Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 8

Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 8
Morgunblaðið/Árni Sæberg Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hið íslenska vöru- gjaldakerfi sé ósanngjörn skattheimta sem mis- muni vöruflokkum og atvinnugreinum. Hann segir kerfið vera úrelt og að stjórnmálamenn verði nauðsynlega að sýna kjark og afnema tolla og vörugjöld á öllum sviðum. „Vörugjalda- og tollakerfin er ótrúlega flókin og því miður eru þau til þess fallin að skapa tor- tryggni gagnvart því að verið sé að umbuna inn- lendri framleiðslu á óeðlilegan hátt,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Sú spurning vakni hvort kerfið sé flókið til þess eins að verja sjálft sig. Félag atvinnurekenda hefur unnið að því að grisja frumskóg tolla- og vörugjalda, en félagið vill efla vitund landsmanna um það sem það seg- ir vera ósanngjarnt og flókið kerfi sem hefur verið við lýði hér á landi um margra ára skeið. Almar segir að það hafi lengi verið eitt helsta baráttumál félagsins að berjast gegn vernd- arhyggju íslenskra stjórnvalda. „Í sjálfu sér er þetta eldgamalt mál. Við höfum lengi, áður en félagið skipti um nafn og hét Félag íslenskra stórkaupmanna, barist gegn þessum sömu skað- legu vörugjöldum og tollum,“ segir hann og bæt- ir við að félagið hafi jafnframt lagt mikla áherslu á þennan málaflokk undanfarin fimm ár, eða frá því að stjórnvöld lögðu á hinn umdeilda syk- urskatt sumarið 2009. Hann segir það skýrt í sínum huga að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé afar mik- ilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhags- legum ábata, aukinni samkeppni sem og bættum hag neytenda. Gjöldin gera það meðal annars að verkum að allt verð skekkist. Og það þekkja það allir sem hafa les- ið hagfræði að þá myndast ákveðin sóun og afleiðing- arnar eru mjög alvarlegar. Það fer auðvitað eftir að- stæðum á mörkuðum, en á ákveðnum mörkuðum getur þetta gert það að verkum að einokun eða fá- keppni viðhelst því það verður svo erfitt fyrir nýliða að koma inn. Síðan er þetta auðvitað stór- mál fyrir neytendur sem hafa hagsmuni af öfl- ugri samkeppni, en vilja einnig hafa almennt frelsi til að velja,“ segir Almar. Kerfin skapa tortryggni Hann bendir enn fremur á mikilvægi þess að tollaumhverfi, vörugjöld og skattar séu einföld- uð. Almenningur eigi rétt á að skilja þau kerfi sem séu við lýði. „Vörugjalda- og tollakerfin er ótrúlega flókin og því miður eru þau til þess fall- in að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Sú spurning vaknar hvort kerfið sé flókið til þess eins að verja sjálft sig. Það er afleit staða því það er auðvitað hinn íslenski neytandi sem borgar fyrir það á endanum,“ segir Almar. Það sé þess vegna hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Einnig þurfi að taka um- ræðuna um þá hvort og á hvaða sviðum gera eigi undanþágur frá meginreglunni. Undanþágurnar verði þá að sjálfsögðu að byggjast á málefna- legum sjónarmiðum. Eins og áður sagði hefur Félag atvinnurek- enda margsinnis bent á þá annmarka sem fylgja gjaldtöku í formi vörugjalda. Félagið segir að gjaldtakan einkennist af ógagnsæi og misræmi þar sem einstakir vöruliðir beri mun hærra gjald en aðrir, án þess að málefnalegar ástæður liggi fyrir þeirri mismunun. Það sé jafnframt stór galli á þessu fyrirkomulagi að vörugjöld séu ósýnileg endanlegum kaupanda og geri því verð- lagningu ógagnsærri, sem að endingu getur leitt af sér sóun. Kerfið þvingar embættismenn Sem dæmi um misræmi í kerfinu bendir Al- mar á að sjónvarpsskjár ber 7,5% verðtoll og 25% vörugjöld en tölvuskjár ber hvorki toll né vörugjöld. Vegna örrar tækniþróunar hafa mörkin þarna á milli orðið sífellt óskýrari og er nú svo komið að tölvuskjáir hafa flesta þá tengi- möguleika sem sjónvarpsskjáir hafa, en það er einmitt sá þáttur sem hefur meðal annars verið látinn ráða tollflokkun á skjám. Félagið telur að vörugjöld og tollar eigi engan rétt á sér í þessu tilviki. Um sé að ræða neyslu- stýringu sem hafi þau sérkennilegu áhrif að ódýrara sé að horfa á sjónvarpsútsendingar í gegnum tölvu heldur en í gegnum sjónvarp. „Kerfið þvingar embættismenn til að taka mjög erfiðar ákvarðanir. Þeir eiga að framfylgja valdi og það þýðir meðal annars að þeir þurfa að skilgreina hvaða vörur eigi við í hvaða toll- flokkum,“ segir Almar. Vilja afnema tolla og vörug Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Félag atvinnurekenda segir gjaldtöku í formi vörugjalda einkennast af ógagnsæi og misræmi þar sem einstakir vöruliðir beri hærra gjald en aðrir. Endurskoðunar sé þörf. Félag atvinnurekenda telur að afnám vöru- gjalda yrði mikil búbót fyrir matvöruverslanir. Almar Guðmundsson 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014FRÉTTASKÝRING Vodafone RED Pro fyrir öll fyrirtæki Ótakmarkaðar mínútur og SMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð kerfi fyrir þitt starfsfólk Skiptu yfir í Vodafone RED Pro Fáðu upplýsingar hjá firma@vodafone.is eða hringdu í 599 9500 Vodafone Góð samskipti bæta lífið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.