Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 ✝ Kristján HólmJónsson fædd- ist í Arakoti, Skeiðahreppi, 18. nóvember 1922. Hann lést á heimili sínu í Hveragerði 22. júlí 2014. Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 1897, d. 1964 og Jón Helgason, bóndi að Litla- Saurbæ í Ölfusi, f. 1895, d. 1992. Systkini Kristjáns eru Ingilaug Sigríður, f. 1921, d. 1995, Sverrir, f. 1924, d. 2007, Fanney Gísla, f. 1926, Lilja Benjamína, f. 1927, Hólmfríður Alda, f. 1929, Anna Ragna, f. 1931, d. 2013, Unnur, f. 1933, Auður Helga, f. 1940. Eftirlif- andi eiginkona Kristjáns er Una Runólfsdóttir, húsmóðir, f. 7. september 1928, á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði. Foreldrar hennar voru María Jóhann- esdóttir, húsmóðir, f. 1892, d. 1986 og Runólfur Þorbergur Jónsson, bóndi að Dýrfinnustöð- um, f. 1881, d. 1937. Börn Krist- jáns eru 1) Margrét f. 1952, móðir hennar var Guðfinna Guðnadóttir f. 1928, d. 2003, maki Margrétar er Helgi Hann- Hrefna Lind, f. 1975, dóttir hans er Una Ósk, f. 1978, börn Runólfs og Guðrúnar Hönnu eru Kristinn Hólm, f. 1983, Thelma Rún, f. 1989 og Dagný Ösp, f. 1992, d. 2013. Barna- barnabörn Kristjáns eru 22. Kristján ólst upp að Litla- Saurbæ í Ölfusi og gekk í barnaskóla í Hveragerði. Hann stundaði um árabil búskap með foreldrum sínum og systkinum en fluttist til Hveragerðis á sjö- unda áratugnum og kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann eignaðist snemma vörubíl og hafði af honum atvinnu. Þá var hann í lögreglunni í nokkur ár og gerði síðar út tvo trillu- báta frá Þorlákshöfn. Kristján var sérleyfishafi í Hveragerði frá árinu 1958 til 1986 og sá um áætlunarferðir víða á Suður- landi auk hópferða um landið. Samfara áætlunarferðum stundaði hann vöruflutninga fyrir fólk í atvinnurekstri í Hveragerði, sá um skólaakstur, sundferðir og skíðaferðir fyrir Hvergerðinga og Ölfusinga. Kristján átti þannig ríkan þátt í lífi bæjarbúa og atvinnu- uppbyggingu Hveragerðis. Stundaði hann nánast alla tíð búskap á Litla-Saurbæ eða fram að 85 ára aldri. Kristján átti stóra fjölskyldu en gaf sér ávallt tíma til að huga að hverj- um og einum. Útför Kristjáns fer fram frá Hveragerðiskirkju, í dag, 2. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. esson, börn þeirra eru Sævar Þór, f. 1973 og Arnar Geir, f. 1978. 2) Helga Guðný, f. 1961, móðir hennar er Margrét Gunnarsdóttir, f. 1927, maki Helgu Guðnýjar er Björn Birkisson, börn þeirra eru Fanný Margrét, f. 1983, Sindri Gunnar, f. 1987, Aldís Þórunn, f. 1993 og Hólmfríður María, f. 1995. Börn Kristjáns og Unu eru 3) Harpa, f. 1967, maki Atli Einarsson, börn þeirra eru Egill, f. 1995, Arnór f. 2001 og Sara f. 2002. 4) Gígja, f. 1968, börn hennar eru Kristján Andri Lund, f. 1995 og Kajsa Björk Lund, f. 2000. 5) Birkir, f. 1971, maki Valgý Arna Eiriksdóttir, sonur hans er Ívar, f. 1997, börn Birkis og Valgýar eru Hafdís Una, f. 2006 og Jóel Bjarki, f. 2011. Fyrir átti Una: 6) Guðbjörgu Júl- íusdóttur, f. 1950, d. 2003, maki Einar Bogason, f. 1941, d. 2006, börn þeirra eru Alex, f. 1980, Bogi, f. 1981 og Lára f. 1991 og 7) Runólf Þór Jónsson, f. 1958, maki Guðrún Hanna Guð- mundsdóttir, dóttir hennar er Í dag er færður til hinstu hvílu höfðingi mikill, Kristján Hólm Jónsson, tengdafaðir minn. Í tæp 12 ár höfum við rökrætt hin ýmsu mál og oftar en ekki verið ósam- mála, en einmitt það gerði spjall- ið okkar svo skemmtilegt. Við gátum rökrætt og verið sammála um að vera ósammála en alltaf gengið brosandi frá síðasta orði. Síðustu daga hafa verið sagðar margar sögur og eftir að hafa hlustað á þær með mikilli aðdáun hef ég komist að því að við vorum heppin. Við vorum heppin að fá svona mikinn tíma með honum miðað við heilsufar eða öllu held- ur heilsuleysi í gegnum árin. Kristján lét ekkert stoppa sig, hvorki bakverki, krabbamein né hjartagalla. Það þurfti að vinna verkin og helst þurfti hann að vinna þau. Kristján á stóran barnahóp og var einstakur afi, afi kex eins og börnin okkar Birkis kölluðu hann. Þegar við komum í heimsókn í Hveragerði var alltaf það fyrsta sem krakkarnir báðu um, að byrja á að heimsækja afa kex. Þau vissu hvar boxin sem geymdu kexið góða voru og gengu orðið rakleitt í átt að þeim og ávallt var afinn stuttu á eftir þeim til að passa að þau fengju nú sinn skammt. Afa kex verður sárt saknað og munum við halda minningu hans á lofti og passa upp á að fylla á kex-dunkinn. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Takk fyrir allt. Valgý Arna. Þær voru ófáar ferðirnar sem Kristján, tengdafaðir minn, fór í um ævina hvort sem það var gangandi, á hestum eða keyr- andi. Núna er haldið í þá síðustu. Hann var fæddur í Skeiða- hreppi í Árnessýslu á fyrri hluta síðustu aldar þegar sveitasam- félagið var allsráðandi. Vinnu- semin var honum þannig í blóð borin. Foreldrar hans fluttu nokkrum sinnum þar til fjöl- skyldan settist að á Litla- Saurbæ í Ölfusi þar sem Kristján ólst upp við sveitastörf. Þegar hann varð eldri vann hann ýmis önnur störf m.a. við löggæslu og útgerð en um 1960 hóf hann að vinna sem rútubílstjóri sem varð síðan hans aðalstarf. Hann sá um fólksflutninga frá Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn um margra ára skeið. Einnig sá hann um skólaakstur og margir eiga minningar um skíðaferðirnar í Bláfjöll. Á þessum tímum voru aðstæður allt aðrar og erfiðari. Sveitin átti alla tíð stórt pláss í lífi Kristjáns og hélt hann hesta- og kindabúskap allt fram til 2007 þegar heilsan tók að gefa sig og hann þurfti að hætta. Dýrin komu hlaupandi heim að húsum þegar Kristján kom keyrandi niður Þorlákshafnarveginn og gæfari dýr var vart hægt að hugsa sér. Það voru þung sporin að láta frá sér skepnurnar og kaflaskil urðu í lífi hans við þau tímamót. Kristján var óþreytandi við að taka barnabörnin með sér í sveitina hvort sem gefið var á garðann, farið á hestbak, fénu gefið ormalyf eða bólusett að vori. Allir voru velkomnir og stór hópur barna sem átti þar sinn ævintýraheim. Einnig voru margar sundferðirnar í Laugar- skarð þar sem börnin fengu að fara með. Súkkulaðirúsínurnar voru aldrei langt undan þegar komið var í heimsókn og stund- um held ég að barnabörnin hafi varla verið hætt á brjósti þegar Kristján byrjaði að bjóða nammi- gottið. Börnin okkar búa þannig að ómetanlegum minningum frá afanum sem þeim þótti svo vænt um og fyrir það þakka ég af heil- um hug. Þrátt fyrir eljuna sem birtist mörgum í Kristjáni bjó þar líka ljúf og viðkvæm sál. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur. Erf- iðleika innan fjölskyldunnar tók Kristján nærri sér. Hann nálg- aðist hlutina oft frá öðrum hlið- um og gat komið manni a óvart þegar leysa þurfti verkefnin. Við ræddum lengi saman í stofusóf- anum kvöldið áður en hann lést og eins og alltaf var rætt um margt. Gömlu dagana bar á góma sem og málefni líðandi stundar innanlands og erlendis sem Kristján fylgdist vel með. Það var spjallað um fjölskyldu og ættingja og aldrei var veðrið langt undan. Við kvöddumst á fallegu sumarkvöldi og í þéttu handartakinu fann maður fyrir slitnu og bognu fingrunum sem báru merki um ósérhlífni hans á langri ævi. Kristján lést snemma morguns 22. júlí heima hjá sér eins og hann hafði oft talað um að hann vildi kveðja. Ég þakka allar dýrmætu stundirnar og kveð tengdaföður minn með söknuði. Atli Einarsson. Einstakur maður hefur kvatt. Hann skilur eftir sig stór fótspor sem erfitt verður að feta í. Í mín- um huga var afi minn nefnilega heljarmenni. Hann var með stærstu hendur í heimi, þétt handtak og hlýjan faðm. Faðm- urinn var öllum opinn og hef ég heyrt ófáar sögurnar af góð- mennsku Stjána rútubílstjóra frá samnemendum mínum úr grunn- skólanum í Hveragerði. Einstakt samband afa ein- skorðaðist ekki við mannfólkið því hann deildi því einnig með dýrum. Ósjaldan riðum við sam- an niður á engi þar sem saman- komnir voru tugir ef ekki hundr- uð hrossa úr ýmsum áttum. Afi brýndi raustina og „gobbagobba- gobb“ ómaði um slétturnar. Glöggt mátti sjá það einstaka samband sem hann átti við hest- ana sem komu úr hans ranni þeg- ar þeir sperrtu eyrun, skildu sig frá stóðinu og fylgdu honum heim að Saurbæ. Sömu sögu má segja af ánum, villiköttunum, öndunum og nautgripunum þar sem þau hlupu fagnandi til móts við hann þegar hann kom í sveit- ina. Það eru forréttindi að fá að alast upp með dýrum og því á ég afa það að þakka. Hann kenndi mér að sitja hest, smala fé á fjalli og að draga í dilka. Umfram ann- að kenndi hann mér að umgang- ast þau með virðingu og hlut- deild. Þolinmæði og þrautseigja afa voru með eindæmum og ófá skiptin sem þau komu í ljós. Eitt þeirra átti sér stað þegar afa- stelpan ákvað að verða hár- greiðslukona. Með það sama skokkaði hún í sveitina, varð sér úti um rýjuklippur og settist svo fyrir aftan einn hestinn. Í mínum huga var taglið vel til þess fallið til að æfa sig í að klippa beint. Það gekk ekki betur en svo að sterturinn var orðinn það stutt- ur, en enn skakkur, að ég færði mig yfir að næsta fórnarlambi. Og svo aftur því næsta… og næsta. Afi kom að mér þar sem ég sat einbeitt á hækjum mér við verknaðinn. Hann hristi lítillega höfuðið, klappaði mér svo á koll- inn og spurði hvort við ættum ekki að skreppa í reiðtúr. Ég hef sjaldan skammast mín eins mikið þar sem ég reið á eftir afa á hnar- reistum Grána sem ekkert hafði taglið. Ævintýri okkar afa voru þó ekki aðeins bundin við dýrin þar sem hann kenndi mér einnig að keyra bíl. Þvílík forréttindi! Öku- kennslan afmarkaðist þó ekki við hinn hefðbundna fólksbíl þar sem ég fékk einnig að sitja í fangi hans og stýra traktor, stórri rútu og vörubíl. Stundum fékk ég meira að segja að skipta um gír. Það mikilvægasta sem afi kenndi mér þó var að með einurð, seiglu og þolinmæði væru mér allir vegir færir, því oftar en ekki stönguðu ærnar mig, ég datt af baki og keyrði út af. Stóru og styrku hendurnar voru þá aldrei langt undan og ýmist struku mér um kinn, lyftu mér aftur á bak eða tóku í stýrið. Dálæti mitt á þessum einstaka manni hefur alla tíð verið algert en þegar ég lít um öxl og hugsa um öll þau forréttindi sem ég upplifði með heljarmenninu átta ég mig á því að þau voru ekki bundin við ævintýri ungs ofur- huga. Forréttindin fólust í því að eiga þennan afa. Með hlýju og óendanlegu þakklæti. Hrefna Lind. Elsku afi, þetta var víst orðið gott. Þú algjörlega tilbúinn að ljúka þessum leik sem líf þitt hafði verið. Leik sem ekki alltaf var léttur og einfaldur og varla hægt að segja að þú hafir alltaf fengið auðveldustu sérleiðina. Þú fórst samt að mér finnst þínar leiðir sáttur og sæll enda heppinn með konu, börn og barnabörn. Ég hugsa að þú hafir litið svo á að líf þitt væri þjónustustarf. Sérleyfishafi í um þrjátíu ár, boð- inn og búinn að skutla og sendast hvort heldur sem var með tómata og gúrkur, möl eða fólk. Til marks um að þú sóttir ekki svo ákaft í þjónustu annarra þá hengdir þú samviskusamlega upp á vegg neyðarhnappinn sem þú áttir að hafa um hálsinn. Þær eru ótalmargar minning- arnar sem koma upp í kollinn á þessari stundu. Notalegur, róleg- ur og yfirvegaður maður. Afi minn. Gular rútur með brúnum röndum eru sjálfsagt frægasta atriðið, 1110, 1120, 1130 og svo framvegis. Enn ofar í rauðbirk- inn kollinn koma grænar baunir með fiski, rósakál og svo spari- nammið mitt, þitt og Birkis, súkkulaðirúsínur. Pabbi minn, tengdasonur þinn stakk upp á því snemma að ég skyldi kalla þig afa ríka, mér fannst það sniðugt, honum líka. Hann var væntan- lega að vinna hjá þér á þessum tíma og átt von á góðu í launa- umslaginu. Ég held að þú hafir haft gaman af þessu, þetta var þó ekki eitthvað sem entist, þó þú hafir í mínum augum alltaf verið moldríkur. Ekki bara í mínum huga varst þú stór persóna, þeir voru jú ófáir sem reyndu að herma eftir þér, en lentu svo í bölvuðum vandræðum þegar þú hættir að taka í nefið því þá var farið eitt sérkennið sem hæglega var hægt að nota, áberandi kok- hljóð við ræskingar. Eins fannst mér kynning þín í síma heillandi, ekkert flókin en tónfallið og ákveðnin einstaklega töff: „Sæll, þetta er Kristján í Hveragerði.“ Ég sé þig fyrir mér sitjandi á skrifstofunni þinni á Breiðu- mörkinni með útsýni yfir Kaup- félagið og Pósthúsið, skrifborðið eins og borð manna með rekstur á að vera. Fullt að gera og mikið að flytja. Nú er þetta allt í rugli, skrifborðið horfið, Kaupfélagið farið á hausinn, Skátarnir komn- ir í pósthúsið og þú farinn. Svona er víst lífið. Þú sagðir einhvern tíma að þú ættir margar skemmtilegar og góðar minningar frá þeim tíma sem þú varst með rúturnar og þér þætti vænt um að enn skyldi fólk sem ferðaðist með mér heilsa þér sem gömlum vini, það var akkúrat málið – líf þitt var á svo margan hátt þjónustustarf sem þú sinntir vel og ef það er eitthvert framhald geri ég ráð fyrir því að þú sért í spónanýjum bíl, með svo mikið voðalega góða farþega. Ég vona að þú, afi-kex eins og yngri flokkur afkomend- anna kallaði þig eigir bæði kex og súkkulaðirúsínur þegar við hitt- umst næst. Una-amma og afkomendur all- ir, minningin um glæsilegan mann lifir svo sannarlega. Þinn, Sævar Þór. Kæri frændi minn. Það er margs að minnast þeg- ar litið er til baka. Mínar fyrstu minningar tengdar þér eru hestar. Seinna komu hálfkassabílar og rútur. Ég vil þakka þér fyrir alla sunnu- dagsreiðtúrana í sveitinni. Næt- urreiðtúr með þér og Sæmundi á Friðarstöðum inn í dali að kíkja á stóðið er mér ógleymanlegur. Síðan tóku við ferðir á hesta- mannamót á Þingvöllum og ótal fjallferðir með góðum félögum, allt er þetta mér minnisstætt. Þú kenndir mér að umgangast hestana með virðingu og vænt- umþykju. Hógvær ábending til stráksa að ríða ekki svona hratt í heiðinni var tekin alvarlega. Bíl- túrar upp í Hveragerði á kvöldin þegar þú varst að afhenda vörur. Rútuferðir í berjamó með stór- fjölskylduna í Litla-Saurbæ. Allt er þetta geymt í minningabank- anum og ber að þakka. Kæra Una og fjölskylda, ykk- ur votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, frændi kær. Jón Grétar Guðmundsson. Kristján Hólm Jónsson Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt, sem hjarta hefur, er hörpu sína vorið slær. (Þorsteinn Erlingsson) Sigríður Stefánsdóttir ✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fædd- ist 20. apríl 1927. Hún lést 16. júlí 2014. Útför Sigríð- ar var gerð 25. júlí 2014. Það má með sanni segja að ljóð- ið eigi vel við nú þegar dagurinn er aftur farinn að styttast. Það gerði það líka hjá Siggu í Tungu, eins og hún var alltaf kölluð. Sigga var næm á tilveruna og sumar- nóttin er í blóma. „Konsi minn, hvað segirðu þá? Hvað hefurðu verið að gera? Hvar er mann- skapurinn? Hvert fóru þeir? Eru kýrnar komnar á básana? Viltu ekki fá þér eitthvað í svanginn?“ Já, hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hið hæga yf- irbragð hennar og bros veitti mér mikla hlýju, styrk og kær- leik sem ég bar virðingu fyrir. Í mörg horn var að líta á stór- búinu Bræðratungu þar sem ég var fyrst snúningastrákur og síðan vinnumaður hjá Sveini föðurbróður mínum og Siggu. Dagarnir voru langir og strang- ir en oftast mjög góðir. Það var alltaf tími fyrir mann líka, sér- staklega hjá Siggu. Hún bauð manni kræsingar, ræddi við mig um öll heimsins mál, talaði kjarngóða íslensku og leiðrétti mig ef þurfti og meira að segja líka Rás 1. Sigga kunni mörg falleg ljóð og laglínur og söng oft með er sungnar voru messur á sunnudögum og í amstri dags- ins. „Þetta gerir manni bara gott,“ sagði hún við mig, „það hjálpar manni að takast á við verkefni dagsins.“ Já, það eru orð að sönnu. Ég hef prófað það þegar ég er einn með sjálfum mér í mínum viðfangsefnum. Sigga vildi eins og alltaf kenna manni á lífið, hvað væri rétt og hvað rangt. Hún kvartaði aldrei en var alltaf næm ef eitthvað bjátaði á hjá öðrum. 9 sumur var ég hjá þeim hjónum í Bræðratungu. Það var virkilega skemmtilegur og þroskandi tími og ég hlakkaði til að fara í hvert sinn. Það var alltaf nóg að gera og traustið og trúin á mann var til staðar. Alltaf var mikill friður með þeim hjónum. Sigga hjálpaði Konsa við margt og það er óhætt að segja að við vorum miklir vinir. Hún hefur fylgst með lífi mínu í gegnum árin og var alltaf svo jákvæð gagnvart hugðarefnum mínum. Mig langar að þakka fyrir allt sem þú hefur kennt mér og að geta haft þig sem besta vin var mér mikill heiður. Guð verður með þér og Sveini nú þegar þið eruð saman á ný. Blessuð sé minning Sigríðar Stefánsdóttur. Hákon Páll Gunnlaugsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.