings fyrirtækis lítur fram hjá nauðsyn- legri nýtingu fjármagns sem fært er annars staðar, svo sem vegna ráðstöfunar fjármuna, veltufjárbreytinga og fyrirframgreiddra krafna. Fjárstreymishugtakið fangar þessa þætti en til þess að gera sér grein fyrir því þarf að fletta yfir á aðra blaðsíðu í ársreikningnum. Þessir þættir eru jafnframt þess eðlis að erfitt er að tímasetja hvenær þeir falla til gjalda. Takmarkanir þeirra upplýsinga sem EBITDA veitir sjást til dæmis í fjarskiptarekstri þar sem fjárfestingarútgjöld eru gríðarleg, í smásölu þar sem birgðabreytingar sveiflast mikið og í hugbúnaðargerð þar sem tímasetning tekna á móti gjöldum skiptir sköpum. Hagræðing á EBITDA er hins vegar verri en takmark- anir kennitölunnar. Fyrirtæki vilja gjarnan færa aftar í reikninginn kostnað vegna endurskipulagningar og önnur LEX EBITDA: Takmarkanir kennitölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.