Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vegagerðin hefur á þessu ári sam-
anlagt 8.447 milljónir króna úr að
spila í viðhald og þjónustu á vega-
kerfi landsins, þar af 5.000 millj-
ónir í viðhald. Fjárveitingar ríkis-
valdsins hafa jafnt og þétt lækkað
frá því fyrir hrun en frá árinu 2007
hafa þær minnkað um 20%, miðað
við uppreiknað verðlag og fjár-
aukalög. Fjárveitingar árið 2007
námu alls um 10.700 milljónum.
Ef fjáraukalögin væru ekki tekin
með í reikninginn, og eingöngu lit-
ið til fjárveitinga á fjárlögum
hvers árs, þá væri niðurskurðurinn
enn meiri á þessu tímabili. Ætlun
fjárveitingavaldsins var því önnur
en raun varð – og þörf krafði. Í
heild hafa framlög síðustu ára til
vegamála reyndar verið þau
lægstu um mjög langan tíma, þrátt
fyrir sífellt auknar kröfur til vega-
kerfisins.
Síðustu ár verið snjóþung
Eins og sést nánar á meðfylgj-
andi grafi, sem unnið er eftir upp-
lýsingum frá Vegagerðinni, þá
héldust fjárveitingar nokkuð stöð-
ugar fram að hruni, á árunum 2001
til og með 2007, og var nokkuð
jafnt skipt á milli viðhalds og þjón-
ustu. Eftir hrun hefur þróunin ver-
ið niður á við.
Rögnvaldur Gunnarsson, for-
stöðumaður framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar, segir fjárveit-
ingar í heild sinni vissulega hafa
minnkað en hafa beri í huga að
síðustu ár hafi verið snjóþung og
kostnaður við vetrarþjónustu því
aukist.
„Vetrarþjónustan er mjög óviss
póstur þar sem enginn veit fyrir-
fram hvernig snjórinn eða hálkan
verður,“ segir Rögnvaldur en þetta
hefur kallað á meira fjármagn
gegnum fjáraukalög, auk þess sem
sum verkefni í þjónustu hafi verið
flutt yfir á viðhaldshliðina þar sem
fjárveitingar til þjónustu drógust
meira saman en til viðhaldsins.
Rögnvaldur segir það einnig
hafa sitt að segja að akstur hafi
aukist á þessum árum, með meira
sliti og hraðara niðurbroti á öllum
vegum.
„Þegar allt fer í þrot, þá fara
menn að gera eitthvað í fjárauka-
lögunum,“ segir Rögnvaldur og
tekur dæmi að í fjáraukalögunum
2013 var bætt við 1.200 milljónum
króna vegna mikils halla af vetrar-
þjónustunni. Að öðrum kosti hefðu
útgjöldin það ár ekki verið svona
mikil, eða 9,7 milljarðar króna.
Fjárveitingarnar í ár eru einum
milljarði króna minni.
Þá var fjármagn úr viðhalds-
fjárveitingu, sem nota átti til átaks
í viðhaldi 2014, flutt yfir til vetrar-
þjónustunnar til að minnka hallann
þar um síðustu áramót. Nýtast
þeir fjármunir þá ekki til viðhalds
veganna.
„Eins og fram hefur komið er
þetta farið að bitna á vegakerfinu.
Vegirnir lifa ekki endalaust. Eftir
því sem minna fjármagn er sett í
nýframkvæmdir þá er meiri kostn-
aður í viðhaldi gömlu veganna. Síð-
an hefur umferðin verið að aukast
á ný og stöðugt fleiri ferðamenn
aka um landið,“ segir Rögnvaldur.
Fjárveitingar minnkað um 20% frá hruni
Minna í viðhald og þjónustu hjá Vegagerðinni Fjárveitingar minnkað um 2.200 milljónir frá
árinu 2007 Auknar kröfur á sama tíma til vegakerfisins Vetrarþjónustan er mjög óviss póstur
Fjármagn til Vegagerðarinnar
í viðhald og þjónustu 2001-2014
Fjárveitingar til þjónustu á verðlagi 2014 Fjárveitingar til viðhalds á verðlagi 2014
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2010 2011 2013 2014
Fjáraukalög meðtalin. Heimild: Vegagerðin
5.
37
8
5.
03
8
5.
38
0
4.
82
4
4.
77
8
5.
29
0
5.
51
1
5.
27
4
5.
31
0
5.
33
9
5.
29
9
4.
82
6
4.
34
0
6.
08
5
5.
40
7
3.
81
4
3.
40
1
5.
23
1
4.
87
0
3.
48
9
4.
50
4
5.
23
5
5.
00
0
3.
44
7
4.
82
6
5.
11
7
4.
97
1
4.
71
3
Ljósmynd/Brynja Dagbjartsdóttir
Í Flóanum Hamarsvegurinn hefur verið í afleitu ástandi í sumar.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
20%afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli
vandlega fyrir notkun.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Íslensku ferðamennirnir tala mest
um það hvað þeim finnst vera snyrti-
legt hér í eyjunni, öllu vel við haldið,
en útlendingarnir hafa mest gaman af
því að skoða fuglana,“ segir Ingimar
Ragnarsson, sem er ökumaður og
leiðsögumaður í föstum traktors-
ferðum með ferðafólk um Hrísey.
Gestirnir höfðu enn meira um að tala
framan af sumri, þegar hvalir sáust
skammt undan landi í mörgum ferð-
um. Hvalirnir hafa fært sig utar í
fjörðinn í júlí.
Ferðamálafélag Hríseyjar hefur í
nokkur ár staðið fyrir ferðum um
Hrísey, í samvinnu við Akureyrar-
stofu. Áætlunin hljóðar upp á fjórar
ferðir á dag í júní, júlí og ágúst og svo
eru farnar aukaferðir á kvöldin eða
öðrum tímum með hópa út í Hríseyj-
arvita. Góð aðsókn er í ferðirnar, oft
er biðröð eftir að Hríseyjarferjan hef-
ur lagst að, en Ingimar viðurkennir
að stundum falli ferðir niður þegar
veðurguðirnir eru ekki hliðhollir ferð-
um á opnum farartækjum.
Dráttarvélar eru helstu ökutæki
Hríseyinga og eru þær notaðar í ferð-
irnar. Fólkið situr á bekkjum í göml-
um heyvögnum sem hefur verið
breytt í ferðamannavagna.
Farinn er hringur um þorpið og að-
eins norður um eyjuna til að fræðast
um hvönnina og fuglalífið. Jafnframt
er sagt frá því sem í boði er í eyjunni.
Ferðirnar taka hálftíma til þrjú
korter.
Þegar farið er fram hjá flugvell-
inum lýsir leiðsögumaðurinn „flug-
stöð“ þeirra Hríseyinga, gömlu
strætisvagnaskýli frá Akureyri sem
notað er sem útsýnisskýli. „Það er
bara krydd í tilveruna að geta gert
grín að okkur sjálfum,“ segir Ingi-
mar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á ferðinni Dráttarvélar eru aðalsamgöngutækið í Hrísey. Ferðamenn fá að njóta þeirra.
Margir ferðamenn nýta
sér heyvagnsferðirnar
Íslendingar hafa gaman af því að sjá flugstöð Hríseyinga
Metaðsókn var á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum um verslunarmanna-
helgina.
Mörgum þjóðhátíðargestum lá á
að komast upp á fastalandið í gær og
voru dæmi þess að fólk byði 25.000
krónur fyrir miða í Herjólf frá Vest-
mannaeyjum í Facebook-hópnum
Þjóðhátíð 2014!!! í ferðinni sem farin
var klukkan 17. Miðinn kostar 1.260
krónur í miðasölu Herjólfs. Verðið
var því tæplega tuttugufalt.
Gunnlaugur Grettisson, rekstrar-
stjóri Herjólfs, hafði ekki heyrt af
þessu þegar mbl.is náði tali af hon-
um síðdegis í gær, en hann segir í
sjálfu sér ekkert hægt að gera til að
stöðva þennan eftirmarkað með
miða. „Ég hef ekkert heyrt af þessu,
en þykir þetta ansi mikið fyrir
stutta siglingu. Ætli það sé ekki erf-
itt að eiga við það ef einhverjir ein-
staklingar eiga miða í bátinn og
kjósa að selja hann,“ sagði Gunn-
laugur.
Uppselt var í allar ferðir Herjólfs
í gær og gekk allt snurðulaust fyrir
sig. Langar biðraðir mynduðust við
brottfararstað.
Þá sigldi báturinn Víkingur milli
lands og Eyja alla helgina, 20 ferðir.
„Þetta hefur gengið alveg ljóm-
andi vel og báturinn verið fullur all-
ar ferðir,“ segir Sigurmundur Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Viking
Tours. » 12
Buðu 25 þúsund
fyrir miðann
Gestum lá á að komast í land