Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2014 holar@simnet.is ÖRNEFNI Í MJÓAFIRÐI -síðasta bók Vilhjálms á Brekku Þann 20. september næstkomandi hefði Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði orðið 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað rit eftir hann, Örnefni í Mjóafirði. Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda. Þegar byrjað var að búa umrædda bók til prentunar sagði Vilhjálmur svo frá að „annaðhvort verður þetta afmælisrit eða minningarrit“. Því miður verður hið síðarnefnda ofan á. Aftast í bókinni verður Tabula memorialis (minningarskrá) og þar geta þeir sem heiðra vilja minningu Vilhjálms fengið nafnið sitt skráð og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi. Hægt er að panta bókina fram til 10. ágúst í netfanginu erna@holabok.is eða í símum 690 8595 / 587 2619. Bæjarráði Fjallabyggðar barst fyrr í mánuðinum ósk um leyfi til að halda hænur. Óskin barst frá íbúa á Siglu- firði, Guðmundi Ólafi Einarssyni, sem hugðist hafa hana- og hænsna- hald á heimili sínu við Hvanneyrar- braut 52 í bænum. Með fylgdi sam- þykki nágranna hans í húsunum númer 48 og 50 við götuna. Með vísan í samþykkt um búfjár- hald samþykkti skipulags- og um- hverfisnefnd Fjallabyggðar á fimmtudag að leyfa Guðmundi Ólafi að halda hænur en ekki hana. Guðmundur Skarphéðinsson, for- maður nefndarinnar, segir ástæðuna vera einfalda. „Hanar ónáða fólk og á þeim forsendum bönnuðum við þetta,“ segir hann. Guðmundur segir samþykki úr næstu tveimur húsum ekki nægja, þar sem bærinn sé lítill og hanarnir myndu ónáða mun fleiri í kring. Hann segir reynsluna af hænsnahaldi þó vera góða á svæðinu, og ekkert standi í vegi fyrir því. Guðmundur Ólafur segist ósáttur við ákvörðun bæjarráðsins, „Það er ekkert gaman að vera með hænur og enga hana. Þessi grey verða að geta fjölgað sér,“ segir hann. Guðmundur hafði þegar fengið sér þrjár hænur og einn hana. „Ég er búinn að vera með hanann í um hálfan mánuð og það hefur ekki borið á neinu ósætti,“ segir hann, en eftir ákvörðun bæjar- ráðsins þarf haninn að víkja. Guðmundur segir nágranna sína hafa verið sátta við hanann, og því hafi hann verið hissa á því að málið hafi ekki verið samþykkt. „Ég mun samt halda áfram með hænsnahald- ið,“ segir hann að lokum. if@mbl.is Hanar bannaðir þrátt fyrir samþykki nágranna Morgunblaðið/Ómar Garður Hani í Fjölskyldugarðinum.  Hanahald ekki leyft á Siglufirði Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum mín- um við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í bréfi sínu til Tryggva Gunnarssonar, umboðs- manns Alþingis, sem óskaði á mið- vikudag eftir tilteknum upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, vegna rann- sóknar á lekamálinu svokallaða. Í bréfinu segir Hanna Birna að sam- skiptin hafi snúið að öryggi gagna sem lögreglan hafi fengið aðgang að innan ráðuneytisins og hvenær þess mætti vænta að rannsókn ljúki. Fram kemur í bréfinu að fjórir fundir hafi farið fram á milli þeirra frá því að rannsókn á málinu hófst. Engin þeirra var þó til að ræða rannsóknina sérstaklega. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, gerir engar at- hugasemdir við það sem fram kemur í bréfi ráðherra. „Ég get staðfest það sem þarna kemur fram. Svo get ég bætt því við að ég kom á framfæri at- hugasemdum og gagnrýni á framfæri frá ráðherra við ríkissaksóknara sem fer með stjórn þessarar rannsóknar,“ segir Stefán sem segist þó ekki getað tjáð sig nánar efnislega sökum þess að það tengist rannsókn málsins. Í bréfi Hönnu Birnu kemur meðal annars fram að hún eigi oft í sam- skiptum við forstöðumenn undir- stofnana ráðuneytisins, oft á tíðum á óformlegum nótum. „Er því eins farið með lögreglustjórann á höfuðborgar- svæðinu,“ segir í bréfi Hönnu Birnu. Umboðsmaður skoðar málið Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, telur í stöðuupp- færslu á Facebook-síðu sinni að Hanna Birna hafi viðurkennt afskipti sín af rannsókninni. „Innanríkisráð- herra játar í dag afskipti af rannsókn lögreglustjóra – undirmanns henn- ar,“ segir m.a í færslu Árna Páls. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, segir í samtali við Morg- unblaðið að bréfið verði tekið til skoðunar og í framhaldinu verði næstu skref ákveðin. „Málið verður skoðað á næst- um dögum,“ segir Tryggvi. Gerir ekki athugasemdir við bréfið  Samskipti ráðherra við lögreglustjóra sneru að því að greiða fyrir rannsókn málsins  Stefán stað- festir það sem fram kemur í bréfinu  Kom athugasemdum ráðherra á framfæri við ríkissaksóknara Morgunblaðið/Eggert Svarbréf Í bréfi Hönnu Birnu segist hún ekki hafa blandað sér í rannsókn lekamálsins með óeðlilegum hætti. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Enn eru að verða breytingar á grænu verbúðunum við gamla hafn- arbakkann í Reykjavík. Jón Sigurðs- son og fjölskylda, eigendur Sindra- fisks, vinna nú hörðum höndum að því að breyta fiskverkuninni í Ver- búð 11 í veitingastað. Til stendur að opna staðinn í byrjun nóvember næstkomandi. „Annars erum ekki komin með neinar dagsetningar. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Sigurður Sveinn Jónsson, sem ásamt fleirum í fjöl- skyldunni kemur að uppsetningu veitingastaðarins. Staðurinn mun taka um 60-80 manns í sæti og áhersla verður lögð á sjávarrétti. „Við höldum tryggð við málstað- inn, enda kunnum við ekki annað,“ segir Sigurður en Sindrafiskur hefur verið með fiskverkun á þessum stað í tugi ára. Kokkurinn í fjölskyldunni, Guðmundur Jónsson, hefur tekið að sér það hlutverk að undirbúa og þróa matseðlana, en veitingastaðurinn er ekki kominn með nafn ennþá. Hvít og græn verbúð Verbúð 11, þá hvítu, keypti fjöl- skyldan fyrir um 30 árum en leigir þá grænu í númer 10 áfram af Faxa- flóahöfnum og þar verður fiskverkun starfrækt áfram, sú síðasta á þessu svæði. Sigurður segir það hafa tekið sinn tíma að afla tilskilinna leyfa áð- ur en framkvæmdir gátu hafist. Gera þarf nokkrar breytingar á húsinu, eins og brjóta úr suðurgaflinum til að setja þar upp glugga. Síðar meir er ætlunin að koma upp útiaðstöðu, þannig að gestir staðarins geti sest niður og notið veðurblíðunnar. Sér fjölskyldan fyrir sér að ágætlega skjólsælt verði sunnan við húsið. Nýr veitingastaður í verbúðunum í Reykjavík  Eigendur Sindrafisks standa í stórræðum við gamla hafnarbakkann  Síðasta fiskverkunin starfar þar áfram  Hyggjast halda tryggð við málstaðinn Morgunblaðið/Eggert Verbúðir Framkvæmdir eru hafnar við að breyta Verbúð 11 í veitingastað. Samkvæmt niðurstöðu Þjóð- arpúls Gallup, sem greint var frá í sjónvarps- fréttum RÚV í gærkvöld, kem- ur fram að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur bætt við sig um tveggja prósentustiga fylgi frá síðustu könnun. Stuðn- ingur við ríkisstjórnina hefur auk- ist lítillega milli mánaða. Fylgi annarra flokka breytist lítið. Tæp 42% þeirra sem tóku af- stöðu í könnuninni styðja ríkis- stjórnina og eykst stuðningur við hana um 2%. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins eykst einnig um rúm tvö prósentustig, en tæplega 28% segj- ast myndu kjósa flokkinn ef geng- ið væri til kosninga í dag. Fylgi annarra flokka breytist lítið. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega 15% Bjarta framtíð, rúmlega 13% Framsóknarflokkinn og tæp 13% Vinstri græn, tæplega 8% segjast myndu kjósa Pírata og nær 6% myndu kjósa aðra flokka en þá sem sitja nú á þingi. Um 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Lítilleg fylgisaukn- ing ríkisstjórnar Könnun Fylgi ríkis- stjórnarinnar eykst. „Síðastliðið vor ræddi nefndin um að taka þetta svokallaða lekamál til umræðu. Síðan þá hafa komið fram upplýsingar á síðustu dögum og vikum sem enn hafa gefið tilefni til þess að nefndin setjist yfir málið,“ segir Ögmundur Jónasson, for- maður stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþing- is. Hann segir ekki komna tímasetn- ingu á hvenær málið verði tekið fyrir en nauðsyn- legt sé að gera það áður en Alþingi kemur saman. Fundað fyrir þingsetningu NEFNDIN KOMI SAMAN Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.