Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 31
AF MÁLMI
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Af engri sérstakri ástæðu stóðForrest Gump upp og hljópyfir Bandaríkin þver og
endilöng – og aftur til baka. Af sömu
ástæðu byrjaði ég að hlusta aftur á
WASP á dögunum. Bandarískt
málmband sem reis og hneig áður
en Ronald Reagan sté fæti inn í
Höfða ásamt Mikaíl gamla Gorbat-
sjov. Ögmundi Jónassyni var ekki
hleypt inn. Við erum að tala um
tæpa þrjá áratugi. Segi ég og skrifa.
Aldrei flokkaði ég WASP með
merkilegri málmböndum í gamla
daga og á til að mynda ekki eina ein-
ustu vínylplötu með sveitinni – sem
er ágætur mælikvarði. Það kom í
ljós þegar ég dustaði rykið af safn-
inu fyrir skemmstu. Eftir þessa
óvæntu endurfundi hefur það svo
sem ekkert breyst. En enda þótt
gæðunum sá ábótavant er samt eitt-
hvert „attitjúd“ þarna. Einhver x-
faktor, eins og sagt er á nútímamáli.
WASP spratt fram úr sama
skauti og Van Halen, Mötley Crüe,
Ratt, Quiet Riot og Guns N’ Roses í
borg englanna. Tónlistin var skil-
greind sem „sjokkrokk“ á þeim tíma
en er oftar kennd við glys eða hár í
seinni tíð. Varla getur WASP þó tal-
ist dæmigert „hárband“.
Svo skemmtilega vill til að í
sumar eru þrjátíu ár liðin frá útgáfu
fyrstu plötu WASP, sem bar nafn
sveitarinnar. Hún hefur að geyma
vinsælasta lag þeirra félaga til þessa
dags, I Wanna Be Somebody, og hið
áleitna L.O.V.E. Machine. Hin lögin
átta eru að mestu gleymd. Uppruna-
lega átti að vera á plötunni hið táp-
mikla Animal (Fuck Like a Beast)
en að vandlega athuguðu máli ákvað
útgáfan, Capitol, að fórna þeirri
frómu smíð. Skýringin er líklega sú
að skuggi siðapostulans Tippers
Gore hvíldi á Capitol eins og mara.
Það var hennar æðsta markmið í líf-
inu á þessum tíma að leggja þunga-
rokkið til hvílu. Tipper var sem
kunnugt er eiginkona Als Gore,
loftslagsfrömuðar og fyrrverandi
varaforseta Bandaríkjanna. Þau
skildu. Hvort það tengdist málm-
vísindum skal ósagt látið.
Önnur breiðskífa WASP, The
Last Command, kom út ári síðar,
1985, og er af sumum talin há-
punkturinn á starfi sveitarinnar.
Innihélt lög á borð við Wild Child,
Fistful of Diamonds, Blind in Texas
og Widowmaker. Geðslegt starfs-
heiti þar á ferð: Ekkjugerðill. Færi
til dæmis hreint ekki illa í símaskrá:
Gunnar Hergilsson, ekkjugerðill.
Eftir það hallaði hratt undan
Brokkgengt rokk
í sjokkflokki
Hress Enginn bilbugur er á Blackie
gamla Lawless.
fæti hjá WASP. Að vísu staldra
sumir vísdómsmenn við The Crim-
son Idol, sem kom út 1992, ekki síst
vegna örlaga söguhetju konsept-
plötunnar, sem svipti sig lífi eftir að
hafa verið endanlega hafnað af for-
eldrum sínum. Gömul saga og ný.
Síðan hafa níu plötur komið út
án þess að nokkur hafi misst vatn
yfir þeim. Hvað þá meira. Sú síð-
asta, Babylon, árið 2009.
WASP var um margt merkileg
sveit. Fyrir það fyrsta stóðu engir
unglingar að bandinu, eins og gjarn-
an tíðkaðist í þessum kreðsum. Að-
alsprautan, bassaleikarinn og
söngvarinn Blackie Lawless var 28
ára þegar frumburðurinn kom út og
gítarleikararnir og stýrimennirnir
Randy Piper og Chris Holmes voru
31 og 26 ára. Hér um bil karlægir
menn á sinni tíð. Blackie, sem
skírður var Steven Edward Duren,
er eini upprunalegi meðlimurinn í
dag.
Í annan stað voru tónleikar
WASP með hressasta móti. Það eru
ekki allir sem tjóðra hálfnakin mód-
el við pyntingarbretti á sviðinu,
fleygja hráu kjöti út í sal og höggva
höfuð af hænsnfuglum. Í þessum
heimi eða öðrum. Vona að harð-
kjarna femínistar séu ekki að lesa
þennan pistil!
Í þriðja lagi vakti nafnið
óskipta athygli. Margir hafa ugg-
laust gefið sér í upphafi að WASP
standi fyrir White Anglo-Saxon Pro-
testants. Það hefur þó aldrei fengist
staðfest. Þvert á móti hafa Blackie
og félagar iðulega farið undan í
flæmingi þegar nafnið ber á góma. Í
ljósi þess að móðir Blackies Lawless
er indíáni er líklega hægt að útiloka
möguleikann hér að ofan – nema að
kaldhæðnin sé þeim mun meiri.
Hver veit? We Are Sexual Perverts,
We All Smoke Pot, We Are Satan’s
People og We Appreciate Stinky
Pussy eru aðrir möguleikar en sjálf-
ur aðhyllist ég skýringu sem Blackie
gaf sjálfur í blaðaviðtali í gamla
daga. Þegar spurt var svaraði hann
einfaldlega: We Ain’t Sure, Pal. Við
erum ekki vissir, lagsi.
Er það eitthvað verra en ann-
að?
» Í ljósi þess að móð-ir Blackies Lawless
er indíáni er líklega
hægt að útiloka mögu-
leikann hér að ofan –
nema að kaldhæðnin sé
þeim mun meiri. Hver
veit?
Stuð WASP gefur engan afslátt á tónleikum, slær upp allsherjar sýningu í anda Kiss og Alice Cooper.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa nýja
lágkolvetnabrauðið okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Alvöru blandarar
fyrir veitingastaðinn
kaffihúsið, ísbúðina
& booztbarinn
Ýmsir ánægðir viðskiptavinir
• World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands
• Kaffi Tár & Te & Kaffi
• Heilsuhúsið & Lifandi Markaður
• Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl.