Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Ef það verður fínt veður næstu
vikur þá erum við í toppmálum,“
segir Gunnlaugur Karlsson,
framkvæmdastjóri Sölufélags
garðyrkjumanna, en grænmet-
isuppskera hefur ekki verið eins
góð og búist var við í upphafi
sumars. „Vorið fór mjög vel af
stað og maí gekk vel upp hvað
hitann varðar, en svo hefur það
haft neikvæð áhrif að það sást
varla til sólar í einn og hálfan
mánuð,“ segir hann. Gunnlaugur
segist sjá fram á það að þetta
verði meðalár. „Þetta ræðst á
næstu vikum.“
Að sögn Gunnlaugs eru allar
grænmetistegundir nú komnar á
markað. „Gulræturnar voru að-
eins seinna en við vorum að vona
en þær eru að detta inn núna,“
segir hann, „Allt annað er komið í
gang.“ Jafnframt segir hann
blómkál vera að koma inn af full-
um krafti þessa dagana, „Það var
að detta inn í seinustu viku og við
vonumst til að geta boðið upp á
mikið framboð af því næstu
daga,“ segir hann. Gunnlaugur
segir að búist hafi verið við kart-
öflum á markað mun fyrr, en þar
hafi rigningin sett strik í reikn-
inginn. „Rigningin hafði áhrif þar
sem menn komust hreinlega ekki
um garðana,“ segir hann. „Menn
hafa grínast með það að þurfa að
gera út á bátum til að ná í upp-
skeruna.“
Friðrik R. Friðriksson, rækt-
unarstjóri á garðyrkjustöðinni
Jörfa á Flúðum, segir uppskeruna
mun minni en búist var við,
„Þetta lofaði svo svakalega góðu
en svo upp úr miðju sumri fór að
rigna og það hefur bara rignt lát-
laust,“ segir hann. Friðrik segir
úrkomuna mun meiri en í fyrra,
og þó að lofthitinn sé góður sé
jarðvegurinn mjög kaldur. „Okk-
ur liði ekki vel í sólbaði með fæt-
urna í klakavatni,“ segir hann.
Friðrik segir uppskeruna minni
en í fyrra í öllum útitegundum.
Grænmetisuppsker-
an minni en í fyrra
Ræktun Uppskeran er minni en búist var við í vor. Rigning og sólarleysi hafa þar sett strik í reikninginn.
Varla sást til sólar í margar vikur
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra var heiðursgestur á
tveimur hátíðum vestanhafs um
helgina. Fyrst í Mountain í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum, þar sem
árleg hátíð fólks af íslenskum ætt-
um (Deuce of August Celebration)
fór fram í 115. sinn, og síðan á Gimli
í Manitoba í Kanada, þar sem Ís-
lendingadagurinn var haldinn há-
tíðlegur í 125. skipti.
Dagskrá var hefðbundin á báðum
stöðum. Í Mountain skoðaði utan-
ríkisráðherra meðal annars minn-
ismerki um skáldin Stephan G.
Stephansson og Káin, en á Gimli
heimsótti hann m.a. víkingaþorpið
og tók þátt í afhjúpun á sérstökum
rúnasteini á svæðinu.
Fundaði með forsætisráðherra
Gunnar Bragi hitti Peter Bjorn-
son, húnsæðismálaráðherra Mani-
toba, í Winnipeg en Peter Bjornson
er af íslenskum ættum og hefur ver-
ið ráðherra í rúman áratug. Þá átti
hann fund með Greg Selinger, for-
sætisráðherra Manitoba, á Gimli í
gær. steinthor@mbl.is
Tímamót
hátíða í
Vesturheimi
Ljósmynd/Helgi Skúlason
Rúnasteinn á Gimli Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Lynn Greenberg, bæjarstjóri á Gimli, Cameron Arnason, forseti Íslendingadagsnefndar,
og listamaðurinn Janey Westin við steininn sem settur var upp á Bills-hæð rétt við höfnina um helgina, þar sem til stendur að koma upp víkingagarði.
Víða um land er unnið að viðhaldi á
vegum, ekki síst endurnýjun á slit-
lagi. Á heimasíðu sinni biður Vega-
gerðin vegfarendur að sýna varúð og
tillitssemi og virða merkingar á ferð-
um sínum um vegi landsins.
Á heimasíðunni kemur enn frem-
ur fram að Öskjuleið sé ófær vegna
vatnavaxta nema fyrir breytta
jeppa. Þeim sem eiga leið í Öskju að
norðan er bent á að fara veg 910,
sem er Austurleið.
Á Siglufjarðarvegi hefur jarðsig
verið viðvarandi að undanförnu og
skvompur eða brot geta myndast
skyndilega. Hvetur Vegagerðin öku-
menn til að sýna sérstaka aðgát við
akstur á veginum. Þá er verið að
vinna að endurnýjun rafkerfa í
Múlagöngum og má búast við um-
ferðartöfum þar yfir daginn til
klukkan 18. Vegfarendur eru beðnir
að virða hraðatakmarkanir.
Öskjuleið
ófær vegna
vatnavaxta