Morgunblaðið - 28.06.2014, Side 31

Morgunblaðið - 28.06.2014, Side 31
sama tímanum kl. 20, afi var nefnilega mjög vanafastur á tíma og vildi hafa allt í föstum skorð- um. Ég fór að syngja fyrir hann og elskaði afi það, sérstaklega þegar ég breytti textunum og setti hann inn í þá. T.d „Sofðu unga ástin mín“ varð „Sofðu ungi afi minn“, það fannst honum frá- bært. Við hlustuðum líka mikið á tónlist. Söngur og tónlist er svo gott fyrir Alzheimers-sjúklinga. Afa fannst alltaf gaman þegar ég hrósaði honum, sagði ég oft við hann að hann væri bráðmynd- arlegur og vel gefinn og þá hló hann alltaf og var sammála mér. Við föndruðum líka mikið, bjuggum t.d. til báta, hatta, blóm, froska og svani sem við gerðum í alls konar litum. Einn báturinn var blár og fannst afa hann mjög sérstakur og kallaði hann „Flakkarann“, þá skelltum við bara höttunum á okkur og fórum í sjóaraleik. Þessi tími með afa er búinn að vera ógleymanlegur og er ég ótrúlega þakklát að hafa fengið þennan tíma með honum og stytt honum stundir í veikindum hans. Get ekki lýst með orðum hversu mikils virði afi var mér. Hann var ekki bara afi minn heldur líka besti vinur minn. Veit þú fylgist með mér. Elsku sterki og flotti afi minn, takk fyrir allar góðu og ógleym- anlegu stundirnar. Sakna þín ótrúlega mikið. Veit það verður tekið vel á móti þér. Þín Þóra Regína. Elsku afi okkar, Guðmundur, lést sunnudaginn 15. júní sl. Mikið söknum við hans. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur og lét okkur alltaf vita hversu mikils virði við værum. Elsku afi okkar, takk fyrir allt það góða sem þú kenndir okkur og allar stundirnar sem við átt- um með þér. Vitum að vel verður tekið á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínir afastrákar, Guðmundur Freyr og Arnar Freyr. Kær bróðir minn, Guðmundur Freymóður Árnason, er látinn. Guðmundur var 13 ára og Har- aldur Reynir 12 ára þegar ég fæddist. Foreldrar okkar voru búsett á Ólafsfirði. Misstu sitt fyrsta barn í fæðingu, dreng. Síðan kom Guðmundur, þá Reynir og Jóhanna Guðrún sem deyr eins og hálfs árs. Og síðast kem ég, en þá voru þau flutt til Siglufjarðar. Ég minnist Guðmundar á góð- an og viðkvæman hátt. Hann var ljúfur og góður bróðir en Reynir var fjörkálfurinn. Guðmundur hafði marga hæfileika og oft mikið glens í gangi. Þeir áttu mörg áhugamál. Höfðu gaman af að dansa, syngja, spila og vera í íþróttum. Fyrir utan tónlistina og saxófón hjá Guðmundi. Einn- ig átti hann grammófón sem ég og Rósa frænka mín fengum að trekkja og spila uppáhaldslagið okkar. Guðmundur var knatt- spyrnumaður og góður skíða- maður og varð síðar Íslands- meistari í skíðastökki og Reynir í frjálsum og sýndi fimleika. Ég var hreykin af bræðrum mínum og fannst þeir fallegir og flottir. Einnig voru þeir miklir veiði- menn og berjatínslumenn. Guð- mundur kenndi okkur ungling- unum í skólanum að spila vist. Þegar Guðmundur var svo farinn að vinna á pósthúsinu á Sigló fannst mér svo gaman að koma til hans. Hann bauð mér alltaf innfyrir að spjalla smá. Hann fylgdist með hvernig mér gekk í skólanum og hrósaði mér þegar ég var dugleg. Hann sagði að hann sæi hverjir færu vel með peninga. Maður ætti að hafa þá slétta í veskinu en ekki vöðla þeim í vasann. Oft kom hann við hjá okkur mömmu með eitthvað gott með kaffinu. Hann kenndi mér að borða hákarl, hákarls- bitar ofan á seytt rúgbrauð var toppurinn. Eftir að ég flutti suð- ur fengum við oft pakka í póst- inum sem lyktaði vel, reyktur lax, og ég átti að ná í pakkann í hvelli. Ég ólst upp í pólitískri um- ræðu. Mamma var mjög pólitísk og Guðmundur var formaður ungra jafnaðarmanna um tíma. Þannig að ef ég þurfti á aðstoð að halda um að taka ákvörðun um ýmis málefni hringdi ég í Guðmund og hann ráðlagði mér. Ekki samt endilega um pólitík. Ég hafði alltaf teiknað mikið með blýanti og þegar ég teiknaði mína fyrstu pennateikningu tók hann upp veskið og sagði: „Ég ætla að kaupa þessa mynd.“ Nú hef ég átt heima á Siglufirði í hálft annað ár. Ég hef leitt hug- ann að því að hefði ég ekki kynnst sambýlismanni mínum væri ég ekki búandi á Sigló. Og hefði þar með ekki getað heim- sótt og verið svona mikið hjá bróður mínum í hans veikindum. Og ég þakka honum samfylgdina í þessu lífi. Þetta er almættið sem stjórnar og ég er þakklát fyrir það. Innilegar samúðarkveðjur til Regínu eiginkonu hans og dætr- anna Þóru og Helenu og fjöl- skyldna þeirra frá okkur Stefáni og sonum mínum og fjölskyldum þeirra. Brynja Árnadóttir. Gagnfræðaskóli Siglufjarðar var til húsa á kirkjulofti Siglu- fjarðarkirkju un langt árabil. Þar hlaut margt ungmennið þekkingu og þroska í góðum fé- lagsskap kennara og nemenda. Siglufjarðarkirkja var á þessum árum sannkölluð mennta- og menningarmiðstöð, eins og ís- lenzk kirkja var um aldaraðir – og er enn. Á þessum árum var mikill æskuþróttur undir kirkju- þakinu og fjölbreytt félagslíf, auk hefðbundins náms. Það var haustið 1942, í miðri heimsstyrjöld, sem undirritaður og nokkrir tugir siglfirzkra og aðkominna unglinga hófu gagn- fræðanám í Siglufjarðarkirkju. Meðal þeirra voru tveir einstak- lingar, piltur og stúlka, sem urðu síðar hjón og mætir borgarar í Siglufjarðarkaupstað: Guðmund- ur Árnason, afreksmaður í skíða- íþróttum og stöðvarstjóri Pósts og síma, og Regína Guðlaugs- dóttir, lengi íþróttakennari í Siglufirði. Við Guðmundur áttum tölu- vert saman að sælda þegar á unglingsárum, fyrst og fremst vegna sameiginlegs áhuga beggja á íþróttum. Við æfðum saman frjálsar íþróttir, sem áttu vinsældum að fagna í bænum um þessar mundir. Við vórum í sigl- firzku keppnisliði, sem sótti heim Ísfirðinga og Þingeyinga. En það var í skíðaíþróttum, sem Guð- mundur gerði garðinn frægan, einkum í skíðastökki, en hann var Íslandsmeistari í þeirri grein árin 1952 og 1954. Hann bjó yfir ríkum keppnisanda og vilja til að gera allt, sem hann tók sér fyrir hendur, eins og hann bezt gat með sem mestum árangri. Síðar spiluðum við saman brids, bæði í heimaklúbbi og inn- an Bridsfélags Siglufjarðar. Leiðir okkar lágu einnig saman í Lionsklúbbi Siglufjarðar og víð- ar í félagsstarfi. Guðmundur var góður félagi, hreinn og beinn, glaður á góðri stundu, hjálpsam- ur og vildi öllum vel. Sem fyrr segir hóf hópur ung- menna gagnfræðanám í Siglu- fjarðarkirkju haustið 1942, fyrir 72 árum. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar frá þeim haustdög- um. Heimurinn og heimabyggðin hafa breytzt ótrúlega mikið. En eitt er óbreytt: Vináttubönd ungs fólks, sem voru traustlega knýtt á kirkjuloftinu heima í miðri heimsstyrjöldinni síðari. Einn úr hópnum, Guðmundur Árnason, er í dag kvaddur í þessari sömu kirkju, genginn inn í þá framtíð, sem okkar allra bíð- ur, þar sem birtan, fegurðin og kærleikurinn ráða ríkjum. Hann dó inn í sumarið, sem vekur ís- lenzkt lífríki til nýs lífs, lita og fegurðar. Ég og fjölskylda mín þökkum Guðmundi og Regínu áratuga vináttu. Megi genginn, gamall vinur eiga góða heimkomu. Stefán Friðbjarnarson. Látinn er á Siglufirði vinur minn og félagi, Guðmundur Árnason, fyrrverandi stöðvar- stjóri Pósts og síma á Siglufirði. Guðmundi kynntist ég fyrst ungur drengur þegar ég var sendill á kjördögum milli kjör- staðar og Borgarkaffis, skrif- stofu og félagsheimilis okkar jafnaðarmanna í gamla, góða Al- þýðuflokknum. Þar uppi á lofti, alltaf í sama herbergi og nánast alltaf í sama sætinu, sat Guð- mundur á kjördag og tók við nafnalistum frá skrifurum flokksins á kjörstað og merkti inn í kjörskrá við nöfn þeirra sem höfðu kosið. Síðan sátu menn við „að deila“ þeim sem höfðu kosið niður á hina ýmsu flokka og telja saman. Þetta var á þeim tíma sjálfsagður þáttur í kosningastarfi og úrslitin oft nokkuð ljós áður en talið hafði verið upp úr kössunum. Fyrir kjördag var Guðmundur alltaf búinn að margfara yfir kjörskrána og kalla til ýmsa flokksmenn til að fá sem bestar upplýsingar og gera sér grein fyrir stöðunni. Alltaf notaði hann vel yddaðan blýant og merkti samviskusamlega fjögur lóðrétt strik og síðan eitt skáhallt yfir og tók svo saman hvern tug. Þegar kjörstað hafði verið lokað settust flokkshestarnir niður og töldu saman og sögðu fyrir um úrslitin. Ég byrjaði í bæjarpólitíkinni á Siglufirði í kosningunum 1986 og Regína kona Guðmundar skipaði annað sætið. Þegar búið var að loka kjörstað sagði Guðmundur að við myndum fá 311 atkvæði en við fengum 318. Slík var ná- kvæmni hans og helstu trúnað- ar- og forystumanna. Eins og hér hefur komið fram var Guðmundur mikill jafnaðar- maður og alla tíð mjög virkur í starfi eins og Regína kona hans. Þau hjón hafa verið með trygg- ustu og bestu stuðningsmönnum jafnaðarmanna á Siglufirði, bæði á tímum Alþýðuflokksins og svo Samfylkingarinnar. Ég átti því láni að fagna að eiga Guðmund að sem einn öfl- ugasta stuðningsmann minn bæði í prófkjörum og kosning- um. Hann var einnig góður og tryggur álitsgjafi sem gott var að leita til og fá skoðun hans á hinum ýmsu þjóðmálum. Fyrir þetta þakka ég Guð- mundi sérstaklega og einnig fyr- ir allar samverustundir bæði á heimili þeirra hjóna og á skrif- stofu hans í símstöðinni á Siglu- firði. Guðmundur var mjög virkur í hinum fjölmörgu félagasamtök- um á Siglufirði og eftirsóttur í framvarðasveitir. Í Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg, var hann einn af forystumönnum og alltaf til staðar á skíðamótum. Þar sem annars staðar nutu menn góðs af vandvirkni hans við útreikninga, eins og t.d. á stökkmótum en þar var hann einn af fremstu stökkdómurum okkar og leiðbeindi mörgum ungum mönnum við þá iðju. Að lokum viljum við Oddný þakka Guðmundi Árnasyni margra ára samfylgd, vináttu og stuðning. Við sendum eiginkonu hans Regínu Guðlaugsdóttur og afkomendum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég veit að ég mæli hér fyrir munn allra flokksfélaga okkar og jafn- aðarmanna á Siglufirði. Blessuð sé minning heiðurs- manns, jafnaðarmanns og vinar. Kristján L. Möller. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDS BJÖRNSSONAR, Hvoli, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2B, Landspítala, Fossvogi. Auður Aðalsteinsdóttir, Guðný Steina Erlendsdóttir, Björn Erlendsson, Steinunn Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Frostaskjóli 13, Reykjavík. Ólafur Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jens Sigurðsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Þorsteinn M. Gunnsteinsson, Hólmfríður Jensdóttir, Óli Halldór Konráðsson, Hrefna Jensdóttir, Hildur Hrönn Þorsteinsdóttir, Bragi Már Ottesen, Sigrún Jensdóttir, Gísli Viðar Oddsson, Bryndís Þorsteinsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA HELGADÓTTIR, Fornastekk 5, lést þriðjudaginn 24. júní á Landspítalanum. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.00. Haraldur Gísli Eyjólfsson, Óskar Smári Haraldsson, Una S. Rögnvaldsdóttir, Örn Helgi Haraldsson, Ása Þorkelsdóttir, Einar Birgir Haraldsson, Sigrún Árnadóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Oddný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNAR HARALDSSON, Víðidal, Skagafirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. júní. Aðstandendur. ✝ Móðir okkar, GUÐRÚN RAGNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR THORLACIUS frá Saurbæ á Rauðasandi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 26. júní. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Margrét, Pétur, Sólveig og Hrefna Sumarlína Ingibergsbörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA RUNÓLFSDÓTTIR, Lönguhlíð 11, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 18. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 30. júní kl. 15.00. Einar Örn Stefánsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Orri Guðjohnsen, Halldóra Eyrún Bjarnadóttir, Kristinn Þór Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.