Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Sjá mátti feiknastórt olíuflutninga- skip liggja við landfestar í Reykja- víkurhöfn í gær. Skipið heitir Maxwell Bay og samkvæmt upp- lýsingum frá Faxaflóahöfnum er það rúm þrjátíu þúsund brúttó- tonn, 177 metra langt og 32 metra breitt. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er skipið óvenjustórt. „Þetta skip er með þeim tignarlegri sem hingað hafa komið, og nálgast í raun hámark þeirrar lengdar á skipum sem við getum tekið á móti. Þau rista djúpt þessi skip,“ segir Gísli. Stefán Karl Segatta, sérfræð- ingur í eldsneytisinnkaupum hjá N1, segir skipið vera á leið til Evr- ópu frá Bandaríkjunum. „Í raun er skipið einungis að koma við hérna, aðeins hluti eldsneytisins fer í land og ég tel líklegast að afgangurinn fari til Rotterdam,“ segir Stefán og bætir við: „Sennilega hefur fengist hagstæð frakt á skipinu því það er ekki einu sinni fulllestað, en um þessar mundir er streymi af olíu og gasi frá Bandaríkjunum.“ Spurður hvort innflutningur eldsneytis sé að aukast, segir hann svo ekki vera. „Markaðurinn fyrir venjulegt eldsneyti er ekkert að stækka og í raun er þróunin í hina áttina, líkt og í öðrum löndum, þó hæg sé. Sá markaður sem er þó að stækka hér á landi er markaðurinn fyrir þotueldsneyti. Flugumferðin er að aukast og eftirspurnin eykst ár frá ári.“ Hann segir að misjafnt sé eft- ir árum hversu mörg olíuflutninga- skip komi til landsins. „Einu sinni var þetta mjög stöðugt, þegar hingað kom eitt skip á mánuði. Nú eru þetta líklega í kringum 30 komur á ári hverju.“ Feiknastórt olíuskip við Örfirisey  Innflutningur á þotueldsneyti stöðugt að aukast  Í kringum 30 olíuflutningaskip til Íslands á ári Morgunblaðið/Þórður Málmrisi Skipið er komið hingað frá Bandaríkjunum á leið suður til Evrópu. Olía streymir nú frá Bandaríkjunum. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Það er óhætt að segja, að Jón Ragnar Jónsson tónlistar- maður sé á faraldsfæti þessa dagana. Í gær kom hann til Íslands frá Svíþjóð þar sem hann lék með FH gegn Elfsborg í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stuttu eftir að hann kom til landsins hélt ferðalagið áfram til Vestmannaeyja en þar var Jón stjarna kvöldsins þegar hann flutti þjóðhátíðarlagið í ár, Ljúft að vera til, við góðar undirtektir viðstaddra. Í dag verður hann á unglingalandsmótinu á Sauðárkróki og á sunnudag skemmtir hann á mýrarboltamótinu á Ísa- firði. „Helgin leggst mjög vel í mig. Þótt þetta sé vinnan manns er það mjög skemmtilegt,“ sagði Jón við Morg- unblaðið í gær. „Ég ætla að taka unnustuna og soninn með mér til Eyja og á Sauðárkrók.“ Hann bætti við að það yrði sannkölluð fjölskyldustemning í Herjólfs- dalnum þar sem fleiri meðlimir fjölskyldunnar yrðu á svæðinu. „Þetta verður fjölskyldutími, mamma og pabbi ætla að koma til Eyja enda verðum við bræður báðir að spila,“ sagði Jón í gær við Morgunblaðið en hann og tón- listarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson eru bræður. Þjóðhátíð er þó ekki eina hátíðin þar sem þeir bræður koma fram, sama kvöldið um helgina. „Fyrir tilviljun erum við bræðurnir með sama pró- gramm um helgina. Við keyrum á unglingalandsmótið með fjölskyldum okkar. Það er fínt að gera eitthvað um helgina þannig að þetta sé ekki bara keyrsla og vinna,“ segir Jón og minnir á að það verði að njóta líka. Jón var spenntur fyrir gærkvöldinu þegar hann ræddi við Morgunblaðið í gær. Spurður hvernig hann héldi að tilfinningin yrði, að standa fyrir framan rúmlega 10 þúsund manns og flytja þjóðhátíðarlagið, stóð ekki á svörum: „Eins og ég myndi segja þá er það gæsahúð en eins og einn knattspyrnumaður sagði á dögunum, þá verður þetta algjör gæsahrollur,“ segir Jón og hlær. Tekur fjölskylduna með í vinnuna um helgina Bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir fylgjast að Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Veisluföng Í hvítu tjöldunum svonefndu halda heimamenn til um verslunarmannahelgina. Þau María Höbbý Sæ- mundsdóttir (t.v.) og Guðmundur Pálsson (fyrir miðju) buðu vinum og vandamönnum til dýrindisveislu í tjaldi sínu. Ljósmynd/Árni Sæberg Vinsæll Jón Ragnar Jónsson spilar víða um helgina og tekur hann unnustuna og soninn með í ferðalagið.  Jón Jónsson var í Svíþjóð í fyrradag, á Þjóðhátíð í gær, unglingalandsmóti í kvöld og mýrarboltanum á morgun Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Friðarsúlan í Viðey verður tendruð þann 7. ágúst næstkomandi vegna ástandsins á Gaza. Yoko Ono til- kynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöld en þar segist hún vera harmi slegin yfir þeim mikla fjölda saklausra barna sem týnt hafa lífi að undanförnu vegna átaka Ísraelshers við Hamas. „Þessi tendrun verður til minn- ingar um þau börn sem fallið hafa í átökum á Gaza og í raun til minn- ingar um öll þau börn sem hafa lát- ist eða borið skaða af vegna vopn- aðra átaka í heiminum,“ segir Ágústa Rós Árnadóttir, verkefna- stjóri í Viðey, í samtali við Morgun- blaðið. Auk Yoko Ono standa að viðburð- inum Reykjavíkurborg, Félagið Ís- land-Palestína og Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF. Spurð hvort haldin verði athöfn í Viðey vegna tendrunar Friðarsúl- unnar kveður Ágústa Rós já við. „Það verður haldin athöfn í Viðey og er öllum sem vilja velkomið að mæta þangað,“ segir hún. Skammlíft vopnahlé Frá því að vopnuð átök brutust út á Gaza fyrir rétt um mánuði síðan hafa hátt í 1.500 Palestínumenn, aðallega almennir borgarar, og yfir sextíu Ísraelsmenn, sem flestir komu úr röðum hersins, fallið. Á fimmtudagskvöld tilkynnti John Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um þriggja sólarhringa vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Liðu einungis um tvær klukku- stundir þar til átök hófust á ný. Lýsir til minning- ar um fallin börn  Öllum velkomið að mæta í Viðey Friður Næturhiminninn verður lýst- ur upp vegna átakanna á Gaza. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.