Morgunblaðið - 28.06.2014, Page 23

Morgunblaðið - 28.06.2014, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014 Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing Fötur Sápukúlur Boltar 45cm boltar Flottir á trampólín Vatnsbyssur YooHoo Kútar Skúli Halldórsson sh@mbl.is Írak hefur undanfarið þurft að þola uppreisnir og hörð átök í kjölfar þeirra. Margir óttast að Afgan- istan muni feta sömu slóð þegar herlið NATO fer þaðan. Leiðtogi herliðs Breta í Afganistan, John Lorimer, telur þó að aðstæður í löndunum tveimur séu öldungis ólíkar. Segist hann fullviss um að landið verði áfram öruggt eftir að alþjóðlegt herlið fari þaðan, þar sem öryggissveitir Afgana séu bet- ur vopnum búnar og þjálfaðar til að eiga við upp- reisnarmenn. „Ég held að það sé ekki gagnlegt að bera saman ástandið í Írak og Afganistan,“ segir Lorimer. „Aðstæðurnar eru alls ekki þær sömu. Það er mikilvægt að hafa í huga að í Afganistan er ríkur vilji til þess að hafa alþjóðlegt herlið áfram í land- inu, til að halda áfram að þjálfa innlendar öryggis- sveitir,“ bætir hann við. Ýmissa úrbóta þörf hjá öryggissveitunum Hann segir að herlið Afgana hafi staðið sig vel við að tryggja öryggi í aðdraganda forsetakosn- inganna sem haldnar voru 14. júní síðastliðinn. „Það er ýmislegt sem þarf að bæta en þeir vita sjálfir af því og við erum að vinna saman að því að fylla í eyðurnar,“ segir Lorimer. Alþjóðasamfélagið hefur skuldbundið sig til að styrkja stjórnvöld í Afganistan um átta milljarða Bandaríkjadala á ári til ársins 2017 til að tryggja öryggi í landinu til frambúðar. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti hinn 27. maí síðast- liðinn að hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna myndi ljúka í desember. Tíu þúsund hermenn verða þá eftir í landinu. Óttast ný átök í Afganistan  Styttist í að alþjóðlegt herlið yfirgefi landið  Öryggissveitir betur búnar en í Írak  Átta milljarðar dala renna á hverju ári í landið til uppbyggingar AFP Olía á eldinn Pakistanskur hermaður kveikir í eiturlyfjum sem voru gerð upptæk á landamærum rík- isins. Afganistan er stærsti ópíumframleiðandi heims og fer nærri helmingur þess um Pakistan. Breytingartillaga sem fylgir nýju fjárlaga- frumvarpi Virginíuríkis í Bandaríkjunum leggur til að götu- heiti kínverska sendiráðsins í höfuðborginni Washington verði breytt. Ef tillagan fær samþykki mun sendiráðið standa við Liu Xiaobo-torg, í höfuðið á nóbelsverðlaunaskáldinu sem af- plánar nú ellefu ára fangelsisdóm í Kína. Í tilkynningu frá kínverska utan- ríkisráðuneytinu segir að tillagan að breytingunni sé algjör farsi. „Banda- ríkjamenn hafa notað svokölluð mannréttindi og Xiaobo-málið til að réttlæta þessa tilgangslausu breyt- ingu,“ segir talsmaður ráðuneytisins. Höfundar tillögunnar segja að nafnbreytingin myndi senda skýr skilaboð til umheimsins þess efnis að Bandaríkin standi vörð um mann- réttindi alls staðar í heiminum. Liu Xiaobo hlaut nóbelsverðlaunin árið 2010, m.a. fyrir baráttu sína fyrir lýð- ræði í Kína. BANDARÍKIN Nafnbreyting götu til höfuðs Kínverjum Minnismerki í Washington Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam- bandsins tilnefndu í gær Jean- Claude Juncker, fyrrverandi for- sætisráðherra Lúxemborgar, í emb- ætti forseta framkvæmdastjórnar ESB. Tilnefningin er álitin mikið áfall fyrir David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, sem hafði lagst gegn henni vegna þess að hann telur Juncker of hallan undir aukin pólit- ískan samruna ESB-ríkja. 26 ríki af 28 samþykktu tilnefn- inguna og aðeins Bretland og Ung- verjaland greiddu atkvæði gegn henni. Búist er við að Evrópuþingið staðfesti hana. Cameron sagði að leiðtogum ESB hefðu orðið á mikil mistök með til- nefningunni. „Þetta er slæmur dag- ur fyrir Evrópusambandið,“ sagði hann. „Þetta ferli hefur styrkt mig í þeirri trú að nauðsynlegt sé að breyta Evrópusambandinu.“ Leiðtogar ESB tilnefna Juncker  Álitið áfall fyrir David Cameron AFP Verðandi forseti Jean-Claude Juncker (t.h.) ræðir við fréttamenn í Brussel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.