Morgunblaðið - 28.06.2014, Síða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
F
A
S
TU
S
_H
_3
2.
06
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
Resource Senior Active
Sérhannaður drykkur fyrir aldraða sem þurfa næringarviðbót
og fá ekki uppfyllt orku- og næringarþörf sinni úr fæðunni
Heildstæður næringardrykkur sem er ríkur af:
• Hitaeiningum (orkuefnum)
• Kalsíum
• Próteinum
• D-vítamínum
• Omega3 fitusýrum
Notist samkvæmt ráðleggingum læknis og/ eða næringarfræðings
Jarðarber Karamella Vanilla
200ml
300
kcal
3g
trefjar
1000 IU
D3
vítamín
20g
prótín
Næringarvörur
eru í samningi við
Sjúkratryggingar
Íslands
Þessar vörur
fást í verslun Fastus
og í flestum
apótekum
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hætt við að viðskipti gangi
brösuglega í dag. Kannski tekur gamall vin-
ur upp á einhverju stórskrýtnu. Hann hefur
komið auga á betri vinnuaðferðir og vill ger-
bylta kerfinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Forðastu átök í lengstu lög en verði
ekki hjá þeim komist skaltu berjast drengi-
lega. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir
því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Tvíburar gleyma því oft að gera
áætlanir og trúa því að næsta skref komi af
sjálfu sér. Og þegar alvarlegri ákvarðanir
banka upp á, ertu meira en tilbúinn fyrir
þær.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver vill gefa þér uppbyggileg ráð
í dag. Gömul hugmynd leitar á þig og þú
ættir að gefa henni tækifæri.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kring-
um þig. Getur yfirmaður beðið um meira?
Vonandi færðu verðug verkefni til þess að
glíma við því þau gera þér kleift að láta ljós
þitt skína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ábyrgðin sem hvílir á þér heima fyrir
gæti íþyngt þér dálítið í dag. Notaðu daginn
og farðu í leikhús, á íþróttaviðburð eða í bíó.
23. sept. - 22. okt.
Vog Öll samskipti fjölskyldunnar ættu að
ganga vel í dag. Njóttu líðandi stundar betur
og ekki reyna að halda í neitt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitt og annað drífur á dagana
og það svo, að þér kann að finnast nóg um.
Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en
þú lætur til skarar skríða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er hætt við að spenna sem
hefur verið að safnast upp í þér að undan-
förnu brjótist fram í dag. Mundu að flas er
ekki til fagnaðar. Brosið þitt verður upp-
spretta gleðinnar – ekki öfugt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ein stærð passar alls ekki öllum.
Gerðu ekki lítið úr málflutningi þeirra, sem
nálgast viðfangsefnin úr annarri átt en þú.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þeir eru margir sem vilja ræða
málin við ykkur. Hann er fullur viðkvæmni í
garð yngri kynslóðarinnar þessa dagana.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú trúir heitt á þínar sannfæringar,
en hefur enga þörf fyrir að sannfæra aðra.
Varastu því að ganga of langt gagnvart þeim
sem viðkvæmir eru. Gæluverkefni keyrir þig
áfram.
Fyrir viku var gátan eftir Hörpuá Hjarðarfelli:
Lítil fleyta á lygnum sæ,
löngum snýst hann nið́r í bæ.
Ómissandi á ýmsum tækjum,
undir rúmið hann við sækjum.
Og hér sendir Harpa lausnina:
Litla báta kalla koppa.
Koppar snúast hjólum með.
Smyrja þarf í smurningskoppa
Smeygt var koppnum undir beð.
Helgi R. Einarsson lætur ekki sitt
eftir ligga:
Koppar litlir sigláum sjá,
snúast vítt um landið,
ýmsum vinnuvélum á,
volgt í þá fer hlandið.
Þessi er lausn Helga Seljans:
Bátskopp sé ég öldum á,
oft ég hjólkopp líka sá.
Um smurkopp helzt ég hugsa um sinn.
Hlandkopp undir rúmi finn.
Guðmundur Arnfinnsson segir í
bréfi til mín: „Síðastliðinn laug-
ardag birtist frá mér gáta, sem ég
sendi vísnahorninu. Harpa á Hjarð-
arfelli og Helgi R. Einarsson réðu
þessa gátu á glæsilegan hátt og
kom hann á framfæri viðbót-
armerkingu til þín. Aðeins út af því:
Gagnrýninn við gátu brást,
glappaskotsins saknaði,
en undanskot honum yfir sást
og ei til fulls því vaknaði.
Vísnagátu úr fórum Hörpu ræð
ég þannig:
Í koppalogni koppi ræ,
koppar snúast niðri í bæ,
sumir hafa kopp í kinn,
kopp ég undir rúmi finn.
Að vísu skipti ég út smurnings-
koppi fyrir spékopp. Síðan er glæný
gáta, sem varla er á færi nema
Karlsins á Laugaveginum að ráða!
Guðhræddir þar krjúpa á kné,
að kenninafni hefur P,
Matthías það í Mogga reit,
á máluðum fleti blett ég leit.“
Vel er kveðið og mun ég gera sér-
stakar ráðstafanir til þess að karl-
inn á Laugaveginum frétti af vísna-
gátunni. Hann hefur verið
upptekinn við annað:
Gigtveik og hölt og skökk en ung í
anda
áttum við stefnumót í skjóli þar;
vorbjarta nótt við gengum út á Granda
sú gamla fann stein og fleytti
kerlingar.
Halldór Blöndal
halldórblöndal@simnet.is
Vísnahorn
Vísnagátan og rölt með
kerlingu út á Granda
Í klípu
„OKKUR VANTAR BARA SKJÓTA LAUSN Á
MÁLINU. ÞAÐ BAÐ ÞIG ENGINN AÐ FINNA
UPP HJÓLIÐ AFTUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ BARA VISSIR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta efasemdar-
raddir sem vind um
eyru þjóta.
BRÚÐKAUPS-
AFMÆLIÁRA
HEIMILIS-
MATUR
ÍÞRÓTTIR HAFA ALLTAF SKIPAÐ
STÓRAN SESS Í MÍNU LÍFI.
AÐALLEGA AÐ VERA
LÉLEGUR Í ÞEIM.
JAMM.
Nú virðast tónlistarhátíðir sprettaupp eins og gorkúlur hér yfir
sumartímann. Skyldi engan undra
því fátt er skemmtilegra en að viðra
sig í sumrinu og hlýða á fagra tóna í
góðum hópi vina. En það er samt eitt
sem Víkverji veltir fyrir sér og það
er hvort ekki mætti samnýta betur
þá aðstöðu sem hefur verið byggð
upp á tilteknum stöðum. Til að
mynda er landsmót hestamanna
framundan á Gaddstaðaflötum á
Hellu. Þar rísa tvö stór tjöld og ann-
að verður með „parketi“. Þar verður
vægast sagt gott rými fyrir alla
verslun og matsölu sem verður á
svæðinu sem og gott dansiball sem
verða á kvöldin.
x x x
Tjöldin eru reist rétt fyrir mótið ogverða tekin niður fljótlega eftir
það. Vinnan við að koma þeim upp er
talsverð. Væri því ekki kjörið að
halda vegalega útihátíð í þessum
sömu tjöldum eftir mótið? Nýta
þetta aðeins betur – bara hugmynd.
x x x
Víkverji dáist að öllum hjólreiða-köppunum sem þeysast nú um
landið þvert og endilangt. En það er
ekki pláss fyrir alla þessa spandex-
klæddu hjólreiðamenn nema á þjóð-
veginum þar sem þeir skapa mikla
hættu. Víkverji var nýverið á hring-
veginum og þar fylgdu bílar ein-
staklingum sem voru í hjólreiða-
keppni. Þar af leiðandi óku þeir
hægar og myndaðist því góð bílaröð
fyrir aftan þá. Þetta skapaði mikla
hættu. Víkverji gerir sér grein fyrir
því að hjólarar vilja hjóla en það þarf
að tryggja öryggi allra, jafnt hjól-
andi sem akandi umferðar.
x x x
Í fyrirmyndarríkinu Íslandi værihringvegurinn það öruggur að all-
ir gætu verið á honum hjólandi og
gangandi en eins og ávallt er þetta
spurning um peninga.
x x x
En að öðru – HM í fótbolta. Vík-verji sér fegurðina í þessu þrátt
fyrir að vita ekki hvað rangstaða er.
HM er allt annað en annar fótbolti,
hraði og snerpa eru við völd og hrífa
með sér. víkverji@mbl.is
Víkverji
Himinn og jörð munu líða undir lok
en orð mín munu aldrei undir lok
líða. (Markúsarguðspjall 13:31)