Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Stjórnvöld í Kína munu ekki leyfa samruna þriggja stærstu gáma- skipafyrirtækja heims: Maersk, MSC Mediterranean Shipping Company og CMA CGM. Saman hefðu fyrirtækin myndað einingu sem fengið hefði nafnið P3. Þykir ákvörðun Kína koma á óvart því samruninn hafði þegar fengið græna ljósið frá stjórnvöld- um í Bandaríkjunum og Evrópu og undirbúningur staðið yfir frá júní í fyrra. Með sameiningunni hefði orðið til rekstrareining sem hefði yfir að ráða 255 skipum og bæri ábyrgð á flutningum á 2,6 milljón- um gáma milli allra heimshorna. Átti samruninn eingöngu að ná til flutningahliðarinnar en fyrirtækin þrjú hugðust áfram reka sjálfstæð- ar sölu-, markaðs- og þjónustu- deildir, að því er Bloomberg greinir frá. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda kemur til af því að það er mat við- skiptaráðuneytisins þar í landi að samruninn brjóti gegn kínverskum samkeppnislögum. Wall Street Jo- urnal hefur eftir tilkynningu frá kínverska ráðuneytinu að P3 myndi ráða yfir 47% af gámaflutningum milli Evrópu og Asíu og ekki hefði verið sýnt nægjanlega vel fram á að samruninn væri almannahagsmun- um til gagns frekar en ógagns. Bloomberg hefur eftir talsmönn- um Maersk að ákvörðun Kína valdi vonbrigðum en muni þó ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur flutninga- fyrirtækisins. P3 hefði verið góð viðbót en þegar standi reksturinn á styrkum fótum. ai@mbl.is AFP Hagræðing P3 samruninn hefði haft mikil áhrif á allar helstu skipaflutn- ingaleiðir. Skip CMA CGM við bryggju í Le Havre í Frakklandi. Kína stöðvar risa- samruna skipa- flutningafyrirtækja  Hefði náð til 255 gámaflutningaskipa og teygt sig til allra horna heimsins Náðst hefur samkomulag í hóp- málsókn á hendur tæknirisanum Apple þar sem fyrirtækinu var gef- ið að sök að hafa rukkað of hátt verð fyrir rafbækur. Að baki málsókninni standa bæði almennir neytendur og nokkur ríki í Bandaríkjunum og var gerð krafa um greiðslu 840 milljóna dala frá Apple, fyrir að ofrukka neytendur um 280 milljónir dala. Hafa málsaðilar komist að sam- komulagi um lyktir málsóknar- innar en leynd ríkir yfir sam- komulaginu þar til dómari hefur gefið samþykki sitt. Árið 2013 komst dómstóll að þeirri niðurstöðu að Apple hefði átt í ólöglegu samráði við fimm stór bókaútgáfufyrirtæki. Veltur sam- komulagið nú á niðurstöðu áfrýj- unar dómsins frá síðasta ári. Þjarmað að Amazon Rætur málsins ná aftur til ársins 2010 þegar Apple setti iPad spjald- tölvuna á markað og lét um leið að sér kveða á rafbókamarkaði. Bóka- útgefendur voru þá margir óhress- ir með söluaðferðir Amazon, sem þá var ráðandi í sölu rafbóka. Þótti útgefendum Amazon selja rafbæk- ur á of lágu verði, að sögn til að ná sem stærstri markaðshlutdeild á rafbókamarkaði. Ólíkt Amazon leyfði sölukerfi rafbóka hjá Apple útgefendum að ráða söluverðinu sjálfir. Með innreið Apple á bókamark- aðinn gátu útgefendur beitt Ama- zon auknum þrýstingi, tekið vin- sæla titla úr sölu þar og fært yfir til Apple. Dómsúrskurðurinn í fyrra byggðist m.a. á því að útgefendur hefðu átt í samráði gegn Amazon, með liðssinni Apple. ai@mbl.is Komist að sam- komulagi í raf- bókadeilu Apple  Hópmálsókn vegna samráðs Morgunblaðið/Kristinn Græja Hópmálsóknin á hendur Apple varðar samráðsmál frá 2013. Hvernig væri að læra að blanda fal- legan cappuccino og um leið fá gráðu í lögfræði? Bandaríska kaffihúsakeðjan Star- bucks tilkynnti á dögunum áhuga- verða viðbót við fríðindapakka starfsmanna. Frá og með mánudeg- inum stendur þeim til boða að fá ókeypis háskólamenntun á kostnað vinnuveitandans. Er um að ræða samstarfsverkefni Starbucks og Arizona State Uni- versity (ASU) og felur það í sér að allir þeir sem eru í a.m.k. hálfu starfi á kaffihúsum Starbucks í Bandaríkjunum, samtals um 135.000 manns, geta endurgjaldslaust eða endurgjaldslítið stundað fjarnám við háskólann, háð því að þeir uppfylli inntökuskilyrði ASU. Í tilkynningu frá Starbucks kem- ur fram að 70% starfsmanna keðj- unnar séu í námi eða á leiðinni í nám. Breytilegur styrkur Bandarískar bachelor-gráður taka fjögur ár. Fyrstu tvö ár náms- ins greiðir Starbucks hluta kostn- aðarins og veitir að auki fjárhags- aðstoð sem tekur mið af aðstæðum starfsmannsins. Seinni tvö árin námsins greiðir Starbucks skóla- gjöldin að fullu. Fá allir starfsmenn sem þiggja styrkinn persónulega aðstoð frá námsráðgjafa og fjármálaráðgjafa og aðstoð við umsóknarferlið. Ekkert skuldbindur starfsmenn- ina til að vinna áfram hjá Starbucks þegar náminu er lokið. Wall Street Journal segir þetta útspil kaffirisans m.a. til þess gert að draga úr starfsmannaveltu og lækka þannig ráðningar- og þjálf- unarkostnað. ASU reiknar með að verkefnið laði á bilinu 15-20.000 nýja fjarnema til skólans. Árleg skóla- gjöld í fjarnámi ASU eru á bilinu 3.000 til 10.000 dalir á ári, eftir námsbraut og námshraða. ai@mbl.is Starbucks býður starfs- mönnum í háskóla  Rausnarleg fríðindi sem ættu að minnka starfsmannaveltu AFP Bolli Starbucks er þekkt fyrir að bjóða bandarískum starfsmönnum upp á mikil vinnutengd fríðindi s.s. sjúkra- tryggingu og kauprétt í hlutabréfum keðjunnar. Nú bætist niðurgreitt háskólanám við pakkann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.