Morgunblaðið - 28.06.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.06.2014, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  150. tölublað  102. árgangur  TEKUR MYNDIR Á VOTPLÖTUR LEITAR AÐ LJÓSGLÆTU Í SORGINNI KÆRLEIKSDISKUR LABBA 46MEÐ AUGUM FORTÍÐAR 10  Nú þegar Rússar eru farnir að gera sig gildandi á nýjan leik hef- ur þeim fjölgað sem óttast að hin- ar nýju áherslur sem NATO hefur haft eftir fall Sovétríkjanna hafi dregið tennurnar úr bandalaginu, en verkefni sambandsins breyttu um eðli eftir kalda stríðið og urðu borgaralegri en fyrr. Bjartsýni um þróun alþjóðamála ríkti, og mörg aðildarríkjanna drógu úr vígbún- aði sínum. Spurningin nú er því hvort bandalagið muni duga ef á reynir. »24 Skortir NATO trú- verðugleikann? Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætla má að ákvarðanir HB Granda um fjárfestingar í ár og á síðustu ár- um nemi yfir 15 milljörðum. Auk þess hefur fyrirtækið greitt niður skuldir fyrir svipaða upphæð á síð- ustu fimm árum. Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að nú sé góður tími fyrir félagið til fjárfestinga. Nýlega var ákveðið að ganga til samninga við tyrkneska skipasmíðastöð um smíði á þremur ísfisktogurum og eru þeir væntan- legir 2016-17. Á næsta ári koma tvö uppsjávarskip til HB Granda frá sömu stöð. Áætlaður kostnaður við smíðarnar er 14 milljarðar. Vilhjálm- ur segir að verkefnaþurrð hafi verið víða í skipasmíðaiðnaði síðustu ár. Með nýju skipunum batni aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða, sem leiði til betri afurðar. Orkunýting verði betri og umhverfisáhrif minni. Fyrirtækið hefur jafnframt endur- nýjað búnað og byggt upp nýjar ein- ingar í starfsstöðvunum á Akranesi, Vopnafirði og í Reykjavík og keypt fyrirtæki í tengdum rekstri. »16 Fjárfest fyrir 15 milljarða  Samningar um smíði fimm skipa fyrir HB Granda í Tyrk- landi  Skuldir greiddar niður  Breytingar á starfsstöðvum Morgunblaðið/Einar Falur Hreiður Hvorki má selja egg frið- aðra né ófriðaðra fugla úr landi. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Það er búið að benda okkur á eggja- söluna og við erum með málið í skoð- un. Fyrst var okkur bent á síðuna en síðan var maður staðinn að verki í vot- lendinu fyrir ofan Eyrarbakka, í frið- lendinu þar, þar sem hann var að tína egg ofan í bakpoka. Þá var farið í hús- leit heim til hans og fundust þar fleiri egg,“ segir Elís Kjartansson, lög- reglufulltrúi hjá lögreglunni á Sel- fossi, sem er með eggjasölu á eBay inni á sínu borði. Samkvæmt lögum er bannað að flytja fugla, egg, eggja- skurn og hreiður úr landi nema með undanþágu frá Umhverfis- ráðuneytinu en bannið tekur þó hvorki til rjúpna né alifugla. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um löglegar og ólöglegar söl- ur á eBay sem tengjast Íslandi. Núna er þar til sölu verk sem eignað er Þór- arni B. Þorlákssyni og er það verðlagt á um 3 milljónir. Ólafur Ingi Jónsson, deildarstjóri forvörsludeildar Lista- safns Íslands, segir ekkert benda til þess að verkið sé eftir Þórarin, bæði handbragð þess og stærð séu úr öllu samhengi miðað við önnur verk hans. Vafasöm egg og málverk á eBay  Lundaegg selt á eBay fyrir 17.000 krónur  Falsað listaverk á 3 milljónir Sólheimajökull er vinsæll áfangastaður ævintýragjarnra ferða- manna. „Jökullinn verður vinsælli með hverju árinu. Náttúru- fegurðin er mikil og mörg undur er að finna á jöklinum. Þessi veröld er fjölbreytileg og vekur forvitni margra,“ segir Bene- Sólheimajökull hefur verið vinsælt rannsóknarefni jarð- og jöklafræðinga og fylgst er grannt með hreyfingum hans. Bene- dikt segir að varasamt sé að fara á jökulinn án viðeigandi bún- aðar, hann sé mjög hreyfanlegur og áhrifagjarn fyrir veðrum. dikt Bragason, leiðsögumaður á Sólheimajökli. Sólheimajökull er skriðjökull sem skríður úr Mýrdalsjökli og er þakinn sprungum, hryggjum, jökuldrýlum og svelgjum. Jökullinn hopar sífellt og breytist því ásýnd hans frá ári til árs. „Þessi veröld er fjölbreytileg og vekur forvitni margra“ Morgunblaðið/RAX  Hluthöfum fjögurra af þeim sjö félögum sem skráð voru í Kauphöll Ís- lands frá hruni bankanna til ársloka 2013 fækk- aði um 21%–26% á fyrsta viðskiptadegi eftir skráningu. Um er að ræða hlutafjár- útboð Haga, VÍS, TM og N1. Þetta kemur fram í nýrri MS- ritgerð Svövu Hildar Steinars- dóttur í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir æski- legt að byggð verði upp hlut- hafamenning þannig að langtímasjónarmið verði ráðandi í fjárfestingum. Það eigi alls ekki að vera lögmál að hluthöfum fækki á fyrstu vikum eftir skráningu. Hluthöfum TM fækkaði sér- staklega mikið í kjölfar hlutafjár- útboðs félagsins í apríl í fyrra, um 43% á einum mánuði. »20 Greina spákaupmennsku í fjórum hlutafjárútboðum frá hruni til 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.