Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 16

Morgunblaðið - 19.06.2014, Side 16
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA VIÐSKIPTI Á MBL.IS Stöðvar ólögleg gjaldeyrisviðskipti Tesla opnar öll einkaleyfi sín Leigubílstjórar skora sjálfsmark Róbert Melax gjaldþrota Sparifjáreigendur glata réttindum Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Rekstrarkostnaður slitabúa föllnu bankanna, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, er nú kominn yfir hundrað milljarða króna. Eignir bú- anna munu jafnframt rýrna enn hraðar eftir að sérstakur skattur var lagður á þau, en gert er ráð fyrir að þessi árlegi skattur á búin nemi um 28 milljörðum króna á ári frá og með þessu ári. Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Ís- lands segir að þannig sé ákveðinn ávinningur fyrir kröfuhafa að kom- ast að samkomulagi um nauðasamn- inga, samanborið við óbreytt ástand, og helgast það meðal annars af því að fjárfestar krefjast hárrar ávöxt- unar af kröfum í þrotabúin. Miðað við tólf prósenta ávöxtunarkröfu má gera ráð fyrir því að kröfuhafarnir verði af 260 milljörðum króna á ári vegna tafa á útgreiðslu eigna slita- búanna, eftir því sem fram kemur í skoðun Viðskiptaráðs. Segir svigrúm vera fyrir lausn Þar segir jafnframt að hagfelld- asta lausnin fyrir alla aðila felist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásætt- anlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Telur Viðskiptaráð að svigrúm sé til staðar fyrir slíkri lausn án þess að vegið sé að hags- munum þeirra aðila sem eftir sitja innan gjaldeyrishaftanna. Viðskiptaráð segir einnig að ef kröfuhafar koma sér ekki saman um nauðasamninga sem falla innan um- rædds svigrúms, þá væri æskilegra að slitameðferð lyki með gjald- þrotaskiptum heldur en að núver- andi ástand varði áfram um fyr- irsjáanlega framtíð. Morgunblaðið/Ernir Seðlabankinn hefur ekki fallist á undanþágubeiðnir búa föllnu bankanna. Verða árlega af 260 milljörðum Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Viðskiptaráð Íslands telur að kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna verði af um 260 milljörðum króna á hverju ári. Sigurður Nordal sn@mbl.is Niðurstaða Seðlabanka Íslandsum að samningar erlendra tryggingafélaga við innlenda aðila um sparnað erlendis séu ólöglegir varpar í raun skýru ljósi á það sér- kennilega ástand sem gjaldeyrishöft skapa. Almennt væri það talið já- kvætt og þjóðhagslega hagkvæmt að almenningur legði til hliðar og spar- aði til efri ára. Jafnframt ætti það að vera æskilegt að innlendir aðilar, þar með taldir einstaklingar, byggðu upp erlendar eignir. Sér í lagi ef þeim eignum yrði ráðstafað til fram- færslu og neyslu hér á landi í fram- tíðinni. Að sjálfsögðu er málið ekki svoeinfalt, endar snýst það um ráðstöfun takmarkaðs erlends gjald- eyris á þeim óvissutímum sem við búum nú við. Að sama skapi er það grundvallaratriði að allir séu jafnir gagnvart lögunum. Íslenskir lífeyr- issjóðir eiga þess ekki kost að fjár- festa lífeyrissparnað þorra lands- manna utan landsteinanna og því rökrétt að annar lífeyrissparnaður sé háður sömu takmörkunum. Þeir fjármunir sem að öðrumkosti hefðu runnið í eignasöfn- un hjá erlendum tryggingafélögum munu því bætast við það fjármagn sem girt er innan íslenska hagkerf- isins. Auk fjármuna lífeyrissjóða sem fyrr voru nefndir, má þar nefna fjárfestingar annarra innlendra að- ila, krónueignir erlendra aðila og eignir kröfuhafa slitabúa gömlu bankanna. Þegar gjaldeyrishöftum verður lyft ættu því allir að vera sömu megin rásmarksins því enginn á rétt á þjófstarti. Sömu megin ráslínunnar Íslensk tunga verður sífellt ríkariaf orðum enda orðasmíð ein af þjóðaríþróttum Íslendinga frá fornu fari. Eitt af einkennum íslenskra nýyrða er hversu gegnsæ þau eru, svo sem hvað varðar fagheiti starfs- stétta eins og lækna. Þessu er ólíkt farið í mörgum öðrum tungumálum þar sem notaðir eru orðstofnar úr latínu til þess að búa til nýyrði, óskiljanleg öðrum en læknunum sjálfum. Ein af þeim starfsstéttum sem fengu nýtt heiti á nýliðnum góð- æristíma var stétt útrásavíkinga. Þeim sem sóttu út fyrir landstein- ana með sín viðskipti, keyptu er- lend fyrirtæki eða stóðu í rekstri utan Íslands var gefið samheiti sem sett er saman úr hugtakinu útrás og orðinu víkingur, sem eðli máls- ins samkvæmt er fornt í íslensku máli. Hverjum það var sem datt í hug að setja þessi orð saman man vænt- anlega enginn. Þó er líklegt að síð- ari hluta orðsins megi rekja til Bretlands, en þar í landi líta menn gjarnan á Íslendinga sem afkom- endur víkinga sem herjuðu á Bret- landseyjar á sínum tíma. Þeim er hins vegar ekki kunnugt um að Ís- lendingar eru afkomendur bænda og þeir Íslendingar sárafáir sem álpuðust í víking með öðrum nor- rænum mönnum. Hins vegar er lík- ingin myndrænni en svo að sagn- fræðin sé látin skemma hana og því jafnan gripið til samlíkingar við víkinga þegar Íslendingar keyptu eitthvert aflóga fyrirtækið dýrum dómum í útlöndum. Eftir hrunið hefur orðið útrás- arvíkingur orðið eitt mesta skamm- aryrði í íslenskri tungu. Látum vera með víkinginn, sem fáir hafa samúð með, en verra er að útrásin hafi fengið á sig skammarstimpil. Því án útrásar, í þeirri merkingu að sækja út fyrir landsteinana að tækifærum til viðskipta, er erfitt að sjá hvernig tryggja má góð lífskjör til framtíðar hér á hjara veraldar. Því ætti að vera tímabært að leggja niður nýyrðið útrásarvík- ingur og reisa útrásina aftur til fyrri vegs og virðingar. Útrás er ekki alltaf óskynsamleg eða áhættusöm, heldur getur hún verið tákn um vilja til að plægja nýjan akur og skapa jákvæð samskipti við aðrar þjóðir í formi viðskipta. En vissulega skapa gjaldeyrishöft tak- mörkuð tækifæri til útrásar um þessar mundir, sem leitt hefur til óvissu um framtíðina. Einu sinni var talað um athafna- skáld, enda gátu Íslendingar sér mun fremur orð sem skáld á er- lendri grundu en sem víkingar. Það er líklega til vitnis um hroka góð- ærisáranna að skáldin urðu að vík- ingum. Er ekki ástæða til þess að við óskum þess að við eignumst sem flest útrásarskáldin í framtíð- inni? Útrásarvíkingar og skáld Hugbúnaðarfyrirtækið Sprettur og hönnunarstúdíóið Form5 hafa sameinast undir nafninu Kolibri. Tuttugu manns munu starfa hjá nýja félaginu. Form5 og Sprettur hafa sameinast 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.