Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
nordicgames.isÚtsölustaðir: Elko, Hagkaup, Spilavinir
KING OFTOKYO
Verður þú konungur Tókýó?
Einfalt og skemmtilegt
teningaspil fyrir 2-6 leikmenn
með skrímslum semganga
berserksgang umTókýó.
Heppni og örlítil herkænska
er lykillinn að
ánægjulegum
sigri.
NÝTT
Kjarni kærleikans
er hjarta Guðs. Hjarta
sem dæmir ekki. En
breytir refsingu í fyr-
irgefningu og dauða í
eilíft líf. Við erum
kölluð til að bera lífinu
vitni. Kærleika Guðs
sem frelsarinn Jesús
Kristur birti okkur og
vill gefa okkur. Það
hlýtur að gera okkur
auðmjúk og fá okkur
til þess að lifa í þakklæti. Því það
veitir okkur bjartsýni og von. Lífið
fær tilgang og við tökum að sjá til-
veruna í nýju ljósi.
Þú ert í draumum Guðs
Guð dreymir stóra fagra drauma
og hefur háleit markmið. Og þú ert
hluti af hans draumum, ert inni í
áætlunum hans. Hann hefur útvalið
þig og kallað til að bera ávöxt, fólki
til blessunar og sér til dýrðar.
Ávöxt sem varir til eilífs lífs í fullri
gnægð.
Já, hver ætli verði okkar arfleifð
annars þegar upp er staðið?
Lífið er það dýr-
mætasta sem við eigum
Lífið er gimsteinn þér af Guði
gefinn, partur af auðlegð himinsins.
Eilíf perla sem þér er falið að gæta
og pússa, dag hvern, uns yfir lýkur.
Horfðu um öxl af virðingu og
með þakklæti þrátt fyrir allt.
Horfðu fram á við í von þrátt fyrir
vonbrigði og efasemdir. Líttu í
kringum þig með kærleiksríkum
augum og af umhyggju. Þá vex og
dýpkar trúin á lífið. Slepptu ekki
takinu á lífinu, þótt þú skiljir ekki
alltaf hvers vegna og í hvað þú
heldur. Því ekkert er okkur dýr-
mætara en lífið sjálft.
Gleymum ekki til
hvers við erum hérna
Því er svo mikilvægt að við hug-
um að rótunum. Gætum að því hver
við erum. Fyrir hvað við stöndum,
hver við viljum raunverulega vera
þegar upp er staðið. Hver er eig-
inlega stefna okkar, markmið og
tilgangur í þessu lífi?
Við þurfum að vera í sífelldri
endurskoðun, dag
hvern, spyrja okkur
áleitinna spurninga,
glíma og efast, án þess
þó að sleppa takinu og
missa sjónar á kjarn-
anum. Gleymum ekki
hver við erum og til
hvers við vorum kölluð
til að vera hérna.
Núið í ljósi
eilífðarinnar
Málið er að lifa í
núinu og njóta þess í
ljósi eilífðarinnar. Ef
von mín og fyrirheitin fögru sem
Guð hefur gefið okkur næðu aðeins
til þessarar ljúfsáru allt of stuttu
ævi veit ég ekki alveg hvað mér á
að finnast. Þá væri lífið heldur
stutt og snautt, nánast tilgangs-
laust og því sem næst steindautt.
Því að ævi mannins er aðeins
stundleg og stutt. En lífið er tíma-
laus eilífð.
Já, hvað veistu dýrmætara og
þakkarverðara en vera valin í lið
lífsins og fá að spila með til sigurs?
Og þótt einstaka viðureignir kunni
að tapast, þá munum við að lokum
standa uppi sem sigurvegarar, þar
sem sigur lífsins hefur verið tileink-
aður okkur.
Mætti sumarið færa okkur von,
minna okkur á lífið. Nú þegar allt
er í fullum blóma. Sérhvert lauf
minnir okkur á lífið. Á upprisu lífs-
ins. Sigur lífsins sem er tileinkaður
þér og mér. Guð gefi að okkur
megi auðnast að vista vorið í sálinni
og ganga til móts við nýja tíma
með eilíft sumar í hjarta.
Friður Guðs sem er æðri öllum
mannlegum skilningi varðveiti
hjörtu okkar og hugsanir í Kristi
Jesú, okkar upprisna frelsara og ei-
lífa lífgjafa.
Lifi lífið!
Kjarni kærleikans
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Já, hvað veistu dýr-
mætara og þakkar-
verðara en vera valin í
lið lífsins og fá að spila
með til sigurs?
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og áhugamaður um lífið.
Svo langt sem
minni mitt rekur hef-
ur umræðan um
hvernig hægt sé að
tryggja, helst öllum
landsmönnum, þak
yfir höfuðið verið
fyrirferðarmikil, svo
ríkjandi að pólitíkin
hefur tekið hana upp
á sína arma í aðdrag-
anda kosninga. Þar
hefur öllu fögru verið
lofað að vanda en
greinilega lítið af fögru fyrirheit-
unum komist til framkvæmda.
Komið hefur verið á fót stofnunum
í þessu skyni svo sem Húsnæðis-
málastofnun ríkisins sem lengst
hefur starfað, húsbréfunum sálugu
og síðast Íbúðalánasjóði til þess að
veita fjármagn til íbúðakaupa með
það bærilegum kjörum að helst
allir gætu eignast íbúð. Nú er í
farvatninu enn ein tilraunin á
þessu sviði sem að vísu lítið hefur
heyrst um nema að það er búið að
skipa enn eina sérfræðinganefnd-
ina ásamt verkefnastjórn til þess
að leiða málið til farsælla lykta í
eitt skipti fyrir öll, að mér skilst.
Og enn er bætt um betur í lof-
orðaskjóðuna því komandi hús-
næðiskerfi á líka að taka til leigu-
markaðarins og gefa þeim sem
þess óska tækifæri til að leiga sér
íbúð á kjörum sem flestir geti ráð-
ið við.
Litið framhjá aðalatriðinu
Í allri umræðunni um húsnæðis-
vandann gleymist alltaf að fjalla
um meginmálið þ.e. ástæðu allra
vandræðanna sem er að það er
alltof stór hópur í samfélaginu
sem er á svo lágum launum að
hann hvorki hefur ráð á að kaupa
né leigja íbúð.
Hér er m.a. um að ræða hópa
sem taka kaup og kjör samkvæmt
lægstu töxtunum á vinnumarkaði
sem eru svo lágir að engin leið er
fyrir þá sem á þeim starfa að
draga fram lífið á þeim tekjum
einum. Ég hef verið þeirrar skoð-
unar og er enn að þau störf sem
skapa svo litlar tekjur að fyrir þau
er ekki hægt að greiða hærri laun
en lágmarkstaxtar kveða á um eigi
einfaldlega að afleggja
vegna þess að þau
geta tæpast haft mikla
þýðingu fyrir sam-
félagið. Hljóta að vera
óarðbær en eins og
allir vita eiga þess-
háttar störf ekki rétt
á sér í samfélagi sem
byggir á sjálfbærni á
öllum sviðum. Lítum á
taxta verslunarmanna
en þar eru byrj-
unarlaun afgreiðslufólks í versl-
unum rúm 206 þús. kr. á mán.
m.v. fulla vinnu og fara hæst í
rúm 230 þús. eftir 5 ára starfs-
tíma. Taxtar félagsmanna Eflingar
eru svipaðir, byrja í ríflega 201
þús. kr. mán. og fara hæst í rúm
244 þús. kr. pr. mán.
Samkvæmt mínum upplýsingum
munu það m.a. vera starfsmenn á
kassa í stórmörkuðunum sem eru
á strípuðum töxtum VR með að
hámarki 230 þús. kr. á mán. fyrir
fulla vinnu. Þá vaknar spurningin,
eru þessi láglaunastörf svo létt-
væg að þau skipta litlu sem engu
máli fyrir viðkomandi fyrirtæki og
stofnanir og að þess vegna séu
launin jafn lág og raun ber vitni.
Er það nú svo? Hvað mundi t.d.
nú gerast í stórmörkuðunum ef
kassastarfsmenn mundu leggja
niður störf. Afleiðingin yrði sú að
allt tekjustreymi til verslunarinnar
mundi stöðvast en eins og alkunna
er, er ekki hægt að reka fyrirtæki,
hvaða nafni sem það nefnist, án
tekna. Er þá með einhverjum
hætti hægt að halda því fram að
starf á kassa sé jafn léttvægt og
launin gefa til kynna. Að mínu
mati alls ekki. Það er nefnilega
þannig með eitt samfélag að til
þess að það gangi þokkalega vel
fyrir sig þarf að sinna öllum þeim
störfum sem það byggir á hvaða
nafni sem þau nefnast og hvort
þau krefjast háskólamenntunar af
einhverju tagi eður eigi. Annars
fer bara allt á annan endann.
Nefna má sorphirðu og ræstingar
á spítölum sem dæmi um störf
sem þykja nú í daglegu um-
ræðunni ekki sérlega merkileg en
nógu merkileg til þess að sé þeim
ekki sinnt lamast allt samfélagið.
Því er nefnilega stóra spurningin
sígild og gamalkunn: hvort kemur
á undan eggið eða hænan?
Aðkoma ríkissjóðs
Lágu launin sem stórum hópi
fyrirtækja leyfist að greiða fyrir
störf sem eru á engan hátt þýðing-
arminni fyrir viðkomandi fyrirtæki
en öll hin sem betur eru borguð
valda því að ríkissjóður verður að
grípa til margháttaðra ráðstafana
til þess að tryggja þessum hópum
lágmarksframfærslu. Það er m.a.
gert með húsnæðisbótum, barna-
bótum og vaxtabótum svo nokkuð
af því sé nefnt sem kemur fyrst í
hugann. Með nokkrum rökum má
halda því fram að með þessum
bótum sé ríkissjóður að greiða
þessi störf niður sem fara oft fram
hjá stöndugum fyrirtækjum eins
og stórmörkuðunum. Er það hlut-
verk ríkissjóðs? Að mínu mati alls
ekki. Það getur auðvitað hent að
hann verði að greiða bætur af
þessu tagi en þá ekki vegna þess
að viðkomandi sé að sinna svo illa
launuðu nauðsynlegu starfi að
launin nægi ekki til framfærslu
heldur af einhverjum þeim ástæð-
um öðrum sem almannatrygg-
ingakerfið metur bótaskyldar.
Að mínu mati er bara um tvær
meginleiðir að ræða í þessu máli.
Önnur er sú að setja í lög ákvæði
um lágmarkslaun sem yrðu að
miðast við að viðkomandi launþegi
gæti framfleytt sér án opinberra
afskipta. Hin leiðin er að rík-
issjóður taki að sér að greiða nið-
ur húsnæðiskostnað þeirra sem
hafa tekjur undir tilskildum við-
miðum. Fyrst þegar farið hefur
fram grundvallarstefnumörkun í
þessu máli er tímabært að skipa
enn eina gáfumannanefndina til
frekari útfærslu hennar.
Hænan eða eggið
Eftir Helga Laxdal
Helgi Lax-
dal » Störf sem ekki skapa
næg verðmæti til
eðlilegrar framfærslu á
að leggja niður, þau
hljóta að vera bæði
ónauðynleg og óarð-
bær.
Höfundur er vélfræðingur og fyrrv.
yfirvélstjóri.
Eftir uppákomu á Lebowski Bar í
Reykjavík, þar sem dóttur minni var
sagt upp þegar hún krafðist kjara-
samningsbundinna launa, hef ég rætt
málið opinskátt.
Um daginn hitti
ég móður stúlku á
þrítugsaldri sem
vann sem lærður
þjónn á þekktu
veitingahúsi í
Reykjavík. Henni
voru greidd
jafnaðarlaun og
námu heild-
arlaunin rétt rúm-
um 200 þúsund krónum að sögn
móðurinnar. Unnið var á vöktum alla
daga vikunnar. Unga konan gerði
ekki athugasemd við launagreiðsluna
þar sem hún hafði skyldum að gegna
við leigusala og gat því ekki verið
tekjulaus. Hennar lifibrauð og enginn
upp á að hlaupa.
Stéttarfélögin vilja vita um
greiðslu jafnaðarkaups. Ein-
staklingar eru hvattir til að gera at-
hugasemd og er það vel. Tek heils
hugar undir það! Því fylgir vissulega
áhætta eins og eigendur Lebowski
Bar sýndu. Eitthvað svipað kom fram
í fréttinni að vestan um launþega í
ferðaþjónustunni. Fólk missir vinn-
una ef það krefst réttinda sinna og er
það fordæmisgefandi fyrir aðra
starfsmenn. Hvað geta stéttarfélögin
gert til að auðvelda einstaklingum
sem vilja tilkynna ólöglegar launa-
greiðslur? Fljótt á litið sé ég það ekki.
Reyndar þekki ég ekki innviði allra
stéttarfélaga og er því ekki kunnugt
um hvort þau gætu hlaupið undir
bagga með þeim sem þora og taka
áhættu á uppsögn. Ég hvet þau stétt-
arfélög sem í þessu standa til að
skoða málið. Öðruvísi láta fáir á þetta
reyna.
Víða á heimasíðum verkalýðsfélaga
kemur fram hvað launþegi á að hafa í
höndunum þegar ráðning á sér stað.
Auðvelt er að prenta þetta út og hafa
meðferðis þegar ungt fólk ræður sig
til starfa. Enn og aftur kalla ég for-
eldra unga fólksins til samræðu um
málaflokkinn.
Við skulum ekki halda að þetta sé
einn og einn staður sem er svo óvand-
ur að virðingu sinni. Það má vissulega
gruna hótel, veitingastaði og bari um
slíkt lögbrot. Hvað segja Samtök at-
vinnulífsins og Félag veitingahúseig-
enda, eru þau sáttir með framferði fé-
laga sinna?
Það vill svo til að margir liggja
undir grun þegar jafnaðarlaun eru
greidd. Verkalýðsfélögin ættu að
birta nöfn þeirra vinnustaða sem
fremja slík lögbrot, sé það leyfilegt.
HELGA DÖGG
SVERRISDÓTTIR,
m.Ed. B.Ed. Dipl.Sc og sjúkraliði.
Foreldrar kallaðir
til samræðu
Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur
Helga Dögg
Sverrisdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS