Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opnunartími um versluna rmannahelgina: Opið laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 11-17 David Brooks, dálkahöfundurhjá New York Times, skrifar athyglisverðan pistil um baksvið ástandsins í Mið-Austurlöndum. Hann furðar sig á því að stór hluti umræðunnar um Gaza hljómi eins og enn sé árið 1979 og um sé að ræða afmarkaða deilu milli Ísraela og Palestínu- manna. Nái snjall- ir samningamenn niðurstöðu sem leiði til tveggja ríkja lausnar muni blóðsúthellingunum ljúka. Brooks bendir á að allt umhverfi þessara átaka hafa breyst. Bullandi ágreiningur sé á milli arabískra al- ræðissinna og íslamista. Fyrir tveimur vikum létu 700 manns lífið á einni helgi í Sýrlandi á meðan allra augu mændu á Gaza. Ekki er síður ágreiningur á milli súnníta og sjíta eins og sést í Írak. Súnnítar eigast einnig við sín á milli. Milli Sádi-Arabíu, Katar, Tyrklands og fleiri ríkja er kalt stríð.    Brooks bendir á að þegar herfor-ingjarnir komust til valda í Egyptalandi og felldu stjórn Músl- ímska bræðralagsins lokuðu þeir 95% af göngunum, sem tengja Gaza við Egyptaland. Ástæðan var tengsl bræðralagsins við Hamas, sem ræð- ur ríkjum á Gaza. Þetta lokaði á innflutning og þýddi tekjumissi fyr- ir Hamas upp á 460 milljónir doll- ara eða fimmtung landsframleiðslu Gaza.    Brooks vitnar í ísraelska blaða-manninn Avi Issacharoff, sem segir að vissulega vilji Hamas enn eyða Ísraelsríki, en eldflaugaárásir þeirra á Tel Aviv beinist í raun að Kaíró. 1979 hafi deila araba og Ísr- aela virst vera árekstur milli mis- munandi siðmenningar, nú virðist hún vera hluti af árekstri innan sið- menningar araba um framtíð hennar. Breytt staða í Mið-Austurlöndum STAKSTEINAR AFP Veður víða um heim 1.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 7 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 10 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 27 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 23 skýjað Moskva 32 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 27 skýjað Orlando 31 heiðskírt 7 upplýsingar bárust ekki Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:39 22:30 ÍSAFJÖRÐUR 4:23 22:56 SIGLUFJÖRÐUR 4:05 22:40 DJÚPIVOGUR 4:03 22:05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að fylgst verði með íbúðarhúsnæði um versl- unarmannahelgina eftir því sem kostur gefst og er fólk hvatt til að ganga tryggilega frá heimilum sínum við brottför. Hörður Jóhannesson, aðstoðar- lögreglustjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, segir að álagið sé öðruvísi í bænum um þessa helgi. „Mikill fjöldi fólks fer árlega úr bænum þessa helgi en samt er ið- andi næturlíf. Við verðum með okkar venjulega viðbúnað.“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir að versl- unarmannahelgin sé ekki stærsta ferðahelgin. „Bæjarhátíðum hefur fjölgað á landsbyggðinni og því eru í raun allar helgar í júlí orðnar stórar, þó að helgin sé stór þá sker hún sig ekki sérstaklega úr. „Við verðum með eftirlit með umferð til norðurs og austurs um helgina eins og við höfum gert síðustu helgar,“ segir Árni og bætir við: „Undanfarin ár höfum við tekið eftir hraðakstri á Suðurlandsvegi, þar sem fólk er kannski seint á leið til Landeyjahafnar. Við hvetjum fólk því til að leggja tímanlega af stað til að forðast kapphlaup við tímann.“ sh@mbl.is Lögreglan með mikið eftirlit um helgina  Fylgst með íbúðarhúsum í Reykjavík  Bæjarhátíðir dreifa umferð í júlí Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Bæjarhátíðum hefur fjölgað. Ólafur Áki Ragn- arsson hefur verið ráðinn sveitar- stjóri Vopnafjarðar- hrepps og mun hefja störf 1. sept- ember nk. Alls bárust 19 um- sóknir um starfið en tveir kusu að draga umsóknir sínar til baka. Capacent vann úr um- sóknum og hafði umsjón með úr- vinnslu málsins. Ólafur Áki var sveit- arstjóri Búlandshrepps/Djúpavogshrepps í sextán ár og bæjarstjóri í sveitar- félaginu Ölfusi í átta ár. Síðastliðin fjögur ár hefur hann starfað hjá Þró- unarfélagi Austurlands og síðar Aust- urbrúar ses. og séð þar m.a. um mál- efni sveitarfélaga á Austurlandi, atvinnusvæði Austurlands. Ólafur Áki hefur jafnframt setið í fjölmörgum nefndum og ráðum og má þar meðal annars nefna setu hans í stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, samgöngu- og stóriðjunefnd á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands. Hann hefur einnig setið í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýr sveit- arstjóri á Vopnafirði Ólafur Áki Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.