Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 18
Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 18 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 sturtusett Hitastýrt Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku Hörður Ægisson hordur@mbl.is Sumir af stærstu vogunarsjóðum heims hafa að undanförnu keypt hlutabréf í ýmsum argentínskum fyrirtækjum. Fjárfestingarnar þykja til marks um að vogunarsjóðir séu að veðja á skjótan efnahagsbata Argentínu þrátt fyrir að greiðslufall hafi orðið á skuldum ríkisins í annað sinn á aðeins þrettán árum. Frá þessu er greint í Financial Times en vogunarsjóðirnir hafa fjár- fest í orkufyrirtækjum, bönkum og fjarskiptafélögum. Telja þeir líklegt að farsæl niðurstaða muni að lokum fást í deilu argentínskra stjórnvalda við þann hóp kröfuhafa sem neituðu að taka þátt í samkomulagi um end- urskipulagningu á skuldum ríkisins. Bandaríska lánshæfismatsfyrir- tækið Standard & Poor’s setti Arg- entínu í greiðslufallsflokk á mið- vikudaginn eftir að ríkið greiddi ekki 539 milljónir dala í vaxta- greiðslur til kröfuhafa. Fjármála- ráðherra Argentínu, Axcel Kicillof, sagði að „hrægammasjóðirnir“ hefðu hafnað sáttatilboði stjórn- valda. Viðbrögð fjárfesta við greiðslu- falli Argentínu hafa verið fremur lít- il. Ávöxtunarkrafan á ríkisskulda- bréf Argentínu hækkaði aðeins lítillega en skuldatryggingaálag rík- isins – það sem fjárfestar þurfa að greiða fyrir tryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfa fari í greiðsluþrot – hefur aukist um meira en 11% í síðustu viku. Fram kemur í frétt Financial Times að vogunarsjóðirnir DE Shaw, Third Point og Renaissance Technologies hafi á undanförnum vikum keypt hluti í argentínskum fyrirtækjum sem eru skráð á hluta- bréfamarkað í Bandaríkjunum. Þannig hafi þau fjárfest í olíufyr- irtækjunum YPF og Petrobas, fjar- skiptafyrirtækinu Telecom Argent- ina og fjármálafyrirtækinu Banco Francés. Í bréfi sem Daniel Loeb, forstjóri vogunarsjóðsins Third Point, skrif- aði til fjárfesta í síðasta mánuði seg- ist hann þeirrar skoðunar að arg- entínsk stjórnvöld muni að lokum ná samkomulagi við kröfuhafa. Takist það ætti Argentína að fá aðgang á ný að erlendum lánamörkuðum sem myndi þann lausafjárvanda sem landið glímir við. Third Point er á meðal þeirra sem hafa keypt almennar kröfur á sli- tabú gamla Landsbankans á Íslandi. Kauptækifæri eftir greiðslufall Fleiri vogunarsjóðir hafa á síð- ustu misserum komið auga á þau fjárfestingatækifæri sem kunna að felast í Argentínu samhliða þrætu þeirra við kröfuhafa. Michael Novo- gratz, stjórnarformaður bandaríska vogunarsjóðsins Fortress Invest- ments, sagði á ráðstefnu fyrr á þessu ári að Argentína væri dæmi um ríki sem „væri svo slæmt, að það væri gott“. Taldi hann að greiðslu- fall ríkisins myndi hafa í för með sér kauptækifæri fyrir fjárfesta. Veðja á skjótan efna- hagsbata Argentínu  Vogunarsjóðir kaupa í orkufyrirtækjum og bönkum AFP Argentína Cristina Fernandez de Kirchner, forseti landsins, á blaðamanna- fundi. Stjórnvöld kenna bandarískum yfirvöldum um greiðslufall ríkisins. Sagan endalausa » Greiðslufall varð á skuldum argentínska ríkisins í vikunni. » Sumir vogunarsjóðir sjá kauptækifæri samfara efna- hagsvandræðum Argentínu. Telja að ef samkomulag næst við kröfuhafa gætu erlendir lánamarkaðir opnast. » Hafa keypt hlutabréf í orku- fyrirtækjum, bönkum og fjar- skiptafélögum. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Ís- lands fer að nálg- ast það að vera óskuldsettur. Í júní sl. voru skuldir umfram eignir í erlendri mynt á efnahags- reikningi bank- ans um 20 millj- arðar en þegar mest var í árslok 2009 voru skuldir umfram erlendar eignir um 190 milljarðar. Þetta kemur fram í markaðspunktum greining- ardeildar Arion banka. Sé hins vegar tekið tillit til þess að umtalsverðar eignir Seðlabank- ans, til að mynda fjölmyntalán í tengslum við yfirtöku nýju bank- anna á veðtryggðum lánum og kröfur á fallin fjármálafyrirtæki í vörslu ESÍ, verða líklega gerðar upp í gjaldeyri en teljast engu að síður ekki sem erlend eign á efna- hagsreikningnum, þá má segja að Seðlabankinn hafi þegar náð því marki að koma sér upp óskuldsett- um gjaldeyrisforða. Óskuldsettur forði bankans er þó ekki stór. Greinendur Arion banka benda á að það séu jákvæð tíðindi að Seðla- bankanum sé að takast að safna hreinni gjaldeyriseign. Það skipti ekki síst máli samhliða áformum stjórnvalda um að stíga skref í átt til losunar hafta. Þrátt fyrir að gjaldeyrisforðinn sé ekki tiltölu- lega stór um þessar mundir er skuldsetning hans einn þeirra þátta sem draga úr nytsemi forðans. Þannig telji fáir að Seðlabankinn sé reiðubúinn að ganga á forðann til þess að verja gengisstöðugleika ef afleiðingin yrði sú að auka skuld- setningu ríkissjóðs í erlendri mynt. Nálgast óskuldsett- an forða  Skuldir umfram eignir 20 milljarðar Seðlabanki Íslands Hagnaður Lyfju á síðasta ári nam 127 milljónum króna eftir skatta. Rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) minnkaði lítillega á milli ára og var um 514,5 milljónir króna á árinu 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Eigið fé Lyfju var 2,27 milljarðar króna í árslok 2013 og var eig- infjárhlutfall fyrirtækisins tæplega 40%. Sölutekjur Lyfju-samstæðunnar jukust um 225 milljónir frá fyrra ári og námu um 8,23 milljörðum króna á liðnu ári. Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Lyfju, sem lauk í ársbyrjun 2012, voru skuldir fyrirtækisins lækkaðar að hluta og allt hlutafé þáverandi eigenda afskrifað. Við það eignaðist lánveitandi félagsins, sem var Glitnir, 92,5% hlut í Lyfju. Í dag er allt hlutafé Lyfju í eigu Haf-Funding 2008-1 (85%) og Glitnis (15%). Haf-Funding er félag í eigu Glitnis sem heldur utan um tiltekin lánasöfn í eigu slitabúsins. Lyfja hagnast um 127 milljónir  EBITDA minnkar lítillega milli ára Morgunblaðið/Ómar Lyfja Eftir fjárhagslega endurskipulagningu fór eignarhaldið til Glitnis. ● Bryndís Hrafn- kelsdóttir hefur tekið sæti í aðal- stjórn Trygginga- miðstöðvarinnar. Kemur hún inn í stjórnina í stað Elínar Jónsdóttur, stjórnarformanns, sem ráðin hefur verið fram- kvæmdastjóri VÍB. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Bryndís hefur verið forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá árinu 2010. Þá hefur einnig verið ákveðið að varaformaður stjórnar TM, Örvar Kær- nested, sjálfstætt stafandi fjárfestir og ráðgjafi, verði hér eftir stjórnar- formaður fyrirtækisins. Bryndís í stjórn TM Bryndís Hrafnkelsdóttir ● Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 306,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jukust um 17,7% frá sama tímabili fyrir ári. Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkis- sjóðs var niðurstaða tímabilsins tæp- lega 32 milljörðum yfir tekjuáætlun fjárlaga. Ef óreglulegir liðir og tekjur af arði og sölu eigna eru undanskilin eru tekjurnar hins vegar 3,6 milljörðum króna undir áætlun. Tekjur aukast um 17,7% Stuttar fréttir…                                     ! "!# # $%  $! "#" "" #  $ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  %" !! "! # $""  #!# "   # % "" % !% "!#!# $"  # "  % # " %$ "! %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.