Morgunblaðið - 28.06.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
STUTTAR FRÉTTIR
● Lánshæfismat Kópavogsbæjar
hækkar um tvo flokka í nýju mati Reit-
unar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar
í i.A2 úr i.BBB1. Í fréttatilkynningu segir
að þessi hækkun sé tilkomin vegna
minni áhættu sveitarfélagsins, sterkari
efnahags þess og jákvæðra horfa í
efnahagsmálum.
Gangi áætlanir og væntingar sveitar-
félagsins eftir ætti lánshæfi Kópavogs-
bæjar að geta styrkst enn frekar, að því
er segir í matinu. Þar kemur jafnframt
fram að gengisáhætta sé nú hverfandi
eftir uppgreiðslu nánast allra gengis-
bundinna lána sveitarfélagsins.
Reitun hækkar lánshæf-
ismat Kópavogsbæjar
● Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var
jákvætt um 18,2 milljarða króna fyrir
fyrstu fimm mánuði ársins. Það er 31,4
milljarða króna bati frá sama tímabili í
fyrra, þegar handbært fé var neikvætt
um 13,2 milljarða.
Innheimtar tekjur hækkuðu um 43,6
milljarða milli ára en greidd gjöld jukust
um 12,9 milljarða á sama tíma. Þetta
kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkis-
sjóðs, en það gefur upplýsingar um af-
komu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra
tekna og greiddra gjalda.
Greiðsluafkoma ríkis-
sjóðs batnar
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar
Íslands, vildi ekki tjá sig um niður-
fellingar áskrifta upp á um 774 millj-
ónir króna í hlutafjárútboði HB
Granda í apríl þegar eftir því var leit-
að. Áskriftirnar voru ekki greiddar
af hálfu tilboðsgjafa, en útboðið var í
umsjón Arion banka. Útboðsgengi
var 27,7 krónur á hlut og stóð gengið
nánast í stað á fyrsta viðskiptadegi
eftir skráningu bréfanna á aðallista
Kauphallarinnar.
Tilboð í 5,7% hlutafjár í HB
Granda voru ekki greidd á eindaga og
felldi bankinn kröfur á viðkomandi
fjárfesta niður. Stærsti hlutinn var
vegna ógreiddra áskrifta í B-bók út-
boðsins, sem ætluð var fagfjárfestum.
Í lýsingu útboðsins var tekið fram
að allar áskriftir væru bindandi og
að fjárfestar hefðu hvorki haft rétt
til að afturkalla né breyta áskriftum.
Í svari Haraldar Guðna Eiðs-
sonar, forstöðumanns samskipta-
sviðs Arion banka, við fyrirspurn
Viðskiptablaðsins kom fram að það
hefði haft lítil eða engin áhrif á
endanlegt útboðsgengi ef áskriftun-
um hefði verið eytt áður en úthlutað
var í útboðinu. kij@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Kauphöll Sumir fjárfestar greiddu ekki bindandi tilboð í útboði HB Granda.
Áskriftir í útboði
felldar niður
Forstjóri Kauphallar vill ekki tjá sig
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Í kjölfar hlutafjárútboða fjögurra af
þeim sjö félögum sem skráð voru í
Kauphöll Íslands frá hruni bankanna
til ársloka 2013 fækkaði hluthöfum
um 21%–26% á fyrsta viðskiptadegi.
Um er að ræða hlutafjárútboð versl-
unarfyrirtækisins Haga, trygginga-
félaganna VÍS og TM og loks elds-
neytisfélagsins N1.
Páll Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar, segir æskilegt að
byggð verði upp hluthafamenning
þannig að langtímasjónarmið verði
ráðandi í fjárfestingum. Það eigi alls
ekki að vera lögmál að hluthöfum
fækki á fyrstu vikum í viðskiptum.
Í nýrri MS-ritgerð Svövu Hildar
Steinarsdóttur í fjármálum fyrir-
tækja frá Háskóla Íslands kemur
fram að viðskipti með hlutabréf í
ofangreindum fjórum félögum hafi
verið mun meiri á fyrsta viðskipta-
degi en með hlutabréf hinna félag-
anna. Alls hafi veltan verið á bilinu
529 til 1.464 milljónir króna. Mest var
veltan með hlutabréf VÍS en minnst
með bréf Fjarskipta (Vodafone).
Í ritgerðinni lagði Svava Hildur
mat á það hvort hægt væri að greina
spákaupmennskuhegðun, eins og hún
orðar það, í hlutafjárútboðum á ár-
unum 2011 til 2013. Það var gert með
því að meta þróun á fjölda hluthafa
frá skráningardegi.
Páll segir að yfirleitt taki einhverj-
ir þátt í útboðum með það í huga að
selja og innleysa hagnað við fyrsta
tækifæri, þó svo að flestir hafi hug á
að halda hlutabréfum sínum til lengri
tíma.
„Því er ekki að leyna að ekki má
búast við því að allir fjárfesti á sömu
forsendum. Það getur líka verið
styrkleiki að fólk nálgist markaðinn
frá mismunandi sjónarhornum. En
okkur finnst æskilegt að hluthafa-
menningin sé þess eðlis að fólk hafi
langtímasjónarmið að leiðarljósi,“
segir hann í samtali við Morgunblað-
ið.
„Við höfum tekið eftir aukinni
þátttöku í útboðunum og reiknum
með, þegar langtímaþróun í hlut-
hafafjöldanum verður skoðuð að
nokkrum árum liðnum, að hluthöfum
muni fjölga. En okkur þykir það svo
sannarlega ekki vera lögmál að hlut-
höfum fækki eftir útboðin, nema síð-
ur sé.“
Páll segir jafnframt að svokallaðar
kennitölusafnanir geti að hluta til
skýrt þessa miklu fækkun hluthafa á
fyrstu vikum viðskipta. Í hlutafjár-
útboðum hefur borið á því að fjár-
festar skrái sig fyrir kaupum á hlut á
nokkrar mismunandi kennitölur.
Hömlur eru á því hve marga hluti
einstakir fjárfestar geta keypt í út-
boðum, sér í lagi eftir því sem
umframeftirspurnin er meiri, og því
hefur borið á því að bréf séu keypt á
kennitölum vina og vandamanna.
Hluthöfum TM fækkaði mjög
Athygli vekur að hluthöfum TM
fækkaði sérstaklega mikið í kjölfar
hlutafjárútboðs félagsins í apríl í
fyrra. Um sjö þúsund manns skráðu
sig fyrir bréfum í félaginu en eftir
fyrsta viðskiptadag voru hluthafarn-
ir orðnir 5.182 talsins. Í lok árs 2013
voru þeir síðan 2.397 talsins. Yfir
áttatíuföld umframeftirspurn var
eftir bréfum TM í útboðinu og voru
dæmi um að fjárfestar skráðu sig
fyrir miklu hærri fjárhæðum en þeir
voru borgunarmenn fyrir, eins og
Morgunblaðið greindi frá.
Svava Hildur skoðaði einnig hvort
hægt væri að sjá greinanlegan út-
boðsafslátt við skráningu félaga. Út-
boðsafsláttur er munur á útboðs-
gengi félags og gengi þess í lok
fyrsta viðskiptadags. Í ljós kom að
slíkur afsláttur var veittur í öllum út-
boðunum nema í útboði Regins.
Að meðaltali nam afslátturinn
13,38% hjá félögunum sjö, en Svava
Hildur bendir á að það sé nokkuð
minni afsláttur en tíðkast hafi í öðr-
um löndum. Mestur var afslátturinn
í tilviki TM. Útboðsgengi var 20,10
krónur á hlut en gengi í lok fyrsta
viðskiptadags var 26,7 krónur á hlut.
Afslátturinn var því 32,84%.
Seðlabanki Íslands hefur bent á að
útboðsafslátturinn hafi farið þverr-
andi og að það sé til marks um
minnkandi óvissu á hlutabréfa-
markaði.
Skýr merki um spákaup-
mennsku í fjórum útboðum
Hluthöfum fjögurra félaga fækkaði á bilinu 21-26% á fyrsta degi eftir skráningu
Breyting á fjölda hluthafa eftir fyrsta
viðskiptadag á markaði
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
-20%
-25%
-30%
-8,50%
13,17%
3,76%
6,20%
-21,20%
-25,97%
-23,40%
Hagar hf.
Reginn hf.
Eimskip hf.
VÍS hf. TM hf. N1 hf.
Fjarskipti hf.
Spákaupmennska
» Í ritgerðinni reynir Svava
Hildur að greina spákaup-
mennskuhegðun fjárfesta í
hlutafjárútboðum.
» Það er skilgreint sem hegð-
un fjárfesta sem taka þátt í út-
boðunum en selja bréf sín á
fyrsta viðskiptadegi.
» Hún segir að þegar litið sé
til fjárfestinga einstaklinga
gæti slík hegðun falið í sér
kaup á hlutabréfum með von
um skjótan gróða án þess að
farið sé í greiningu á viðkom-
andi félagi og án greinargóðrar
þekkingar á fjárfestingunni.
!
"!# $
$%
$""
"#$
""
#%%
% #
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!
"%"
!%#
"!"$
$
#"
" $
#
%$%
"
!!"
"!$$
$ $%
##
"$
#
#%!
% "$
"!!!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á