Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
✝ Hallfríður Al-freðsdóttir var
fædd á Siglufirði
14. júní 1945. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 1. júní
2014. Hún var
dóttir hjónanna
Ragnhildar
Einarsdóttur, sem
lést 20. desember
2012, og Alfreðs
Jónssonar sem dvelur nú á
dvalarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri. Hallfríður átti þrjár yngri
systur sem allar eru á lífi, þær
Áslaugu Helgu, Guðrúnu Sig-
ríði og Ásrúnu Önnu. Hall-
fríður fluttist með fjölskyldu
sinni til Gríms-
eyjar árið 1957, þá
12 ára að aldri, en
um 20 ára aldurinn
fór hún til lands og
vann á Kristnesi í
Eyjarfirði. Þaðan
fór hún til náms í
Reykjavík og lærði
þar til ljósmóður á
Landspítalanum.
Árið 1972 útskrif-
aðist hún sem
hjúkrunarfræðingur og flutti
svo 1974 til Akureyrar og
starfaði á Fjórðungssjúkrahús-
inu þar til ársins 2005. Útför
Hallfríðar fer fram frá Akur-
eyrarkirkju 18. júní 2014
klukkan 13.30.
Systurdóttir mín og góð vin-
kona, Hallfríður Alfreðsdóttir, er
látin. Með nokkrum orðum vil ég
minnast þessarar ágætu konu.
Hún Fríða frænka, eins og ég kall-
aði hana alltaf, var ekki há í loftinu
þegar ég sá hana fyrst, í heimsókn
okkar beggja norður á Stóru-
Laugum í Reykjadal í S-Þingeyj-
arsýslu, sennilega verið um fimm
ára gömul. Þá strax var hún farin
að hafa ákveðnar skoðanir og fara
sínar eigin leiðir. Alla tíð hafði hún
ákveðnar meiningar á mönnum og
málefnum og sterkar skoðanir,
þar var enginn millivegur. Hún
var hreinskilin og lá ekki á skoð-
unum sínum. Fríða valdi vini sína
af kostgæfni. Þeir sem hún kaus
að eiga að vinum vissu að þar ríktu
fullkomin heilindi. Hún var sann-
ur vinur þeirra sem hún tók ást-
fóstri við. Fríða var afar gestrisin
og heimili hennar stóð vinum og
vandamönnum opið hvenær sem
var. Þar var gestum tekið með
opnum örmum, glæsilegum veit-
ingum og vináttu. Þeir eru ófáir
sem hafa gist hjá Fríðu frænku,
þar sem beið manns uppbúið rúm,
með hvítum sængurfatnaði sem
skörtuðu fallegum milliverkum,
eitt dæmið um handverkssnilld
húsmóðurinnar. Ég minnist þess
ekki að hafa séð hana setjast niður
öðruvísi en með prjónana eða
heklunálina milli handa. Enda eru
ófáir dúkarnir, peysurnar og fleiri
góðir hlutir sem ættingjar og vinir
fengu senda í tíma og ótíma. Fríða
var með eindæmum ættfróð og
ósjaldan leitaði ég til hennar þeg-
ar mig vantaði upplýsingar um
einhverja ættingja okkar. Þar var
ekki komið að tómum kofanum.
Það stóð aldrei á því að hún gæti
frætt mann um ætt og uppruna og
tengsl viðkomandi við okkar ætt.
Hún var afar minnug á nöfn og
staðhætti og gat rakið ættir fólks
langt aftur í tímann. Fríða var
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
að mennt. Þegar hún var að læra
til ljósmóður tók hún á móti
yngsta syni mínum. Það var afar
gott og traustvekjandi að hafa
hana hjá sér við þær aðstæður,
eitt af því sem ekki gleymist, og ég
er ekki í vafa um að margar mæð-
ur geta borið henni sömu sögu.
Fríða frænka hafði stórt hjarta,
sem nú er brostið. Lífshlaupi
hennar er lokið langt um aldur
fram. Ég og fjölskylda mín þökk-
um henni góða vináttu og frænd-
rækni. Bænir okkar fylgja henni
nú yfir fljótið mikla að ströndinni
hinum megin, þar sem ríkir eilíft
vor, birta og friður.
Margrét S. Einarsdóttir.
Kær, elskuleg vinkona Gallerís
Sólar í Grímsey hefur kvatt. Hall-
fríður var dóttir mikilla sóma-
hjóna, Ragnhildar og Alfreðs
Jónssonar á Básum. Hallfríði
kynntist ég skömmu eftir að hand-
verkshópur grímseyskra kvenna
stofnaði handverkshús í eynni, ár-
ið var 1998. Ein af stofnendunum
var Áslaug Helga, systir Hallfríð-
ar. Fljótlega eftir opnun fóru okk-
ur að berast dásamlegar sending-
ar – kassar fullir af fallegu
prjónlesi frá Akureyri. Sendand-
inn Hallfríður vildi ekkert fá fyrir
handavinnu sína, heldur styrkja
og efla framtak gallerískvenna
með andvirðinu. Það var ekki bara
einu sinni eða tvisvar sem okkur
bárust þessar góðu gjafir – nei, í
þau ellefu ár sem ég var þátttak-
andi studdi Hallfríður dyggilega
við bakið á starfinu okkar með
margbreytilegum prjónaskap oft
á ári. Slíkur stuðningur var starf-
inu í Gallerí Sól ómetanlegur.
Hallfríður giftist ekki eða eignað-
ist börn en ég veit að systrabörnin
áttu ást hennar og umhyggju.
Foreldrum sínum var hún styrk
stoð þegar ellin sótti á. Fyrir ör-
stuttu eða í seinnihluta maí hitti
ég Hallfríði, hún svo skínandi fín
og frísk. Það var í Hlíð á 95 ára af-
mælisdegi föður hennar, Alfreðs.
Þar var hún mætt, áhugasöm og
öflug, til að líta eftir með kaffiveit-
ingum og sjá til að allt væri sem
best útbúið fyrir gott afmæliskaffi
í tilefni dagsins. Nú á kveðjustund
þakka ég Hallfríði af alhug vináttu
hennar og tryggð við Gallerí Sól
og okkur Sólarkonur árin öll. Ég
sendi föður hennar, systrum og
ástvinum öllum hjartans samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
Hallfríðar Alfreðsdóttur.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Dalvík.
Á kveðjustund við lítum liðinn tíma,
við lítum gjarnan yfir farinn stig.
Þú hefur kvatt – og liðin lífsins glíma
í ljúfri þökk við einnig kveðjum þig.
Góð vinkona Hallfríður Al-
freðsdóttir hefur kvatt þessa jarð-
vist allt of fljótt. Við ólumst upp á
Siglufirði og bjuggum nánast hlið
við hlið um tíma. Við fluttum báð-
ar frá Siglufirði sama árið, Fríða
með foreldrum sínum út í Grímsey
og ég með ömmu suður. Allmörg-
um árum seinna hittumst við aftur
er við hófum nám við Ljósmæðra-
skóla Íslands árið 1965. Við vorum
tvö ár í heimavist eins og þá var
siður og útskrifuðumst sem ljós-
mæður 1967. Við fórum báðar að
vinna á fæðingardeild Landspítal-
ans og höfum alltaf verið góðar
vinkonur og á ég Fríðu margt að
þakka. Fríða leigði við Miklubraut
og ég bjó við Guðrúnargötu svo
það var stutt á milli okkar. Árið
1971 var hjúkrunarskortur og þá
var í boði sérskipulagt nám fyrir
ljósmæður og Fríða dreif mig með
sér í námið. Við áttum að taka próf
í aðalfögum áður en hið eiginlega
nám hæfist og við Fríða lásum
saman fyrir þessi próf. Eftir út-
skriftina frá Nýja hjúkrunarskól-
anum 1974 flutti Fríða til Akur-
eyrar og vann á sjúkrahúsinu þar
uns hún fór á eftirlaun. Fríða
keypti sér íbúð í Víðilundi á Ak-
ureyri og höfum við hjónin marg-
oft gist hjá henni. Fríða var höfð-
ingi heim að sækja og vorum við
ávallt velkomin, jafnvel þó að ég
tæki stundum erlenda vini með.
Það var alltaf nóg pláss og ekki
stóð á kræsingunum hjá henni.
Hún var einstaklega góður kokk-
ur og alltaf tilhlökkun að borða
góða matinn hennar Fríðu. Hún
hafði einstakt lag á að útbúa góðan
mat.
Fríða var mikil hannyrðakona
og féll aldrei verk úr hendi. Ég á
mikla handavinnu eftir hana. Hún
prjónaði á dóttur okkar Ásgeirs
og svo eru allir dúkarnir sem hún
hefur heklað og gefið mér, milli-
verk og önnur hekluð listaverk.
Svo þegar barnabörnin komu þá
stóð ekki á peysum, húfum, kjól-
um og sokkum.
Fríða var einstaklega minnug.
Hún var hafsjór af fróðleik og
sagði okkur oft skemmtilegar sög-
ur. Hún hafði yndi af bókum, las
mikið, hafði gaman að því að lesa
um menn og málefni, hafði
ákveðnar skoðanir og var mjög
rökföst.
Hún var einstaklega ættfróð.
Nú get ég ekki lengur hringt til
Fríðu og fengið upplýsingar um
ýmislegt sem hún hefur gefið mér
svör við til margra ára. Hennar
verður sárt saknað. Það verður
tómlegt að koma norður og eiga
ekki aftur eftir að gista í Víðilund-
inum hjá Fríðu.
Við Ásgeir þökkum Fríðu fyrir
áralanga vináttu, tryggð og allar
góðar stundir sem við höfum átt
saman sem við munum geyma í
hjarta okkar.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Við vottum öldruðum föður sem
sér á bak elstu dóttur sinni, systr-
um og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Sjöfn og Ásgeir.
Hallfríður Alfreðsdóttir ljós-
móðir er fallin frá. Fríða var
skólasystir okkar úr Ljósmæðra-
skóla Íslands. Við hófum þar nám
árið 1965 og bjuggum á heimavist.
Kynnin urðu náin, mikil og góð.
Minningar um Fríðu eru margar
og skemmtilegar, henni féll aldrei
verk úr hendi, heklaði, prjónaði og
sagði sögur, hún hafði góða frá-
sagarhæfileika, allt varð ljóslif-
andi og áheyrilegt. Við lukum
námi árið 1967 og höfum æ síðan
fylgst með lífi hver annarrar þótt
samverustundir síðustu ára væru
ekki margar vegna búsetu.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Við sendum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur og
kveðjum Fríðu með söknuði.
Blessuð sé minning hennar.
Elín, Halldóra,
Guðrún Þór, Guðrún
Jónsdóttir, Sjöfn.
„Þetta er nú ekki mikið mál,“
var alvanalegt að heyra Hallfríði
segja þegar við vorum að raða upp
borðum fyrir Aglowstundirnar og
leggja á þau.
Aglow er þverkirkjulegt starf í
yfir 170 löndum og á Akureyri
hittumst við konurnar einu sinni í
mánuði tíu mánuði ársins. Hall-
fríður var ein af okkur og stóð eins
og klettur á hverri einustu stund.
Það var algjör undantekning ef
hún mætti ekki og lét þá ævinlega
vita af fjarveru sinni. Að loknum
síðasta fundi vetrarins, í maí síð-
astliðnum, kvaddi hún okkur með
þeim orðum að hugsanlega yrði
hún ekki með okkur næsta vetur –
sú verður raunin – hennar verður
sárt saknað.
Stjórn Aglow á Akureyri þakk-
ar Hallfríði fyrir óeigingjarnt
starf, frábæra þjónustu, skemmti-
legar sögur og hláturinn, sem hún
vakti oft á meðal okkar.
Sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skil-
ið. Gefið henni af ávexti handa hennar
og verk hennar skulu lofa hana í borg-
arhliðunum.
(Orðskviðirnir 31:30b-31)
Ættingjum og vinum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
Hallfríðar.
Fyrir hönd Aglow á Akureyri.
Jóhanna Benný Hannesdóttir.
Hallfríður
Alfreðsdóttir
HINSTA KVEÐJA.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu ad hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kær vinkona er kvödd,
með innilegu þakklæti fyrir
áratuga vináttu.
Innilegar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu Hallfríðar.
Ingibjörg Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KJARTAN JÓHANNES ÞORGEIRSSON,
Álfaskeiði 83,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 8. júní.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 20. júní kl. 15.00.
Þeir sem viljast minnast hans láti Sjálfsbjörg
eða Karitas njóta þess.
Sólborg Guðmundsdóttir,
Guðmundur Kjartansson, Auður Anna Pedersen,
Sigríður Kjartansdóttir, Lars Landgren,
Valur Geir Kjartansson, Viktoría S. Ámundadóttir,
Þorgeir J. Kjartansson, Anna Katrín Eiríksdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU MARGRÉTAR CORTES,
Silfurteigi 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 5. hæð á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Björg Cortes Stefánsdóttir, Halldór I. Elíasson
Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir,
Stefán Valdimar Halldórsson,
Anna Margrét Halldórsdóttir, Haraldur Darri Þorvaldsson
Steinar Ingimar Halldórsson, Xue Li
Halldór Alexander Haraldsson,
Jökull Ari Haraldsson,
Hugrún Eva Haraldsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
bróður okkar,
RAFNS INGVARSSONAR,
Steinholtsvegi 8,
Eskifirði.
Sérstakar kveðjur og þakkir færum við
starfsfólki Dvalarheimils aldraðra, Hulduhlíð,
Eskifirði, og einnig starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins
í Neskaupstað fyrir góða umönnun.
Sigurjón Guðni,
Margrét Aðalbjörg,
Eymar Yngvi,
Eygló Halla,
Kolbrún Ásta,
Páll Geir og
Ómar Grétar, Ingvarsbörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR,
frá Kirkjulækjarkoti,
Fljótshlíð,
lést á Dvalarheimilinu Ási
laugardaginn 14. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Helgi Guðmundsson, Jóna Baldvinsdóttir.
Guðni Marís Guðmundsson, Helga Jóhanna Jósefsdóttir.
Samúel Jóhann Guðmundsson, Kolbrún Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 15. júní á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Hildur Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson,
Garðar Jóhannsson, Laufey Björnsdóttir,
Júlíus Björn Jóhannsson, Martha Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar og amma,
BIRNA TYRFINGSDÓTTIR,
Hvanneyrabraut 28,
Siglufirði,
Lést hinn 4. júní.
Útförin fer fram í kyrrþey síðar.
Úlla Þrastardóttir, Katrín Sól Sigurðardóttir,
Magnús Gauti Þrastarson, Birna Magnúsdóttir,
Sólon Yngvar Magnússon.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÖRN ÞÓR KARLSSON
skriftvélameistari,
Sigtúni 37, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í
dag, 18. júní, kl. 13. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á minningarkort Sólvangs.
Soffía Zophoníasdóttir,
Karl Friðjón Arnarson, Snjólaug G. Kjartansdóttir,
Úlfar Snær Arnarson, Gréta V. Guðmundsdóttir,
og barnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA ÞRÁINSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
sunnudaginn 15. júní.
Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 20. júní kl. 14.
Fjölskylda hinnar látnu.