Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið höfum selt öll laus sýn-
ingarpláss að þessu sinni
og Íslenska sjávarútvegs-
sýningin 2014 er um 5%
stærri en sýningin sem haldin var
síðast,“ segir Marianne Rasm-
ussen-Coulling. „Mikill áhugi sýn-
enda er vafalítið til marks um
aukna bjartsýni í atvinnugreininni.
Við finnum að andrúmsloftið er
annað núna en fyrir þremur árum,
þegar óvissa um mögulegar breyt-
ingar á umgjörð fiskveiðikerfisins
virtist fæla fyrirtæki í sjávarútvegi
frá því að leggjast í fjárfestingar á
nýjum tækjum og skipum.“
Marianne stjórnar sýningunni í
ár en hún hefur verið viðriðin
sjávarútvegssýninguna síðan 1996
og er sýningin í ár því sú sjöunda
sem hún vinnur við. Hefur Mari-
anne gegnt ýmsum hlutverkum á
sýningunni í gegnum tíðina og
byrjaði sem sölumaður. Sýningin
nú er sú fyrsta undir hennar
stjórn. „Ég gantast stundum með
þetta og segist eiga þrjú börn: syni
mína tvo og svo Íslensku sjáv-
arútvegssýninguna. Í hvert skipti
hefur mér þótt gríðarlega ánægju-
legt að taka þátt í þessu stóra og
krefjandi verkefni og vinna með ís-
lenskum samstarfsaðilum að því að
láta viðburðinn ganga upp.“
Gengur upp á endanum
Marianne vinnur fyrir breska út-
gáfu- og viðburðastjórunarfyr-
irtækið Mercator Media. Gefur
Mercator út tímarit um skip og
sjávarútveg og heldur utan um
ýmsar sýningar, þar á meðal þá ís-
lensku. „Á hverjum stað gerast
hlutirnir með sínum hætti og í
fyrstu þótti mér svolítil áskorun að
skilja viðhorf og skipulagsaðferðir
Íslendinga,“ segir hún glettin. „En
síðan þá hef ég lært að þótt hlut-
irnir gerist oft á síðustu stundu á
Íslandi þá gerast þeir samt, og
sýningin verður opnuð hnökralaust
á réttum tíma.“
Sýnendur eru rúmlega 500 að
þessu sinni og deila með sér 250
básum. Óvenjumikið er af nýjum
sýnendum sem og erlendum. „Við
fáum t.d. nýja sýnendur frá Taív-
an, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum, Belgíu, Kína, Jap-
an og Póllandi. Ekki aðeins eru
sýnendurnir alþjóðlegir heldur vit-
um við af hópum gesta sem vænt-
anlegir eru frá öllum heims-
hornum. Þannig hafa hópar frá
Bangladess, Íran, Hollandi og
Noregi boðað komu sína og eflaust
fjöldi hópa til viðbótar sem við vit-
um ekki um.“
Fyrirmenni og fallbyssa
Sýningin spannar þrjá daga; frá
fimmtudegi til laugardags. Til við-
bótar við básasýningarnar í
íþróttahöllinni Smáranum verða
haldnir fróðlegir fyrirlestrar um
ýmis efni. „Sýningin er formlega
sett á fimmtudag við hátíðlega at-
höfn að viðstöddum forseta Ís-
lands, sjávarútvegsráðherra og
bæjarstjóra Kópavogs. Verður
sýningin sett með því að ráð-
herrann hleypir skoti af 150 ára
gamalli fallbyssu sem Landhelg-
isgæslan og Reykjavíkurborg
skaffa. Sama dag verða íslensku
sjávarútvegsverðlaunin afhent við
athöfn í Gerðarsafni. Verðlaunin
eru veitt í sautján flokkum og þar
af eru þrír flokkar fyrir bestu sýn-
ingarbásana á hátíðinni,“ útskýrir
Marianne.
Af fyrirlestrum og málstofum
nefnir Marianne erindi um notkun
úrgangs úr fiskvinnslu til verð-
mætasköpunar, um frumkvöðla-
starf og nýsköpun í sjávarútvegi
og um hlutskipti fiskveiði-
samfélaga við Norður-Atlantshaf.
Þessir viðburðir eru m.a. haldnir í
samstarfi við Háskóla Íslands og
Matís.
„Einnig stöndum við fyrir svo-
kölluðum „matchmaking“-viðburði
þar sem markmiðið er að leiða
saman fyrirtæki í greininni til að
vinna að áhugaverðum verkefnum.
Við komum innlendum og erlend-
um aðilum í samband við rétta
fólkið og hjálpum vonandi til að
gera nýjar vörur og viðskipti að
veruleika.“
Sýna sig og sjá aðra
Að sögn Marianne er Íslenska
sjávarútvegssýningin mikilvægur
viðburður á marga vegu. Þar fái
fyrirtæki einstakt tækifæri til að
sýna sig og sjá aðra og reikna má
með að fjöldamargir sölusamn-
ingar verði undirritaðir á sýning-
unni eða strax í kjölfar hennar.
„Við heyrum það iðulega frá sýn-
endum að þeir selja ekki bara öll
þau tæki sem þeir höfðu til sýnis á
básnum sínum heldur fá pantanir
fyrir mörgum gámum af alls kyns
tækjabúnaði og annarri vöru frá
jafnt innlendum sem erlendum
kaupendum.“
Viðburðurinn gefur líka fyr-
irtækjum ákveðinn tímaramma ut-
an um þróunarvinnu sína. „Þrjú ár
á milli sýninga er hæfilegur tími til
að vinna að nýrri tækni og full-
koma eldri lausnir. Sýnendur hafa
því allir eitthvað nýtt og spennandi
fram að færa og gestir sömuleiðis
eitthvað áhugavert og nýtt að
skoða.“
Sú nýbreytni er á skipulagi há-
tíðarinnar í ár að Íslenska sjávar-
útvegssýningin 2014 hefur tekið
samfélagsmiðlana í sína þjónustu.
„Við höfum gert hátíðina sýnilega
á Facebook, Twitter og LinkedIn,
til viðbótar við að halda úti sér-
stöku bloggi. Er hugmyndin þar
ekki bara að miðla upplýsingum
um sýninguna í ár heldur líka að
skapa samskiptavettvang fram að
næstu sýningu árið 2017.“
ai@mbl.is
Stefnumót við blómlega atvinnugrein
Stjórnandi Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2014 segir viðburðinn vettvang fyrirtækja til að sýna nýjar vörur og efna til arðbærra
viðskiptatengsla. Fjöldi nýrra sýnenda í ár og mikil fjölgun erlendra sýnenda og gesta sem ferðst sumir yfir hálfan hnöttinn.
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Upplifun Frá sýninguni árið 2011 þar sem mátti meðal annars finna stýrishús í fulri stærð gert úr laufléttu trefjaplasti.
Verkefni „Ég gantast stundum með þetta
og segist eiga þrjú börn: syni mína tvo og
svo Íslensku sjávarútvegssýninguna,“
segir Marianne Rasmussen Coulling.
„Við fáum t.d. nýja sýn-
endur frá Taívan, Svíþjóð,
Hollandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum, Belgíu,
Kína, Japan og Póllandi.“
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is