Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 16
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
S
amkeppni er að vænta í
rekstri rafrænna síma-
skráa, eftir að Póst- og
fjarskiptastofnun gaf út
nýjar verklagsreglur um
miðlun upplýsinga úr símaskrá.
Skylda til að gefa út prentaða og síð-
ar rafræna símaskrá hvíldi lengst af
á Pósti og síma, svo á Símanum og
síðar Já upplýsingaveitum hf. Þess-
um kvöðum hefur verið aflétt. Tals-
vert færri eintök voru prentuð af
símaskránni í ár en árin á undan. Já
hyggst þó halda áfram útgáfu henn-
ar um ókomin ár og engrar sam-
keppni virðist vera að vænta þar.
Í nýju fyrirkomulagi á miðlun
upplýsinga úr símaskrá sem taka
mun gildi 1. júlí næstkomandi og
kynnt er á vefsíðu Póst- og fjar-
skiptastofnunar segir m.a. að útgáfa
rafrænnar og prentaðrar símaskrár,
ásamt upplýsingaþjónustu um síma-
númer, teljist til alþjónustu sem
standa skuli öllum landsmönnum til
boða á viðráðanlegu verði. Reynsla
undanfarinna ára hafi leitt í ljós að
forsendur séu til þess að þessi þjón-
usta sé boðin fram á markaðs-
forsendum. Í því skyni hefur upplýs-
inganúmerið 118 verið afturkallað,
notkun þess skal hætt eigi síðar en
30. júní 2015 og símaskrárupplýs-
ingar verða eftir það veittar í núm-
eraröðinni 1800-1899. Eftir þessa
breytingu mun hvert og eitt fjar-
skiptafyrirtæki halda utan um gögn
um númer sinna viðskiptavina og
geta látið þriðja aðila þau í té, sem
veitir almenningi upplýsingar.
Vilja veita neytendum val
Fyrirtækið Miðlun hyggst hasla
sér völl á þessum markaði, vera með
rafræna símaskrá og veita síma-
skrárupplýsingar, og hefur tryggt
sér númerið 1800. Fyrirtækið rekur
mál fyrir Samkeppniseftirlitinu sem
varðar aðgengi að upplýsingum sem
hafa þegar verið skráðar í gagna-
grunn Já og er niðurstöðu í því að
vænta innan tíðar, að sögn Andra
Árnasonar, framkvæmdastjóra
Miðlunar.
„Við viljum veita neytendum
val, m.a. hvað varðar verð á þessari
þjónustu,“ segir Andri. „Við gerum
ráð fyrir að hægt verði að hringja í
1800 síðsumars eða í byrjun hausts.
Við gerum líka ráð fyrir að vera með
vefsíðu, þar sem hægt er að fá upp-
lýsingar um símanúmer.“ Ætlið þið
einnig að gefa út prentaða símaskrá?
„Við sjáum það ekki fyrir okkur.“
Eftirspurn enn til staðar
Já hefur látið prenta síma-
skrána og gefið hana út frá árinu
2006 en síðan þá hefur eintökum
fækkað ár frá ári. Þrátt fyrir það
hyggst fyrirtækið halda áfram að
gefa út símaskrá í prentútgáfu. „Við
munum gera það eins lengi og neyt-
endur taka henni eins vel og raun
ber vitni,“ segir Sigríður Margét
Oddsdóttir, forstjóri Já.„Við létum
prenta um 80.000 eintök í maí í ár og
dreifingin stendur enn yfir.“
Margar aðrar leiðir eru til að
nálgast upplýsingar um símanúmer;
t.d. á ja.is og með samnefndu smá-
forriti fyrir snjallsíma. Þrátt fyrir
það segir Sigríður fjölmarga enn
fletta upp símanúmerum og það
komi berlega í ljós í könnunum sem
Já geri reglulega. „Niðurstöður
þeirra sýna að enn er eftirspurn eft-
ir prentuðu símaskránni,“ segir Sig-
ríður. „T.d. nota um 70% Íslendinga
55 ára og eldri hana og sá aldurs-
hópur notar hana að meðaltali einu
sinni í viku. Meðan bókin er sótt og
svona mikið notuð, höldum við áfram
að mæta þessari þörf og gefum hana
út.“
Margir halda tryggð
við gömlu símaskrána
Morgunblaðið/Ásdís
Símaskráin Hún hefur komið út í rúm 100 ár. Þessi er rúmlega 50 ára,
einnig síminn, þá voru hvorki rafrænar símaskrár né „öpp“ í símann.
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn á ný ber-ast vondtíðindi af
málefnum Ísraels
og Palestínu-
manna. Ránið á
þremur ísraelskum ungmenn-
um hefur tendrað á ný undir
þeirri púðurtunnu sem þar er,
en ísraelskir herflokkar ganga
nú sums staðar hús úr húsi á
Vesturbakkanum í þeirri von
að þeim megi takast að finna
ungmennin. Meira en 200 Pal-
estínumenn hafa verið hand-
teknir og Ísraelsher hefur
sprengt vopnaframleiðslu og
vopnageymslur á Gaza-
svæðinu.
Benjamín Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, hefur
talað við leiðtoga Palestínu-
manna, Mahmoud Abbas, í
fyrsta sinn í nærri því ár vegna
málsins. Krafðist hann þess að
Palestínumenn legðu Ísraelum
lið við leitina, en liðsmenn Ha-
mas-hryðjuverkasamtakanna
eru grunaðir um ódæðið. Þar á
bæ hefur tíðkast að ræna Ísr-
aelsmönnum til þess að kúga
út fangaskipti eða fjármuni.
Og þar liggur hundurinn
grafinn því að undanförnu hef-
ur Abbas reynt að ná til Ha-
mas-samtakanna og myndaði
nýja samsteypustjórn með
þeim, að undan-
gengnum þeim
skilyrðum að of-
beldi yrði hafnað
og Ísrael viður-
kennt. Hefur verið
talað um sögulegar sættir í því
samhengi, þar sem liðs-
mönnum Hamas hefur ekki
samið við Abbas og stefnu
hans gagnvart Ísrael. Raunar
hafa samtökin staðið síðustu
árin fyrir gríðarlegri skothríð
á Ísrael af Gaza-svæðinu þar
sem samtökin hafa farið sínu
fram með harðri hendi.
Mannránin nú hljóta því að
teljast nokkurt áfall fyrir Abb-
has, þar sem með þeim er ekki
eingöngu sambúðinni við Ísr-
ael stefnt í voða, heldur einnig
þeirri von að hægt yrði að
draga Hamas með sáttum á
veg friðarins. Sú stefna virðist
nú í molum.
Finnist ungmennin ekki
fljótlega heil á húfi má vænta
þess að enn á ný muni hitna í
átökunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Það er hins vegar göm-
ul saga og ný af átökum að allir
aðilar þeirra verða að vera til-
búnir til þess að grafa stríðs-
öxina eigi varanlegur friður að
komast á. Atburðir liðinnar
viku sýna að liðsmenn Hamas
eiga enn langt í land með það.
Abbas hefur mistek-
ist að temja hryðju-
verkasamtökin}
Enn tendrað undir
púðurtunnunni
Íslenskir knatt-spyrnumenn
voru nær því en
áður að öðlast
mætingarrétt á
Heimsmeistarakeppnina í
íþrótt sinni í Brasilíu. Við það
bætist og gleður geð að ungur
Íslendingur, Aron Jóhanns-
son, fékk þangað farseðil sem
gildir alla leið inn á grasvöll-
inn, fyrstur landa sinna, og
keppir Aron þar í treyju
Bandaríkjanna. Hann spilaði
stærstan hluta leiks liðs síns
gegn Gana. Það var svo sér-
stakur ánægjuauki að „Ís-
lendingaliðið“, eins og það
heitir í boltanum, fór með sig-
ur af velli og er það aukaatriði
að tapliðið virtist eiga aðeins
ríkari kröfur til sigurs en hitt.
Annað sem einnig var
ánægjuauki þessa björtu daga
var sú ákvörðun Reykjavíkur-
borgar að gera þann „gamla“
góða Keflvíking og Hólmvík-
ing Gunnar Þórðarson, pop-
pafa og fjölhæft tónskáld, að
borgarlistamanni í Reykjavík.
Það var vel til fundið.
Stundum er slíkur heiður
veittur eins og í þakklætis-
skyni fyrir góð störf og far-
sælt framtak í listinni á liðn-
um tíma. Gunnar
Þórðarson risi svo
sannarlega undir
þeim þættinum.
En bersýnilegt er
að verðlaunaveiting og styrk-
ur voru að þessu sinni ekki
síst hugsuð til að ýta undir
virkan listamann með ríka og
leiftrandi sköpunargáfu og
sköpunarþörf.
Síðasta verk Gunnars
Þórðarsonar á tónlistarsvið-
inu var af öðrum toga en það
sem áður var skapað, en
gagnrýnendum og grein-
endum ber saman um að þar
glitti sums staðar í gamla
takta Gunnars. Og þótt um
nýja óperu sé að ræða, sem
rís undir þeim kröfum sem
slíkt stórvirki gerir, er það
talið nýja verkinu til fyllingar
að hin gamalkunna gáfa tón-
skáldsins fær að njóta sín þar
án þess að reyna að stela svið-
inu.
Það þykir afsaka það að
fjalla hér um þessi tvö ólíku
gleðiefni í einni lotu, afrek
ungs knattspyrnukappa og
aldurslauss tónskálds, að þeir
hafa báðir sýnt, hvor á sínum
velli, að þeir hitta oftar í mark
en flestir aðrir menn.
Tveir ólíkir afreks-
menn í sviðsljósi}Klappað fyrir köppum
Þ
egar ég fell frá, saddur lífdaga í
hárri elli geri ég ráð fyrir, mun
það falla í hlut barna minna og
barnabarna (og væntanlega
barnabarnabarna) að tæma skúff-
ur í skrifborði mínu, taka til í geymslunni og
róta út úr húsinu þúsundum bóka og bílförm-
um af plötum. Þau halda því fram að þetta
verði hefndaraðgerð, þ.e. hefnd mín, enda er
ég löngu hættur að farga bókum sem ég hef
lesið eða plötum sem ég hef heyrt eða skjölum
og pappírum sem mig grunar að verði einhver
tímann kannski hugsanlega mikilvæg, en ég
lít frekar á þetta sem gæskuverk.
Ég sé í anda það er þau sturta úr skúffum
og kössum og fussa og reka upp undrunaróp
yfir gersemunum (nú eða sveia yfir ruslinu,
sem er kannski líklegra) og síðan undrunar-
svipinn þegar þau rekast á gamla teikningu eftir þau á
barnsaldri, eða einhvern torkennilegan smíðisgrip eða
prjónalepp úr handmennt. Af hverju var haldið upp á
þetta? spyrja þau steinhissa, þekkja ekki barnið sem
teiknaði, smíðaði eða prjónaði, kannast ekki við það þeg-
ar þau mæta því aftur áratugum síðar.
Hér er við hæfi að vitna í bráðskemmtilega skáldsögu
L.P. Hartley, The Go-Between, sem er einmitt ein af
þeim bókum sem börn og barnabörn þurfa að koma í lóg:
„Fortíðin er framandi land. Allt er þar gert á annan
hátt.“ Viðeigandi setning, þó að kjarninn í bókinni sé
reyndar glatað sakleysi æskunnar frekar en að fortíðin
verði framandi. Skáldsaga annars höfundar,
Thomasar Wolfe, stendur kannski nær þess-
ari hugsun, enda heitir hún Þú getur ekki
snúið aftur heim. (Rétt er að taka fram að
þessi titill, svo óþjáll og stirður sem hann er,
er ekki eftir Wolfe, enda var bókin klippt út
úr handriti sem honum auðnaðist ekki að
ljúka við.) Þessi bók verður reyndar ekki á
meðal bókanna sem þvælast munu fyrir erf-
ingjunum, enda á ég ekki eintak og hef aldrei
átt – þekking mín á inntaki hennar er fengin
úr Smáfólks-teiknimyndaseríu Charles M.
Schulz og þá því þegar Snoopy leitar að
æskuheimili sínu, hvolpabúinu á Fífilhæð en
finnur þar aðeins bílastæði (bók með þeirri
syrpu er í kjallaranum).
Allt lýtur þetta að því sama; Þú þykist
þekkja sjálfan þig forðum, hefur mynd í hug-
anum af barninu og umhverfi þess, en það er tilbúningur
að mestu. Eins og ég hef áður getið um þá er kollurinn á
okkur vinnslustöð en ekki minningasafn, Grótti hugans
er sífellt að mala minningar, knúsa þær og kremja og úr
verður þægileg skreytni þar sem alltaf er sól og allir eru
góðir (eða vondir, eftir því sem við á) og ég er alveg eins
þá og ég er í dag, bara minni (og grennri).
Ég ræddi það á þessum stað fyrir réttri viku (fylgist
með frá byrjun!) að allt breytist og helst maður sjálfur.
Ekki komst allt að í pistlinum sem ég vildi sagt hafa og
því þetta framhald: ég er ekki sá sami og var og ekki þú
heldur, ljúfi lesandi. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Hver var ég? 2. hluti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Símaskráin hefur komið út í 109
ár, frá árinu 1905. Fyrstu tvö árin
var hún gefin út af Talsíma-
hlutafjelagi Reykjavíkur. Þá hét
hún reyndar Talsímaskrá og fyrsta
árið voru í henni nöfn 166 símnot-
enda í Reykjavík og tíu í Hafnar-
firði.
Nöfn og númer eru talsvert fleiri
í nýjustu útgáfunni; 334.089 tals-
ins eða rúmlega tvö þúsund sinn-
um fleiri. Blaðsíðurnar eru 1.512.
Reyndar er símaskráin talsvert
meira en upplýsingarit um síma-
númer. Í ár var hún gefin út í
samstarfi við Rauða kross Ís-
lands og eru þar víðtækar upplýs-
ingar um skyndihjálp. Þá má þar
finna lista yfir allar bæjar- og
menningarhátíðir á árinu.
2.000 sinnum fleiri númer
1.512 BLAÐSÍÐUR OG 334.089 SÍMANÚMER
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
Andri
Árnason