Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.08.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 ✝ Magnea JónínaÞorsteinsdóttir sjúkraliði fæddist í Reykjavík 6. apríl 1932. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir þann 28. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Sigríður Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1909, d. 27. janúar 1993, húsfreyja, og Þorsteinn Bertel Jónsson, f. 19. júlí 1908, d. 16. júlí 1984, mál- arameistari. Systkini Magneu eru: 1) Guðmundur Björn, f. 1. nóvember 1929, d. 1. janúar 1930. 2) Sigurður Hólm, f. 28. janúar 1935, málarameistari, maki Erna Sigurbaldursdóttir. 3) Guðmundur, f. 1. október 1942, d. 16. janúar 2011, löggilt- ur skjalaþýðandi, maki Ásthild- ur Þorkelsdóttir. 4) Hjördís Magnúsdóttir, f. 29. janúar 1939, meðstjórnandi í Pfaff, maki Kristmann Magnússon. Foreldrar Magneu tóku Hjör- dísi níu mánaða gamla í fóstur og ólu upp sem sína dóttur. Magnea kvæntist þann 10. sept- ember 1955 fyrri eiginmanni usti Björgólfur Hideaki Take- fusa. Magnea kvæntist þann 1. apríl 1969 seinni eiginmanni sínum Þór Vigni Steingríms- syni, f. 28. febrúar 1933, fyrr- verandi yfirvélstjóra hjá Land- helgisgæslunni. Foreldrar: Vilborg Sigþrúður Vigfús- dóttir, f. 14. febrúar 1892, d. 26. janúar 1980, húsmóðir, og Steingrímur Magnússon, f. 6. janúar 1891, d. 30. maí 1980, sjómaður. Dætur Þórs Vignis eru 1) Kristín f. 22. júlí 1956, sonur hennar er Andri Már f. 9. ágúst 1996, 2) Rannveig f. 16. maí 1962, börn hennar eru a) Daníel Þór f. 27. janúar 1991, b) Re- bekka f. 22. maí 1997. Magnea ólst upp á Skóla- vörðuholtinu, gekk í Austur- bæjarskólann og lauk þaðan skyldunámi. Að loknu námi vann hún við almenn af- greiðslustörf. Magnea var ritari á læknastofu um tólf ára skeið 1966-1977, hún kenndi á prjóna- vélar, framleiddi og seldi prjónavörur. Á fimmtugsaldri settist Magnea á skólabekk og lauk námi við Sjúkraliðaskóla Íslands 1979. Eftir nám starfaði hún á Borgarspítalanum, Hafn- arbúðum, Grensásdeild og elli- heimilinu Grund þar til hún fór á eftirlaun. Útför Magneu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. ágúst 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. sínum Runólfi Má Ólafs, f. 2. október 1929, d. 31. maí 1973, skrifstofu- manni í Reykjavík. Foreldrar: Karól- ína Friðsteinsdóttir Ólafs, f. 6. maí 1903, d. 22. apríl 1970, húsmóðir, og Elínmundur Ólafur Kristinn Ólafs, f. 28. maí 1901, d. 10. apríl 1988, heildsali í Reykja- vík. Synir þeirra eru: 1) Þor- steinn Ólafs, f. 11. maí 1957, viðskiptafræðingur í Reykjavík, maki Lára Kristjánsdóttir, f. 9. febrúar 1961. Börn þeirra eru: a) Þór Steinar, f. 27. maí 1985 b) Björg Magnea, f. 8. júní 1988, c) Kristján Már, f. 11. desember 1993. Fyrir átti Þorsteinn Elínu Birgittu, f. 4. maí 1980, d. 7. desember 1996, barnsmóðir Hildur Pálsdóttir, 2) Ólafur Kristinn Ólafs, f. 11. maí. 1957, viðskiptafræðingur í Reykjavík, maki Soffía Guðbjörg Jóhann- esdóttir, f. 11. maí 1957. Dætur þeirra eru: a) Halldóra Sig- urlaug, f. 23. júní 1985, unnusti Hobie Hansen, b) Magnea Jón- ína, f. 14. nóvember 1989, unn- Litfríð og ljóshærð eru orð sem koma í hugann þegar ég hugsa um Maddý systur mína, með skæru bláu augun og björtu fallegu húðina sína. Þar sem sjö ára aldursmunur var á okkur væri synd að segja að samkomulagið hafi alltaf verið upp á það besta og fannst henni ég óttalega uppivöðslusamur unglingur. Ástæðan fyrir því var kannski sú að ég átti það til að nappa fallegu fötunum hennar. Maddý mín gekk svo vel um allt sem hún átti og man ég t.d. að fínu silkisokkarnir hennar voru geymdir í bómull, svo ekki var að undra þó hún væri ekki alltaf sátt við mig. Þegar við vorum báðar orðnar mæður áttum við meira sameig- inlegt og þar sem við bjuggum báðar á Skólavörðustíg kom það í hlut Mannsa míns að sækja tví- burana hennar og keyra þá og frumburð okkar í Barónsborg á morgnana. Svo fluttu hún og Runni með strákana í nýja rað- húsið í Skeiðarvoginum og við í Stóragerðið. Varð þá heldur lengra á milli en alltaf var samt góður samgangur. Eftir skilnað við Runna var hún ein með strák- ana sína og vann allt sem til féll til að sjá þeim farborða. Þegar um hægðist settist hún aftur á skólabekk og lauk sjúkraliðaprófi og vann við það í mörg ár. Hún átti þó eftir að kynnast ástinni á ný og birtist hún í hon- um Þór. Þau höfðu þekkst sem unglingar því Þór var uppalinn í nokkurra húsa fjarlægð frá okk- ur á Njarðargötunni. Mikið var hún Maddý mín þar heppin því Þór bar hana á höndum sér og var vakinn og sofinn yfir velferð hennar. Tvíburunum hefur hann reynst sem allra besti faðir og gladdist einlæglega yfir vel- gengni þeirra í lífinu. Maddý og Þór voru mjög sam- hent og ferðuðust mikið saman jafnt innanlands sem utan. Tví- burarnir hafa ásamt mökum reynst henni einstaklega vel og hafa þeir sannarlega endurgoldið henni alla hennar umhyggju og ást. Stundum skarast ferðaáætl- anir illilega og er það svo nú. Því miður verð ég og fjölskylda mín fjarverandi á útfarardaginn, en ég óska Maddý minni góðrar heimferðar og þakka innilega fyrir samfylgdina. Þór, strákunum og fjölskyld- um þeirra votta ég innilega sam- úð okkar Mannsa. Hjördís Magnúsdóttir (Hjödda systir). Í dag kveðjum við ástkæra föð- ursystur mína, Magneu Jónínu, sem lést á 83. aldursári. Magnea ólst upp á íslensku alþýðuheimili að Njarðargötu 61 í Reykjavík og var Skólavörðuholtið hennar æskuslóðir. Magnea ólst upp á viðsjárverðum tímum því hún var átta ára þegar seinni heimsstyrj- öldin skall á. Hún kynntist braggamenningunni, þó hún hafi ekki sjálf búið í slíkum bragga heldur risu þeir víða í námunda við heimili hennar. Þorsteinn faðir hennar var ein- lægur stuðningsmaður Vals og fór hún oft með honum til að hrópa „Áfram Valur“. Það gladdi mikið föður hennar þegar synir hennar, Ólafur og Þorsteinn, hófu að iðka knattspyrnu með Val. Magnea gekk í Austurbæjar- skólann og lauk þar skyldunámi. Að loknu námi vann hún við al- menn afgreiðslustörf og var ritari á læknastofu. Hún kenndi á prjónavélar auk þess sem hún framleiddi og seldi prjónavörur. Magnea var mjög vandvirk og voru vörurnar vinsælar. Árið 1969 gekk Magnea að eiga Þór Vigni Steingrímsson sem lengi starfaði sem yfirvél- stjóri á varðskipunum. Þau voru samhent hjón, sem höfðu yndi af því að ferðast og fóru þau oft utan til sólarlanda. Vegna starfa Þórs varð Magnea þátttakandi í rétt- indabaráttu starfsmanna Land- helgisgæslunnar í fiskveiðilög- sögustríði við Breta. Hún var þar í framvarðasveit maka starfs- mannanna sem bentu ráðamönn- um á hættur sem að starfsmönn- unum steðjuðu. Í janúar 1976 var landhelgismálið aðalumræðuefn- ið í þjóðfélaginu enda fjórða þorskastríðið í algleymingi. Ví- raklippingar, ásiglingartilraunir Breta og ámóta högg á íslensku varðskipin hafa vafalítið skapað óróa hjá mörgum eiginkonum varðskipsmanna og fjölskyldum þeirra. Í mars 1976 gengu Magn- ea og 50 aðrar konur, eiginkonur, unnustur og mæður landhelgis- gæslumanna á fund dómsmála- ráðherra, Ólafs Jóhannessonar, með kröfu um að komið væri upp aukaáhöfn til að hvíla áhafnir varðskipanna og bæta skipakost. Magnea hafði ásamt eiginkonum fleiri varðskipsmanna forsögu um að stofna félag aðstandenda landhelgisgæslumanna í maí 1976. Í blaðaviðtali við Magneu kom fram að tilgangur félagsins væri að aðstandendur veittu hver öðrum stuðning á erfiðum stund- um í hættulegu starfi. Magnea var flink í höndunum. Þegar ferming var á döfinni í ættinni var gjarnan leitað til hennar þar sem hún sá um að baka kransa- kökur. Naut ég góðs af því. Hún var opin, hress og skemmtileg og því oft glatt á hjalla í kringum hana. Hún var vinamörg og leit- aði ávallt í sólina og góða veðrið. Magnea var glæsileg kona og eft- ir henni tekið. Henni var umhug- að um sína nánustu og hafði þann eiginleika að sýna samferðafólki sínu áhuga og spurði gjarnan út í þeirra hagi og fylgdist vel með uppvexti barnanna og högum ættingjanna. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa haft tækifæri til að alast upp í kringum hana. Hún var gleðigjafi. Að lokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginmanns hennar Þórs Vignis, sona hennar, Ólafs og Þorsteins, og fjölskyldna þeirra. Pétur Örn Sigurðsson. Maddý vinkona okkar er látin. Það er skrýtið að setjast niður og minnast hennar svona stuttu eftir að við fylgdum Sibbu vinkonu okkar til grafar, en hún lést 11. júlí sl. Við kynntumst Maddý fyr- ir ca. 50 árum þegar hún fór að vinna með einni okkar og féll hún strax inn í hópinn. Við vorum fjórar, allar fæddar árið 1942, og var hún því 10 árum eldri, sem sást ekki þar sem hún var svo ungleg. Fórum við oft saman á gömlu dansana í Þórskaffi og var Maddý svo umsetin af herrunum að hún fékk ekki að hvíla einn einasta dans. Í fjöldamörg ár höfum við farið reglulega á kaffihús og átt saman ánægjulegar stundir. Inga vin- kona okkar lést fyrir 11 árum og erum við því aðeins tvær eftir. Maddý var glæsileg kona og heillaði alla með sínu glaðlega viðmóti. Elsku vinkona. Blessuð sé minning þín, megir þú hvíla í friði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Við og eiginmenn okkar send- um Þór, Óla, Steina og fjölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur í sorginni. Guðrún og Sigríður Björg. Magnea Jónína Þorsteinsdóttir ✝ ArnbjörgGuðný Sig- tryggsdóttir fædd- ist að Halldórs- stöðum í Eyjafirði 24. október 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 27. júlí 2014. Foreldrar Arn- bjargar voru Sig- ríður Jónsdóttir og Sigtryggur Guðlaugsson. Systk- ini hennar voru Jón, Sigurður og Sigurveig. Arnbjörg giftist Lúðvík Haf- steini Geirssyni, f. 12. maí 1914, d. 16. mars 2013, þann 21. júní 1941. Þeirra börn; 1) Geir, f. 1943, kvæntur Guðrúnu Bjarna- dóttur, f. 1948. Þeirra börn: a) Björg, f. 1967, sambýlismaður Hörður Jónasson. Dóttir Bjargar er Guðrún Edda Þórðardóttir, f. 1991, b) Svandís, f. 1971, maki Ivan Shefrin. Þeirra börn: Ísa- 1950. Börn hans eru: Aldís, f. 1977, Davíð Fannar, f. 1980, d. 2003 og Maríanna, f. 1985. 3) Örn, f. 1949. Hans dóttir er Elín, f. 1992. Arnbjörg ólst upp á Halldórs- stöðum í Eyjafirði til níu ára ald- urs en var þá send til Reykjavík- ur í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurveigar Jónsdóttur. Arnbjörg gekk í Landakotsskóla og lærði síðar hárgreiðslu. Hún var lengst af húsmóðir og helg- aði heimilinu, börnum og barna- börnum starfskrafta sína. Árið 1959 fluttust þau hjónin á Sel- tjarnarnesið þar sem þau bjuggu æ síðan. Árið 1988 flytja þau hjónin í þjónustuíbúðir aldraðra að Skólabraut 3 á Seltjarnarnesi og þar undi hún hag sínum vel. Þau hjónin voru mjög samrýmd og umtalað hversu mikinn svip þau settu á bæjarlífið á Nesinu. Þau voru þá fastagestir í Sund- laug Seltjarnarness til fjölda ára og eignuðust þar stóran og góð- an vinahóp sem þau mátu mikils. Síðustu mánuði dvaldi Arnbjörg á Hjúkrunarheimilinu Ísafold þar sem hún lést. Útför Arnbjargar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 5. ágúst 2104, kl. 13. belle, f. 2003 og Tómas, f. 2006, c) Lúðvík Hafsteinn, f. 1972, d. 1992. Dótt- ir Lúðvíks er Sirrý Björt, f. 1991. 2) Sigurveig, f. 1946, giftist Ásgeiri S. Ás- geirssyni en þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: a) Gróa, f. 1965, henn- ar sonur er Ólafur Ásgeir Jónsson, f. 1993, b) Ás- geir Örn, f. 1970, kvæntur Drífu Viðarsdóttur. Þeirra börn eru Snædís Birta, f. 2000, Katrín Eir, f. 2004 og Sigurveig Jana, f. 2009. Sonur úr fyrra sambandi er Ásgeir Aron, f. 1994, c) Lúð- vík, f. 1974. Sambýliskona Bjarn- ey Rut Jensdóttir. Börn Lúðvíks eru Bjarni Geir, f. 1994 og Sara Aurora, f. 2004, d) Sigríður Þóra, f. 1978. Sigurveig giftist aftur og er hennar maður Magn- ús Gunnlaugur Friðgeirsson, f. Elskuleg tengdamóðir mín, Arnbjörg Sigtryggsdóttir, lést að morgni, 27. júlí, á Ísafold, hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Garðabæ. Ég kynntist þeim sómahjón- um Öddu og Lúlla þegar við Silla mín hófum sambúð laust fyrir aldamótin. Það var iðulega farið út á Seltjarnarnes á sunnudögum og þegið helgar- kaffi. Þá var oftast nokkuð víst að boðið var upp á ilmandi ný- bakaðar rjómapönnukökur eða vöfflur samkvæmt hennar eigin uppskrift sem bragðaðist ein- staklega vel. Síðan var rætt um málefni líðandi stundar, kíkt til fortíðar eða rætt um þá bók sem var á náttborðinu þá stundina. Svo fylgdi oft í kjöl- farið heilræði, málsháttur eða vísur sem hún kunni ógrynnin öll af. Þau hjón ferðuðust mikið um landið okkar og höfðu yndi af allri þeirri fegurð sem þar er að finna víða um landið. Það var með ólíkindum hversu vel Adda mundi allar leiðir, bæjarnöfn og kennileiti. Þegar við vorum á ferð um landið og hringdum til hennar þá spurði hún gjarnan hvar við værum stödd og svo þuldi hún upp bæjarnöfn í kringum okkur og lýsti leið að nálægustu náttúruperlum þann- ig að við færum ekki á mis við að sjá það markverðasta hverju sinni. Síðari ár ævinnar fóru þau mikið til Spánar og nutu veðurblíðunnar þar. Í síðustu ferðinni sinni komu þau í heim- sókn í húsið okkar þar og nut- um við góðra stunda með þeim. Adda var einstök kona á svo margan hátt. Hún var vel lesin, fróð um menn og málefni og einstaklega minnug þrátt fyrir háan aldur. Oft var það svo að þegar afla þurfti upplýsinga um eitthvað þá var hringt í Öddu og oftar en ekki komu upplýs- ingar um málefnið og jafnvel viðbótar hugleiðingar sem hún hafði á takteinum. Hún fór æv- inlega fram með hófsemi í máli sínu og var tillitssöm í allri um- sögn um fólk og hagi þess. Æðruleysi var henni í blóð bor- ið og blíðan skein frá henni á svo einstakan hátt að það var ekki hægt annað en að þykja umsvifalaust vænt um þessa elskulegu konu. Ég sakna Öddu minnar og óska aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Magnús G. Friðgeirsson. Elsku amma mín, ég átti nú ekki von á því þegar ég kvaddi þig áður en ég fór til útlanda um daginn að ég ætti ekki eftir að hitta þig aftur. En nú eruð þið afi búin að sameinast á ný. Ég er svo heppin að eiga margar og góðar minningar sem ég geymi í hjarta mér um yndislega ömmu. Þú gafst manni endalausan tíma þegar ég var í pössun hjá þér, þú söngst fyrir mig og það sem mér fannst gaman að sitja í borstofunni og horfa á bílana koma niður brekkuna með þér og bíða eftir að mamma kæmi að sækja mig. Seinna meir fékk maður að gista, sem var svaka sport og þú hafðir endalausan tíma og þolinmæði að spila við mig, sem og okkur krakkana. Þú vaknaðir með manni og bjóst til heitt kakó og ömmu- brauð, eins og ég kallaði það. Síðan var farið með þér og afa í Vesturbæjarlaugina þar sem þið voruð fastagestir áður en það kom sundlaug á Nesið. Minningarnar um þig og afa eru svo margar og góðar, ég gæti endalaust haldið áfram. Langri ævi lokið er um lífsins veg og grundir. Amma mín, ég þakka þér allar góðar stundir. (HJ) Elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Björg. Elsku besta amma mín, það var eins og ég vissi að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn þeg- ar ég kom og kvaddi þig þann 18. mars. Ég man þegar hann afi Lúlli var alltaf að nefna það að „þetta getur verið í síðasta sinn … maður veit aldrei … nú við erum komin á þann aldur“ en einhvern veginn þá fann ég ekki fyrir þeirri tilfinningu fyrr en ég kvaddi þig núna síðast áður en ég fór af landinu í þetta sinn. Núna ertu hjá honum afa og Lúlla bróður og ég efast ekkert um að það hafi verið fagnaðarfundir hjá ykkur. En það eru margar minn- ingar sem skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til þín. Efst í huga eru allar þær vísur sem þú kunnir og kenndir okkur. Og hvernig þið afi kynntust og bláa kápan. Auk þess tíminn sem ég fékk að leika mér í friði hjá ykkur, inni í kompunni, fá súr- graut í hádeginu og svo ömmu- kökurnar og mjólk á kvöldin áður en farið var að sofa. Elsku amma mín, að þú skul- ir vera farin er óraunverulegt því ég er svo langt í burtu en það kemur um jólin þegar ég kem til Íslands aftur og engin amma. Ég mun koma við þar sem þú verður til að kveikja ljós og setja blóm. Takk fyrir að vera amma mín og ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og ég á eftir að sakna þín. Afi minn og amma mín úti’ á Bakka búa. Þau eru mér svo þæg og fín, þangað vil ég fljúga. (Höf. ók.) Þín sonardóttir og barna- barnabörn, Svandís, Ísabelle og Tómas. „Ég er hætt við að deyja,“ sagðirðu við mig aðeins nokkr- um dögum áður en þú yfirgafst þennan heim, elsku amma – en það var þó í ekki í fyrsta skiptið sem það kom hjá þér. Í þetta skiptið var samt þinn tími greinilega kominn og þú fékkst að halda á vit ævintýranna þarna hinum megin. Það var ekki að sjá á þér né heyra að þú værir 95 ára gömul – með alla hluti á hreinu og fylgdist svo sannarlega með öllum. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi“ þetta voru upp- hafsorð í ritgerð sem ég skrif- aði um þig fyrir rúmum fimm árum síðan – þar sem pönnu- kökuilmurinn var á hverjum sunnudegi þegar ég kom í heimsókn. Verkefnið snerist um að taka viðtal við eldra fólk með mikla lífsreynslu, það kom því engin önnur en þú til greina. Þú gast talið upp hvern atburð- inn á fætur öðrum, sagt hvað mjólkurpotturinn kostaði þegar þú byrjaðir að búa og svo margt margt fleira. Við rúll- uðum þessu verkefni upp og ég man hversu ánægð þú varst þegar ég sagði þér að ég hafði fengið einkunnina 9 fyrir verk- efnið. „Guðrún mín, mundu það að jákvætt viðhorf kemur þér í gegnum lífið og einnig sjálfs- bjargarviðleitnin.“ Elsku langamma, það hafa verið mikil forréttindi að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur, ekki eru allir svo heppnir eins og ég að hafa fengið að kynnast lang- ömmu sinni svona vel. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein. (Sarah McLachlan) Mér líður vel í hjartanu að vita af ykkur langafa saman núna. Þangað til við hittumst aftur – farðu vel með þig og takk fyrir allt. Þín langömmustelpa, Guðrún Edda. Arnbjörg Guðný Sigtryggsdóttir  Fleiri minningargreinar um Arnbjörgu Guðnýju Sig- tryggsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.