Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
M
ikil tækifæri kunna að vera
í veiðum á vannýttum teg-
undum í efnahagslögsögu
Íslands. Velheppnaðar til-
raunaveiðar á hörpuskel og túnfiski
leiða huga manna í þá átt. „Veiðar og
möguleg fullvinnsla ýmissa nýrra
tegunda getur skapað verðmæti í
sjávarklasanum. Til að svo megi
verða þarf að auka hvata til til-
raunaveiða, vinnslu og markaðs-
setningar nýrra afurða,“ segja þeir
Haukur Már Gestsson og Bjarki Vig-
fússon hagfræðingar í nýrri grein-
ingu Íslenska sjávarklasans.
„Já, það er lítið vitað um stærð
sumra þessara tegunda og erfitt að
segja til um bæði stærðina á mörgum
þeirra og hvort hugsanlega geti verið
markaðir fyrir þær. Það er auðvitað
ekki nóg að veiða tegundirnar og búa
til vöru úr þeim, það þarf líka að
leggja mikið á sig til að skapa þeim
einhvern grundvöll á markaðnum,
selja þær. Það er erfitt auðvitað að
koma inn á hann með nýja vöru en
það er alveg hægt,“ segir Bjarki í
samtali við Morgunblaðið.
Í greiningunni fyrrnefndu kemur
fram, að í lögsögunni sé nokkur fjöldi
vannýttra tegunda. Auk túnfisks
megi þar nefna sæbjúgu, kúfskel,
krækling, smokkfisk, gaddakrabba
og gulldeplu. Stofnstærðir flestra
þessara tegunda séu smærri en
þeirra sem nú séu verðmætastar í ís-
lenskri útgerð og eðli máls sam-
kvæmt ríki óvissa um arðsemismögu-
leika í veiði flestra þeirra. Þá yrði að
taka tillit til þess að sumar tegundir
sem nú teldust lítið nýttar flakki tals-
vert inn og út úr lögsögunni og stöð-
ugleiki í veiði þeirra því lítill. Engu að
síður væru hér nokkur tækifæri sem
vert væri að kanna betur.
Hvata skortir til tilraunaveiða
Bjarki segir að hvata skorti til að
hefja tilraunveiðar. Stóru útgerð-
irnar hafi getuna en kannski ekki
mikinn áhuga á þeim og smærri að-
ilar hefðu færri tækifæri vegna
skorts á fjármagni til þróunarstarfs.
„Smærri aðilarnir eiga mjög erfitt
með að hasla sér völl á þessu sviði.
Það er rosalega dýrt að vera í til-
raunaveiðum og þróunarstarfi úti á
sjó. Sjóðirnir sem þeir geta sótt í eru
að veita of lítinn pening í það. Þeir
gera ráð fyrir að þetta eigi að vera
rannsóknir meðan í rauninni þyrfti
frekar að leggja áherslu á þróun-
arstarf og tilraunaveiðar.
Það sem ég á við með því að það
þurfi að búa til gagnsætt og betra
kerfi kringum þetta allt er það, að
komi eitthvað upp úr tilraunastarf-
semi litlu aðilanna geti stóru að-
ilarnir komið inn af miklum krafti og
veitt mikið á skömmum tíma og
þannig skapað sér svolítið sterka
stöðu gagnvart því að fá eitthvað út-
hlutað í þeim tegundum þegar þær
eru síðan settar inn í kvótakerfið síð-
ar meir. Þetta snýst bara um að
skapa einhvern vettvang, eitthvert
kerfi sem er gagnsætt og hjálpar
þessum litlu aðilum að tryggja sér
einhvern nýtingarrétt að þróun-
arstarfinu loknu. Að þeir fái að njóta
afrakstursins og fái þannig tækifæri
og hvata til að vera við veiðar í þess-
um vannýttu tegundum. Ef til vill
hefur skort nokkuð á að nægilega
sterkir hvatar séu til staðar til að
hefja öflugt þróunarstarf í veiðum
vannýttra tegunda. Þær veiðar eru
ekki frábrugðnar annarri þróun-
arstarfsemi og nýsköpun að því leyti
að sá sem fyrstur veiðir tegundirnar
og kemur þeim á markað á hag-
kvæman hátt, uppsker líklega ekki
jafnvel og þeir sem koma að borðinu
eftir að búið er að sannreyna hag-
kvæmni veiðanna,“ segir Bjarki.
Frumkvöðlar njóti afrakstursins
Í fyrrnefndri greiningu Íslenska
sjávarklasans segja þeir Haukur
Már að helsti hvati sjávarútvegsfyr-
irtækja til veiða á ókvótabundnum
tegundum hafi verið sá að veiði-
reynsla hafi veitt þeim veiðiheimildir
eftir að takmörk hafi verið sett á
veiðarnar. Engin trygging væri þó
fyrir því að það væri gert og ekki
heldur með hvaða hætti að því væri
staðið hverju sinni. Þetta fyr-
irkomulag hafi stundum stuðlað að
tímabundnum ólympískum veiðum á
tegundum sem búist var við að sett
yrði inn í aflamarkskerfið. „Til að
hvetja til veiða á vannýttum teg-
undum væri skynsamlegt að koma á
einhvers konar skipulagi í kringum
þær sem felur í sér sanngjarna hvata
til að hefja tilraunaveiðar og vinnslu.
Þannig yrði tryggt að þeir frum-
kvöðlar sem leggja í áhættusamar til-
raunaveiðar njóti afraksturs erfiðis-
ins með sanngjörnum hætti í
einhvern tíma áður en öðrum er
hleypt að. Að mörgu er hyggja við
uppbyggingu slíks regluverks en það
þarf alls ekki að vera flókið eða þungt
í vöfum. Aðalmálið er að tryggja
þeim frumkvöðlum sem leggja út í
áhættusamt þróunarstarf sérstakan
nýtingarrétt í hæfilega langan tíma á
afmörkuðum svæðum. Samhliða því
væri það íslenskum sjávarútvegi til
heilla að það mikla rannsóknarstarf
sem lagt hefur verið í undanfarin ár
og áratugi verði nýtt í meira þróun-
arstarf, þ.e. tilraunaveiðar, tilrauna-
vinnslu og markaðssetningu nýrra
afurða sem úr þeim tilraunum kunna
að skapast,“ segir þar.
Uppteknir af makrílnum
Bjarki segir að menn renni að ein-
hverju leyti blint í sjóinn með hvaða
hagsmunir kunni að leynast í djúp-
unum. „Í raun er fyrir margra hluta
sakir erfitt að segja til um það. Ég
myndi segja að ein athyglisverðasta
tegundin sem við bendum á er gull-
deplan. Búnaður til að veiða hana er
til, það þarf ekki að breyta miklu til
að hefja þær veiðar. Og hugsanlega
væri hægt að fá dálítið mikið af henni
og þar af leiðandi yrðu veiðarnar
hagkvæmar. Kannski hafa menn
bara verið of uppteknir í makrílnum
á síðustu árum til að kanna gulldepl-
una betur. Það sást mikið af henni við
suðurströnd landsins 2008 og 2009.
Minna hefur sést af gulldeplu á
allra síðustu árum en hugsanlegt er
að stofninn komi inn í lögsöguna í
nægjanlegu magni til að hagkvæmt
reynist að veiða hann. Ýmsar próf-
anir hafa verið gerðar til að laga veið-
arfæri til loðnuveiða að gull-
depluveiðum og einstaka
sjávarútvegsfyrirtæki hafa náð góð-
um árangri í tilraunaveiðum. Á fisk-
veiðiárinu 2008/2009 veiddust 38 þús-
und tonn af gulldeplu og fór sá afli
allur til bræðslu. Telja má víst að
verðmætari nýtingarmöguleikar séu
fyrir hendi. Þannig hafa fyrstu rann-
sóknir Matís á einangrun lífvirkra
efna úr gulldeplu skilað áhugaverð-
um niðurstöðum, svo dæmi sé tekið,“
segir Bjarki Vigfússon að lokum.
agas@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vannýttar fisktegundir gætu reynst gjöfular
Í framhaldi af velheppnuðum túnfiskveiðum
Vísis í Grindavík beinist athygli Íslenska sjávar-
klasans að öðrum vannýttum tegundum.
Gullnáma Íslenskar útgerðir hafa upgötvað hve mikil verðmæti geta verið fólgin í tegundum á borð við túnfiskinn.
Morgunblaðið/Golli
Verðmæti „Ég myndi
segja að ein athygl-
isverðasta tegundin
sem við bendum á er
gulldeplan. Kannski
hafa menn bara verið
of uppteknir í makríln-
um á síðustu árum til
að kanna gulldepluna
betur,“ segir Bjarki Vig-
fússon. Með á mynd-
inni er Haukur Már.