Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn Ísraels segist ekkiætla að stöðva hernaðinn áGaza fyrr en herinn hafieyðilagt göng sem Hamas- menn hafa notað til árása á Ísrael. Stjórnin er einnig staðráðin í því að koma í veg fyrir að Hamas- samtökin geti hafið flugskeytaárásir á Ísrael að nýju eftir að hernaði Ísr- aela á Gaza lýkur. Stjórnin hefur því leitað eftir stuðningi annarra ríkja við þá hugmynd að alþjóðlegt herlið verði sent á Gaza-svæðið til að halda uppi eftirliti og fyrirbyggja að Hamas-menn geti orðið sér úti um ný vopn. Ísraelar hafa hingað til verið tregir til að fallast á slíkt eftirlit á Gaza en The Los Angeles Times segir að stjórnin í Ísrael hafi komist að þeirri niðurstöðu að erlent herlið geti verið besta leiðin til að tryggja að Hamas geti ekki eignast vopn sem ógni öryggi Ísraels. Að sögn blaðsins hafa Bandaríkin, Evrópu- sambandið og arabaríki tekið vel í þessa hugmynd en embættismenn og sérfræðingar í málefnum Mið- Austurlanda taka fram að mjög erf- itt geti verið að koma henni í fram- kvæmd. Þeir draga í efa að ríkin séu í raun tilbúin að senda hermenn til að annast þetta verkefni þegar til kastanna kemur. Einnig vaknar sú spurning hvað gera eigi við þau vopn sem Hamas-samtökin eiga nú þegar og Ísraelsher hefur ekki tek- ist að eyðileggja. Hamas-menn hafa sagt að ekki komi til greina að þeir láti vopnin af hendi baráttulaust. Að sögn The Los Angeles Times hófu Ísraelar landhernaðinn til að eyðileggja göngin með þegj- andi samþykki nokkurra arabaríkja, meðal annars Egyptalands og Sádi- Arabíu, sem hafa horn í síðu íslam- istanna í Hamas-samtökunum. Beinast árásirnar í raun að Egyptum? Hamas-menn hafa ekki léð máls á því að hætta flugskeytaárás- um sínum nema Ísraelar og Egypt- ar fallist á kröfur íslömsku samtak- anna. Þeir vilja m.a. að umsátrinu um Gaza verði aflétt. Bandaríski blaðamaðurinn David Brooks telur að Hamas-menn hafi hafið flugskeytaárásirnar á Ísrael til að knýja nýju valdhafana í Kaíró til að hætta að takmarka vöruflutninga frá Egyptalandi til Gaza. Eftir að Mohammed Morsi, bandamanni Hamas, var steypt af stóli forseta í Egyptalandi fyrir rúmu ári létu nýju valdhafarnir loka um 95% ganga sem notuð höfðu ver- ið til að smygla varningi til Gaza. Lokun ganganna stórskaðaði efnahag Gaza þar sem um 40% af opinberum tekjum Hamas komu frá tollum á varning sem fluttur var um göngin. Áætlað er að fjárhagslegt tap Hamas af lokuninni nemi jafn- virði 53 milljarða króna á ári, eða tæpum fimmtungi af heildar- framleiðslunni á Gaza. Brooks telur að Hamas-menn hafi einsett sér að knýja Egypta til að heimila vöruflutningana að nýju. Þeir hafi ekki getað gert árásir á Egyptaland og þess í stað ákveðið að skjóta flugskeytum á Ísrael til að ná fram markmiðinu. Beita sér fyrir alþjóð- legu eftirliti á Gaza Hamas Í S RAE L Gaza- svæðið Beit Lahiya Beit Hanun Khan Yunis Rafah GAZA- BORG Nusseirat Shajaya Deir al-Balah EG YP TA L. JÓ RD A N ÍA ÍSRAEL VESTUR- BAKKINN JERÚSALEM M IÐ JA Rð A RH A F LÍBANON 50 km 5 km Frá 8. júlí Þéttbýl svæði Nýlegar mannskæðar árásir Flóttamannabúðir Blóðbað á Gaza Dauðsföll Óbreyttir borgarar í Ísrael Ísraelskir hermenn 56 4.100 32 3 1.500+ Palestínumenn Í tölum Al-Maghazi Khuza Jabaliya Ísraelar varaliðsmenn kallaðir út í fyrradag 86.000 hermenn 16.000 2.828 495 göng hafa fundist skotmörk í árásum á Gaza flug- skeytum skotið á Ísrael flugskeyti skotin niður 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Netið hefurgerbreyttaðgengi að upplýsingum. Áður fyrr kostaði öflun upplýsinga ferðir á bóka- og skjalasöfn, fyrir- spurnir hjá stofnunum og al- mennt erfiði og fyrirhöfn. Nú má fyrirvaralaust sækja upp- lýsingar á netið. Nafnleysi er ekki lengur til og varla hægt að hverfa í fjöldann. Sporin eru varðveitt á netinu og blasa við öllum, sem þau vilja finna. Umræðan um réttinn til að gleymast fór á flug eftir að Evrópudómstóllinn úrskurð- aði í maí að einstaklingar ættu rétt á að láta þurrka út tengla við nöfn þeirra undir ákveðnum kringumstæðum þannig að þau komi ekki fram við leit í leitarvélum. Þetta á til dæmis við ef upplýsingar eru úreltar eða ónákvæmar. Í málinu tókust á rétturinn til upplýsinga og friðhelgi einka- lífsins. Eftir að dómurinn féll hef- ur óskum um að þurrka út tengla rignt yfir netfyrir- tækið Google, sem rekur um- fangsmestu leitarvélina á net- inu. Rúmlega helmingur tenglanna hefur verið fjar- lægður, en fyrirtækið lendir iðulega í vandræðum með þessar fyrirspurnir vegna þess að mjög er á reiki hve- nær friðhelgi einkalífsins á að vera upplýsingafrelsinu yf- irsterkari. Í bréfi, sem Google sendi persónuverndaryfirvöldum Evrópusambandsins, segir að stundum reynist rangar eða ónákvæmar upplýsingar liggja að baki óskum. „Jafn- vel þótt umsækjendur veiti okkur nákvæmar upplýsingar geta þeir skiljanlega forðast að setja fram staðreyndir, sem eru þeim ekki í hag.“ Dæmi um þetta er að ein- staklingur, sem biður um að upplýsingar um brot framin á unglingsárum verði fjarlægð, nefni ekki að hann eða hún hafi hlotið dóm fyrir svipuð brot á fullorðinsárum eða sé í framboði. Í bréfinu fer Google fram á leiðbeiningar um það hvernig eigi meta hvað varði almannahag og hvað ekki og hvort upplýs- ingar, sem stjórnvöld hafi sett á netið, megi falla í gleymsku sé þess óskað. Hér er ekki bara verið að tala um þau spor, sem ein- staklingar skilja sjálfir eftir á netinu, heldur umfjöllun í fjöl- miðlum og upplýs- ingar á hinum ýmsu vefjum. Það er athyglisvert að ekki skuli vera á hreinu hvernig eigi að meðhöndla tengla við op- inberar upplýsingar. Aug- ljóslega er ekki hægt að breyta því, sem einu sinni hefur verið sett á prent í dag- blaði. Blöð eru geymd á bóka- söfnum. Íslensk blöð og tíma- rit hafa verið skönnuð og eru aðgengileg á vefnum Tímarit- .is. Engu að síður hafa Morg- unblaðinu borist óskir um að efni, sem birst hefur í blaðinu, verði þurrkað út, þar á meðal minningargreinar. Það hefur tíðkast að menn og fyrirtæki reyni að hafa áhrif á niðurstöður í leitar- vélum og þá helst í þá veru að tryggja að neikvætt efni finn- ist ekki við leit eða sé svo neð- arlega í niðurstöðulistanum að ekki verði eftir því tekið. Fjölmiðlar í Evrópu hafa gagnrýnt Google fyrir að fjar- lægja tengla við fréttir úr leitarniðurstöðum. Þessir tenglar koma hins vegar fram í bandarísku útgáfunni af leit- arvélinni. Það er eitt að vilja þurrka bernskubrek og vitleysisgang út af félagsvefjum. Allt annað mál er að þurrka út umfjöllun fjömiðla. Fjölmiðlum ber vitaskuld skylda til þess að leiðrétta þegar rangt er farið með þannig að leiðréttingin komi fram við leit og þeir eiga að virða reglur um friðhelgi einkalífs. Menn eru hins vegar komn- ir á hálan ís þegar á að fara að þurrka út efni. Næsta skref er að móta „söguna“ í þókn- anlegri mynd. Milan Kundera segir í Bókinni um hlátur og gleymsku frá frægri ljós- mynd af ráðamönnum Tékkó- slóvakíu frá 1948. Þar standa hlið við hlið Klement Gott- wald forsætisráðherra og Vladimir Clementis utanrík- isráðherra. Clementis féll síð- an í ónáð og var tekinn af lífi 1952. Þegar Clementis var ákærður 1950 þurrkuðu áróð- ursmeistarar ríkisins hann út af myndinni. Það snjóaði dag- inn, sem hún var tekin, og Clementis hafði lánað Gott- wald húfuna sína. Húfan var það eina, sem var eftir af Cle- mentis á myndinni. Fortíðin var ekki lengur boðleg, en það var ekki hægt að þurrka hana alveg út. Hvað er til ráða þegar fortíðin er ekki lengur boðleg?} Rétturinn til að gleymast H ið svokallaða stríð gegn fíkniefn- um er tapað. Þetta hafa menn á borð við Kofi Annan, Richard Branson, Paul Volcker, George Schultz og Javier Solana séð fyrir löngu. Þeir hafa séð það sem margt gott fólk neitar að horfast í augu við: fíkniefnavand- inn er fyrst og fremst vandamál heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda, ekki lögreglu. Í kjölfarið hafa þeir kallað eftir breyttri nálgun á hvernig eigi að leysa vandann. Afleidd vandamál fíkniefnaneyslu eru bein afleiðing af þeirri stefnu stjórnvalda um allan heim að reyna að koma í veg fyrir að fólk neyti fíkniefna með því að setja það í fangelsi. Smygl- arar, salar og handrukkarar þrífast á því að efnin eru ólögleg, og geta þeir því komið fram með þeim hætti sem þeir gera, og rukkað himinháar fjárhæðir fyrir efnin. Kostnaðurinn við að rækta kannabisefni er til dæmis á pari við kostnaðinn við að rækta te. Kíló af tei kostar ekki 3,5 milljónir. Ég hef séð góða vini missa tökin á eiturlyfjaneyslu og horft á eftir þeim inn í heim sem þeir ráða ekki við. Enginn þeirra er dáinn. Ennþá. Bannið virkar því augljóslega ekki, því efnin eru allsstaðar. Ég, óbreyttur blaðamaður, ætti auðveldara með að verða mér úti um kannabisefni á aðfangadagskvöldi, ef ég svo vildi, heldur en að panta mér pítsu. Svarti markaðurinn vanvirðir ekki bara hegning- arlög, heldur líka reglur um hvíldarrétt starfsmanna. Að sama skapi spyr fíkniefnasalinn ekki um skilríki. Ég vil ekki að fólk neyti fíkniefna. Þau eru skaðleg. Sjálfur hef ég ekki notað aðra vímu- gjafa en áfengi. Og tóbak þegar ég hef drukkið of mikið áfengi. En að fangelsa fólk fyrir að neyta ólöglegra vímuefna er eins og að ætla að uppræta fátækt með fjársektum eða offitu með fangelsisvist. Bannárin ættu að sýna okkur hvað þetta er vonlaus hugmynd. Heimurinn mjakast samt í rétta átt. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa leyft neyslu kannabis- efna. Skattlagning efnanna hefur svo skilað þessum ríkjum Bandaríkjanna mun meiri tekjum en þau bjuggust nokkurn tíma við. Af- leiðingarnar eru einnig þær að fíkniefnabar- ónar eru í bölvuðu klandri, eins og sést í úttekt á fréttavefnum Vice undir fyrirsögninni „Leg- al Pot in the US Is Crippling Mexican Cartels.“ Þar segir meðal annars að kílóverð á kannabisefnum frá framleiðanda hafi fallið úr 100 doll- urum í 25 dollara. Kannabisbændur planta frekar öðrum plöntum en kannabisplöntum vegna verðfallsins. Þá segir Washington Post að áfengi sé 30% líklegra til að koma þér á bráðamóttöku en kannabisefni. Ósýnilega höndin fer því rakleiðis um kverkarnar á þeim sem missa einokunarstöðu sína þegar ríkið lætur af afskiptum. Litla Ísland er blessunarlega ekki í jafnslæmri stöðu og Bandaríkin hvað þetta varðar. En við getum gert betur. Setjum fordæmi fyrir heimsbyggðina og leyfum fólki að reykja sitt gras í friði. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Stríðið sem aldrei vinnst STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Tugir manna biðu bana í árásum sem hófust að nýju á Gaza- svæðinu í gær, örfáum klukku- stundum eftir að vopnahlé tók gildi. Leiðtogar Hamas- samtakanna sökuðu Ísraela um að hafa rofið vopnahléið, sem átti að standa í þrjá sólarhringa, en Ísraelar sögðust aðeins hafa svarað flugskeytaárásum Hamas á Ísrael. Bandaríkjastjórn sagði Hamas hafa rofið vopnahléið og sakaði samtökin um að hafa gert „villimannslega“ árás til að taka ísraelskan hermann til fanga. Tugir manna létu lífið SKAMMVINNT VOPNAHLÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.