Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 12

Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Miðvikudagstilboð – á völdum einnota borðbúnaði Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14 Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegt úrval af einnota borðbúnaði íflottum sumarlitum Di sk ar Se rv íe ttu r G lö s Hn ífa pö r Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, og eiginmaður hennar, Daníel prins, verða í heimsókn á Íslandi í dag og á morgun. Heimsóknin hefst formlega á Bessastöðum kl. 9.40 í dag, þar sem þau eiga fund með forsetahjón- unum. Að því búnu fara gestirnir í Hörpu, skoða bygginguna, fræðast um hana og fá kynningu á íslensku tónlistarlífi. Þá verður haldið í Norræna húsið á fund um viðskiptatengsl Íslands og Svíþjóðar og eftir það heimsækja krónprinsessan og prinsinn Hellis- heiðarvirkjun. Síðan er heimsókn í stoðtækjafyrirtækið Össur. Í kvöld munu þau sitja kvöldverð á Bessa- stöðum í boði Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, og Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Á morgun halda gestirnir ásamt forsetahjónunum til Húsavíkur og fara þar í hvalaskoðun og þiggja há- degisverð í boði forsætisráðherra. Síðan verður haldið að Mývatni og Goðafossi og þá til Akureyrar, þar sem efnt verður til málstofu um mál- efni norðurslóða. Að þessu loknu verður haldið til Reykjavíkur, þar sem hinni formlegu heimsókn lýkur. Tignir gestir Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar, Daníel prins, eru í heimsókn á Íslandi og munu fara víða í dag og á morgun. Krónprinsessa Svíþjóðar í heimsókn  Kynnir sér atvinnulíf og menningu AFP SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hvalur sem var á ferð um Skjálf- andaflóa fyrir nokkrum dögum er talinn vera svokallaður blendings- hvalur og tókst vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar að ná úr honum sýni, sem nú er til grein- ingar, en ítrekað var reynt að ná sýni úr þessum sama hval í fyrrasumar, en án árangurs. Reynist grun- ur vísindamann- anna á rökum reistur er um að ræða afkvæmi steypireyðar og langreyðar og hafa áður fimm slíkir fundist við Íslandsstrendur. Blendingshvalir eru fátíðir í dýra- ríkinu. Af þeim fimm sem greinst hafa hér við land voru fjórir veiddir í Hvalfirði. „Þeir voru veiddir sem langreyðar,“ segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur á nytja- stofnasviði Hafrannsóknastofnunar. „En steypireyðurin hefur jú verið friðuð hér við land frá 1960.“ Er það þá ekki brot á reglum um hval- veiðar að veiða slíkan blendings- hval? „Nei, ætli blendingar séu ekki undanskildir lögum því þetta er ekki skilgreind tegund,“ segir Gísli. Fyrsti blendingshvalurinn, sem Hafró er kunnugt um, veiddist árið 1986 í þáverandi vísindaveiði. Það var hvalkýr, langt gengin með kálf Fyrir þann tíma var ekki vitað að ólíkar hvalategundir gætu átt sam- an afkvæmi, að sögn Gísla. Þekkt hjá öðrum tegundum Hann segir ekki vitað hvers vegna hvalir ólíkra tegunda sæki hvorir í aðra og eignist saman af- kvæmi. „Þetta er þekkt hjá ýmsum öðrum dýrategundum, en þá eru af- kvæmin oft ófrjó. Dæmið með hval- kúna, sem var með fóstri, sýnir að hún var frjór blendingur. En fóstr- ið var aftur á móti það ungt, að það var ekki hægt að sjá hvort það hefði verið frjótt eða hverjir lífs- möguleikar þess hafa verið.“ Að sögn Gísla líta blendingarnir nánast eins út og langreyðar ofan frá séð í sjónum og því hafa þeir verið veiddir í misgripum. Þeir eru með álíka baksvip, en liturinn á kviðnum er ólíkur því sem gerist með langreyðar. Eftir að fyrsti blendingurinn greindist, ritaði Gisli og fleiri vís- indamenn grein um fyrirbærið í al- þjóðlegt vísindarit. „Í framhaldi af því höfðu spænskir kollegar okkar samband og sögðust hafa heyrt sögur af sérkennilega útlítandi langreyði sem fannst við Spán. Þeim tókst að grafa upp sýni af henni og það kom í ljós að þar var um að ræða blending,“ segir Gísli. Að auki greindist nýlega blend- ingshvalur við Noregsstrendur, en þar er um að ræða blöndun ann- arra tegunda. Þar var um að ræða afkvæði hrefnu og suðurhvels- hrefnu. Er þetta náttúran að búa til nýjar dýrategundir? „Það er kannski ekki hægt að segja það, en þetta er áhugavert,“ segir Gísli. Fágætur blendingur á ferðalagi  Rannsaka nú sýni úr hval sem talinn er vera afkvæmi tveggja hvalategunda  Fátítt meðal hvala  Ekki er vitað hvers vegna tvær tegundir eignast kálfa saman  Áhugavert, segir hvalasérfræðingur Ljósmynd/Tryggvi Sveinsson Meintur blendingur Myndina tók Tryggvi Sveinsson skipstjóri á Einari í Nesi, rannsóknarskipi Hafró, er sýnið var tekið úr hvalnum fyrir skömmu. Hann er talinn vera sjötti blendingshvalurinn sem finnst við Íslandsstrendur. Í Skjálfandaflóa Hér er umræddur hvalur á ferð fyrir nokkru síðan. Sýnatökubúnaði var skotið í hann úr byssu. Gísli Víkingsson Að sögn Gísla var sýnið úr blendingshvalnum þannig tekið að skotið var á hvalinn með byssu með sérstakri sýnatökuör eða pílu sem miðað er á bak hvalsins. „Pílan dettur strax af honum og flýtur í sjónum. Við veiðum hana síðan upp. Þannig næst u.þ.b. eitt gramm af húðsýni, sem síðan er sent í greiningu hjá Matís,“ segir Gísli. „Þetta er góð leið til sýnatöku, það er ekki hægt að handsama hvalina og taka úr þeim sýni, eins og með ýmis önnur dýr.“ Eitt gramm af hval TAKA SÝNIÐ MEÐ PÍLU Spurður hvað sé á döfinni í hvalarannsóknum hjá Hafrann- sóknastofnun segir Gísli að ný- verið hafi tvær steypireyðar verið merktar skammt norðan Skjálfandaflóa. Um er að ræða merki sem innihalda senda. Þeir senda merki í gervitungl sem Hafró kaupir aðgang að og upplýsingarnar eru síðan sóttar á netið. Hvalir hafa verið merkt- ir á þennan hátt undanfarinn áratug og þannig hafa fengist mikilsverðar upplýsingar um lífshætti þeirra og ferðir. Að sögn Gísla heldur annar hvalurinn sig enn á svipuðum slóðum, við Norðausturland, en hinn fór norður í haf og hefur ekkert spurst til hans um hríð. Margar ástæður kunna að vera fyrir því, til dæmis er ekki óal- gengt að merkin losni fljótlega af dýrunum. Merktu tvær steypireyðar MERKI TIL GERVITUNGLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.