Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Að temja drekann sinn 2 Framhald teiknimyndarinnar Að temja drekann sinn. Í fyrri mynd- inni sagði af ungum pilti, Hiksta, syni ætthöfðingja í víkingaþorpi sem tókst að stilla til friðar í stríði manna og dreka og temja drekann Tannlausan. Saga framhaldsmynd- arinnar hefst fimm árum síðar og Hiksti er þá orðinn mikill drek- areiðmaður. Hætta steðjar að, því að illmenni mikið og vægðarlaus drekatemjari hefur safnað dreka- her og hyggst gera árás á þorpið og leggja alla dreka undir sig. Hiksti og Tannlaus uppgötva mikinn ís- helli þar sem hundruð villtra dreka búa ásamt friðelskandi drekatemj- ara sínum sem farið hefur huldu höfði í 20 ár. Leikstjóri og handritshöfundur er Dean Deblois og meðal leikara í ís- lenskri talsetningu eru Sturla Sig- hvatsson, Þórunn Lárusdóttir, Ólaf- ur Darri Ólafsson og Vigdís Pálsdóttir. Metacritic: 77/100 IMDb: 8,7/10 Make Your Move Tveir hæfileikaríkir dansarar, Donny og Aya, fella hugi saman en eru milli steins og sleggju þegar bræður þeirra lenda í hatrömmum deilum. Leikstjóri er Duane Adler og í aðal- hlutverkum eru Derek Hough, Boa Kwon, Will Yun Lee, Wesley Jona- than, Izabella Miko, Jefferson Brown, Miki Ishikawa og Rick Gonzalez. Þess má geta fyrir dans- unnendur að þau Derek Hough og Boa Kwon vöktu óskipta athygli dansunnenda í dansþáttunum Danc- ing with the Stars og So You Think You Can Dance. Metacritic: 40/100 IMDb: 5,6/10 Brick Mansions Glundroði ríkir í borginni Denver og gömul múrsteinsshús sem voru áður minnisvarðar um betri tíð hýsa nú aðeins hættulegustu glæpa- menn borgarinnar, eins og segir í tilkynningu um þessa spennumynd. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Segir af lögreglumann- inum Damien Collier sem reynir að uppræta spillingu í borginni og fyrrverandi fanga, Lino, sem reynir eftir fremsta megni að feta rétta braut í lífinu. Dag einn liggja leiðir Collier og Lino saman, glæpafor- inginn Tremaine rænir kærustu Li- nos og Damien nýtur aðstoðar hans í baráttunni gegn glæpum. Leik- stjóri er Camille Delamarre og með aðalhlutverk fara David Belle, Paul Walker og RZA. Metacritic: 40/100 IMDb: 6,1/10 Bíófrumsýningar Drekar, dans og glundroði í Denver Framhald Hiksti og drekinn Tannlaus í myndinni Að temja drekann sinn 2. Kvikmynd Benedikts Erlings- sonar, Hross í oss, hlaut verðlaun sem besta myndin á kvikmynda- hátíðinni í Brussel í liðinni viku, svokölluð Golden Iris-verðlaun, og nemur verðlaunafé 10.000 evrum. Um 30 þúsund manns sóttu hátíð- ina, sem haldin var í tólfta sinn og lauk henni á laugardaginn. Hross í oss hefur hlotið fjölda verðlauna, bæði hér á landi og er- lendis, frá því að hún var frum- sýnd í fyrra og að auki lofsamlega dóma, m.a. frá virtustu kvik- myndagagnrýnendum Bretlands. Af þeim verðlaunum sem myndin hefur fengið má nefna íslensku Edduverðlaunin, verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Amiens, áhorf- endaverðlaun CPH:PIX og ýmis verðlaun á alþjóðlegum hátíðum í Gautaborg, San Francisco, San Se- bastián, Tallinn, Tókýó og Tromsö. Velgengni Hross í oss hefur verið hlaðin lofi og verðlaunum. Hross í oss valin besta myndin í Brussel Breska rokksveitin Genesis og ís- lenska bandið Todmobile hafa tekið höndum saman, en forsprakkar Todmobile náðu samkomulagi við Steve Hackett, meðlim Genesis, um flutning verka beggja banda í Eld- borgarsal Hörpu í vetur. Auk þess mun kappinn semja nýtt lag ásamt meðlimum Todmobile og spila inn á plötu með þeim sem mun líta dags- ins ljós á næstunni. Todmobile mun koma fram ásamt strengjasveit, blásurum og kór í samstarfi við listamenn víðs vegar að úr heiminum, en sveitin mun flytja ný lög sem og gömul í nýjum búningi. Todmobile hélt keimlíka tónleika í sama sal fyrir nokkru ásamt forsprakka Yes, Jon Anderson. Þess má auk þess til gamans geta að Eyþór Ingi Gunn- laugsson, sigurvegari Söngva- keppni sjónvarpsins árið 2013, sér nú um söng sveitarinnar. Todmobile og Genesis í samstarf Tónlistarveisla Todmobile kom fram ásamt Jon Anderson fyrir nokkru. Morgunblaðið/Árni Sæberg L L 16 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið ÍSL. TAL ÍSL. TAL ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BRICK MANSIONS Sýnd kl. 8 - 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 3.40 - 5.50 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5.40 - 8 - 10.20 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 4 - 7 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 3.40 14 TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín!” - Guardian "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.